Tíminn - 31.03.1988, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 31. mars 1988
Tíminn 17
ARNAÐ HEILLA
málamaður Páll var. Þekking hans,
skýrleiki í hugsun og framsetningu
einkenndi málflutning hans, og
hvort tveggja var yljað af hugsjóna-
glóð hins upptendraða samvinnu-
manns og birtist þannig sem áhrifa-
mikil mælska. Hygg ég að sjaldan
eða aldrei hafi betur verið staðið að
málsvörn og sókn fyrir málstað sam-
vinnumanna í ræðu og riti en á
forstöðu- og ritstjórnarárum Páls H.
Jónssonar. Finnst mér nú, á þessum
róstutímum í samvinnustjórn og
starfi, skarð fyrir skildi, enda mæla
nú margir „að Guð og menn og allt
sé orðið breytt og ólíkt því, sem var
í fyrri daga“.
Á félagsmálaferli mínum hefi ég
aldrei átt ánægjulegri samstöðu og
samvinnu við nokkurn mann heldur
en Pál. Þá fannst mér einatt „ljúft og
létt hvert spor“. Skemmtinn var
hann og hrókur alls fagnaðar, með
hnyttiyrði á vörum, fyrsta flokks
fundarmaður, áfti gott með að láta
taka lagið, söngmaður ágætur.
Ekki síst eru mér minnisstæðir
húsmæðrafundir SÍS og kaupfélag-
anna í Bifröst sumar eftir sumar.
Páll stjórnaði þar öllu til orðs og
æðis, auk þess sem hann að öðru
leyti var aðalgerandinn og hreif
þessar virðulegu konur upp úr
skónum. Þær elskuðu hann allar og
gleyma honum aldrei; ekki síst fyrir
sönginn, fjörugan og hressandi, sem
hann laðaði þannig fram með hljóð-
færaleik og eigin hljómmikilli söng-
rödd sinni, að það leiddi á lífið
fagran blæ, svo að þeim fannst,, hver
dagur sem dýrleg jól“. Um þetta má
ég vel vitni bera.
Skemmtilegur ferðafélagi var Páll,
lifandi og fjörugur, hafsjór af
sögnum, söngvum og ljóðum. Naut
ég oft samvistanna við hann á lang-
leiðum í bílnum okkar.
Ekki get ég látið hjá líða að
minnast nú og þakka Páli
ógleymanlega einkaskemmtiferð
okkar, sem hann tók mig óverð-
skuldaðan með sér í um „fornar
slóðir“ í Aðaldal og Reykjadal,
meðal ættingja og vina. Aldrei þessu
vant slepptum við beislinu svolítið
fram af okkur á tilfallandi „stund
milli stríða", og nutum áhyggjulausir
unaðsstunda á mörgum bæjum. Alls-
staðar átti Páll vinum að mæta
- einkum söngvinum frá fyrri árum
- og oft og víða var lagið tekið af
hjartans list, og ekki alltaf fyrir
miðnætti. Það voru dýrlegir dagar
- og heiðnætur - í annars „nóttlausri
voraldarveröld".
Nú, á afmæli sínu, þann 3ja í
páskum, þegar Páll H. Jónsson verð-
ur áttræður og lítur yfir farinn veg,
á ég von á því, að honum finnist
hann hafa verið gæfumaður í einka-
lífi sínu, þótt hann sem aðrir hafi
mátt reyna, að „sorgin gleymir
engum“. Ungur að árum kvæntist
hann unnustu sinni og jafnöldru,
glæsilegri stúlku, Rannveigu Krist-
jánsdóttur Jónssonar frá Fremsta-
felli í Kinn, bróðurdóttur Jónasar
frá Hriflu. Hún lést árið 1966, mjög
fyrir aldur fram, 58 ára gömul, eftir
38 ára farsælt og ástríkt hjónaband.
Þau eignuðust fimm myndarleg
börn, sem í aldursröð eru þessi:
Sigríður, húsmóðir í Kópavogi,
Aðalbjörg, húsmóðir í Reykjavík,
Ásdís, býr í Reykjavík, Heimir,
cand. mag. og Páll Þorlákur, verk-
stjóri, báðir í Kópavogi.
Síðari kona Páls er Fanney hús-
mæðrakennari Sigtryggsdóttir Hall-
grímssonar frá Stóru-Reykjum í
Reykjahverfi, listfeng og mikilhæf
kona. Þau bjuggu sér hlýlegt og
myndarlegt menningarheimili, fyrst
í Holti hjá Laugum, en síðar á
Húsavík. Hefur sambúð þeirra verið
Páli sérstaklega mikilvæg, einkum
eftir að efri árin færðust yfir og
heilsu hans tók að hraka. Kærleiks-
rík umhvggja þeirra hvort fyrir öðru
er aðdáunarverð og hrífandi. Mér
þætti ekki ólíklegt, að Páll eftir
straumhvörfin miklu í lífi hans,
myndi hafa viljað segja við Fanneyju
sína: „Þú komst sem engill af sjálfum
Guði sendur“.
