Tíminn - 31.03.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.03.1988, Blaðsíða 2
SVONA CERUM VIÐ- HLUTAFÉLAG ■ SÍA 2 Tíminn Fimmtudagur 31. mars 1988 Afstaða stjórnar Byggðastofnunar til erindis ríkisstjórnar um lausn á vanda refabænda: HBMILAR 20 MILUÓNIR Á stjórnarfundi Byggðastofnunar 29. mars var samþykkt að fela for- stjóra hennar að lána allt að 20 milljónum króna til aðila sem hafa áhuga á framlagningu hlutafjár í loðdýrarækt. Á stjórnarfundinum var tekin af- staða til erindis frá ríkisstjórninni varðandi lausn á vanda refabænda. Samþykkt var að leita eftir beinni þátttöku aðila sem hafa tengst fram- leiðslu refafóðurs, en jafnframt var samþykkt að útiloka ekki þátttöku Byggðastofnunar í að greiða úr vanda fóðurstöðvanna. Þessi afstaða stjórnar stofnunar- innar gengur nokkuð á skjön við hugmynd ríkisstjórnarinnar um hlut Byggðastofnunar í úrlausn á vanda refabænda, en þar var gert ráð fyrir að Byggðastofnun breytti veittum lánum til fóðurstöðva í hlutafé og tæki að auki lán upp á 30-50 milljónir króna og legði fram sem hlutafé í fóðurstöðvarnar. Á þessum stjórnarfundi Byggða- stofnunar voru einnig afgreidd fjöl- mörg erindi um lán og lánaheimildir frá fyrirtækjum í útgerð og fisk- vinnslu. Af einstökum fyrirtækjum má nefna: Heimaskagi hf. á Akra- nesi, 15 m. kr., Haförn hf. á Akra- nesi, 20 m. kr., Hraðfrystihús Ólafs- víkur hf., 10 m. kr., Sæfang hf. á Grundarfirði, 10 m. kr., Kaupfélag Dýrfirðinga hf. á Þingeyri, 30 m. kr., Þormóður rammi hf. á Siglu- firði, 20 m. kr., Hraðfrystihús Ólafs- víkur hf., 10 m. kr., Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar hf., 15 m. kr. og Fiskiðjan hf. í Vestmannaeyjum, 15 m. kr. Þá var forstjóra veitt heimild til að lána Eldey hf. í Gerðahreppi, 15 m. kr. Þá voru á fundinum samþykktar lánsheimildir vegna skipaviðgerða í innlendum skipasmíðastöðvum, alls 31,8 m. kr. óþh Fjórtán konuna fimm prósent raunávöxtun á Kjörbók fíaunávöxtun Kjörbókar fyrstu 3 mánuði þessa árs jafngildir hvorki meira né minna en14,5% ársávöxtun. Auðvitað kemur frábær ávöxtun hvorki höfundum né reyndum Kjörbókarlesendum á óvart, þvíþeir vita að á Kjörþókinni erallt tekið með í reikninginn. Þeir eru líka ófáir Kjörþókareigendur sem horfa björtum augum til 1. maí, þvíþá verður 16 mánaða vaxtaþreþið reiknað út í fyrsta sinn. Hjá þeim verður þessi ávöxtun 15,9% og 24 mánaða þreþið gefur 16,5% ávöxtun. Grunnvextir á Kjörbók frá 1. aþríl eru 26%, 27,4% afturvirkir vextir eftir 16 mánuði og 28% eftir 24 mánuði. Og verðtryggingarákvæðið tryggir hámarksávöxtun hvað svo sem verðbólgan gerir. Já það er engin tilviljun að Kjörbókareigendur eru margir. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Nýtt þingmál: Uppboðsmarkaður fyrir gjaldeyri Tveir þingmenn Framsóknar- flokksins, Ólafur Þ. Þórðarson og Guðni Ágústsson, og tveir varaþing- menn flokksins, Níels Árni Lund og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, flytja frumvarp til laga um uppboðsmark- að fyrir erlendan gjaldeyri. Segir í frumvarpinu að viðskipta- ráðuneytinu sé skylt að starfrækja uppboðsmarkað fyrir erlendan gjaldeyri og eigi uppboðin að fara fram ekki sjaldnar en vikulega. Sér- hver íslenskur lögaðili má bjóða í gjaldeyrinn. Með þessu telja flutningsmenn að náð verði þeim tilgangi að tryggja réttláta verðlagningu þess gjaldeyr- is, sem skipta þarf í íslenskar krónur. Segja þeir í greinargerð fyrir málinu að „gífurlegur viðskiptahalli við út- lönd geri það nauðsynlegt að hætt verði nú þegar þeirri aðferð að neyða útflutningsatvinnuvegi þjóð- arinnar til að afhenda erlendan gjaldeyri undir því verði sem það kostar að afla hans“. Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður. Mál þetta er flutt í neðri deild og verður tekið til umræðu að loknu páskahléi þingsins. Uthlutun úr Söngvarasjóði Söngvarasjóður óperudeildar Fé- lags íslenskra leikara styrkir efnilega söngnema til náms og starfandi söng- vara til frekari menntunar í list sinni. Þessi sjóður er fjármagnaður af flutningi íslenskrar tónlistar sem út hefur verið gefin á hljómplötum og snældum. Þetta er í fyrsta sinn sem sjóðurinn auglýsir styrkveitingu opinberlega og óskar eftir umsóknum. 10 um- sóknir bárust. Til úthlutunar komu 140 þúsund krónur og var þeirri upphæð skipt í tvo jafna hluta til Ingibjargar Guðjónsdóttur, sópran, og Sverris Guðjónssonar, counter tenórs. Ingibjörg Guðjónsdóttir stundar söngnám við Indiana University School of Music f Bandríkjunum. Áður var hún í Tónlistarskóla Garðabæjar hjá Snæbjörgu Snæ- bjarnardóttur. Sverrir Guðjónsson er löngu kunnur fyrir að syngja dægurlög og í söngleikjum, en hefur nú snúið sér að klassískri tónlist. Sverrir stundar nú nám hjá Rut M. Magnússon sem counter tenor, en það er mjög óal- geng raddtegund. Sverrir hyggst á næstunni halda í frekara söngnám til London. Stjórn Söngvarasjóðs óperudeild- ar PÍL skipa þau Eiísabet Erlings- dóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Kristinn Hallsson. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.