Tíminn - 30.03.1988, Síða 6

Tíminn - 30.03.1988, Síða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 30. mars 1988 Veiðimálastofnun stendur fyrir ráðstefnu um hafbeit 7.-9. apríl: Fyrirbærið hafbeit brotið til Búist er við að hafbeit á íslandi allt að áttfaldist að umfangi á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í samantekt Valdimars Gunnarssonar sjávarútvegsfræðings og Vigfúsar Jóhannssonar deildarstjóra fiskeldisdeildar Veiðimálastofnunar. Samantekt þeirra félaga ber yfir- skriftina “Þróun hafbeitar á næstu árum“ og verður til umfjöllunar á ráðstefnu um hafbeit sem haldin verður dagana 7.-9. apríl að Hótel Loftleiðum. Það er einmitt sú gríðarlega aukning á umfangi í hafbeitinni sem knýr á um ráðstefnu þá sem Veiðimálastofnun gengst fyrir og ætlað er að brjóta fyrirbærið hafbeit til mergjar. í áðurnefndri samantekt er gramma gönguseiða. Hinsvegar greint frá því að í fyrra slepptum við tæplega milljón gönguseiðum frá hafbeitarstöðvum. í ár er áætl- að að sleppa um tveimur milljónum gönguseiða og í umfjöllun sinni komast þeir Valdimar og Vigfús að þeirri niðurstöðu að miðað við þau teikn sem eru á lofti um þessar mundir verði sleppingar eftir um tvö ár á bilinu fjórar til átta milljón- ir gönguseiða frá hafbeitarstöðvun- um. Endurheimtuhlutfallið úr sjó er það sem segir til afkomu hafbeitar- stöðva. Það hefur vaxið jafnt og þétt frá því 1981, úr 4,5 prósentum í um 7 prósent að meðaltali síðast- liðin tvö ár. Dæmi eru þó um allt að 14 prósenta endurheimtur í einstaka stöðvum. Þessar endur- heimtur miðast við sleppingar 40 eru seiði villtra laxa helmingi minni, eða 20 grömm, þegar þau halda til sjávar. Nú eru einmitt í gangi athuganir í Kollafirði, á veg- um þeirra Vigfúsar Jóhannssonar og Sigurðar M. Einarssonar, hvort 20 gramma seiðin henti betur til hafbeitar. Hafa þeir reiknað út verulegan sparnað á því að senda út 20 gramma seiði í stað 40 gramma. Ef tekin er einingin mill- jón seiði, máspara 15 til 20 milljón- ir í beinu rekstrarfé við framleiðslu á minni seiðunum samkvæmt út- reikningum þeirra. Um þetta verð- ur nánar fjallað á ráðstefnunni. Ráðstefnan, sem allir helstu sér- fræðingar þjóðarinnar á sviði fiskeldis munu sækja, hefst klukk- an 9:00 að morgni fimmtudagsins 7. apríl. Veiðimálastjóri, Árni ís- aksson, setur ráðstefnuna. Hefur ráðstefnunni verið skipt í átta meg- in þætti. Fyrsti þátturinn fjallar um þróun hafbeitar á íslandi og í heiminum. Þá verður tekin fyrir almenn líffræði laxins. Þriðji þátt- urinn ber yfirskriftina „Val á stofn- um og kynbætur". Þar verða kynnt- ar niðurstöður úr frumrannsóknum á áhrifum hafbeitar á umhverfið. Er um að ræða fyrstu rannsókn í heiminum á þessu sviði. Erindið flytur Sigurður Guðjónsson á Veiðimálastofnun. Sjúkdómar og sjúkdómavarnir verður viðfangs- efni fjórða þáttar. Þeir Sigurður Helgason og Árni Mathiesen flytja erindi. Framleiðsla og gæði gönguseiða verður viðfangsefni fimmta þáttar sem hefst klukkan 9:00 á föstudeg- inum. Sjötti þátturber yfirskriftina “Val á sleppistað og framkvæmd sleppinga". í þessum þætti verður m.a. fjallað um sleppistaði, sleppi- tækni, afræningja, merkingar, sleppitíma og fæðuframboð í sjó. Sjöundi og næstsíðasti þáttur ráð- stefnunnar hefst að morgni þriðja dagsins, 9. apríl. Þá verður fjallað um markaðsmál, lánamál og arð- semi. Lokaþátturinn fjallar um þá reynslu sem komin er á hafbeit hér á landi. Þeir sem þetta lesa og hafa áhuga á að taka þátt í ráðstefnunni Tekið á móti laxi sem kominn er „heim“ í hafbeitarstöðina. Þeim á eftir að fjölga gífurlega á næstu árum. Einmitt vegna þessarar fjölgunar heldur Veiðimálastofnun ráðstefnu um hafbeit 7.