Ég þakka yndi margra unaðs-
stunda á heimili þeirra Fanneyjar og
Páls, og við Gróa kona mín sérstak-
lega 3ja daga dvöl hjá þeim í sam-
bandi við hátíðarhöldin þar nyrðra í
tilefni af aldarafmæli Kaupfélags
Þingeyinga og samvinnuhreyfingar-
innar árið 1982. Sú dýrðardvöl
gleymist aldrei, og ekki heldur sam-
vinnusögulegur leikþáttur Páls,
„ísana leysir", sem fluttur var að
Laugum á hátíðarsýningu við mikla
hrifningu mikils mannfjölda.
Við verðum áreiðanlega mörg,
sem hugsum hlýtt til Páls H. Jóns-
sonar frá Laugum á upprennandi
merkisdegi hans, og þökkum honum
heilshugar dáðríkt og óeigingjarnt
ævistarf öðrum til gleði og lífsfylling-
ar.
Baldvin Þ. Kristjánsson.
llllllllllllllllllllllll MINNING
Halldor Jörgensson
Halldór Jörgensson, einn okkar
besti heimilisvinur, er dáinn. Eftir
situr söknuðurinn og kærar minning-
ar.
Ég ætla ekki að rekja æviferil
hans, aðeins rifja upp nokkrar
minningar varðandi okkar kynni.
Við þekktumst ekki persónulega
fyrr en fjölskylda mín fluttist til
Ákraness og ekki náið fyrr en hann
kvæntist frænku minni, Ragnheiði
Guðbjartsdóttur frá Hjarðarfelli, 4.
apríl 1964 og varð hún seinni kona
hans. Að vísu höfðum við verið
félagar í st. Akurblóm í nokkur ár,
ásamt fyrri konu hans, Steinunni
Ingimarsdóttur, en lítið kynnst. En
eftir að hjónaband þeirra Ragnheið-
ar hófst, urðu þau strax í hópi okkar
bestu vina og þeim mun nánari sem
árin urðu fleiri.
Það er því skarð fyrir skildi.
Reyndar átti Halldór ákveðinn og
glæstan sess í mínum huga, allt frá
því er ég var nemandi í Laugarvatns-
skóla 1934-36. Ég, eins og flestir á
þeim árum, vildi ná sem bestum
árangri í náminu þessa vetrartíma,
því á kreppuárunum var það ekki
sjálfgefið að komast í skóla umfram
skylduna, hvað þá í lengra nám.
Besta mælikvarðann á árangur töld-
um við nemendur góðar einkunnir.
Ég komst fljótt að því að hæstar
einkunnir til þessa hafði hlotið Hall-
dór Jörgensson frá Akranesi, 9,70,
sem var meðaltal einkunna úr bók-
námi, smíðum og íþróttum. Ekki
komst ég þar með tærnar sem hann
hafði hælana og var ég þó vel
ánægður með mínar einkunnir er
námi lauk. Ég efast um að einkunna-
met Halldórs hafi verið slegið meðan
þessi háttur var á hafður um ein-
kunnagjöf.
Mér var því forvitni í huga er ég
kynntist Halldóri 20 árum síðar.
Skyldi hann halda þeim sessi er ég
hafði sett þennan frábæra náms-
mann í? Ég hafði þó gert mér grein
fyrir að einkunnir í skóla voru ekki
einhlítur mælikvarði á manngildið.
En ég varð ekki fyrir vonbrigðum.
Hjá Halldóri fóru saman gáfur og
gjörvileiki - ásamt hógværð og hj art-
ans lítillæti, sem jafnan einkennir
vitra menn. Hann var af þeirri
gerðinni, sem vilja lifa í sátt við
sjálfa sig og umhverfi, fremur en
trana sér fram til mannvirðinga og
áhrifa, þótt hvorki skorti hann vits-
muni né hæfni til þess að vera í
forystu. En víða lagði hann góðum
málum lið á félagssviðinu og mun ég
ekki upp telja en minni aðeins á
frábært starf hans í safnaðarmálum
og þátttöku í kirkjukór í nærri hálfa
öld.
Það var alltaf bæði fræðandi og
skemmtilegt að fá Halldór og Ragn-
heiði í heimsókn eða koma á fallega
heimilið þeirra að Sólbakka. Þar var
rætt bæði um menn og málefni. Ég
komst fljótt að því að við Halldór
höfðum mjög svipuð viðhorf til mál-
efna á flestum sviðum og treysti það
okkar vináttu. Um ættir manna og
persónusögu var hann með afbrigð-
um fróður, enda minnið trútt og
áhuginn á þessu sviði. Hann hafði
ótrúlega yfirsýn yfir hvernig ýmsir
eðlisþættir og hæfileikar komu fram
og þróuðust í þessari eða hinni
ættinni. Mikil skemmtun var að
heyra hann segja frá sérstæðu fólki
og hátterni þess. Þar naut frásagnar-
hæfni hans sín vel. Kímnigáfa hans
var rík og græskulaus. Ég hafði oft
orð á því við hann að gaman og
nauðsynlegt væri að færa þessar
frásagnir hans á blað, svo og annað
úr héraðssögu Borgarfjarðar og
þróunarsögu Akraness, en ég hygg
að fáir eða engir á hans aldri hér hafi
verið til þess færari eða búið yfir
staðbetri þekkingu á þessu sviði.
