Tíminn - 31.03.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 31. mars 1988
Tíminn 15
í tilefni af frétt er birtist í Tíman-
um 25. þ.m. undir fyrirsögninni
„Vilja veislu alla nóttina" þykir rétt
að koma eftirfarandi upplýsingum á
framfæri:
Umrædd frétt fjallar um skemmt-
anahald og meinta áfengisneyslu nem-
enda í ónefndum grunnsköla fram
undir morgun án afskipta lögreglu
svo og tilraunir nemenda annarra
grunnskólanema til næturskemmt-
unar á hinum ýmsu skemmtistöðum
borgarinnar.
Reglur um skemmtanahald barna
og ungmenna eru í reglugerð um
vernd barna og ungmenna, en þar er
kveðið svo á, að ungmennum yngri
en 16 ára sé óheimill aðgangur og
dvöl á almennum dansleikjum eftir
kl. 20.00 öðrum en sérstökum ung-
lingadansleikjum, sem haldnir eru
m.a. af skólum.
Sé um almenna unglingadansleiki
að ræða, þar sem aldursmörk til
inngöngu er 16 ára, er viðkomandi
leyfishöfum skylt að fylgjast með því
að aldursreglur séu haldnar að við-
lögðum sektum og/eða missi leyfis til
veitinga- eða skemmtanahalds.
Ef hins vegar er til að dreifa
Athugasemd f rá lög-
reglunni í Reykjavík
skemmtun sem haldin er á veitinga-
stað og eingöngu ætluð ungmennum
undir 16 ára aldri t.d. á vegum skóla,
þ.e. grunnskóla, skal sækja um
skemmtanaleyfi hjá lögreglustjóra.
Slík leyfi eru ekki veitt nema fyrir
liggi yfirlýsing um samþykki stjórn-
enda viðkomandi skóla, enda er
skemmtunin haldin undir umsjá
þeirra og á þeirra ábyrgð.
Hjá þessu embætti hafa grunn-
skólanemar nokkrum sinnum sótt
um leyfi til skemmtanahalds í veit-
ingahúsum. Hafi þeir ekki lagt fram
yfirlýsingu frá skólastjóra eða öðrum
ábyrgum manni í yfirstjórn skólans
hefur þeim undantekningarlaust ver-
ið synjað um leyfi.
Þess skal getið, að lögreglumenn
og sérstakir eftirlitsmenn með veit-
ingahúsum borgarinnar hafa reglu-
bundið eftirlit með starfsemi veit-
ingahúsa. Eftirlit þetta er m.a. fólgið
í því að kanna hvort tilskilin leyfi
lögreglustjóra séu fyrir hendi, að
aldurstakmörk séu virt o.s.frv.
Eins og kunnugt er eru á víð og
dreif í borginni ýmiskonar húsnæði
sem t.a.m. fyrirtæki ogfélagasamtök
hafa til eigin afnota og er ekki ætlað
öðrum til framleigu fyrir
skemmtanahald. Húsnæði af þessu
tagi er ekki á skrá hjá embættinu yfir
veitingastaði sem reglubundið eftir-
lit beinist að.
Fari fram leyfislaust skemmtana-
BÓKMENNTIR
Vel ort smáljóð
Piet Hein: Smáljóð (Korte Gruk),
Auðunn Bragi Sveinsson íslensk-
aði, Letur, Kópavogi 1987.
Hér er á ferðinni íslensk þýðing á
safni danskra smáljóða sem á frum-
málinu nefnist Korte Gruk og er
eftir höfund að nafni Piet Hein.
Auðunn Bragi Sveinsson lýsir því
skemmtilega í formála hvernig hann
hafi fyrst kynnst verkum þessa hö-
fundar á námskeiði sem hann sótti í
dönsku og dönskum bókmenntum
við Kennaraháskólann í Kaup-
mannahöfn sumarið 1964. Kveðst
hann hafa lært flest þessara ljóða
smám saman og síðan tekið sig til og
þýtt bókina í heild á íslensku. Birtast
þýðingarnar hér, og dönsku ljóðin
aftan við, svo að hægt er um saman-
burð.
Að því er sjá má hér einkennast
dönsku ljóðin fyrst og fremst af því
að þau eru stutt, og kannski framar
öðru spakmælakennd. Höfundur
kemur þar á framfæri ýmist stuttum
athugasemdum eða jafnvel þver-
stæðum, en innan hins knappa
forms, sem hann beitir, stendur og
fellur raunar allt með því að honum
takist að koma lesendum sínum á
óvart. Þetta tekst honum að vísu
nokkuð misvel, eins og gengur, en
stundum býsna vel.
