Tíminn - 31.03.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminri;
Fimmtudagur 31. mars 1988
Illllllllllllllll ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllll
HÁTÐ Á HLÍDARENDA
- Valsmenn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í
handknattleik með sigri á FH í stórkostlegum leik
Valsmenn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í
handknattleik með sigri á FH í stórkostlegum leik í
íþróttahúsinu á Hlíðarenda í gærkvöldi. Lokatölur urðu 26-23
eftir að Valsmenn voru yfír í leikhléi 12-10. Leikurinn var mjög
vel leikinn þrátt fyrir að vera svo mikilvægur og áhorfendur
sem troðfylltu Valsheimilið skemmtu sér hið besta. „Ég er
alveg í skýjunum,“ sagði Júlíus Jónasson stórskytta
Valsliðsins eftir leikinn. „Það er ólýsanlegt að vinna titilinn
og það á okkar heimavelli. Við viljum bikarinn líka, ég held
að það sé rétt hjá mér að Valur hafí ekki unnið hann síðan 1972
og það er sannarlega kominn tími á það að vinna hann aftur.“
Valsmenn voru yfir allan leikinn
þótt munurinn yrði aldrei mikill.
Leikurinn var mjög fast leikinn á
báða bóga en þó ekki gróft og
varnarleikurinn góður. Leikmenn
Vals áttu allir góðan dag en af
LEIKURINN í TÖLUM
VALDIMAR GRÍMSSON skoraði 10
mörk. Þar af voru 4 víti. Fjögur
skot hans voru varin, hann fískaði
eitt víti, náði knettinum einu
sinni, átti eina sendingu sem gaf
mark, var einu sinni rekinn af
leikvelli í 2 mínútur og einu sinni
var dæmd á hann lína.
JÚLÍUS JÓNASSON skoraði 7
niörk. Eitt skot hans var varið og
eitt víti einnig. Júlíus fiskaði tvö
víti, átti eina línusendingu sem
gaf mark og fékk að sjá gula
spjaldið einu sinni.
JAKOB SIGURDSSON skoraði 5
mörk úr jafn mörguin tilraunum.
Einu sinni voru dæmd á hann
skref og hann var einu sinni
rekinn af leikvelli í tvær mínútur.
ÞÓRÐUR SIGURÐSSON skoraði 3
mörk. Hann átti eitt skot framhjá
og þrjú voru varin. Þórður fékk
einu sinni dæmdan á sig ruðning.
JÓN KRISTJÁNSSON skoraði 1
mark og átti eitt skot framhjá.
Hann átti tvær sendingar sem
gáfu mark, fiskaði eitt víti og
tapaði knettinum einu sinni.
GEIR SVEINSSON fiskaði eitt víti
og átti eina sendingu sem gaf
mark.
ÞORBJÓRN GUÐMUNDSSON lék
aðeins í vörninni. Hann fékk gula
spjaldið einu sinni.
EINAR ÞORVARDARSON varði 14
skot. Þar af voru 2 víti. Einar átti
eina misheppnaða sendingu í
hraðaupphlaupi.
68,4% sóknarnýting
VALSMENN fengu 38
sóknir í leiknum og skoruðu 26
mörk sem er 68,4% sóknarnýt-
ing. í fyrri hálfleik gerðu þeir 12
mörk í 18 sóknum (66,6%) og í
þeim síöari 14 mörk í 20 sóknum
(70,0%).
Flest mörk úr hornum
VALSMENN gerðu 26
mörk í leiknum. Þar af voru 7
gerð úr hornunum, 6 fyrir utan, 4
úr vítum, 3 með gegnumbrotum,
2 úr hraðaupphlaupum, 2 af línu
og 2 þar sem stUlt var upp í
aukakasti. - HÁ
ÓSKAR ÁRMANNSS0N skoraði 9
mörk. Þar af voru 2 víti. Þrjú
skot hans og eitt vítaskot voru
varin. Óskar fékk gult spjald og
var einnig rekinn af leikvelli í
tvær mínútur. Hann átti cina
línusendingu sem gaf mark, fisk-
aði eitt víti og náði knettinum
einu sinni.
HÉDINN GILSS0N skoraði 6
mörk, öll í seinni hálfleik. Sjö
skot hans voru varin, þar af 6 í
fyrri hálfleik. Héðinn átti tvær
línusendingar sem gáfu mörk.
ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN
skoraði 5 mörk úr jafn mörgum
tilraunum. Hann fiskaði tvö víti
og tapaði knettinum einu sinni.
GUDJÓN ÁRNAS0N skoraði 2
mörk. Annað þeirra var vítakast.
Tvö skota hans og eitt vítakast
voru varin og hann átti eitt skot í
slá. Guðjón fiskaði eitt víti.
PÉTUR PETERSEN skoraði 1
mark. Hann átti eitt skot í stöng
og eitt framhjá. Pétur var einu
sinni rekinn af leikvelli í tvær
mínútur.
EINAR HJALTAS0N átti eitt skot
i stöng.
GUNNAR BEINTEINSS0N skaut
tveimur skotum sem bæði voru
varin.
MAGNÚSÁRNASON varðiúskot,
þar af eitt víti.
BERGSVEINN BERGSVEINSSON
varði 2 skot.
62,2% sóknarnýting
FH-INGAR fengu 37 sóknir
í leiknum og skoruðu 23 mörk
sem er 62,2% nýting. Þeir gcrðu
10 mörk í 17 sóknum í fyrri
hálfleiknum sem er 58,8% sókn-
arnýting en í þeim síðari var
nýtingin öllu betri eða 65,0%
þegar FH-ingar skoruðu 13 mörk
úr 20 sóknum.
