Tíminn - 26.03.1988, Page 5

Tíminn - 26.03.1988, Page 5
Laugardagur 26. mars 1988 Tíminn 5 Heilbrigðisráðherra beitir sér fyrir aðstoð við Landakotsspítala: Hluti rekstrarhalla spítalans greiddur Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, fundaði í gær með Jóni Baldvini Hannibalssyni, fjármálaráðherra, um stöðu og framtíðarhorfur Landakotsspítala, en eins og komið hefur fram í Tímanum, á Landakotsspítali, eins og raunar allir spítalar á landinu, í nokkrum rekstrarerfiðleikum vegna of lágra framlaga ríkisins þeim til handa. Stjórn spítalans hefur tilkynnt að lokað verði 53 sjúkrarúmum og starfsfólk verði ekki endurráðið í lausar stöður og hefur verið talað um að um sé að ræða rúmlega J00 stöðugildi. Þá hefur stjórn spítal- ans ákveðið að hætta bráðavökt- um, en allar þessar aðgerðir miðast við að yfirvöld leiðrétti ekki þær fjárhæðir sem þeir telja sig eiga fá, miðað við umfang spítalans. Heil- brigðisráðherra mun fara fram á við stjórn spítalans að þessum aðgerðum verði frestað um sinn. Hluti hallans greiddur Guðmundur Bjarnason, sagði í samtali við Tímann í gær, að hann hefði ásamt fjármálaráðherra farið yfir erindi stjórnar spítalans og athugun ríkisendurskoðunar á málinu, ásamt þeim upplýsingum sem teknar hefðu verið saman í heilbrigðisráðuneytinu. „Niðurstaðan, ef hægt er að segja að niðurstaða hafi orðið á fundinum, varð sú að ríkisendur- skoðun mun fá tíma til að fara frekar ofan í rekstur spítalans á síðasta ári og gera betri og fyllri úttekt á því eftir páskana. Við munum síðar, þegar þær upplýs- ingar liggja fyrir, fjalla um málið aftur til að taka endanlega ákvörð- un. Núna mun fjármálaráðuneytið greiða hluta af þessum rekstrar- halla sem fyrir liggur og þegar við höfum endanlegar niðurstöður munum við einnig sjá hvað líður yfirstandandi rekstrarári og sjá til hvaða aðgerða þarf að grípa varð- andi hugsanlegan sparnað á rekstri stofnunarinnar til að sagan endur- taki sig ekki á næsta ári,“ sagði Guðmundur. Óvissa í fjármálaráduneytinu Þegar fjármálaráðuneytið hefur síðan gert upp við sig hvaða upp- hæð þeir hyggjast láta af hendi rakna til að greiða fyrirliggjandi halla spítalans mun Guðmundur fara fram á það við stjórn Landa- kotsspítala, að þeir fresti um sinn aðgerðum, þar til endanleg niður- staða liggur fyrir í málinu í næsta mánuði. Fjármálaráðuneytið var ekki tilbúið í gær til að gefa upp hvaða upphæð um væri að ræða. Þá verður reynt að komast að samkomulagi um framhald málsins og hvort grípa þurfi til einhverra breytinga á rekstri spítalans. Heilbrigðisráðherra hefur enn ekki haldið fund með stjórn Landa- kotsspítala út af þessu máli, þar sem fjármálaráðuneytið hefur enn ekki tilkynnt heilbrigðisráðherra hvaða upphæð það mun leggja fram, og sagði Guðmundur að hann teldi ekki fært að halda fund með stjórninni fyrr en hann hefði einhver gögn um málið í höndun- um. Engar bandarískar ráðleggingar Á opnun fundi Alþýðuflokks- ráðherra á fimmtudagskvöld, skýrði Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, frá hugmyndum sínum um að ráða bandarískt ráð- gjafarfyrirtæki til að endurskipu- leggja íslenska heilbrigðiskerfið, en að sögn Guðmundar, ræddu þeir það mál ekki á fundi sínum í gær. „Þessi hugmynd hefur svo sem verið uppi áður og sýnist sjálfsagt sitt hverjum í þessu máli. Ég hygg nú, án þess að ég hafi svo sem getað lagst í að kanna málið, að í svo litlu samfélagi eins og okkar, þar sem við höfum byggt upp fullkomið heilbrigðiskerfi, eigum við nú að hafa góða yfirsýn yfir starfsemina og vitum nú hvernig við viljum að það starfi. Ég hygg því að það sé nærtækara að við reynum að átta okkar á því og leggjum okkur línur sjálfir án þess að leita til alþjóðafyrirtækis í þessu sambandi. Bandaríska heilbrigð- iskerfið og okkar er nú nokkuð ólíkt uppbyggt og þess vegna finnst mér ekki mjög líklegt að við mun- um leita til þeirra um ráð,“ sagði Guðmundur. -SÓL Aðalfundur Eimskipafélags íslands hf: Eimskip færir út kvíarnar í góðæri Fjárlaga- og hagsýslustofnun: Nákvæm athugun á rekstrinum Aðalfundur hluthafa í Eimskipa- félagi íslands hf. var haldinn á Hótel Sögu í gær. Mikill hagnaður varð á rekstri félagsins samkvæmt árs- skýrslu síðasta árs. Eignarhlutdeild Eimskips