-9. febrúar. verða að hafa hraðan á því tilkynna þarf þátttöku í dag í síma Veiði- málastofnunar 91-62 18 11. Þátt- tökugjald er krónur 3.500. „Tilgangurinn með þessari ráð- stefnu er fyrst og fremst að ná til stjórnenda og starfsmanna hafbeit- arstöðva og ekki síst vegna þess hve umfang hafbeitar á eftir að margfaldast á næstu árum,“ sagði Vigfús Jóhannsson deildarstjóri fiskeldisdeildar Veiðimálastofnun- ar í samtali við Tímann vegna ráðstefnunnar. Fyrirhugað er að gefa út í bókarformi fyrirlestrana og erindin sem flutt verða á ráð- stefnunni þannig að þær upplýsing- ar sem fram koma á ráðstefnunni nýtist áfram og einnig þeim er ekki sitja hana. - ES Torfusamtökin vilja tengja Sætúnið, sem hér sést, við Hringbrautina með neðanjarðargöngum undir Kalkofnsveg, Sóleyjargötu og Fríkirkjuveg. Stjórnarfundur Torfusamtakanna ályktar: NEÐANJARÐAR- GÖNGí STAD UMFERDARÆDA Á nýlegum stjórnarfundi Torfu- samtakanna kom fram hugmynd um neðanjarðargöng í stað þungra um- ferðaræða í gamla bænum í Reykja- vík. Það er skoðun fundarins að byggð í gamla bænum verði verulega ógnað I af auknum þungum umferðaræðum | með tilheyrandi mengun og óhrjá- legum bílastæðum. Hugmyndinni var beint til borgar- \ yfirvalda en hún gerir ráð fyrir því! að Hringbraut verði tengd við Sætún | með neðanjarðargöngum undir Sól-1 eyjargötu, Fríkirkjuveg, Lækjar- götu og Kalkofnsveg, með tilheyr- andi neðanjarðarbílastæðum. Stjórn samtakanna telur það einnig brýnt fyrir borgaryfirvöld að láta hendur standa fram úr ermum við fegrun eldri bæjarhluta Reykja- víkur. Telur hún mikinn sóðaskap viðgangast víða á óbyggðum lóðum og bílastæðum. Svo og er strand- Iengjan víða talin eins og ruslahaug- ur og óboðleg til útivistar. Tengsl borgarbúa við sjóinn eru mikilvæg að mati Torfusamtakanna og beina þau því til borgaryfirvalda að stefnt verði að því að Vesturhöfn- in (gamla höfnin) tengist betur mið- bænum. Með því að beina almennri þjónustu, t.d. veitingahúsum og verslunum í átt að henni yrði höfnin eðlilegur hluti af miðbænum, segir í ályktun samtakanna. jih Sláturfélag Suöurlands: 150 páskalömbum var slátrað í ár Suðurlands, í samtali við Tímann. Páskalömb þessi eru um 15% dýrari en frysta kjötið. Munurinn liggur í kostnaðinum við að fóðra dýrin og halda þeim lifandi þetta lengi. Nautum er slátrað í hverri viku hjá Sláturfélaginu. „Það var selt frosið kjöt áður en við erum alveg hættir því og seljum bara nýtt nautakjöt sem er búið að hanga. Það er mikil framför," sagði Guðjón. Að sögn Guðjóns hefur eftir- spurnin eftir ófrosnu lambakjöti aukist í verslunum. Frosið kjöt er þá Iátið þiðna og brjóta sig í nokkra daga og er þá orðið vel meyrt fyrir helgarsöluna. jih Sláturfélag Suðurlands hefur slátrað 150 lömbum sem verða til sölu í verslunum í Reykjavík nú fyrir páskana. Þetta er töluverð aukning frá því í fyrra þegar 50 lömbum var slátrað. Kjöt þetta kemur að langmestu leyti frá sláturhúsinu á Hvolsvelli sem er fullkomnasta siátur- og frystihús landsins. Frystigeymslur hússins taka um 80.000 skrokka. „Við erum að þukla okkur áfram. Við vorum með jólalömb og svo þetta núna. Það er verið að brydda upp á nýjungum og sjá hvernig fólki líkar þetta. Ef þetta gengur vel núna þá undirbúum við okkur betur fyrir næstu jól og næstu páska. Við smá þróum þetta,“ sagði Guðjón Guðjónsson, markaðs- og sölustjóri Sláturfélags

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.