Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur 26. mars 1988
Tíminn 19
MINNING
Anna Jóhannsdóttir
Syöra-Garðshorni
Fædd 27. apríl 1893
Dáin 14. mars 1988
Mér kemur margt í huga þegar ég
sest niður til að minnast sómakon-
unnar Önnu Jóhannsdóttur, ömmu
konunnar minnar.
Fjölmiðlarnir segjast gjarnan vera
með fingurinn á púlsi mannlífsins.
Þeir séu þar sem hlutirnir gerist og
málin þróist. Alit það, sem manninn
varði, sé hægt að lesa um í blöðunum
eða heyra ogsjá í útvarpi. „Heimsins
mikla heljarríma/hljómar í gegnum
rúm og tíma,“ segir skáidið og
fjölmiðlarnir vilja bergmála þann
hljóm.
En á meðan sú ríma dunaði, bjó
hún Anna í dalnum sínum, hugsaði
um mann og börn og las blóm úr
hlíðum svarfdælskra fjalla.
Og ungur maður, sem horfist í
augu við óræða framtíð, spyr: Var
það ekki einmitt hún Anna, sem var
með fingurinn á slagæð mannlífsins?
Var það ekki hún, sem var í takt við .
hrynjanda tilverunnar? Er heimur-
inn, eins og hún sá hann, ekki miklu
nær því að vera sannur en sú veröld,
sem blöðin birta?
Anna hafði ekki víða farið um
þennan heim. Samt var hún víðsýnni
en margur sá, sem víðförull er. Lífið
hafði gætt hana mikilli gæsku, góðu
hjartalagi og heilbrigðu gildismati.
Hún var nægjusöm kona og vissi
hvað manninum var mikilvægast.
Tilgerð og yfirborðsmennska, sem
svo mjög einkennir okkar tíma,
þekktist ekki í hennar fari. Anna
Jóhannsdóttir var það sem hún var,
íslensk sveitakona, og var bæði sátt
og stolt af því hlutskipti.
Anna var sannkallað náttúrubarn.
Ég minnist myndar af henni við stein
einn í fjallinu fyrir ofan Syðra-
Garðshorn. Þar er Anna í sínu rétta
umhverfi. Hún hefur átt ófá spor
upp í þetta fjall og er eini fjallgöngu-
garpurinn, sem ég mun nokkru sinni
kannast við.
Þau bönd, sem tengdu Önnu við
sköpunina, rofnuðu aldrei. Aldurinn
færðist yfir, en ailtaf var hún létt á
fæti og hélt áfram að tína strá úti í
móa þó að á tíræðisaldri væri. Anna
er ábyggilega einn fárra íslendinga,
sem hafa brugðið sér á gönguskíði á
90 ára afmæli sínu.
í sumar kom Anna í Ólafsfjörð
með okkur hjónunum til að sjá
hvernig sonardóttir sín byggi. Hún
var hvergi bangin í Múlanum. Við
áttum saman notalegan sumardag,
en að sjálfsögðu mátti ekkert hafa
fyrir gömlu konunni frekar en fyrri
daginn.
Anna var sæl og ljúf kona. Það var
dýrmætt að hafa mátt kynnast henni
og ég veit að margir eru Guði
þakklátir fyrir það. Blessi hann
minningarnar um þessa góðu konu.
Nú les hún Anna blóm á framandi
grundum. Veri hún Guði falin um
alla eilífð.
Svavar A. Jónsson
Elsku amma er dáin. Við systkinin
sáum hana síðast í sumar og haust
og þá var hún jafn hress og venju-
lega. Hún var alveg eins og hún
hafði alltaf verið, að vísu hafði
heyrninni hrakað talsvert frá því
hún passaði okkur í Syðra-Garðs-
horni. Hún var sú brosmiida, glaða
og góða amma sem hún hafði ailtaf
verið.
Hún lifði nærri öld. En hversu
gömul sem hún varð var hún alltaf
jafn hress í anda. Aldurinn lagðist
ekki þungt á hana, heldur virtist hún
njóta lífsins jafnvel og áður. Hún
lifði fyrir daginn í dag og hafði lítinn
tíma fyrir hið liðna.
