Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 23

Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 23
Laugardagur 26. mars 1988 Tíminn 23 '"''v wmmi T;o'.£-y - ■;•■ g§g§| mémm Enn elskar Stallone I jVV\ leið á löngu þar til Sylvester Stallone komst á fast eftir skilnaðinn við Gittu hina fullkomnu. Raunar hefur hann verið orðaður við hinar og þessar glæstar ljóskur undanfarið, en eitthvað hafa þau sambönd reynst laus í reipunum, enda hefur Stallone-mamma ekki samþykkt nýja tengdadóttur. Nú er vöðvahetjan hins vegar komin með enn eina ljóshærða, sem meira að segja mamma er ánægð með. Gamla konan er greinilega mesta snobb og stúlkan er engin önnur en Cornelia Qúest, guðdóttir hertogahjón- anna af Windsor og vellauðugur erfingi bandarískrar stálsamsteypu. Cornelia kom til Hollywood til að nema alvarlega leiklist og lenti í skóla með Toni, systur Stallones. Þar með leið ekki á löngu uns fallegi erfinginn hitti hetjuna í eigin persónu. - I samanburði við Corneliu eru allar aðrar konur, sem ég hef þekkt, eins og götudrósir, segir Sylvester ánægður. - Hún er klassapía og ég elska hana. unnar Allir þekkja Doris Day og nú standa vonir til að þau kynni verði endurnýjuð, í Ætt- arveldinu. Henni hafa verið boðnar einar fimm milljónir fyrir hvern þátt, í von um að áhorfendum fjölgi á ný, en þeim hefur fækkað stórlega undanfarið, svo eitthvað verð- ur að gera. Doris er nú 63 ára og fannst erfitt að segja nei við svo góðu boði. Framleiðendur Ættarveldis- ins ala þá von í brjósti, að þeim takist að fá Doris til að varpa af sér margra ára helgislepju og leika ósvífna og illviljaða samkvæmisgellu. Takmarkið er að sameina gamlar vinsældir Dorisar og forvitni um hina nýju Doris, þannig að áhorf- endur fái nýjan áhuga. Doris sjálf hefur ekki sagt orð um tilboðið, en kvað hafa mikinn áhuga. Tilhugsunin um endurkomu í sjónvarpi er ekki ný fyrir henni og hún hefur alltaf fylgst með af áhuga með Ættarveldinu. lífið leitt ún Drew Barrymore var orðin leikkona barn að aldri, enda af frægri leikaraætt, m.a. lék hún smástelpu í myndinni E.T. og einnig var hún eftirminnileg í myndinni „Firestarter“, þar sem hún gat kveikt eld í hlutum með því einu að horfa á þá! Það mátti með réttu kalla „brennandi augnaráð“. Nú er Drew Barrymore orðin 14 ára og heilmikil dama, svo sem sjá má á myndinni. Nýlega kom hún í kvikmyndaverið þar sem verið var að mynda sjónvarpsþáttinn Hasarleik (Moonlighting) með Bruce Willis og Cybill Shepherd í aðalhlutverkum. Drew kom þarna með yfirmanni fyrirtækisins, Glenn Caron, sem er náinn vinur Barrymore-fjölskyldunnar. Caron kynnti Drew fyrir aðalleikurunum, og það var eins og við manninn mælt, að hin unga mær varð ástfangin upp fyrir haus af kvennagullinu honum Bruce og hafði ekki augun af honum. Hún gerði sér lítið fyrir og fór að koma í heimsókn á staðinn þegar hún vissi að verið var að taka upp Moonlighting og elti Willis eins og lítill hvolpur. Þetta fór að fara í taugarnar á stjörnunni. Loks sprakk hann af illsku - þegar þessi 14 ára dama sendi honum smáblómvönd og fylgdi með miði með fögrum orðum, þar sem hún bað hann að bjóða sér út. Viðbrögð Willis urðu þau að hann æpti að stjórnendum kvikmyndaversins: - Komið henni í burtu, látið krakkann ekki vera hér, rekið hana heim. Ég held að stelpan sé ekki almennileg að vera að eltast við mig sem gæti verið pabbi hennar! Þegar Drew frétti af móttökunum sem blómvöndurinn og bréfið höfðu fengið varð henni svo mikið um að hún brast í grát. Mótleikari Bruce Willis, hin fagra Cybill Shepherd, gerði grín að honum fyrir að taka þetta svona alvarlega. „Hugsa sér annað eins, að vera með þessi læti út af einni lítilli stelpu þó hún sé skotin í þér! - Þú áttir að tala við hana sjálfur. Við hvað ertu hræddur, - ertu maður eða mús?“ sagði hún. Drew var orðin leikkona 8 ára. Nú er hún að grenna sig og fara að leika í „skvísu-hlutverkum“. Úr djúpi gleymsk- Aumingja Itruce Willis, sem var þó öllu vanur í kvennamálunum, féll allur ketill í eld þegar 14 ára stúlkan elti hann á röndum og játaði honum ást sína. Þegar ástin grípur unglinginn... Fjórtán ára smástjarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.