Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 26. mars 1988 Framleiðslusamvinnufélög Það kom fram í máli Derek C. Jones prófessors á ráðstefnu á Hótel Sögu á fimmtudagskvöldið að framleiðslusamvinnufélög eru að breiðast út í Bandaríkjunum og nú á allra síðustu árum hafa ein tíu ríki þar sett hjá sér sérstaka löggjöf um starfsemi slíkra fyrirtækja. Derek C. Jones er prófessor í hagfræði við Hamilton College í Bandaríkjunum. Hann hefur stundað rannsóknir á samvinnufélögum og því sem nefnt er þátttökufyrirtæki („partici- patory companies“) víða um heim og skrifað fjölda greina um rannsóknir sínar. Hingað til lands kom hann á vegum nokkurra áhugamanna, en ráðstefnan var haldin með aðstoð og stuðningi ýmissa samtaka, m.a. Málfundafélags um samvinnumál, Mál- fundafélags félagshyggjufólks, Sambands ísl. samvinnufélaga, Menningar- og fræðslusambands alþýðu og KRON. Derek C. Jones prófessor frá Bandaríkjunum. (Tímamynd: Pjetur.) Starfsmannastjórnun í fyrirlestri sínum kom hann víða við, en í stuttu máli skilgreindi hann framleiðslusamvinnufélög þannig að þau væru fyrirtæki þar sem starfsmenn hafi stjórnunina í sínum höndum og áhrif þeirra á hana byggist á vinnuframlagi þeirra. Þá byggjast slík félög, líkt og önnur samvinnufélög, á því að hver félagsmaður hafi eitt atkvæði, án tillits til eignarhluta í fyrirtæk- inu, og einnig á opinni aðild fyrir alla starfsmenn viðkomandi fyrir- tækis. Fjármögnun fyrirtækjanna bygg- ist einnig í flestum tilvikum á fjárframlögum eigenda, ýmist í formi framlagðra peninga eða greiðslna sem dregnar eru af kaupi þeirra. Þessi framlög eigenda eru mjög mismunandi há, en algeng viðmiðun er þó að hver félagi leggi í heild fram fé sem samsvarar um fjórðungi af venjulegum árslaun- um. Af því sést að það eru oft umtalsverðir peningar sem félags- menn leggja fram sjálfir til rekstrar þessara fyrirtækja sinna. Þá er hagnaði slíkra félaga skipt niður á félagsmennina að loknu uppgjöri, og er hvort tveggja til að hann sé borgaður út, eða lagður að hluta til inn í fyrirtækið sem rekstrarfé. Þessi félög eru hins vegar frá- brugðin venjulegum samvinnufé- lögum neytenda í veigamiklu at- riði. Það er að í þeim ráða starfs- menn fyrirtækjanna öllu og þau eru rekin með hagsmuni þeirra fyrir augum. t neytendafélögum eru það hins vegar neytendur utan fyrirtækjanna sem stjórna, og hags- munir þeirra ráða ferðinni. Samvinnufélög framleiðenda eru raunar gamalt fyrirbæri, en í dag er Ítalía það land Vestur-Evr- ópu þar sem þau njóta langmestrar útbreiðslu. í öðru sæti er Frakkland, en þau eru þó mun víðar til, t.d. allmörg á Bretlandi, nokkur á Norðurlöndunum og jafnvel í Grænlandi. í Austur-Evr- ópu hefur vegur slíkra fyrirtækja farið heldur vaxandi undanfarið, og í Bandaríkjunum er nú talsverð umræða um gagnsemi þeirra. ís- land er hins vegar sér á báti, ef tekið er mið af öðrum Vesturlönd- um, því að hér þekkjast slík félög naumast eða ekki. Mondragon Sér á parti að því er varðar samvinnufélög framleiðenda er þó sú starfsemi sem kennd er við Mondragon og fer fram í Baska- héruðum Spánar. Þar hafa á undanförnum áratugum verið byggð upp mjög öflug slík félög sem reka umfangsmikla fram- leiðslu á fjölmörgum sviðum. Ár- angurinn þar er slíkur að til þeirra félaga er nú gjarnan horft ef menn eru að leita að fyrirmyndum að slíkri starfsemi. Svo tekið sé meðaltal þá eru framleiðslusamvinnufélög yfirleitt af smærri gerðinni cf miðað er við fyrirtækjamarkaðinn í heild. Al- gengt er til dæmis að hjá þeim starfi um það bil 20 starfsmenn. Frá því eru þó undantekningar, því að til eru mjög stór slík fyrir- tæki. Viðfangsefni þeirra eru líka af hinu margvíslegasta tagi, en