Tíminn - 30.03.1988, Qupperneq 15

Tíminn - 30.03.1988, Qupperneq 15
Miðvikudagur 30. mars 1988 Tíminn 15 MINNING IHIIll búa í sveit. Eiginmaður ömmu var Guðmundur Sigurðsson, ættaður frá Stokkseyri. Þau giftu sig 19. sept- ember 1923 að Hraungerði í Flóa. Hann var töluvert eldri en amma, fæddur 1. febrúar 1876 og dó 12. janúar 1940. Hann vann ýmisleg störf, aðallega við jarðvinnslu og vegghleðslur. Þau eignuðust fjögur börn, elstur er Ingimundur bílstjóri í Kópavogi, maki Kristrún Daníelsdóttir, þau eiga þrjú börn. Guðmundur (Ninni) dó hálfs árs úr barnaveiki. Sigurlaug dáin, maki Stefán Aðalbjörnsson, þau eignuðust átta börn og sjö eru á lífi, Sigrún húsmóðir í Reykjavík, maki Atli Sigurðsson, þau skildu, þau áttu þrjú börn. Barnabörnin og barnabarnabörnin eru orðin ansi mörg. Guðmundur afi átti tvö börn áður en hann giftist, Ágústu fædd 1896 búsett í Reykjavík og Siggeir Fal fæddur 1910, dáin 1962, giftur f Keflavík og var sjómaður þar. Amma og Ágústa voru alla tíð vinkonur og ég vissi að eitt af því síðasta sem hún spurði um var hvernig henni Gústu liði. Einnig var vinskapur við Fal og hans fjölskyldu. Á stríðsárunum kynntist amma norskum manni og átti með honum eina dóttur sem er Elsa húsmóðir í Reykjavík, maki Halldór Svansson þau eiga eina dóttur og Elsa átti eina dóttur fyrir. Amma átti átta hálfsyst- kini eldri og voru alsystkinin tíu og eru fjögur á lífi háöldruð og búa í Reykjavík. Ámma bjó í 32 ár á Barónsstíg 30 og þar var alltaf jafn gott að koma hvort sem var þegar ég var barn eða eftir að maður var orðinn fullorðinn og aldrei fór nokkur maður svangur frá henni og að ég nú ekki tali um heimsins bestu pönnukökur sem hún bakaði. Hún var mikil dýravinur sérstaklega hafði hún dálæti á kött- um og fuglum og ég man sérstaklega er hún kom til mín norður á Strandir fyrir þremur árum hvað hún var hrifin af kettlingunum fjórum sem við áttum þá. Henni þótti mjög gaman að ferðast og hafði farið víða um heiminn, og í haust er Daníel bróðir fór á farskip varð hún mjög ánægð því hún vildi að ef hægt væri ætti maður að sjá sem mest af heiminum. Ég mun koma til með að sakna hennar mjög mikið því alltaf þegar ég kom í bæinn fór ég til ömniu á Baró en nú er engin amma þar og í haust voru gerðar endurbætur á húsinu og ég var að tala um það við ömmu um daginn, en hún sagði við mig að þetta væri nú einum of seint fyrir sig að laga íbúðina því að hún vissi að hún ætti aldrei eftir að búa þar áfram og ég veit að hún er hvíldinni fegin. Hún var orðin þreytt og sagði oft við mig að hún væri nú búin að lifa nógu lengi hér, en ég veit að lífið er ekkert búið þó við förum af þessu tilverustigi og sönnun þess er sú að móðir ömmu (Oddný) vitjaði nafns hjá mér fyrir tíu árum og við létum son okkar heita Odd að seinna nafni eftir henni og var amma ánægð með það, þó svo að hún hafi ekki þckkt móður sína mikið. En ég veit að núna er amma búin að hitta afa Ninna og alla sína ástvini sem á undan eru farnir. Ég bið góðan guð að varðveita okkur öll sem eftir lifum. Þín sonardóttir Ragnheiður BÆKUR 1111 Þrjú bindi merkrar ritraðar Árið 1979 hóf bókaforlagið R. Oldenbourg Verlag í Múnchen út- gáfu ritraðarinnar Grundríss der Geschichte og var þá