Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 26. mars 1988 Tíminn 3 Alþýðuhúsið á Akureyri: Samningar í burðar- Ræstir i Tomma KAUPFÉLÖGIN OG BÚNADARDEILD Annasamt hjá lögreglunni í nætureftirliti: 11 I lið stöðvaði tvær nætur- skemmtanir Lögreglumenn, sem störfuðu sem eftirlitsmenn með skemmtunum, stöðvuðu aðfaranótt föstudags, tvær ólöglegar skemmtanir, þar sem ungt fólk hugðist halda framhalds- skemmtun fram eftir nóttu, en án tilskilinna leyfa. I öðru tilvikinu var um að ræða skemmtistaðinn Top 10, sem raunar hefur ekki haft skemmtanaleyfi á annað ár, og voru þar að skemmta sér nemendur í framhaldsskóla í Reykjavík. Þar voru um 60 manns og þurftu þeir allir að yfirgefa stað- inn og leita sér skemmtunar einhvers staðar annars staðar. Framhaldsskólanemendurnir gáf- ust samt ekki upp, og gerðu aðra tilraun til að halda veislunni áfram og var hún stöðvuð öðru sinni rétt eftir klukkan 04, en þá var mikill mannfjöldi samankominn fyrir utan staðinn og á leiðinni inn. í hinu tilvikinu var um að ræða nemendur í grunnskóla einum í borginni, sem voru að fara að halda „framhaldspartý", eftir að árshátíð skólans lauk rétt eftir klukkan 01, og átti að halda veisluna í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna við Vita- stíg. Jónas Hallsson, aðalvarðstjóri, sagði í samtali við Tímann að krakk- arnir hefðu rétt verið að mæta á svæðið þegar skemmtunin var stöðvuð, en engin leyfi voru til staðar fyrir skemmtuninni, frekar en hjá framhaldsskólanemendunum. Jónas sagði ennfremur að ekki hefði verið um „sknT' að ræða og hefðu krakkarnir ekki tekið illa í beiðni lögreglunnar um að yfirgefa staðinn. Eins og kom fram í Tímanum í gær, höfðu skólayfirvöld viðkom- andi grunnskóla, gert sitt ítrasta til að koma í veg fyrir þessa framhalds- skemmtun, en litlu munaði að krakkarnir hefðu þetta í gegn. Tvær stúlkur úr skólanum komu í heimsókn á blaðið í gær og töldu að ekkert hefði verið athugavert við þessa fyrirætlun þeirra, enda hefði kunningi einnar skólasystur þeirra útvegað leyfi. Sá kunningi hefur heldur betur klúðrað málum, því leyfin voru ekki fyrir hendi, eins og að framan segir. Stúlkurnar vildu einnig meina að það væri svei mér skárra að halda slíka framhalds- veislu í lokuðum sal, heldur en að flækjast í bænum eða eitthvað þaðan af verra. Vildu þær taka það skýrt fram að aldrei var ætlunin að halda skemmtunina á vegum skólans. Sögðu þær að skólayfirvöld hefðu sagt að þau myndu ekki skipta sér af skemmtuninni ef skólinn yrði ekki bendiaður við athæfið. -SÓL ÁVINNSLU- HERFI Viðurkennd hlekkjaherfi 2 stærðir fyrirliggjandi Breidd Þyngd Verð 2,90 m 3,50 m 152 kg 179 kg kr. 14.800. kr. 17.800. ^ Er vegurinn háll? Vertu því viðbúin/n að vetrarlagi. | UMFERÐAR FararheHj Prad liðnum í gærkvöldi Búist var við undirritun samninga aðila vinnumarkaðarins í gærkvöldi undir miðnættið. Þegar Tíminn ræddi við Guðlaug Porvaldsson ríkissáttasemjara á ellefta tímanum í gærkvöldi sagði hann vinnuna í fullum gangi og samningar væru á lokastigi. Höfðu samninganefndar- menn þá verið að í tæpa fjörutfu tíma f einni lotu, frá því að Alþýðu- húsinu á Akureyri var lokað á fimmtudag. Ekki tókst að ná tali af samninga- mönnum og sagði Guðlaugur að þeir væru á kafi við að reyna að koma pakkanum saman. Hótelherbergi á Akureyri um þessa helgi voru löngu fullbókuð og sama var að segja um flugsæti. Sáttasemjari og hans menn höfðu því í nógu að snúast í gær fyrir utan sjálfa samningagerðina, við að koma öllum þeim er standa að samninga- gerðinni fyrir og sjá til þess að hægt yrði að komast heim eftir samninga- gerð. „Annarshefur þetta allt gengið ótrúlega vel með aðstoð og góðu viðmóti norðanmanna," sagði Guð- laugur Þorvaldsson. Tíminn ætlar ekki að vera með neinar getgátur um hvað samninga- menn voru að reikna út í gærkvöldi. Þeir vildu ekkert segja og þar við verður að sitja. Vonandi mun '7'ím- inn greina frá innihaldi nýgerða kjarasamninga í þriðjudagsblaði. Af öðrum samningum er það að frétta að bókagerðarmenn sam- þykktu nýgerða kjarasamninga á félagsfundi í gærdag, en verslunar- menn kollfelldu sína samninga. rallið Fjöldi manns fylgdist með þeg- ar rallkappar voru ræstir í fyrsta rall ársins í gærdag. Tomma-rall- ið hófst á Lækjartorgi klukkan 18 og var Jón S. Halldórsson ræstur fyrstur. Hann ekur á glæsivagni miklum, Porsche 9ll, sem nýlega var leystur út úr tolli og verður þetta eldskirn hans. íslandsmeist- ararnir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson voru ræstir númer tvö. Er viðbúið að báðir Jónarnir muni blanda sér ■ baráttuna um sigurinn í Tomma-ralli. Tíniinn Gunnar ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.