Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 26. mars 1988 Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra: „Hlutabréfín verða ekki seld í ráðuneyt- inu, frekar en fískur er seldur í sjávarútvegsráðuneytinu.“ Partasalan á Útvegsbanka hf: Hvernig bankinn mun verða seldur Fyrsti áfangi í útboði á Útvegsbankanum getur ekki farið fram fyrr en ársskýrsla bankans liggur fyrir í fyrsta lagi. í samtali við Tímann sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra að ekki væri búið að ákveða neinar dagsetningar í sambandi við sölu bankans þó að fyrir liggi hvernig hann vill skipta útboðinu. í stórum dráttum verður útboð á hlutabréfum bankans þrískipt. Fyrst fá bankar og innlánsstofnanir að kaupa, en það verður háð nánari skilyrðum um samruna eða samstarf bankastofnanna. I þessum hluta fá einnig þeir aðilar að kaupa sem haft geta áhrif á aukið samstarf í banka- málum. Þessu næst fá erlendir aðilar að kaupa allt að 25% af hlutbréfum í bankanum, en að þessum útboðum loknum verða almenningi boðnir margir smáir hlutir. í fyrsta áfanga verður partur af hlutafjáreign ríkisins í bankanum boðinn til sölu á sérstökum markaði. Þessi markaður verður nánar skil- greindur þegar að því kemur að bréfin verða seld. Hér verður um að ræða innlánsstofnanir og öðrum fjármálastofnunum innanlands. „Fyrsti áfangi verður boðinn fjár- málastofnunum innanlands, því sem kalla mætti stofnanamarkaður, sem gætu tryggt samstarf eða samruna Útvegsbankans við aðrar lánastofn- anir,“ sagði ráðherrann. Þessi fyrsti kaupendahópur verður betur skil- greindur af viðskiptaráðuneytinu eða þeirri nefnd sem kann að verða skipuð af ráðherra til að annast gerð útboðsgagna. Bréf í þessum fyrsta hluta verða ekki seld í ráðuneytinu eða beint af borði ráðherra. Sagði Jón að hann væri þegar búinn að ákveða að salan sjálf fari fram á þeim markaði sem sérhæft hefur sig í sölu hlutabréfa. Þetta er það sem hann kallar inn- lendan hlutafjármarkað. Bréf ríkis- sjóðs verða því boðin til sölu hjá hlutabréfasölum, verðbréfasölum og öðrum aðilum sem sérhæft hafa sig í þessari verslun, samkvæmt nákvæm- ari skilgreiningu á því hverjir geta keypt. Lítilleg fljótaskrift var á út- skýringum blaðamanns í Tímanum í gær og leiðréttist það hér með. Annar hluti á útboði bréfa rfkis- sjóðs verður á allt öðrum markaði. Þar er um að ræða erlenda aðila og ætlar ráðherrann að reyna að selja þeim allt að þeim mörkum sem lög leyfa. Samkvæmt ákvæðum um eign- araðild erlendra aðila geta erlendir aðilar því orðið allt að fjórðungs hluthafar að Útvegsbankanum. Að þessum þáttum loknum hyggst ráðherra selja stóran hluta hlutafjár- ins í smáum hlutum. „Loks er ætlun- in að selja stóran hluta hlutafjárins almenningi í smáum hlutum, þannig að eignin verði sem dreifðust," sagði Jón Sigurðsson. Þetta atriði snerist því miður alveg við í meðferð blaða- manns í síðasta blaði. Hér verður um það að ræða að ekkert eitt stórt fyrirtæki í landinu geti tryggt sér væna eignaraðild. Segja má að sam- kvæmt síðasta útboðshluta verði ein- staklingum og smáum aðilum gefinn kostur á að kaupa litla hluta til eignar. Miðað við að þeir útboðsþættir gangi upp sem á undan eru í röðinni, má búast við að þessi eignaraðild verði innan við 10-15% af heildinni. Þá má einnig álykta sem svo að mestur slagurinn verði í sambandi við fyrsta útboðshlutann. Þar verður um að ræða frekar flókið útspil á flestum þeim hugmyndum sem upp hafa komið í sambandi við samruna- áætlanir á undangengnum misser- um. Verði einhver stórkallalegur slagur um kaup á þessari kræsilegu innlánsstofnun, verður hann um þann hluta. En þar sem ljóst er að ekki verður um samruna og samstarf að ræða í bankamálum, er eins víst að allar slíkar tilfærslur verða háðar samningum á milli banka og annarra þeirra aðila sem einhver ítök hafa varðandi samruna bankanna. KB /. Skip Sýsla ting (i Jullvirdisrétti verdlagsárid 1V87-I988. Mjólk Blónduö hú Sauðfjárbú Samtals Undir Samtals Undir Samtals 300 300 Jndir 300 2. Sýsla Aldursskiptmf’ framleidcnda med undir 300 œrgilda fullvirdisrétt. 