Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 18
18 Tíminn
Laugardagur 26. mars 1988
Norrænir
starfsmen ntu narsty rki r
Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og
Svíþjóðar veita á námsárinu 1988-89 nokkra styrki handa
(slendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum.
Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskóla-
próf eða hliðstæða menntun til undirbúnings kennslu í
iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og
ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á
(slandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 15.000 d.kr., í
Finnlandi 19.800 mörk, í Noregi 19.400 n.kr. og í Svíþjóð
10.000 s.kr. miðað við styrk til heils skólaárs. - Umsóknir
skulu berast menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík, fyrir 25. apríl n.k., og fylgi staðfest afrit próf-
skírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðu-
neytinu.
Menntamálaráðuneytið,
23. mars 1988
Útboð
Tilboð óskast í gatnagerð í Norðurvör og Holta-
gerði í Kópavogi með tilheyrandi jarðvinnu, hol-
ræsagerð, malbikun og gangstéttagerð.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk-
fræðings Fannborg 2, frá og með þriðjudeginum
29. mars n.k. gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 11.
apríl n.k. kl. 11.00.
Bæjarverkfræðingur
IÐNSKOLINN I REYKJAVIK
Ritari óskast
Til almennra skrifstofustarfa hálfan eða allan
daginn, starfsreynsla ekki nauðsynleg.
Umsókn merkt skrifstofustörf sendist á auglýs-
ingadeild Tímans, Síðumúla 15, 108 Reykjavík,
fyrir 8. apríl n.k.
OLL VINNSLA
PRENTVERKEFNA
Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að
okkur hönnun og vinnslu á stórum og
smáum prentverkefnum.
Höfum yfir 50 ára reynslu í prentverki.
Reynið viðskiptin.
iPRENTSMIDIANi
Cl
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur.
Sími 45000.
t
Eiginmaður minn
Halldór Jörgensson
Akursbraut 17, Akranesi
andaðist 25. mars. Blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vilja
minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið.
Ragnheiður Guðbjartsdóttir.
Regnboginn frumsýnir frumraun Helle Ryslinge:
Verðlaunamyndin
Brennandi hjörtu
Regnboginn frumsýnir í dag nýja
danska kvikmynd, Brennandi
hjörtu, en myndin er frumraun
danska þúsundþjalasmiðsins Helle
Ryslinge.
Ryslinge er 42 ára gömul og komst
snemma í kynni við tónlist og
leikhús, auk þess sem hún samdi
leikrit, tónlist ogskemmtiatriði, sem
mörg hver eru þjóðsagnakennd í
Danmörku.
Að sögn Ryslinge, er myndin um
það að vilja það sem ekki er hægt að
fá, og vilja gera það sem ekki er hægt
að gera, vandkvæði í lífinu, ástina
og mismunandi sambönd milii aðila.
Aðalhlutverkið, hjúkrunarkon-
una, leikur Kirsten Lehfeldt, og
sagði Ryslinge að hún hefði ekki
valið hana í hlutverkið fyrr en rétt
áður en kvikmyndatakan hófst, en
engu að síður væri hún nær hundrað-
prósent sátt við hana og það sama
mætti segja um útkomu myndarinn-
ar í heild.
Þegar er búið að selja myndina til
Frakklands, allra Norðurlandanna
og ísraels og hlaut myndin sérstök.
verðiaun á kvikmyndahátíðinni í
Rúðuborg á þessu ári. Myndin var
ekki dýr í framleiðslu, kostaði aðeins
um 17,5 milljónir danskra króna,
sem þykir heldur ódýrt. Það kemur
þó ekki niður á gæðum myndarinnar
og vill Ryslinge meina að margar
bestu mynda sögunnar hafi verið
gerðar við svipaðar aðstæður.
„Það eru of margar myndir búnar
til, bara til að búa þær til. Ég legg
hins vegar áherslu á að gera myndina
vegna þarfarinnar. Margir taka bæk-
ur og gera myndir beint upp eftir
þeim, en ég skrifa handrit eingöngu
fyrir myndina. Þannig verður hún
ekki algert dauðyfli," sagði Rysl-
inge.
Myndin verður sýnd í Regnbogan-
um og verður höfundurinn viðstadd-
ur frumsýninguna. -SÓL
Effco
lækpar ekki kvef
En það er óneitanlega gott að snýta sér í hana
Hún er svo stór og mjúk og
saerir nebbann ekki neitt. Svo þegar
kvefið er batnað getur þú notað
afganginn af rúllunni til annarra
hluta, eins og t.d. til að þrífa bílinn,
bátinn, sumarbústaðinn og svo
getur þú að sjálfsögðu notað hana
til algengustu heimilisstarfa.
Það er eitthvað annaö að þrífa
með Effco þurrkunni. Hún gerir
heimilisstörfin, sem áður virtust
óyfirstíganleg, að skemmtilegum
leik. Óhreinindin bókstaflega leggja
á flótta þegar Effco þurrkan er á
lofti.
Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum
og. verslunum. _______________
Helldsala Hðggdeyíir — EFFCO oirrtl 73233