Tíminn - 30.03.1988, Qupperneq 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 30. mars 1988
Steingrímur Hermannsson um PLO málið:
Stormur
í tebolla
„Ég er mjög ánægður með niðurstöðu fundarins. Þar var lýst
yfir fullum stuðningi við samþykktina á utanríkisráðherrafundi
Norðurlanda. Þá var einnig staðfest viðurkenning á ísraelsríki,
nauðsyn á alþjóðlegrí ráðstefnu um þessi mál og einnig sjálfs-
ákvörðunarrétt Palestínumanna og stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra.
Þannig að mér fínnst að þetta hafí nú allt verið stormur í
tebolla,“ sagði Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra eftir
ríkisstjórnarfund í gærmorgun þar sem PLO málið var m.a. til
umræðu.
„Það var enginn ágreiningur um
þetta, m.a. að Palestinumenn
stofni sjálfstjórnarsvæði á her-
numdu svæðunum og að styðja
tillögur um aíþjóðlega ráðstefnu til
lausnar þessum alvarlegu deilum.
Menn voru líka sammála um að
ísland viðurkenndi ekki PLO og
að það yrði ekki efnt til formlegra
viðræðna við þá og ákvarðanir um
hcimboð væru ekki teknar nema
að fenginni umfjöllum í ríkisstjórn.
Um þetta varð því ágætt samkomu-
lag,“ sagði Þorsteinn Pálsson, for-
sætisráðherra í samtali við Tímann
í gær.
Steingrímur sagði aðeins vera
túlkunarmun á viðræðunum.
„Forsætisráðherra gerir athuga-
semd við það, ef „ég tek upp
formlegar viðræður við PLO“, svo
ég noti hans orð. Mér hefur satt að
segja aldrci dottið í hug að fara að
taka upp cinhverjar viðræður við
PLO. Að taka upp viðræður þýðir
að það er verið að taka upp
viðræður um einhvern ákveðinn
hlut og stefnt að markmiði. Ég hef
hins vegar lýst því yfir að ég mun
ákveða sjálfur hvort ég ræði við
fulltrúa PLO mér til upplýsinga um
þessi mál. Pað er á mínu valdi sem
utanríkisráðherra,“ sagði Stein-
grímur.
Steingrímur Hermannsson, utan-
ríkisráðherra.
Hann sagði cinnig að ef að það
kæmi boð um að mæta til viðræðna
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, þá
myndi hann að sjálfsögðu taka það
upp í ríkisstjórninni.
„Ég sé ekki að þetta þurfi að
leiða til meiri ágreinings á milii
manna,“ sagði Þorsteinn. -SÓL
Ánamaókar nýttir til framleiöslu lífræns áburðar:
Stjórn Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka og dómnefnd sjóðsins að störfum: Frá vinstri: Hildur Hermóðsdóttir,
bókmenntafræðingur, Ármann Kr. Einarsson, rithöfundur, Hjörleifur Jónsson, fulltrúi grunnskólanemenda í
dómnefnd sjóðsins, Ólafur Ragnarsson, forstjóri Vöku-Helgafells, dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, lektor og Ragnar
Gíslason útgáfustjórí.
íslensku barnabókaverölaunin veitt í þriöja sinn:
Verðlaunabókin verður
gefin út innan skamms
Um þessar mundir er dómnefnd í
verðlaunasamkeppni Verðlauna-
sjóðs íslenskra barnabóka að ljúka
störfum. í hina árlegu samkeppni
sjóðsins bárust 20 handrit og verður
verðlaunahandritið gefið út í sumar-
byrjun.
íslensku barnabókaverðlaunin
verða nú veitt í þriðja sinn, en í fyrra
hlaut Kristín Steinsdóttir verðlaunin
fyrir bók sína Franskbrauð með
sultu og árið þar áður Guðmundur
Ólafsson fyrir bókina Emil og
Skundi.
Niðurstaða dómnefndar verður
ekki gerð kunn fyrr en á útgáfudegi
bókarinnar, en þá verður verðlauna-
höfundinum afhent verðlaunaféð
sem að þessu sinni er 100.000 krónur
auk venjulegra höfundarlauna sam-
kvæmt samningi Rithöfundasam-
bands íslands og Félags íslenskra
bókaútgefenda.
Verolaunasjóður íslenskra barna-
bóka var stofnaður 1985 í tilefni af
70 ára afmæli barnabókahöfundarins
vinsæla, Ármanns Kr. Einarssonar.
Tilgangur sjóðsins er að örva fólk til
að skrifa bækur fyrir börn og ung-
linga og stuðla jafnframt að auknu
framboði íslensks lesefnis fyrir áð-
urnefnda aldurshópa á öðrum tíma
árs en fyrir jól.
Vaka-Helgafell gefur verðlauna-
bókina út í kiljuformi með það fyrir
augum að hægt verði að stilla verði
hennar í hóf. AG
Erlendir
ánamaðkar
á Stórólfs-
vallabúi
f húsakynnum gömlu graskögglaverksmiðju Stórólfsvallabúsins
skríöa nú erlendir ánamaðkar, sem komu hingað til Iands í febrúar
sl. í þeim tilgangi að vinna lífrænan áburð úr fóðri eða ýmsum
úrgangi. Að þessum innflutningi standa þeir Stefán Gunnarsson
garðyrkjubóndi í Dyrhólum og Ragnar Kristjánsson svepparæktandi
á Flúðum.