70 ára 51-70 31-50 30 ára og eldri ára ára og yngri Óvíst Gullhringu- og Kjósarsýsla 9 3 18 4 64 ’ Gullbringu- og Kjósarsýsli 25 31 13 1 1 20 6 66 15 101 90 25 46 33 6 1 19 4 58 14 78 60 17 29 27 5 0 Snæfellsnesr og I Inappadals svsla S -> 56 14 108 92 Snæfellsnes- og Hnappad; Issyski . 22 42 32 10 2 7 1 40 13 117 77 Dalasýsla 77 35 21 11 7 14 10 25 10 65 50 13 34 17 6 0 Isaljaróarsvsla 3 9 43 15 76 58 ísafjarðarsvsla 16 39 15 4 1 () () 4 () 127 84 14 30 37 3 0 Vestur-Húnavatnssýsla ... 6 2 47 8 124 70 Vestur-Húnavatnssýsla . . 20 37 20' 3 0 Austur-Húnavatnssýsla . . . 11 1 62 11 134 99 Austur-Húnavatnssvsla . . 26 40 35 8 2 Skagafjarðarsýsla 25 6 113 29 220 198 ‘ Skagafjarðarsýsla 29 106 86 12 0 Evjafjarðarsýsla 42 2 167 16 108 98 Eyjafjarðarsýsla 19 54 40 3 0 Suður-Þingeyjarsvsla 28 7 115 24 182 153 Suður-Þingeyjarsvsla . ... 26 84 65 9 0 Norður-Þingeyjarsýsla .... 3 0 0 110 63 Norður-Þingeyjarsýsla .. 12 31 15 5 0 Norður-Múlasýsla 9 3 26 6 220 164 Norður-Múlasýsla 24 82 52 15 0 Suður-Múlasýsla 10 8 60 19 140 119 Suður-Múlasýsla 29 67 42 8 0 Austur-Skaftafellssýsla ... 4 0 34 6 74 55 Austur-Skaftafellssýsla .. 12 25 18 6 0 7 4 80 20 105 81 Vestur-Skaftafellssýsla .. 31 41 28 5 0 2h 5 178 20 179 161 Rangárvallasýsla 49 84 42 ii 0 Árnessýsla 73 8 184 17 193 172 Árnessýsla 38 88 60 10 1 Samtals 324 74 1378 261 2527 2008 Samtuls 469 1025 698 141 10 Yfirlit yfir fullvirðisrétt: Undir 300 ærgilda réttur á ríflega helmingi búa Landbúnaöarráðherra lagði á dögunum fram í Samein- uðu þingi svar vegna fyrirspurnar Ingibjargar Daníelsdótt- ur um fullvirðisrétt. Fram kemur að hrein mjólkurframleiðslubú í landinu voru á verðlagsárinu 1987-1988 324 talsins, þar af 74 bú með færri en 300 ærgildi. Sauðfjárbú töldust vera 2527, þar af 2008 með færri en 300 ærgildi og 1378 blönduð bú, þar af 261 bú með færri en 300 ærgildi. t töflu 1 er sýnd skipting fullvirð- unar skal á það bent að í henni er isréttar í öllu landinu. Til glöggv- fullvirðisréttur talinn við fullvirðis- réttarnúmer, en þau eru tíðum fleiri á sömu jörð ef þar eru fleiri aðilar með aðskilinn búrekstur. Á það skal einnig bent að þegar þessi samantekt var gerð hafði ekki verið lokið úthlutun búnaðarsam- banda vegna mjólkur á Snæfells- nesi, í Dalasýslu og á vissum svæð- um á Austurlandi. Þetta þýðir að einstaka mjólkurframleiðandi og blönduð bú á þessum svæðum kunna að fara yfir 300 ærgilda mörkin þegar úthlutun er lokið. Það skal og haft í hugað að kaup Framleiðnisjóðs eru komin í skrár fyrir mjólkurrétt, en ekki fyrir sauðfjárrétt. Tafla 2 ætti að skýra sig sjálf, en það skal tekið fram að hér er tekinn aldur þess sem talinn er fyrstur fyrir viðkomandi búmarks- númer. óþh Góð veiði útaf Hjör- leifshöfða Góð veiði er nú á loðnumiðun- um út af Hjörleifshöfða, og rétt eftir hádegi í gær, höfðu þrír bátar tilkynnt Astráði í Loðnu- nefnd um afla, samtals 2.700 tonn. Bátarnir voru að fram á kvöld í gær, en veður var þar ágætt, smá norðaustan gola en annars stillt og gott veiðiveður. Ástráður sagðist spá góðri veiði um helgina og það stenst þá örugglega, enda Ástráður spá- maður góður. Nú eru aðeins 10 bátar eftir á veiðum og eiga þeir eftir að veiða rétt tæplega 20.000 tonn og er ekki við öðru að búast en að það veiðist fyrir 11. apríl, eins og Ástráður hefur sagt fyrir um. Loðnan er í góðu ástandi og gefur sig auðveldlega. Bátarnir halda sig allir utan við Hjörleifs- höfða, enda hefur enginn loðna fundist aftur sunnan við Reykia- nes. -50L Hið íslenska Náttúrufræðifélag Ný stjórn Aðalfundur Hins íslenska Nátt- úrufræðifélags var haldinn fyrir skömmu. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf og kosið var í nýja stjórn. Núverandi stjórn er þannig skipuð: formaður er Þóra Ellen Þórhallsdóttir, varaformaður Hreggviður Norðdahl, ritari Björg Þorleifsdóttir, gjaldkeri Ingólfur Einarsson og meðstjórnandi Ingi- björg Kaldal. í varastjórn sitja Gyða Helgadóttir og Einar Egilsson. Úr stjórn gekk Eva Þorvaldsdóttir. Starfskynning ÁJB/EE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.