mörg þeirra fást t.d. við byggingar, ráð- gjöf og þjónustu margs konar. Líka er áberandi að þeim fjölgar nú á ýmsum sviðum rafeindatækni og hugbúnaðargerðar. Aukið lýðræði Kostir slíkra félaga eru m.a. taldir þeir að þau auka lýðræði frá því sem almennt er í einkafyrir- tækjum. Því fylgir aftur að ánægja fólks af starfi sínu vex og því finnst það vera virkari þátttakendur sem eigendur en ella. Þá mætti ætla að slík félög gætu sýnt verulega fram- leiðni, ekki síst vegna þess að eignaraðild heldur fólki lengur í störfum en ella, sem aftur byggir upp sérhæfingu og starfshæfni inn- an fyrirtækjanna. Þá má ætla að þetta fyrirkomulag tryggi virka upplýsingamiðlun innan fyrirtækj- anna, svo að starfsmenn séu sér þess vel meðvitandi hvernig hægt sé að auka framleiðnina. Á móti er hins vegar bent á það að vald ráðinna stjórnenda sé minna en í einkafyrirtækjum og því geti fylgt skortur á markvissri stjórnun. Áft- ur sýnir reynslan að þvf meiri sem hagnaðarvon starfsmanna er, því meiri verður framleiðnin, og virðist það vega þyngra í reynd heldur en stjórnunin. Rök fyrir framleiðslu- samvinnufélögum eru því býsna sterk þegar allt er lagt saman. Hér á landi kvaðst Derek C. Jones sjá ýmsa möguleika á rekstri framleiðslusamvinnufélaga, og nefndi hann sem dæmi fyrirtæki eins og prentsmiðjur, þjónustufyr- irtæki, ráðgjafarfyrirtæki, bóka- verslanir, byggingafyrirtæki og fyrirtæki á sviði rafeindaiðnaðar. Hins vegar lagði hann áherslu á nauðsyn þess að einhver aðili í þjóðfélaginu hefði það hlutverk að styðja við bakið á slíkum fyrirtækj- um, e.t.v. samvinnuhreyfingin eða verkalýðsfélögin. í lokin lagði hann svo áherslu á að nauðsynlegt væri að gera vinnustaðina lýðræðis- lega ef raunverulegt lýðræði ætti að ríkja í landinu. í pallborðsumræðum, sem fylgdu á eftir erindinu á ráðstefn- unni, kom m.a. fram sú skoðun að í rauninni væri til mikið af fyrir- tækjum hér á landi sem eðli málsins samkvæmt mætti flokka sem eins konar framleiðslusamvinnufélög. Hins vegar virtist það vera skoðun flestra, sem þar töluðu, að núver- andi löggjöf hér á landi beindi þessum fyrirtækjum nánast óhjá- kvæmilega inn í form hlutafélaga. Þess vegna yrði fyrsta skrefið í átt til slíkra félaga hér að búa svo um hnútana með löggjöf að fólk gæti valið á milli þeirra og hlutafélaga í eigin fyrirtækjarekstri. -esig Jarð- og stauraborar: • í girðinguna • í skógræktina • í grunninn 1) Á þrítengibeisli traktors. 2) Vinkilstilling 3) Tvívirkur dempari 4) Hraöabreytir 5) Sterkir sniglar. Eldri borgarar safna peningum Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er að hefja umfangs- mikla fjársöfnun fyrir féíagsheimilis- sjóð félagsins. I fjáröflunarskyni verður félagið með kökubasar í Goðheimum, Sigtúni 3 í Reykjavík á morgun, sunnudaginn 27. mars og hefst hann kl. 14:00. Félagsmenn í F.E.B. eru rúmlega 6.200 talsins og stendur húsnæðis- skortur starfseminni fyrir þrifum, en sem stendur hefur félagið aðstöðu fyrir félagsstarfið í Goðheimum, Sigtúni 3 í Reykjavík, sem rúmar um 200 manns í einu. Popphljómsveitir á Listahátíð ’88 Hljómsveitirnar The Blow Mon- keys og The Christians koma til með að spila hér á Listahátíð 16.-18. júní í sumar fyrir milligöngu Skífunnar h/f. Meðal laga sem hljómsveitin The Blow Monkeys hefur komið inn á vinsældalista hér og erlendis má nefna Digging your scene, Wicked ways og It doesn’t have to be this way. Einnig hefur The Christians verið hátt á vinsældalistum í Bret- landi og hlotið einróma lof hjá gagnrýnendum. Meðal vinsæiustu laga The Christians má nefna Forgotten Town, When the fingers point, Hoo- verville og Ideal World.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.