Vandi þýðandans verður hins veg-
ar nokkru meiri, því að hann hefur
valið sér að þýða undir stuðlum og
höfuðstöfum að íslenskum sið, auk
Auðunn Bragi Sveinsson.
þess sem hann heldur rími. Þetta
útheimtir vissulega að hann verður
að umorða og yrkja upp á nýtt í
ríkari mæli en ella. Eigi að síður má
telja að honum takist hér yfirleitt
býsna vel til. Sem dæmi má nefna
smáljóð númer 73 sem er svona á
dönskunni:
Med skæven i næstens öje
skal ingen brobygger regne.
Broeme mellem os bygges
af bjælkerne i vores egne.
Þetta þýðir Auðunn Bragi:
Með flísinni í annars auga
vér aldrei reikna þorum.
Brýrnar millum oss byggjast
af bjálkum í augum vorum.
Og góðar ráðleggingar til kennara
eru í ljóði númer 84:
Lærer burde
den kun være,
som kan lære
ved at lære.
Og Auðunn Bragi þýðir:
Sá einn kennarí
er sjálfsagt góður,
sem verður af kennslunni
vitur og fróður.
1 heild er hér vel að verki staðið, og
raunar er alls ekki ósennilegt að
bókina megi nota með góðum árang-
ri sem hjálpartæki við dönsku-
kennslu. Að vísu er álitamál hvort
ekki hefði farið betur með það í
huga að prenta danska og íslenska
textann samhliða, til dæmis þannig
að sömu ljóð hefðu fylgst að á
gagnstæðum blaðsíðum bókarinnar
út í gegn. En sú aðfinnsla er smá-
vægileg, því að bókin er í heild bæði
eiguleg og áhugaverð. -esig
hald í slíku húsnæði á lögreglan
erfitt um vik að hafa afskipti af
málum nema henni sé annaðhvort
gert viðvart eða hún komist sjálf að
því eftir öðrum leiðum. Þannig var
t.d. ástatt um fyrirhugaða miðnætur-
samkomu nemenda eins grunnskól-
anna í húsnæði að Vitastíg 3 aðfara-
nótt föstudagsins 25. þ.m.. en lög-
reglan stöðvaði hana eins og fram
hefur komið í fréttum blaðsins. For-
eldri eins nemanda hafði nefnilega
áður gert lögreglunni viðvart og gat
hún því gert sínar ráðstafanir í tæka
tíð. Þess má geta að lögreglusjóra-
embættið hafði synjað sömu nem-
endum um leyfi til skemmtanahalds
í cinu veitingahúsa borgarinnar.
Foreldrar og skólamenn hafa náið
samband við börn sín og nemendur
og eru því í bestri aðstöðu til að fá
vitneskju um uppátæki af því tagi
sem frétt blaðsins snýst um. Brýnt er
að góð samvinna ríki milli foreldra
og skólamanna annars vegar og
lögreglu hins vegar, svo unnt sé
m.a. að stemma stigu við að grunn-
skólanemendum takist að leigja sér
húsnæði (eftir árshátíðir) og
skemmta sér við dynjandi tónlist og
glasalyftingar til kl. fimm um morg-
uninn eins og frétt blaðsins hermir
að hafi gerst. Þí er hér með beint til
heimildarmanns blaðsins að hann
hafi hið fyrsta samband við lögreglu
og leggi þannig sitt af mörkum við
rannsókn málsins.
Signý Sen
deildarlögfræðingur
BLÖÐ OG TÍMARIT
ST. JÓSEFSSPÍTALI,
LANDAKOTI
Lausar stöður
á barnadeild
Hjúkrunarfræðingar
Barnadeild Landakotsspítala auglýsir námskeið í
barnahjúkrun og skipulagða starfsaðlögun tímabil-
ið júní-júlí-ágúst (3 mán), sem síðan verður
endurtekið sept-okt-nóv. (3 mán) næsta haust.
Auk starfsaðlögunar verður m.a. fræðsla um
ýmsar nýjungar sem þróaðar hafa verið við
barnadeildina.
Upplýsingar veitir Alda Halldórsdóttir, hjúkrunar-
ráðgjafi í síma 19600-238 f.h. þrið. og mi. og e.h.
mán. fi. og fö.
Laus er staða aðstoðardeildarstjóra frá 1. maí
1988. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk.