fyrirhugað, að bindin í henni yrðu alls átján og næðu yfir sögu Evrópu frá fornöld til nútíma. Voru margir fremstu sagn- fræðingar Þjóðverja fengnir til að semja ritin og áætlað að útgáfunni yrði lokið á fimm til sex árum. Er skemmst frá því að segja, að ritröðin hlaut þegar í stað ágætar viðtökur og stafaði það ekki síst af uppbyggingu ritanna, en eins og þráfaldlega hefur verið frá skýrt hér í blaðinu, er hverju bindi skipt í þrjá meginhluta. Hinn fyrsti er yfirlitsfrásögn af við- komandi tímabili, í öðrum fjalla höfundar um stöðu rannsókna á tímabilinu, helstu vandamál, sem rannsakandinn þarf að taka afstöðu til, og greina jafnframt frá því hvern- ig þeir hafi nálgast viðfangsefnið og á hvaða þætti þess þeir hafi lagt mesta áherslu, og loks er í hverju bindi ítarleg umfjöllun og heimildir og bókfræði, þar sem höfundar ræða heimildir sínar, kosti þeirra og galla, og greina frá merkustu fræðiritum, sem út hafi verið gefin um viðkom- andi viðfangsefni. Þessi skipting bókanna mun teljast til nokkurra nýmæla, en hún er viðhöfð í þeim tilgangi að gefa lesendum glögga grein fyrir sögu hvers tímabils, kynna þeim stöðu rannsókna, rannsóknaraðferðir og helstu nýjungar á hverju sviði, en með því er vonast til að lesendur, einkum stúdentar, nái meiri árangri ef vilji kynna sér tímabilin af eigin raun. Sama tilgangi þjónar um- fjöllunin um heimildimar, en henni er ætlað að kynna lesendum allar helstu heimildir hvers tímabils. Eins og áður sagði, hlaut ritröðin þegar í upphafi hinar bestu viðtökur og hafa mörg bindanna selst upp og verið endurútgefin, flest nokkuð aukin og endurbætt. Þá hefur verið afráðið að bæta fjórum bindum við þann fjölda, sem áætlaður var í upphafi, og verða því bindin alls 22. Eru tvö þeirra binda, sem fjallað verður um hér á eftir, einmitt í hópi þeirra nýju, en áður hefur verið sagt frá 22. bindi hér í blaðinu, en það er eftir Peter Schreiner og fjallar um Miklagarðsríki. Nýlega komu út þrjú bindi í ritröðinni og verður þeirra nú getið stuttlega, hvers um sig. Jochen Martin: Spátantike und Völkerwanderung. R. Oldenbourg Verlag, Múnchen 1987. 287 bls. Eins og nafnið bendir til fjallar þetta bindi um lokaskeið fornaldar og fyrstu eitt hundrað ár þess tíma- skeiðs sögunnar, sem miðaldir kallast. Nánar tiltekið hefst umfjöll- un höfundar við valdaskeið Díó- kletíanusar Ágústusar og henni lýk- ur er Langbarðar lögðu undir sig hluta Ítalíu árið 568. Þetta tímabil var mikið umbrota- skeið í sögu Evrópu. Rómaveldi var að falli komið og lá undir sífelldum árásum óþjóða úr norðri. Lauk þeim viðskiptum svo, sem kunnugt er, að vest-rómverska ríkið hrundi og á rústum þess risu mörg smá ríki, sem mörg voru kennd við þjóðflutninga- þjóðirnar, sem sumir kalla „óþjóð- ir“. Bókarhöfundur, sem er prófess- or í miðalda- og fornaldarsögu við háskólann í Bielefeld, rekur sögu vest-rómverska ríkisins á síðasta skeiði þess og greinir frá viðskiptum þess við þjóðflutningaþjóðirnar, og segir auk þess sögu aust-rómverska ríkisins á sama tíma. Að lokinni þeirri umfjöllun greinir frá atvinnu- lífi í Rómaveldi og síðan frá upp- byggingu þess, keisarastjórninni, réttarfari og frá stöðu rómversku keisaranna gagnvart germönskum konungum. Þá er rækilegur kafli um trúarbrögð og eflingu kristninnar, en síðan taka við sfðari hlutarnir tveir um rannsóknir og heimildir og í bókarlok eru ítarlegar skrár. Rudolf Morsey: Die Bundesrepu- blik Deutschland. Entstehung und Entwicklung bis 1969. R. Oldenbourg Verlag, Múnchen 1987. 