Tíu mörk fyrir utan
FH4NGAR skoruðu sem
fyrr sagði 23 mörk. Skytturnar
léku þar stórt hlutverk því 10
mörk voru gerð fyrir utan. FH-
ingar gerðu 4 mörk af línu, 4 mcð
gegnumbrotum, 3 úr vítum, 1 úr
horni og aðeins 1 úr hraðaupp-
hlaupum sem eins og mönnum er
knnnugt hafa verið helsta vopn
FH liðsins í vetur. - HÁ
mörgum góðum var Einar Þorvarð-
arson bestur. Júlíus Jónasson og
Valdimar Grímsson stóðu honum
vart að baki og reyndar heldur ekki
Jakob Sigurðsson, Geir Sveinsson
og Jón Kristjánsson. Það var helst
að veikt væri fyrir á hægri kantinum
en Þórður Sigurðsson stóð þó alveg
fyrir sínu. Þá var Þorbjörn Guð-
mundsson traustur í vörninni. Með
öðrum orðum toppleikur hjá topp-
liði. „Við unnum þetta á varnar-
leiknum held ég,“ sagði Júlíus Jón-
asson eftir leikinn. „Þetta gekk mjög
vel hjá okkur og sóknin var eins og
hún hefur verið best í vetur.“
Hjá FH var Héðinn Gilsson seinn
í gang en illstöðvandi í síðari hálf-
leik, Óskar Ármannsson kórónaði
gott tímabil með góðri frammistöðu
og Þorgils Óttar Mathiesen var góð-
ur á línunni. FH-ingar máttu bara
sætta sig við það í gærkvöldi að mæta
ofjörlum sínum. „Jú, þetta voru
mikil vonbrigði,“ sagði Viggó Sig-
urðsson þjálfari FH eftir leikinn.
„Það verður bara að játa það að
betra liðið sigraði. Markvarslan var
öll þeirra megin. Þetta var betra
dagsform hjá Val. Héðinn var mjög
lengi í gang en hann hefur átt við
meiðsl að stríða. Annars þýðir ekk-
ert að vera að afsaka sig, þetta eru
úrslitin og ég óska Valsmönnum til
hamingju“.
Helstu tölur: 1-0, 2-1, 3-2, 5-3,
6-5, 7-7, 9-7, 10-9, 11-10, 12-10
- 12-11, 15-13, 15-14, 18-14, 19-15,
20-17, 22-20, 23-20, 24-21, 25- 22,
25-23, 26-23.
Mörkin, Valur: Valdimar Gríms-
son 10(4), Júlíus Jónasson 7, Jakob
Sigurðsson 5, Þórður Sigurðsson 3,
Jón Kristjánsson 1. Einar Þorvarðar-
son varði 14(2) skot. FH: Óskar
Ármannsson 9(2), Héðinn Gilsson
6, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Guð-
jón Árnason 2(1), Pétur Petersen 1.
Magnús Árnason varði 6(1) skot og
Bergsveinn Bergsveinsson 2.
Brottrekstrar: FH-ingar voru utan
vallar í 4 mín. og Valsmenn einnig.
Dómarar: Stefán Arnaldsson og
Ólafur Ö. Haraldsson. Þeir dæmdu
mjög vel.
- HÁ
Dæmigerð mynd fyrir leikinn í gærkvöldi, átökin óskapleg, ekkert gefið eftir
en Valsmenn skrefinu á undan. Það er Geir Sveinsson fyrirliði Vals sem hér
fer inn af línunni en Héðinn Gilsson reynir að stöðva hann. Niðurstaðan varð
víti. Óskar Ármannsson fylgist með. Tímamynd Pjetur.
Lokastaðan í 1. deild
Valur 18 14 4 0 410-313 32
FH 18 14 3 1 507-402 31
Víkingur 18 11 0 7 459-419 22
Breiðablik 18 10 1 7 399-410 21
Stjarnan 18 8 2 8 429-438 18
KR 18 8 1 9 405-428 17
Fram 18 7 1 10 424-448 15
KA 18 5 4 9 391-400 14
ÍR 18 4 2 12 382-426 10
Þór 18 0 0 18 359-481 0
Síðasta
umferðin
fslandsmótinu í handknattleik
lauk í gærkvöldi. Valsmenn keppa í
Evrópukeppni meistaraliða, FH-
ingar í Evrópukeppni félagsliða en
Breiðablik sem er komið í úrslit
bikarkeppninnar fer í Evrópukeppni
bikarhafa þar sem Valsmenn eru
þegar komnir í Evrópukeppni.
Sigurður Gunnársson varð marka-
hæsti leikmaður íslandsmótsins með
114 mörk eða rúm 6 mörk í leik að
meðaltali. Leikur Vals og FH var sá
eini í gærkvöldi sem einhverju
breytti fyrir gang mótsins en tap
Fram og sigur KR gerði það þó að
verkum að KR færðist upp fyrir
Fram í töflunni.
Úrslit leikjanna í síðustu umferð-
inni urðu þessi:
Valur-FH...............26-23
Víkingur-Þór ..........30-27
UBK-ÍR ................24-23
Fram-Stjarnan .........23-32
KA-KR..................24-30
- HÁ
Himinlifandi, ofsaglaðir, yfir sig
ánægðir Valsmenn fagna sigri og
íslandsmcistaratitli. Tiraamynd Pjetur.