Tíminn - 26.03.1988, Page 8

Tíminn - 26.03.1988, Page 8
8 Tíminn Laugardagur 26. mars 1988 Titnirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Stefna og framkvæmd íslenskur landbúnaður lifir um þessar mundir mikið breytingaskeið, sem augljóst er að mun ná yfir nokkur ár. Stefnan í landbúnaðarmálum miðast fyrst og fremst við það að jöfnuður sé á milli framleiðslu og sölu hefðbundinnar búvöru, þ.e. sauðfjárafurða og mjólkurframleiðslu, og teknar verði upp nýbúgreinar í sveitum, sem háðar séu markaðslögmálum, s.s. loðdýrarækt og fiskeldi. E»ví fer fjarri að hin nýja landbúnaðarstefna hafi skilað lokaárangri hvað varðar þessi markmið, enda aldrei gert ráð fyrir öðru en að það tæki sinn tíma. Með búvörusamningnum milli bændastéttar- innar og ríkisvaldsins í janúar 1987 var samið um fimm ára umþóttunartíma, sem notaður yrði til þess að gera aðlögun búvöruframleiðslu að nýjum háttum sem léttbærasta bændastéttinni. Þarf naum- ast að útskýra nánar að þetta atriði var og er fjárhagslegt og félagslegt réttlætismál. Aldrei verður nógsamlega á það bent að bænda- stéttin sjálf hefur haft meginforgöngu um þá stefnubreytingu, sem orðin er í landbúnaðarmál- um. Það hefur nánast orðið hlutverk pólitíska valdsins, Alþingis og ríkisstjórnar, að framfylgja stefnu bændasamtakanna að því er varðar þessa miklu breytingu á búnaðarmálum. Þótt þessar meginstaðreyndir liggi fyrir, er ekki þar með sagt að umræður um landbúnaðarmál hafi breyst að sama skapi. Margir þeir, sem rita og tala um landbúnaðarmál, láta eins og þeir viti ekki um þá stefnubreytingu, sem orðin er í þessum efnum, og festast því í útþvældum orðaleppum og ímynd- uðum rökum, sem e.t.v. höfðu sitt gildi einhvern tíma fyrir mörgum árum. Æskilegt væri að umræðurnar um landbúnaðar- málin breyttust í takt við raunveruleika dagsins í dag, bæði hvað varðar hina lögbundnu stefnubreyt- ingu sjálfa og þann ýmislega vanda sem við er að glíma í sambandi við framkvæmd hinnar nýju landbúnaðarstefnu. Hvað meginstefnuna varðar er það höfuðskilyrði þess að skynsamlegar umræð- ur geti átt sér stað, að menn viti og viðurkenni að stefnubreyting hefur orðið - en á slíkri viðurkenn- ingu er furðulegur brestur. Hitt er ekki síður nauðsynlegt að umræður um landbúnaðarmál snúist um hinn ýmsa praktiska vanda sem komið hefur upp vegna nýju búvörulag- anna og snertir eðlilega og hnökralausa fram- kvæmd landbúnaðarstefnunnar. M.a. hefur komið fram vandi að því er varðar hið nýja vinnslu- og sölukerfi landbúnaðarafurða. Gamla samvinnu- skipulagið í þeim efnum hefur verið afnumið og augljóst að sláturhúsin nú verða að finna sér annað rekstrarform, sem er jafn starfhæft og gamla fyrirkomulagið var meðan það fékk að njóta sín. Varla er þá um annað rekstrarform að ræða en hlutafélagsformið. Hvað sem því líður er nauðsyn að kanna gaumgæfilega rekstrar- og skipulagsmál sláturhúsa. Til þess gefst reyndar sérstakt tækifæri í sambandi við lagafrumvarp, sem nú er til meðferðar Alþingis um það efni. Ö1 er innri maður, segir þar, og nú er Alþingi að búa sig undir að gera okkur að ölþjóð. Ein- kennilegur er sá siður að verja og sækja af hörku mál sem eru svo einföld í eðli sínu, að algjör óþarfi virðist að eyða tíma í þau. Drykkjuskapur í landinu er kominn í hús. Búið er að reisa fjöld veitingastaða, þar sem gestir geta staðið við bari og sötrað hinar margvíslegustu víntegundir, án þess að á þeim sjáist nokkur merki um, að þetta sama fólk er afkomendur manna sem drukku í lestum og í sjóferð- um og höfðu aðeins flöskuna og höndina til halds og traust. Nú styðja eikur við hin fótgrönnu glös og veður sjást aðeins út um glugga. Á öldinni sem leið og aðeins fram á tuttugustu