274 bls. Þetta bindi er hið 19. í ritröðinni og fjallar um stofnun Sambandslýð- veldisins Þýskalands og sögu þess fram til 1969. Bókarhöfundur, sem er háskólakennari í nútímasögu í Speyer, fjallar fyrst um hernáms- svæðin fjögur í Þýskalandi við stríðslok, um skiptingu Þýskalands í tvö ríki og rekur síðan sögu Vestur- Þýskalands til 1969. Er þar fjallað um alla meginþætti stjórnmála- og hagsögu, en lítið segir frá menning- arsögu. Mjög fróðlegur þáttur er um heimildir og stöðu rannsókna, en þeim hefur fleygt fram á síðustu árum, er sagnfræðingar hafa sífellt fengið aðgang að fleiri skjalasöfn- um. Er ljóst, að enn er mikið rannsóknarstarf óunnið og vafalaust eiga viðhorf fræðimanna til ýmissa þeirra þátta, sem hér er um fjallað, eftir að breytast á næstu árum. Þá er þáttur um heimildir og loks nauðsyn- legar skrár. Hermann Weber: Die DDR 1945-1986 R. Oldenbourg Verlag, Múnchen 1988. 253 bls. Þetta bindi er hið 20. í ritröðinni Grundriss der Geschichte og fjallar um austur-þýska alþýðulýðveldið frá 1945-1986. Hermann Weber er einn fremsti sérfræðingur vestur-þýskur í sögu Austur-Þýskalands og hefur samið margar bækur um sögu þess og stjórnmál, en hann kennir nú- tímasögu og stjórnmálafræði við há- skólann í Mannheim. { þessari bók fjallar hann fyrst um hernámssvæði Sovétmanna við lok síðari heims- styrjaldar, rekur þróun mála þar og greinir frá stofnun alþýðuveldisins árið 1949. Síðan rekur hann sögu ríkisins allt til 1986. Hann leggur megináherslu á stjórnmálasögu og samskipti Austur-Þýskalands við önnur ríki og umfjölluninni lýkur með athyglisverðum kafla um hugs- anlegar umbætur á stjórnarfari í náinni framtíð. Síðan eru hefð- bundnir þættir um rannsóknir og heimildir og loks allar nauðsynlegar skrár. VÖRUMERKI VANDLATRA NÆRFATNAÐUR NÁTTFATN AÐU R CALIDA Heildsölubirgöir: igurjonsíon Þórsgata 14 - sími 24477 Byggðastofnun RAUÐARARSTlG 25 • SlMI: 25133 • PÓSTHÓLF 5410 • 125 REYKJAVlK Auglýsir til sölu hraðfrystihús á Patreksfirði. Byggöastofnun auglýsir til sölu hraðfrystihús á Vatneyri við Patreksfjörð (áður eign Vatneyrar h.f.) ásamt tilheyrandi eignarlóð. Eignin er til sölu í heilu lagi, en einnig kemur til greina að selja einstaka hluta hennar. Tilboðum í ofangreinda eign skal skilað fyrir 15. apríl n.k. til lögfræðings Byggðastofnunar, Karls F. Jóhannssonar, Rauð- arárstíg 25, 105 Reykjavík, sími 91-25133, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Til sölu Honda Forman 4x4 árg. ’87. Lítur mjög vel út og er lítið ekið. Nánari upplýsingar í síma 43638. Dagvist barna Hamraborg við Grænuhlíð Fóstru vantar í fullt starf á deild fyrir börn frá 3ja mánaða til 3ja ára. Upplýsingar gefur Herdís forstöðumaður í símum 36905 og 21238. fH Dagvist barna ' 1 ^ Hálsakot við Hálsasel Fóstra óskast til starfa allan daginn á skóladag- heimilisdeild. Upplýsingar gefa forstöðumenn í síma 77275. Tnn t> bni

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.