Hann eyddi því jafnan og taldi sína
frásögn ekki merkilega. Úr þessu
verður ekki bætt, því þótt sér-
menntaðir sagnfræðingar vinni úr
ýmsum heimildum, verða frásagnir
þeirra með öðrum blæ en þeirra,
sem upplifðu söguna.
Fjölskyldu minni verða ógleyman-
legar margar samverustundir með
Halldóri og Ragnheiði. Ekki aðeins
hér heima á Akranesi heldur og á
ferðalögum víða um landið. Halldór
bjó yfir mikilli þekkingu á ýmsum
stöðum, mönnum og sögulegum at-
burðum. Oft kryddaði hann frásögn-
ina með lausavísum og jafnvel heil-
um kvæðabálkum. Sjálfur var hann
afbragðs hagyrðingur og lét oft fjúka
í kviðlingum í góðra vina hóp og var
fljótur til. Mér er sérstaklega minnis-
stæð sú hæfni hans í ferðalagi til
Noregs 1971 með félagi skólastjóra
og yfirkennara, en Hans bróðir Hall-
dórs var leiðtogi í þeirri ferð. í 10
daga rútuferð um Vestur-Noreg var
mikið ort á löngum leiðum milli
staða, en í 46 manna hópi virtist
annar hver maður hagyrðingur. Þar
var Halldór þó drýgstur og oftast
snjallastur að færa kátleg atvik í
meitlað form ferskeytlunnar.
Við erum varla búin að átta okkur
á því að hann Halldór sé horfinn af
sviðinu. Gagnkvæmar heimsóknir
voru svo fastur liður í lífi okkar að
ef liðu margir dagar á milli myndað-
ist einhverskonar tómleika eða ófull-
nægju tilfinning. Úr því var auðvelt
að bæta: skreppa niður að Sólbakka.
Móttökurnar þar voru alltaf eins og
við værum að koma þangað í fyrsta
sinn. Alltaf sama gestrisnin, alúðin
og hlýjan; aldrei tómahljóð í sam-
ræðum - allt áhugavert, fræðandi og
skemmtilegt. Við vitum að áfram
verður indælt að koma að Sólbakka
til elskulegrar frænku og vinkonu,
en sæti Halldórs verður autt. En
minningarnar lifa. Þær eru margar
og góðar. Okkur er því þakklæti í
huga.
Þorgils Stefánsson
og fjölskylda
¥ X
Aðalfundur KRON
Aðalfundur KRON verður haldinn 9. apríl 1988 á Hótel Sögu, hliðarsal og hefst kl. 10.00 árdegis.
Dagskrá
1. Kl. 10.00-12.00 1. Venjuleg aðalfundar- störf. Skv. félaglögum
2. Borinupptillagaum sameiningu KRON og Kf. Hafnfirðinga
Kl. 12.00-13.00 Matarhlé
Kl. 13.00-14.30 Aðalfundifram haldið
2. Kl. 14.30-15.20 Deildarfundirl.til 6. deildar.
Dagskrá:Tekinaf- staðatil tillögu um sameiningu KRON og Kf. Hafnfirðinga
Kl. 15.30-16.00 Kaffihlé
3. Kl. 16.00-16.50 Fulltrúafundur. Dagskrá:Síðariaf- greiðsla átillögu um sameiningu KRON og Kf. Hafnfirðinga
Stjórn KRON
t
Eiginmaður minn
Halldór Jörgensson
Akursbraut 17, Akranesi
sem andaðist 25. mars verður jarðsunginn frá Akraneskirkju laugar-
daginn 2. apríl kl. 11.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbameinsfélagið eða Hjartavernd.
Ragnheiður Guðbjartsdóttir.
t
Þökkum innilega aðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa
Ingólfs Theodórssonar
netagerðarmeistara
Höfðavegi 16, Vestmannaeyjum
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Sigurðardóttir
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Við sendum öllum þeim sem sýndu hlýhug og vináttu í veikindum og
við andlát og útför
Ástríðar Jóhannesdóttur
Torfalæk
hugheilar kveðjur og þakkir
Torfi Jónsson
JóhannesTorfason Elín Sigurlaug Sigurðardóttir
Jón Torfason Sigrfður Kristinsdóttir
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður og ömmu
Önnu Jóhannsdóttur
Syðra-Garðshorni, Svarfaðardal
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dalbæjar.
Steinunn Daníelsdóttir
Jóhanna M. Daníelsdóttir
Júlíus J. Daníelsson
Jóhann Daníelsson
Björn Daníelsson
Halldór Jóhannesson
Jónas M. Árnason
ÞuriðurÁrnadóttir
GíslínaGísladóttir
Fjóla Guðmundsdóttir
og barnabörn