öld var mikill og skaðvænlegur drykkju- skapur í landinu. Menn riðu út um helgar og komu rifnir heim til sín á sunnudagskvöldum eftir söng og ryskingar, og í kaup- staðarferðum voru slagsmál almenn. Þá voru í tísku ábúð- armikil vangaskegg og var til siðs að karlar gripu hvor annan í vangaskeggið og dönsuðu svo um völlinn og reyndu að hnika hvor öðrum til jarðar. Svo kom Spánaröldin, smáskammtaöld- in, landaöldin og skömmtunar- tíminn á stríðsárunum, þegar margur góður maður átti orðið svo mörg afmæli á ári að undrun sætti, en veitt var úttektarleyfi út á veislur. Þannig er drykkju- skaparsaga íslendinga orðin næsta skrautleg. Nú trónar vín ekki lengur einrátt yfir geði manna og hegðun. Margvísleg lyf eru komin til sögunnar, svo enginn þarf að vera fullur til að „flippa" eins og Levi’s kynslóðin kallar það. Við getum sótt helg- argleði okkar í hin skrautlegustu fyrirbæri dúndurlyfjanna. Parf að auka „geimið“ Nú virðast dæmin standa þannig á Alþingi, að frumvarp um heimild til að framleiða og selja áfengan bjór sé að ná samþykki þingsins, og verður þess þá skammt að bíða, að enn aukist vettvangur úrvals á sviði drykkju. Bjór geta allir fengið í dag séu menn þyrstir. Það er því ekki vegna skorts á bjór sem verið er að eyða tíma þingsins í hina „frjóu“ umræðu, heldur er hér um að ræða að samþykkja viðbót á áfengismagni sem stendur til boða. Það virðist því vera ríkjandi skoðun að hér á landi þurfi að auka „geimið“. Nú er ekki ljóst hvað mikið magn af alkóhóli hæfir skemmt- analífi okkar, en frelsi kemur hér við sögu, og frelsi hefur þörf fyrir athafnir. Bjórdrykkja á eft- ir að komast í tísku og ríkja um sinn, eins og fleiri uppákomur, sem hér hafa numið land. Þá rennur upp tíð þegar menn „glingra og syng(ja) við stút- inn“, eins og segir í vísunni. Danmörk er mikið bjórdrykkju- land, og þar byrjar vinnudagur- inn yfirleitt á því að dregin eru til nokkur aðföng af bjór. Vitað er um eitt fyrirtæki sem lagðist niður vegna bjórdrykkju. Það var Burmeister og Wain, voldug skipasmíðastöð, sem dragnaðist upp og dó. Hér er talað um langar vinnuvikur, þótt dag- vinnutími sé sá sami og hjá hæstþróuðu tækniþjóðum. Bæt- ist bjórinn við starfið og blandist hann í afköstin með líkum hætti og hann hefur gert hjá bjórþjóð- inni Dönum gætu dagsverkin orðið skrautleg ásýndum. Frelsi skal það heita En það á auðvitað ekki að hefta frelsi fólks til að drekka bjór. Auk þess er bisness að framleiða bjór og má vænta þess að nokkrar verksmiðjur rísi til að sinna þessu hlutverki fyrsta kastið með hjálp fjármögnunar- fyrirtækja og erlendum lánum, því mikið má þessi tvö hundruð og fjörutíu þúsund manna þjóð bera. Frelsið til að framleiða bjór og drekka hann vegur ef- laust þyngst á metum Alþingis. Þetta er stofnun í lýðræðisríki og lýðræði leyfir allt - eða svona hér um bil. Og svo eru það hin góðu fordæmi. Danir, Svíar og Norðmenn drekka áfengan bjór. Og fyrst við getum apað eftir Svíum að aka með fullum bíl- ljósum í „nóttlausri voraldar veröld“ ættum við ekki að sýta það þótt einhver hluti þjóðar- innar legðist í áfengan bjór upp á skandinavísku. Upp með varnarstarfið Hollendingar verða að sækja land sitt til sjávar og hlaða dýra varnargarða til að geta ræktað blóm sín. Af þessum varnar- görðum hlýst mikill tilkostnað- ur. Land okkar rís á Atlantshafs- hryggnum og þarf enga varnar- garða. Aftur á móti eyðum við miklu fé til heilsugæslu. Hluti af þeirri eyðslu fer til að hjúkra og annast um fólk, sem hefur orðið áfengissýki að bráð. Klökkar sögur eru til af baráttu Hollend- inga við göt sem koma á varnar- garða þeirra, eins og þegar drengur verður til að stöðva sjávarrennslið inn á gróið land með