Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. mars 1988
Tíminn 7
Cry Freedom sýnd og
höfundur viðstaddur
Laugarásbíó frumsýnir í dag síðustu stórmynd Sir Richard
Attenborough, Cry Freedom, sem í íslenskri þýðingu hefur hlotið
nafnið Hróp á frelsi.
Myndin er byggð á reynslu ritstjórans Donald Woods, en hann
slapp naumlega frá Suður-Afríku undan ofsóknum stjórnvalda,
þó hann sé hvítur á hörund og hafi aðeins mótmælt ríkjandi kerfi
þar í landi.
Woods var einn af þeim hvítu mönnum sem þorðu að standa á
móti alvaldi hvíta minnihlutans í Suður-Afríku og notaði hann hið
frjálslynda blað, Daily Dispatch, sem málpípu sína. Þar með var
hann kominn í ónáð hjá stjórnvöldum, og ekki batnaði ástandið
þegar Woods hitti Stephen Biko, blökkumannaleiðtogann, að
máli, oftar en einu sinni. Biko þessi hefur orðið yrkisefni margra
frægra manna, t.d. Peter Gabriel, fyrrum forsprakka Genesis.
En Biko var lýstur í bann af
stjórnvöldum, sem þýddi að hann
mátti aðeins halda sig á ákveðnu
svæði og ekki tala við fleiri en einn
mann í einu. Biko hafði þó lag á að
sleppa út af þessu svæði og kynntist
þannig Woods. Biko fór þó ekki
dult með að hann fyrirleit „útvatn-
aðar mótspyrnuaðgerðir frjáls-
lyndra hvítra manna“. Biko slapp
þó ekki endalaust, og var loks náð
utan bannsvæðisins og handtekinn.
Ekkert fréttist af honum, fyrr en
yfirvöld sögðu að hann hefði látist
í vörslu lögreglunnar, og gefið í
skyn að ekkert óeðlilegt væri við
dauða hans. Woods og fleiri grun-
aði þó að ekki væri allt með felldu
og tókst að ná myndum af líki
hans, og sást þá að hann hafði
verið pyntaður hroðalega og látist
af völdum pyntinganna.
Woods herti nú mótspyrnu sínu
um allan helming og var nú í
lífshættu ásamt konu sinni og
börnum. Þeim tókst þó að flýja
land við illan leik á gamlárskvöld
og hefur Woods og fjölskylda hans
verið landflótta síðan.
Woods samdi tvær bækur um
ástandið í Suður-Afríku, Biko og
Asking for trouble, og er mynd
Attenboroughs byggð á þeim
báðum. Woods verður viðstaddur
frumsýningu myndarinnar á laug-
ardagskvöld, en að sögn Grétars
Hjartarsonar forstjóra bíósins,
gefst blaðamönnum tækifæri á að
spjalla við Woods á mánudag.
Myndin var tilnefnd til þriggja
Óskarsverðlauna og hefur hlotið
mikla viðurkenningu og almenna
hylli, þar sem hún hefur verið sýnd.
Með aðalhlutverk fara Denzel
Washington, sem leikur Biko, og
Kevin Kline, sem leikur Woods.
-SÓL
Sendiherra Ítalíu
heimsótti ísland
Fyrir skömmu var staddur hér á
landi sendiherra Ítalíu á íslandi,
Scaglia.
Sendiherrann kom í þeim tilgangi
að sitja fund með stjórn Ítalsk-ís-
lenska félagsins og aðalræðismanni
Ítalíu, Ragnari Borg.
Par voru ræddir ýmsir samstarfsfletir
og grunnur lagður að stórauknu
starfi sem mun koma í Ijós á næstu
misserum. Sendiherrrann notaði
einnig tækifærið til að heiðra ftalann
Sigurð Demetz Fransson sem hefur
unnið ómetanlegt starf við tónlistar-
kennslu hér á landi. Scaglia afhenti
Sigurði orðu frá Ítalíuforseta fyrir
vel unnin störf í þágu tónlistar.
Starfskynning GRI/ÞÓ
Stjórn Ítalsk-íslenska félagsins
ásamt hr. Scaglia, sendiherra, sem
er þriðji frá vinstri í aftari röð.
T-60 S
Tehur 13 poka.
Hleðsluhæð aðelns 90 cm.
Ryðfrír dreiflbúnaður.
FLATAHRAUN 29
■ H 220 HAFNARFJÖRÐUR
BCT 1 F SIMI 91-651800
'ABURDAR-
arrayin
DREIFARAR
HR REYKJKJÍKURBORG i«fl
«*< ___________
'l^ J.OUMA- Stó4u?l 'l^
Sjúkraþjálfarar -
Spennandi verkefni
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að
ráða sjúkraþjálfara. Verkefni hans verður m.a. að
hafa forystu um að móta starf sjúkraþjálfara í
heilsuvernd á vegum Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur í samvinnu við deildir stöðvarinnar og
heilsugæslustöðvarnar í borginni.
Ráðið verður í starf þetta til eins árs.
Upplýsingar um starfið veitir undirritaður í síma
22400.
Umsóknir á þar til gert eyðublað sendist til
Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthús-
stræti 9.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k.
Borgarlæknirinn í Reykjavík
fl*fl REYKJKIÍKURBORG A*fl
_____ . _ . _. . __ ++* mi
<N «%^ **1 >*« *>
'l^ uíeuuun Stö^wi
Safnvörður
Staða safnvarðar við Árbæjarsafn er laus til
umsóknar.
Umsækjandi skal hafa menntun á sviði þjóðfræði,
fornleifafræði eða áþekka menntun. Kennslurétt-
indi áskilin. Starfsreynsla á minjasöfnum æskileg.
Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar.
Upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu
Árbæjarsafns í síma 84412.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf, sendist Starfsmannahaldi Reykjavíkur-
borgar, Pósthússtræti 9, á eyðublöðum sem þar
fást fyrir 1. maí 1988.
1*1 REYKJKIÍKURBORG fl*fl
«». «m» «s *•< *** **«
A ««N ■*« «’*'
Stixávi 'l^
Þjónustuíbúðir
aldraðra, Dalbraut 27
Starfsfólk vantar í vaktavinnu við umönnun. Hluta-
starf.
Sjúkraliða vantar til sumarafleysinga í júlí og
ágúst.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377.
Sumardvalarheimili
og sumarbúðir
Þeir sem hyggjast reka sumarbúðir og sumardval-
arheimili, skulu sækja um leyfi til reksturs hjá
Barnaverndarráði (slands, Laugavegi 36, 101
Reykjavík, þarsem eyðublöð fást. Umsóknarfrest-
ur er til 15. apríl n.k.
"V Hafnarfjarðar-
bær-áhaldahús
Óskum eftir að ráða vélvirkja eða bifvélavirkja.
Góður vinnutími, góð vinnuaðstaða, mötuneyti á
staðnum. Upplýsingar gefnar í síma 652244.
Yfirverkstjóri