Tíminn - 31.03.1988, Qupperneq 13
12 Tíminn
Fimmtudagur 31. mars 1988
Fimmtudagur 31. mars 1988
Tíminn 13
ÍÞRÓTTIR
(ÞRÓTTIR
Handknattleikslandsleikir eftir páska:
Þrisvar gegn Japan
íslcnska landsliðið í handknattleik
keppir við Japana eftir helgina og
munu liðin mætast þrívegis, á mánu-
dag annan í páskum í Vestmannaeyj-
um og þriðjudags og miðvikudags-
kvöld kl. 20.30 í Laugardalshöll.
Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálf-
ari hefur valið 20 manna hóp til að
mæta Japönunum. „Útlendingarnir"
keppa ekki með að þessu sinni, þeir
standa í ströngu í lokabaráttunni í
v-þýsku deildinni. Liðið er skipað
eftirtöldum leikmönnum (lands-
leikjafjöldi innan sviga):
Markvorðir: Einar Þorvarðarson Val (171),
Guðmundur Hrafnkelsson UBK (47), Hrafn
Margeirsson ÍR (0), Gísli Felix Bjarnason KR.
Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen FH
(169), Geir Sveinsson Val (116), Birgir Sig-
urðssonFram (7), Guðmundur Guðmundsson
Víkingi (165), Jakob Sigurðsson Val (127),
Valdimar Grímsson Val (45), Karl Þráinsson
Víkingi (52), Bjarki Sigurðsson Víkingi (3),
Atli Hilmarsson Fram (113), Júlíus Jónasson
Val (87), Héðinn Gilsson FH (23), Sigurður
Gunnarsson Víkingi (132), Ami Friðleifsson
Víkingi (17), Björn Jónsson UBK (10), Aðal-
steinn Jónsson UBK (11), Stefán Kristjánsson
KR (0).
Leikirnir við Japan eru m.a. til
þess ætlaðir að brúa bilið frá lokum
íslandsmótsins fram að því er loka-
undirbúningurinn fyrir Ólympíu-
leikana hefst í júní en íslenska liðið
heldur til Japans um mánaðamótin
apríl-maí og keppir við heimamenn.
Fram að því verða æfingar. Kom
m.a. fram í máli Bogdans Kowalczyk
á blaðamannafundi sem haldinn var
í tilefni komu japanska liðsins að
þeir leikmenn sem stæðu sig vel í
leikjunum hérna heima gætu litið á
ferð til Japans sem viðurkenningu
fyrir það. - HÁ
Guðmundur Guðmundsson er einn
leikreyndasti landsliðsmaðurinn sem
mætir Japönum, hann á 165
landsleiki að baki. Aðeins Einar
Þorvarðarson og Þorgils Ottar
Mathiesen hafa Ieikið fleiri leiki af
þessum hóp.
Þú ættir að reyna að hringja annað
og fá þessa þjónustu.
STÆRSTA STÖÐIN
TÖLVUSTÝRT SKIPTIBORÐ
Hreyfill er stærsta leigubifreiðastöð landsins.
Hreyfill er stöðugt að endurbæta þjónustu
sína til að geta betur mætt auknum
kröfum viðskiptavinanna.
Eitt mikilvægasta skrefið
í bættri þjónustu var stigið þegar
tekið var í notkun nýtt,
fullkomið tölvustýrt símakerfi.
Á álagstímum raðar tölvan viðskipta-
vinum í rétta biðröð. Þegar þú hringir
á Hreyfil og heyrir lagstúf
veistu að þú hefur náð sambandi við skipti
borðið og færð afgreiðslu von bráðar.
Hreyfill sinnir erindum fjölmargra
fyrirtækja, fer í sendiferðir, eða ekur
farþegum milli staða. Þannig spara
fyrirtæki umtalsverðan kostnað við
rekstur bifreiða og starfsmanna.
Helgarþjónusta Hreyfils er einstök.
Nýja símakerfið gerir fólki kleift að fá
bíl skjótar en ella og freistast því síður
til að aka undir áhrifum áfengis.
Fyrir þá sem eru á leið til útlanda býður
Hreyfill sérstaka flugvallarþjónustu.
Flugfarþegum frá höfuðborgarsvæðinu
er þá ekið til Keflavíkurflugvallar gegn
vægu gjaldi, á hvaða tíma sólar-
hringsins sem er.
FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
FLUGVALLARÞJÓNUSTA
LBREYTT ÞJÓNUSTA
SKOÐUNARFERÐIR
HREySLL/
Japanska handknattleikslandsliðið:
Alltaf verið erfiðir
Japanska handknattleikslandslið-
ið hefur síður en svo verið létt
viðureignar í fyrri leikjum gegn
íslendingum. Liðin hafa keppt fjór-
um sinnum og standa leikar jafnir að
þeim loknum, tveir sigrar gegn
tveimur. Fyrst áttust liðin við á HM
í París árið 1970. Þá sigruðu Japanar
19-18. Á ÓL í Múnchen árið 1972
unnu þeir japönsku einnig, 20-19.
Næst áttust liðin við á ÓL t' Los
Angeles og hafði landinn þá loks
sigur, 21-17. Síðast kepptu íslend-
ingar og Japanar á handknattleiks-
móti í Seoul í ágúst s.l. og unnu
íslendingar þá nauman sigur, 22-21.
Japanar hafa löngum verið hand-
knattleiksstórveldi Asíu og það er
ekki fyrr en nú á allra síðustu árum
sem S-Kóreumenn eru að ná yfir-
höndinni. Japanar hafa til að mynda
verið fulltrúar Asíu á Ólympíuleik-
um frá því byrjað var að keppa þar
í handknattleik árið 1972.
Leik japanska liðsins svipar mjög
til nágranna þeirra í austurálfu,
S-Kóreumanna. Japanarnir eru lág-
vaxnir en hafa mjög góða bolta-
tækni, eru snöggir, með góða vörn
og hættuleg hraðaupphlaup. Lið
þeirra er einnig mjög leikreynt og
leikmennirnir flestir 27-29 ára
gamlir. 1 liðinu er engin ein stjarna
en nefna má Kiyoshi Nishiyama sem
er vinstri skytta og reyndist íslenska
landsliðinu erfiður ljár í þúfu í Seoul
í ágúst.
Japanska liðið kemur hingað til
lands eftir keppnisferð um Evrópu.
Þeir kepptu m.a. við Essen (töpuðu
22-25) og Gummersbach (töpuðu
21- 27). - HÁ
íþróttir eru
einnig á
bls. lOog 11
ERTU BUINN
AÐ LÆRA HEIMA?
Þó hefur alltaf margborgað
sig að læra vel heima. Þannig stendur
maður vel að vígi þegar að þrófi
kemur!
Bæklingurinn um nýju umferðar-
lögin er nú kominn inn á öll heimili á
landinu. LESTU HANN STRAX OG
FRESTAÐU ÞVÍ EKKI. HANN Á
ERINDI VIÐ ALLA! Ef þú þekkir nýju
lögin ertu vel settur þegar á reynir, í
sjálfri umferðinni.
FARARHEILL
TIL FRAMTÍÐAR
BIFREIÐATRYGGINGAFÉLÖGIN
UMFERÐARRÁÐ
ÞJÓÐARÁTAKSNEFND
I Ef þú hefur enn ekki fengið | bæklinginn heim til þín, sendu þá j nafn þitt og heimilisfang til: UMFERÐARRÁÐS, Ég óska eftir að fá bæklinginn sendan: Nafn
Heimilisfang
UNDARGÖTU 46, 101 REYKJAVlK. Pnstnr / Stnður
AÐAL
FUNDUR
Aöalfundur Útvegsbanka íslands hf. árið
1988 verður haldinn í Súlnasal Hótel
Sögu við Hagatorg í Reykjavík, þriðju-
daginn 12. apríl 1988. Fundurinn hefst
kl. 16:30.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf í samræmi við
ákvæði 28. greinar samþykkta
bankans.
2. Önnur mál löglega upp borin á fund-
inum.
Aðgöngumiðar að fundinum og at-
kvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum
eða umboðsmönnum þeirra í aðalbanka,
Austurstræti 19, 3. hæð, dagana 7., 8. og
11. apríl næstkomandi og á fundardag við
innganginn.
Ársreikningur bankans fyrir árið 1987,
dagskrá fundarins og tillögur þær sem
fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til
sýnis á framangreindum stað í aðalbanka
frá 5. apríl næstkomandi.
úo
Útvegsbanki íslands hf
Bankaráð
VORUMERKI VANDLÁTRA
NÆRFATNAÐUR
NÁTTFATNAÐUR
CALIDA
Heildsölubirgðir:
igurjóniíon ijf.
Þórsgata 14 - sími 24477
VERTU í TAKT VIÐ
Tímann
ASKRIFTASÍMI 68 63 00