Við systkinin munum hana best úr
sveitinni, úr eldhúsinu heima í
Syðra-Garðshorni. Okkur krökkun-
um gaf hún kakó í bláu gegnsæju
plastglasi og jóiaköku, afi fékk blek-
sterkt kaffi sem hann hellti miklum
sykri út í, kettirnir á steinunum fyrir
utan eldhúsgluggann fengu matar-
leifar og veiku lömbin á vorin fengu
að vera í eldavélarofninum að hlýja
sér. Aldrei sætti amma sig við slát-
urtíðina, en lét sig samt hafa það að
taka slátur til búdrýginda. Þannig
voru andstæðurnar í lífi sveitakon-
unnar.
Tíminn heldur áfram sinni óstöðv-
andi göngu og vinnur á öllum að
lokum, en á sumum vinnur hann
seint og með erfiðismunum. Amma
varein af þeim. Við þökkum henni
fyrir samfylgdina þessi ár sem við
fengum að eiga með henni.
Árni Daníel,
Anna Guðrún og Ingólfur
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ARMÚLA 3 108 REYKJAVlK 3IMI (91)681411
Aðalfundir
Samvinnutrygginga g.t. og Líftryggingafélagsins
Andvöku verða haldnir í Samvinnutryggingahús-
inu Ármúla 3, Reykjavík, föstudaginn 29. apríl n.k.
og hefjast kl. 17.00.
Dagskrá verður samkvæmt samþykktum félag-
anna.
Stjórnir félaganna
AMERICAN CONSULTANT BUREAU
P.O.BOX 610263, MIAMI, FLORIDA 33261, U.S.A.
SlMI (1) (305) 893-9045.
Starfsnám í Bandaríkjunum: Til þess að fá
upplýsingar og til þess að koma umsóknum á
framfæri, sendið 15 Bandaríkjadollara til „Ameri-
can Consultant Bureau“, P.O. Box 610263, Miami,
FLA.33261, U.S.A.
Bandarískir háskólar vilja fá til sín erlenda
stúdenta: Til þess að fá upplýsingar og koma
umsóknum á framfæri sendið 15 Bandaríkjadoll-
ara til „American Consultant Bureau", P.O. Box
610263, Miami, FLA.33261, U.S.A.
Hjúkrunarfræðingar í Bandaríkjunum hafa
meira en 25000 dollara (900 000 króna) árstekj-
ur. Til þess að fá upplýsingar og koma umsókn á
framfæri sendið 15 Bandaríkjadollara til „Ameri-
can Consultant Bureau“, P.O. Box 610263, Miami,
FLA. 33261, U.S.A.
llllllllllllllllllillll LESENDUR SKRIFA ... .i'1" V;
Sitja þursar á þingi?
Hvort hefur Djöfull himin höndum
tekið -
og heiðvirt fólk af þingi fælt og
rekið -
og ofurliði öls og slysa falið
óbótaverk, sem grimmast verður
talið:
Að ota bjór að æskufólki
landsins -
afnema góðan seinni helming
bannsins.
Aðauka mein ogmyrða vonirgóðar,
margfalda böl og lesti slysaþjóðar.
Skelfileg nafnaskrá
Þrem vikum eftir þingkosningar á
næstliðnu vori, birti Dagblaðið
nafnaskrá um bjórlið sitt á næstkom-
andi þingi. Að þess mati, ósigrandi
35 höfða þursa, samsettu úr sálar-
minnsta fólki allra þingflokkanna
sex. Nafnalistinn er lygilegur, en ég
hef ekki orðið þess var, að nokkur
hafi mótmælt honum. Það gæti farið
svo ótrúlega, að hann reyndist nokk-
uð nærri sanni.
Þessi nafnaskrá er makalaus! Fyrir
þá sök er sjálfsögð skylda, að halda
henni til haga - geyma hana handa
framatíðinni. Ég tók hana saman
greinilegar en Dagblaðið gerði. Og
hér hef ég hana:
1. Úr Kvennalista: Tvær af sex,
33% þingflokksins: Kristín Ein-
arsdóttir og Kristín Halldórsdótt-
ir.