því að stinga hendi í gatið. Á hollenska þinginu myndi seint vera samþykkt að gera göt á þessa varnargarða í nafni frelsis- ins. Við myndum kannski gera það. Áfengur bjór í nafni frelsis á eflaust eftir að segja til sín í auknum kostnaði við heilsu- gæslu í landinu. Hver man ekki til sinna daga, þegar strákar í hóp voru að reyna að „finna á sér“ af pilsner og voru þó ekki nema ellefu til tólf ára. Nú mun þetta ganga mikið betur, vegna þess að pilsnerinn íslenski er varla sterkari en kúahland. Nú verður hægt að prófa mikið fyrr hvort alkóhólismi býr í persón- unni - jafnvel löngu áður en persónan verðurfullmótuð. Allt er þetta gott og blessað í frelsis- ins nafni, og einnig hreinsandi fyrir rikiskassann, því þótt hann kunni að hafa einhverjar tekjur af bjórsölunni þarf hann líka að borga brúsann er kemur til heilsugæslunnar. Flokkur kynferðis Kvennalistinn hefur nú fengið á sig skoðanakönnun sem setur hann ofar Sjálfstæðisflokknum hvað fylgi snertir. Þetta hefur að nýju vakið umræður um stefnu og tilgang Kvennalistans, eink- um þegar hugsað er til þess að hann gæti komið á þing eftir næstu kosningar með umtals- verðan fjölda þingmanna. Ný- lega átti sér stað nokkuð merki- leg umræða um stöðu Kvenna- listans á Stöð 2, þar sem í ljós kom að Kvennalistinn hugsar sér að vera áfram flokkur kyn- ferðis fremur en stjórnmála- flokkur. Ekki er reiknað með breytingum á Kvennalistanum, t.d. með þeim hætti að hann fái flokksheiti og að í framboð fyrir hann fari pólitíkusar sem eru karlkyns. Kvennalistinn virðist að því leyti ætla að beita sömu aðferðum, og þingmenn hans og stuðningsmenn aðrir saka stjórnmálaflokka um, þ.e. að hann ætlar að notast aðeins við annað kynið. Þetta er sérkenni- leg staða og mun hvergi í veröld- inni finnast ámóta fyrirbæri. Við íslendingar gerumst nú tíðir methafar. Stærsti flokkur þjóð- arinnar er ætlaður konum og meira að segja konum, sem hafa lýst því yfir sumar hverjar, að þær ætli aðeins að sitja á þingi hluta kjörtímabils. Umræðan á Stöð 2 dró skilmerkilega í ljós, að þrátt fyrir að Kvennalistinn er nú orðinn stærsti flokkur þjóðarinnar, ætlar hann að halda áfram að vera einvörð- ungu flokkur annars kynsins. Að læra til ringulreiðar Hér í Tímanum hefur verið gerð tilraun til að tala um Kvennalistann sem alvöruflokk, einkum eftir að ljóst var að listinn var að sækja í sig veðrið hvað almannafylgi snerti. Þessu var heldur illa tekið af einni helstu forustukonu Kvennalist- ans, sem sneri talinu upp á „kalla Tímans". Ekki hafði þó Tíminn unnið annað til saka en viðurkenna að Kvennalistinn væri kominn úr fermingarkjóln- um og ætti nú stærra athafnasvið framundan, eins og það að taka af alvöru og ábyrgð þátt í stjórn- málum og ríkisstjórnum. Þetta þótti forystukonunni hið versta karlatal. Þá vitum viðþað. Frek- ari staðfesting á karlaviðhorfinu kom svo í viðræðunum á Stöð 2. Einhver mundi segja að viðhorf kvenna í pólitík væru næsta bernsk á meðan ekki fæst sannað hverju Kvennalistinn fær áorkað í stjórnarsamstarfi. Um þessar mundir standa yfir kjarasamningar vítt og breitt um landið og hefur embætti Sáttasemjara ríkisins breyst í ferðatösku með skyndilegum hætti. Þeir einu sem ekki láta sundra sér eru vinnuveitendur, sem ferðast í flokki á milli samninganefnda. Staða samn- ingamála er engan veginn um þessar mundir, enda margra mánaða verk að ná samkomu- lagi innan hreyfingar, þar sem ein höndin er upp á móti annarri og helstu markmið eru að ná betri samningum en sá sem á undan var í röðinni. Viðhorf til launamála og efnahagsmála, þar sem kröfurnar eru hæstar, bera mjög keim af stefnumiðum ■uaniKKBOJiii

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.