í öðrum fyrirtækjum tvö- faldaðist á síðasta ári og sama er að segja um verðbréfaeign þess. Fram kom á aðalfundinum að Eimskipafélagið hefur fest kaup á tveimur nýjum ekjuskipum til gáma- flutninga. Er talið að þetta séu stærstu flutningaskip sem keypt hafa verið til landsins. Þau geta hvort um sig flutt 730 gáma eða þá 230 bíla og 664 gámaeiningar. Eru þau 172 metra löng og 21,7 m breið. Burða- geta er um 10 þúsund tonn. Þessi systurskip voru smíðuð í Þýskalandi árið 1978. Markmiðið með kaupum þessum er að auka hagkvæmi í skiparekstri og auka jafnframt flutningagetuna. Þau eru ætluð til Evrópusiglinga. Þetta er stærsta fjárfesting félagsins um árabil en kaupverðið nemur um 800 milljónum samanlagt ásamt nauðsynlegum breytingum. Eftir að stjórnarformaðurinn, Halldór H. Jónsson, hafði fjallað um góða afkomu félagsins tók hann að ræða framtíðarverkefni þess. Gerði hann ráð fyrir því að 1988 verði viðunandi ár í rekstri. Verður á þessu ári lokið við við gerð nýrrar heildaráætlunar um upp- byggingu og skipulag flutningamið- stöðvar við Vatnagarð í Sundahöfn. Mun áætlun þessi ná fram til ársins 2000. Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtæk- ið Booz - Allen og Hamilton vinnur að þessari áætlanagerð með Eim- skipsmönnum. Sagði Halldór m.a.: „Aðalverkefni félagsins hefur verið á sviði hefðbundinnar flutningaþjón- ustu. Félagið hefur fært út sína starfsemi og tekið upp ýmis jaðar- verkefni og nýja þjónustu sem teng- ist beint eða óbeint flutningastarf- semi. Mun félagið leggja aukna áherslu á þennan þátt og leita nýrra verkefna til að stuðla að vexti og bættri afkomu." Að lokum nefndi stjórnarformað- urinn þátttöku Eimskips í öðrum atvinnurekstri. „Þegar fram líða stundir mun þátttaka í öðrum at- vinnurekstri renna frekari stoðum undir núverandi rekstur, draga úr áhættu og tryggja hagsmuni hlut- hafa.“ Sagði hann að vel mætti vera að félagið stigi stærri skref í þessu efni á næstu misserum og árum en það hefur til þessa ráðist í. KB Vegna frétta í fjölmiðlum undanfarið og ummæla stjórnenda St. Jósefsspítala Landakoti vill Fjárlaga- og hagsýslustofnun koma eftirfarandi á framfæri: Það er ekki rétt sem fram hefur komið að fjárveitingar til spítalans hafi verið vanáætlaðar á undan- förnum árum. Spítalinn hefurfeng- ið sambærilega meðferð og önnur sjúkrahús bæði hvað varðar áætlun um rekstrargjöld og stöðuheimild- ir. Þegar spítalinn var færður af daggjöldum á föst fjárlög árið 1983 fékk hann ekki lakari afgreiðslu en önnur sjúkrahús sem eins var ástatt um. Fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur jafnan metið og afgreitt áætl- anir spítalans á sama hátt og hjá öðrum. Skýringin á rekstrargjöld- um spítalans umfram fjárveitingar er að spítalinn hefur farið út í rekstur og fjárfestingar án þess að hafa tilskildar heimildir í fjárlög- um. Þessi umframstarfsemi hefur skert greiðslugetu spítalans og að auki valdið liærri fjármagnskostn- aði. Má nefna sem dæmi kaup og rekstur á fasteigninni að Marar- götu 2, rekstur og kaup á tækjum og innréttingum í nýtt þvottahús með kaupleigusamningum og ýms- ar fjárfestingar styrktarsjóðs spít- alans. Er það álit Fjárlaga- og hagsýslustofnunar að stóran hluta af vanda spítalans megi skýra með slíkum umsvifum umfram sam- þykkt fjárlög. Fjárlaga- og hagsýslustofnun tekur skýrt fram að stjórnendum Landakots, sem og öðrum stjórn- endum ríkisfyrirtækja og stofnana, ætti að vera eftirfarandi ljóst: Við afgreiðslu fjárlaga liggur fyrir ákvörðun Alþingis um það rekstr- arumfang sem löggjafarvaldið telur eðlilegt að greitt sé af skattfé almennings hverju sinni. Á það er lögð rík áhersla að St. Jósefsspítali Landakoti nýtur engrar sérstöðu umfram önnur sjúkrahús og þarf að haga starfsemi sinni innan fjár- heimilda. Það er alvarlegt mál þegar ríkis- sjóður fær bakreikninga upp á yfir eitt hundrað milljónir króna frá einstökum stofnunum. Því verður gerð nákvæm athugun á rekstri spítalans árið 1987 áður en endan- legar ákvarðnir verða teknar í máli þessu. Teikning af öðru hinna nýju ekjuskipa Eimskips er sigla munu á Evrópuleið- um. Þau eru trúlega stærstu flutningaskip sem flutt hafa verið til íslands.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.