2. Úr Alþýðubandalagi: Þrír af átta
37,5% þingflokks: Guðrún Helg-
adóttir, Hjörleifur Guttormsson
og Ragnar Arnalds.
3. Úr Borgaraflokki: Þrír af sjö,
43% þingflokks: Guðmundur
Ágústsson, Ingi Björn og Júlíus
Sóines.
4. Úr Alþýðuflokki: Sjö af tíu, 70%
þingflokks: Eiður Guðnason,
Jóhanna Sigurðardóttir, Jón
Baldvin, Jón Sæmundsson, Karv-
el Pálmason, Kjartan Jóhannsson
og Sighvatur Björgvinsson.
5. Úr Sjálfstæðisflokki: Ellefu af
átján, 61% þingflokks: Birgir ís-
leifur, Eggert Haukdal, Eyjólfur
Konráð, Friðrik Sophusson, Geir
Harði, Guðmundur Garðarsson,
Halldór Blöndal, Ólafur Einars-
son, Pálmi á Akri, Salóme og
Þorsteinn Pálsson.
6. Úr Framsóknarflokki: Níu af
þrettán, 69% þingflokks: Guð-
mundur Bjarnason, Guðmundur
Þórarinsson, Halldór Ásgrírús-
son, Jóhann Einvarðsson, Jón
Kristjánsson, Stefán Guðmunds-
son, Steingrímur Hermannsson,
Guðni Ágústsson og Valgerður
Sverrisdóttir.
Horfið með mér yfir þessa skelfi-
legu skrá. Hugleiðið, að þarna er
meira en helmingur Alþingis upp-
teiknaður, sagður óðfús að bæta böli
bjórdrykkju ofan á illþolandi of-
drykkjuböl, sem alla daga angrar og
þjáir tugþúsundir okkar smáu
þjóðar. Þar þarf í hverjum skrokk
ofboðslega litla sál og stóra heimsku
til þess að fremja slíkan djöfulskap.
Hugleiðið með mér hörmulega
afturför mannvals á Alþingi síðan
fyrir hálfri öld. Sjálfstæðisflokkur
hafði af minnstu að má. Átti þó á
þingi nokkra vitiborna þjóðholla
heiðursmenn, sem eiga þar sína líka
núna. I þingliði Alþýðu- og Fram-
sóknarflokka er afturför ógurleg!
Hjá þeim var fyrir 50 árum afbragðs-
maður í nálega hverju sæti. Hug-
sjónamenn og göfugmenni í stórum
meirihluta. Og flokkarnir samtaka í
baráttu fyrir flestum umbótamálum.
Sumt hið besta sem við njótum núna
á þjóðin þeim að þakka. Almanna-
tryggingar voru þeirra verk. Einnig
lög um hámarks verðlag, afnumin
alþjóð til skaða. Og það er líka þeim
að þakka, að við höfum liingað til
faríð, að mestu, á mis við bölvun
bjórsins.
En nú sækja siðvillt framsóknar
þingflón fastast allra bjórdóna að
þessari blessun þjóðfélagsins! Þaðer
ömurleg raun því fólki, sem sá það
fyrir 60 árum, og sumir fyrr, að
framsóknarmenn á þingi voru allra
þjóðhollastir. Og bjó síðan lengst af
við þá vissu. Þá bjargaði Framsókn
því sem hægt var þegar íhald og þess
nótar voru með einhverja óhæfu á
prjónunum.
Nú hefur Framsókn nægan þing-
styrk til að afstýra böli bjórsins,
nema ölkær þingflón fleygi frá sér
verr en fyrir hunda, þjóðarheill og
þingmannsheiðri sínum. Fari í hóp
með þjóðníðingum bjórþambs - af-
hrökum hinna þingflokkanna. Fram-
sókn og sér til ævarandi smánar.
Veit ekki verra fólk!