Upplýsingar veitir Katrín Pálsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri í síma 19600-300.
Fóstrur
Barnadeild Landakotsspítala auglýsir 3ja vikna
skipulagða starfsaðlögun fyrir fóstrur er vilja starfa
á barnadeild.
Upplýsingar veitir Alda Halldórsdóttir hjúkrunar-
ráðgjafi í síma 19600-238 f.h. þri. og mi. og e.h.
mán. fi. og fö.
Reykjavík 29. mars 1988
Fjölbreytt efnisval
Fyrsta hefti þessa árs af Tímariti
Máls og menningar var að koma út.
Til tíðinda má telja að þar hafa nú
orðið ritstjóraskipti. Silja Aðal-
steinsdóttir hefur látið af ritstjórn
eftir sex ára starf en við tekið
Guðmundur Andri Thorsson.
Ekki verður annað sagt en að nýja
ritstjóranum hafi tekist dável að
skapa fjölbreytni að því er efni
varðar í þessu fyrsta hefti sínu. Þar
er sitthvað eftir ýmis af áhugaverðari
skáldum okkar nú um stundir, svo
sem ljóð eftir þá Sigurð Pálsson og
Gyrði Elíasson, og einnig vel gerð
og gamansöm smásaga eftir Þórarin
Eldjárn. Líka birtir Óskar Árni
Óskarsson þarna nokkrar ljóðrænar
æskumyndir, svo sem í framhaldi af
því sem hann hefur áður ort um
sama efni og athygli hefur vakið.
Annars er efni af erlendum toga
töluvert áberandi í þessu hefti og
jafnvel eilítið um of. Þar á nteðal má
nefna stutta grein um William
Morris, Breta sem meðal annars
heimsótti ísland á öldinni sem leið
og skrifaði um ferðina. Líka er
þarna íslensk þýðing á erindi um
nýju skáldsöguna sem Alain Robbe-
Grillet flutti á bókmenntahátíð hér í
haust leið, ásamt smásögu eftir
hann. Hann flutti þetta erindi á
frönsku, og gefst hér því væntanlega
fleirum en þá færi á að kynna sér efni
þess. Þá er þarna smásaga eftir
franska skáldkonu, Daniéle Sallen-
ave, ásamt viðtali við hana.
Undir umræðu um íslenskar sam-
tímabókmenntir má svo flokka
tvennt. Annað er grein eftir Einar
Má Guðmundsson rithöfund um það
sem hann nefnir tossabandalagið, og
á hann þar við ritdómara. Fá þeir
þar býsna skemmtilega ádrepu, sem
út af fyrir sig er ekki nema gott eitt
um að segja. Er það enda síður en
svo nýtt að rithöfundar hnýti í rit-
dómara, þó að hitt sé svo aftur eins
vel kunnugt að þess á milli bíða þeir
yfirleitt spenntir eftir því sem þessir
sömu ritdómarar segja í blöðum um
bækur þeirra.
Hitt er grein eftir Helgu Kress um
skáldsöguna Tímaþjófinn sem Stein-
unn Sigurðardóttir sendi frá sér fyrir
rúmu ári. Athyglisvert er að Helga
fjallar þar eingöngu um söguna út
frá sjónarhóli kvennarannsókna, og
í ljósi þess bendir hún á ýmsar
túlkunarleiðir sem byggjast á því að
bæði aðalpersóna og höfundur eru
konur. Er það út af fyrir sig forvitni-
legt, en á móti kemur að hún fæst
þarna ekki við það listræna megin-
einkenni þessarar sögu hvað hún er
að stórum hluta til Ijóðræn, og getur
þetta því ekki talist úttekt nema að
hluta til á verkinu.
Auk þess eru að vanda nokkrir
ritdómar í heftinu um nýleg íslensk
bókmenntaverk. í heild verður því
ekki annað sagt en að Tímaritið í
höndum nýs ritstjóra lofi heldur
góðu að því er varðar forvitnilegt
efni og hæfilega fjölbreytni í efn-
isvali. Frágangur er góður, en þó
hefur smáhluti greinar á bls. 48 verið
tvíprentaður, sem eru óþörf mistök.
-esig
A AKREINA-
SKIPTUM
VEGUM
á jafnan að aka
á hægri akrein
BÍLALEIGA
meö útibú allt í kringum
landiö, gera þér mögulegt
aö leigja bíl á einum staö
og skila honum á öörum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
Pöntum bíla erlendis
interRent
Bílaleiga Akureyrar