Tíminn - 31.03.1988, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 31. mars 1988
Tíminn 9
VETTVANGUR íliíllllllllllllllllllllilllllllllllltllllllílílllllllllííl
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiíiiiiiiiiiiiiiiii
iiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Alfreö Þorsteinsson:
Borgarstjórinn
hellir olíu á eldinn
Ekki verður annað séð en borgarstjórinn í Reykjavík
hafi sérstaka ánægju af því að storka borgarbúum í
sambandi við væntanlegt ráðhús. Síðasta framlag hans í þá
veru er krafa hans um frekari stækkun ráðhússins í því
þrönga umhverfi, sem því er ætlað. Hér er ekki um neina
smávægilega stækkun að ræða, heldur tæplega þriðjungs
stækkun að rúmmetrafjölda. Má líkja þessari framgöngu
borgarstjóra við slökkviliðsstjóra sem gengur fram fyrir
skjöidu og hellir olíu á eld.
Ráðhúsmálið er það viðkvaemt
deilumál meðal borgarbúa, að
borgarstjóri hefði fremur átt að
beita sér fyrir því, að húsið yrði
minnkað frá því, sem nú er, til að
reyna að skapa meiri samstöðu um
húsið. Enda er ráðhúsið í núver-
andi mynd ekki það „litla og hóg-
væra ráðhús", sem borgarstjóri
hafði í hyggju, að reist yrði í
norð-vesturenda Tjarnarinnar.
Kemur vel til greina að mínu áliti
að endurskoða ýmsa aukastarf-
semi, sem gert er ráð fyrir að verði
í ráðhúsinu, en gæti sem best verið
staðsett annars staðar.
Upphaflegar
forsendur brostnar
En það eru fleiri vandamál, sem
litið hafa dagsins ljós að undan-
förnu. Allt frá því að fyrst var farið
að ræða Kvosarskipulag, að með-
töldu ráðhúsi, var vitað, að helsti
vandi við framkvæmd skipulags,
sem byggist á nýbyggingum í
gömlu borgarhverfi, væri umferð-
ar- og bílastæðisvandi.
Töluverðrar bjartsýni gætti hjá
embættismönnum borgarverk-
fræðings, að þessi vandamál mætti
leysa. I trausti þess, hef ég verið
hlynntur Kvosarskipulaginu og þar
með byggingu ráðhúss í norð-vest-
urenda Tjarnarinnar.
Stefnir í
umferðarlegt öngþveiti
Nú hafa mál hins vegar skipast
svo, að yfirþyrmandi bílastæðis-
vandi blasir við í Suður-Kvos eftir
að upplýst er, að ekki reynist unnt
að útvega 250 almenningsbílastæði
í kjallara ráðhússins, utan þeirra
u.þ.b. 100 bílastæða, sem helguð
verða starfsmönnum ráðhússins.
Við þessar breyttu forsendur
bætist sú staðreynd, að við bygg-
ingu ráðhúss, nýbyggingar Alþing-
is og nýbyggingu Happdrættis Há-
skólans, ásamt byggingu á horni
lóðar Lækjargötu og Vonarstrætis,
hverfa 200-250 bílastæði, sem nýtt
eru í dag.
Þetta þýðir í raun, að stefnt er
að umferðarlegu öngþveiti í Suður-
Kvos, sem ekki er verjanlegt út frá
skipulagslegum forsendum.
Kvosarskipulagið hefði
fengið aðra umfjöllun
Ef þessar upplýsingar hefðu leg-
ið fyrir í upphafi, þegar Kvosar-
skipulag var kynnt í skipulags-
nefnd, eraugljóst, að Kvosarskipu-
lag hefði fengið aðra umfjöllun en
það fékk. Má því segja, að vissum
blekkingum hafi verið beitt með
því að halda teikningum af ráðhúsi
frá skipulagsnefnd þar til nýlega,
og þá með þeim stórkostlegu breyt-
ingum, er kynntar hafa verið, sem
í raun kippa fótum undan tilvist
ráðhúss við norð-vesturenda
Tjarnarinnar.
Ástæða til að
hægja ferðina
Síðustu breytingartillögur að
ráðhúsinu, sem kynntar hafa verið,
eru enn eitt dæmi um óvandaðan
undirbúning og hroðvirknisleg
vinnubrögð í sambandi við væntan-
legt ráðhús. Gegnir furðu hvernig
keyra á þessa stórbyggingu í gegn,
án nægilegs undirbúnings. Þá er
alveg ljóst, að of þröngt verður um
Alþingi og ráðhús í Suður-Kvos,
þó að ekki kæmi annað til en
bílastæðisvandinn.
Sýnist fyllsta ástæða til að hægja
ferðina í ráðhúsmálúm, eins og
Framsóknarflokkurinn hefur lagt
til og kanna ýmsa þætti betur. Þá
sýnist ekki vanþörf á að gera nýja
kostnaðaráætlun, en ekki kæmi á
óvart, að sú áætlun væri komin yfir
I milljarð.