í öllum nágrannalöndum okkar er
bjórinn þjóðarböl. Okkur ein hefur
hamingjan hingað til varið fyrir
honum. Nú heimta flón í hundraða-
tali að því láni linni. Þrír ógæfulegir
íhaldsstrákar og margáttavillt
kommakerling lögðu í haust fram
frumvarp til laga um afnám
bjórbanns. Síðan hefur fjöldi lækna
og annarra þjóðhollra ágætismanna
varað við þeim voða. Þá gerist það
sem flestum ofbauð: Rúmlega 130
læknar fórnuðu drengskap og lækn-
isheiðri, til þess að bera Ijúgvitni
fyrir bjórinn. Menn spyrja um tilefni
þess óhæfuverks. Voru þeir ölóðir?
Var þeim mútað? Eða kvíða þeir
atvinnuleysi - og binda vonir við
bjórinn?
Einn af höfuðpaurum þeirra,
Grétar Sigurbergsson, geðlæknir,
skrifaði langt mál í Morgunblaðið
(10. febr. s.I.)-blandaðblekkingum
og ósannindum. Óttar Guðmunds-
son sérfræðingur, yfirlæknir S.Á.Á.
hælanna, rak ósannindin öfug ofan í
hann í Morgunbl. 20. febr. s.l.
Jóhannes Bergsveinsson, yfirlæknir
áfengissjúkra í Landspítala, birti í
sama tölublaði afbragðs greinargott
erindi um bjórinn og hörmungar
annarra þjóða af samskiftum við
hann. Þann pistil ættu dagblöðin öll
að flytja.
Sumir segjast vilja hafa þjóðarat-
kvæði um bjórinn. Það nærengri átt.
Alþingi á þar að hafa vit fyrir
almenningi.
Síðustu fréttir af bjórmáli þingsins
eru eitt endemið enn. Allsherjar-
nefnd neðri deildar kemur þar við
sögu. Fjórir af sjö nefndarmönnum
stálu bjórglæp íhaldsstráka og
kommakerlingar. Sömdu og fluttu
sjálfir bjórfrumvarp hálfu verra en
hitt. Hinir nýju bjórberserkir eru
þessar kempur: Ólafur Einarsson
(íhaldshlunkur sunnan úr Garða-
hreppi), Sighvatur Björgvinsson
(kratakálfur að vestan) þjóðfrægur
bjórlagabrjótur síðan fyrir áratug -
hæfði írönsk flenging fyrir það brot.
Jón Kristjánsson og Guðni Ágústs-
son (sveitastrákar og 50 sveita-
skammir) kosnir af 6.000 framsókn-
armönnum á milli Hellisheiða. Það
er erfitt okkur flestum, að hafa
þingkjör þeirra á samviskunni.
Framsóknarfólk má aldrei aftur
kjósa svona kjána.
Ég finn ekki orð til að lýsa undrun
minni, ógn ogandstyggð, á hugarfari
og hjartalagi þeirra Alþingis-þjóð-
níðinga, sem vilja fórna lífi og láni
tugþúsunda á hverjum tíma, fyrir
dáradrykk handa sjálfum sér í nokk-
ur ár! Ekki veit ég hvar í veröld
finnast verri menn.
Bjórinn er sá versti voði, sem
vofir yfir íslendingum þessa útmán-
uði. Framsóknarmenn geta rekið
hann af höndum sér. Af gömlum
vana vil eg treysta því að þeir geri
ennþá skyldu sína!
Til vara raula eg vísu kraftaskálds:
Ölkær flón og Andskotinn
alþjóð vilja pretta.
Dreptuþau heldurDrottinn minn,
en Djöfli takist þetta!
Á góu 1988
HelgiHannesson.
. A I.ÁTTU
Tímann
EKK! ELJÚGA ERÁ l’É.R
ÁSKRIFTARSÍMI
686300
BÍLALEIGA
meö útíbú allt í kringum
landiö, gera þér mögulegt
aö leigja bíl á einum staö
og skila honum á öðrum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
Pöntum bíla eriendi?
interRent
Bílaleiga Akureyrar