Þessi aðferö við áburðarfram-
leiðslu hefur verið reynd víða er-
lendis á síðustu misserum, t.d. í
Hollandi, ítalíuogBandaríkjunum.
Lífrænn áburður er talinn mjög
heppilegur til t.d. garðyrkjuræktar.
Þessi tegund áburðar er dýru verði
keypt erlendis.
Ragnar Kristjánsson, annar inn-
flytjenda maðkanna, var ekki fáan-
legur til að tjá sig um þessa áburðar-
framleiðslu þegar Tíminn leitaði eft-
ir upplýsingum um hana í gær. Hann
vildi heldur ekki segja til um fjölda
maðkanna sem fluttir voru inn, eða
hvaðan þeir komu. Ragnar sagði að
reynslutíminn væri alltof stuttur til
að hægt væri að kveða upp úr um
möguleika á stórframleiðslu á lífræn-
um áburði hér á landi. En trúlega
gætu menn áttað sig á stöðunni að
nokkrum mánuðum liðnum. „Efin í
þessu máli eru ótal mörg og í raun
er ekkert hægt að segja um raun-
verulegan möguleika á framleiðslu
lífræns áburðar úr ánamöðkum fyrr
cn þeim hefur verið fækkað veru-
lega,“ sagði Ragnar Kristjánsson.
óþh
Aðskilnaður dómsvalds og stjórnsýslustarfa í héraði:
Frumvarpið tilbúið úr
hendi dómsmálaráðherra
Frumvarp um aðskilnað dóms-
valds og stjórnsýslustarfa í héraði er
tilbúið úr hendi dómsmálaráðherra
og er til meðferðar hjá þingflokkun-
um um þessar mundir.
í samræmi við áætlun ríkisstjóm-
arinnar, að skilja að dómsvald og
framkvæmdavald, hefur hin svokall-
aða níu manna nefnd unnið að gerð
tillagna þess efnis í vetur. Á þeim
drögum er frumvarp ráðherra nú
byggt og kynnti hann það á flokks-
stjórnarfundi Alþýðuflokksins um
helgina. Þar er gert ráð fyrir, sem
fyrr hefur verið greint frá, að settir
verði á stofn sjö héraðsdómstólar,
sem verði mannaðir með tilflutningi
starfsmanna frá embættum sýslu-
manna og bæjarfógeta, auk þess sem
undirréttardómstólarnir í Reykjavík
verða sameinaðir í einn.
Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi
um mitt ár árið 1990, en tíminn fram
að gildistöku verði notaður til endur-
skoðunar á réttarfarslöggjöfinni.
Hún er í ýmsum atriðum orðin yfir
einnar aldar gömul og fullnægir ekki
nútímakröfum, að mati Jóns Sig-
urðssonar, dómsmálaráðherra.
f tilkynningu dómsmálaráðherra
um aðskilnað dómsvalds og stjórn-
sýslustarfa segir, að í þeim efnum
hafi íslendingar „um 250 ára skeið
búið við samkrull, sem hér var
innleitt, þegar einvaldskonungar
sameinuðu alla þætti ríkisvaldsins í
Danaveldi í einni hendi. Skömmu
eftir að einveldinu lauk var tekið til
við að aðskilja framkvæmdavald og
dómsvald í konungsríki Dana og til
stóð m.a. að gera það hér á landi
árið 1916.“ Segir enn fremur að
þingmenn hafi þá álitið kostnað of
mikinn og þar við hafi setið.
Breytingarnar nú segir dómsmála-
ráðherra vera til að samræma ís-
lenskt dómskerfi nútíma hugmynd-
um um réttaröryggi, sem stangast
ekki á við þær skuldbindingar, sem
íslendingar hafa undirgengist á al-
þjóðavettvangi varðandi mannrétt-
indi þegnanna.
Svo sem lesendum Tímans er
kunnugt, er höfðað mál á hendur
íslenska ríkinu fyrir mannréttinda-
dómi Evrópuráðs í Strassborg, þar
sem deilt er á núgildandi dómskerfi.
Viðkomandi lögmaður hefur lýst því
yfir, að nái frumvarpið fram að
ganga á þingi, sé hægt að ná sáttum
í málinu, áður en dómur gengur í
því.
„Ég er ekki í vafa um, að af nýrri
skipan dómsvalds og umboðsvaids í
héraði mun leiða margvíslegar fram-
farir,“ ritar ráðherra. „Dómsmeð-
ferð mála verður markvissari og
skjótari og hinir nýju héraðsdóm-
stólar skipaðir dómurum, sem ein-
göngu hafa dómsstörf með höndum,
munu styrkja án efa landsbyggðina.
Þeir munu fjalla um mál, sem í dag
eru lögð fyrir dómstóla í Reykjavík,
en tilkoma héraðsdómaranna mun
verða til þess að lögmannsþjónusta
mun aukast utan höfuðborgar-
svæðisins og dómgæsla batna.
Þjónusta sýslumanna, sem stað-
bundinna umboðsmanna fram-
kvæmdavaldsins í héraði mun einnig
aukast, en stefnt verður að því að
fjölga verkefnum þeirra og flytja til
þeirra verkefni, sem nú eru unnin í
ráðuneytum í Reykjavík.“
Undanfarið hefur mjög verið deilt
um þessi atriði á opinberum vett-
vangi. Þegar þingflokkarnir hafa
lokið umræðum um frumvarpið er
því vísað til allsherjarnefndanna
tveggja. Formenn þeirra beggja telja
hæpið, að frumvarpið nái fram að
ganga á þingi nú. þj