Ásgeir Þór Ólafsson
Raunhæfar leiðir til lækkunar orkuverðs
Mikil umræöa hefur farið fram á undanförnum vikum
um hið háa raforkuverð sem landsmönnum er gert að
greiða, þó sérstaklega notendum Rafmagnsveitna ríkisins
(RARIK) og Orkubús VestQarða (O.V.) Um er að ræða
heimili á landsbyggðinni svo og hinn almenna atvinnurekst-
ur. Ýmsar ástæður hafa verið tilgreindar fyrir þessu háa
orkuverði sem notendum er gert að greiða en er raforku-
verð til t.d. húshitunar hátt á landinu? Það fer allt eftir því
við hvað er miðað.
Ef miðað er við orkuverð frá
Hitaveitu Reykjavíkur þá er raf-
orkuverð til húshitunar mjög hátt
hjá notendum RARIK og O.V. Ef
miðað er við olíuverð þessa stund-
ina þá er verð á raforku til húshit-
unar mjög hátt en ef raforkuverð
til húshitunar er aftur á móti miðað
við heildsöluverð raforku frá
Landsvirkjun þá er smásöluverð
RARIK og O.V. mjög hagstætt
notendum og kemur það vel fram
á meðfylgjandi súluriti (mynd 1.)
Samkvæmt því leggja RARIK til
17 aura með hverri kwh sem seld
er til húshitunar en heildsölufyrir-
tækið, Landsvirkjun fær 82% af
því sem fæst fyrir kwh. Þetta þýðir
að skv. hitasölu sl. ár lögðu RA-
RIK u.þ.b. kr. 50.000.000.- fimm-
tíu milljónir með hitasölunni til
viðbótar þeim kr. 230.000.000.-
sem voru niðurgreiðsla úr ríkis-
sjóði 1987.
Ástæður þessa eru fyrst og
fremst þær að heildsöluverð raf-
orku frá Landsvirkjun er um 50-
60% hærra en svokallaður lang-
tíma jaðarkostnaður sem er eðli-
legt verð frá framleiðanda. Fróð-
legt væri fyrir þá notendur sem
kynda hús sín með rafmagni að fá
skýringar á þessari verðlagningu,
en þær eru fyrst og fremst að
Landsvirkjun stefnir að 100% eig-
infjárstöðu um aldamót þrátt fyrir
3% raunlækkun raforku á ári til
almenningsrafveitna og að auki er
keppt að því að eigendur (Reykja-
víkurborg, ríkið og Akureyrarbær)
njóti arðgreiðslna af fjárfestingu
sinni í fyrirtækinu. Þarf þá nokkurn
að undra þótt háttvirtur utanríkis-
ráðherra Steingrímur Hermanns-
son hafi látið þau orð falla að
Landsvirkjun væri ríki í ríkinu, því
þeir ráða sínum gjaldskrármálum
sjálfir að öllu leyti og miða
gjaldskrána alfarið við afkomu
fyrirtækisins án þess að almennir
hagsmunir eða afkoma helstu
framleiðslufyrirtækja okkar sé
skoðuð.
Stjórn Landsvirkjunar ákvað á
fundi s.l. sumar að veita þeim
fiskeldisfyrirtækjum sem dæla sjó
verulegan afslátt af raforkuverði.
Þau fyrirtæki ein skyldu njóta þessa
afsláttar sem notuðu a.m.k. 1
Gwh. Hefur verið gerð úttekt á því
hvort þessi stærð fiskeldisfyrirtækis
sé hagkvæmari rekstrareining en
einhver önnur stærð t.d. sú sem
notar 0,5 Gwh eða 0,8 Gwh?
Hvers eiga aðrir notendur að
gjalda, þeir sem frysta fisk eða sá
breiði hópur notenda sem kyndir
hús sín með rafmagni? Með þessari
ráðstöfun er að sögn Landsvirkjun-
ar verið að styðja nýjar vinnslu-
greinar og bæta samkeppnisstöðu
þeirra gagnvart erlendum og til
þess er notuð afgangsorka. Samn-
ingar sem þessir gilda til 1991. Því
hafa margir notendur RARIK
spurt hvers vegna er ekki veittur
tímabundinn afsláttur vegna hús-
hitunar í landinu sem gæti komið í
veg fyrir verulega búseturöskun ef
fram heldur sem horfir.
í Ijósi þessa eru einu raunhæfu
leiðirnar til lækkunar orkuverðs á
landsbyggðinni þær að L.V. lengi
verulega greiðslutíma fjárfestinga
sinna og taki frekara tillit til að-
stæðna í þjóðfélaginu, eða að lögum
um L. V. verði breytt á þann veg að
það sé stjórnvalda að ákveða
gjaldskrá L.V. og einnig á hvern
hátt afgangsorka sú sem í kerfinu
er verði nýtt.
Stykkishólmi 19. mars 1988
Ásgeir Þór Ólafsson