Tíminn - 31.03.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.03.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 31. mars 1988 Stjórn Landssambands sjúkrahúsa lýsir yfir áhyggjum vegna þróunar í heilbrigðismálum: Jón Baldvin yfir- maður sjúkrahúsa? Stjórn Landssambands sjúkra- húsa á fslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna tilkynningar Fjárlaga- og hagsýslustofnunar um vanda Landakotsspítala. Þar segir að fullyrðing þess efnis að Landakotsspítali hafi fengið sömu umfjöllum og önnur sjúkra- hús sem síðar voru færð á föst fjárlög, orki tvímælis. Landssam- bandinu sé fullkunnugt um að ákvörðunin hafi verið einhliða ákvörðun stjórnvalda, án alls sam- ráðs við stjórnendur spítalans. „Árið 1985, er til stóð að færa 14 sjúkrahús sveitarfélaga á fjárlaga- kerfi, var að tilmælum lands- sambandsins gerð ítarleg úttekt á rekstri þeirra, og yfirfærslu seinkað til 1987 til að unnt væri að vinna það verk. Engin slík úttekt fór fram þegar Landakotsspítali og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri voru færð yfir 1983,“ segir í til- kynningu landssambandsins. Ennfremur er bent á að hin erfiða rekstrarstaða Landakots- spítala sé ekkert einsdæmi í spítalarekstri landsmanna, þarsem halli hafi verið á spítölum í dag- gjaldakerfi og fjárlagakerfi um langt árabil og hallinn greiddur eftirá. Bendir landssambandið á að með vandaðri og raunhæfri fjárlagagerð séu bakreikningar óþarfir. „Fjármálaráðherra hefur látið að því liggja, að nauðsynlegt sé að gera heildarúttekt á heilbrigðis- kerfinu, og telur bandaríska aðila best til þess fallna. Landssamband sjúkrahúsa lýsir yfir áhyggjum á þróun þessara mála, sem bendir til þess að stjórnun heilbrigðismála sé að færast í hendur fjármálaráðun- eytisins frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, sem að sjálf- sögðu er það ráðuneyti, sem sjúkrahúsin heyra undir. Lands- sambandið hefur ekkert á móti úttekt á heilbrigðiskerfinu enda verði hún gerð undir stjórn rétts ráðuneytis,“ segir í tilkynningu landssambandsins. -SOL Ólafur Öm Amarson, yfirlæknir, og Logi Guðbrandsson, framkvæmda stjóri Landakottsspítala. Fjárlaga- og hagsýslustofnunin: Landakot nýtur engrar sérstöðu Enn er deilt um Landakots- spítala og nú hefur Fjárlaga- og hagsýslustofnunin sent frá sér at- hugasemd við athugasemd stjórn- enda spítalans við athugasemd stofnunarinnar fyrr í þessum mán- uði. í athugasemdinni segir að stofn- unin haldi fast við það sem kom fram í fyrstu athugasemd hennar, þar sem sagði að stjórnendur spít- alans hefðu lagt út í meiriháttar rekstur og eignakaup án heimilda í fjárlögum. Bent er á að afstaða stofnunarinnar sé m.a. byggð á niðurstöðum Ríkisendurskoðunar, en engar tölur nefndar, þar sem það sé alger undantekning að fjalla um einstakar stofnanir opinber- lega. Ennfremur bendir stofnunin á að halli Landakots sé mun meiri en annarra stærri sjúkrahúsa, þar sem hallinn er annars vegar um 5% og hins vegar rúmlega 13%. „Varð- andi launagjöld þá hefur Landa- kotsspítali fleiri stöðuheimildir á sjúkrarúm en sambærileg sjúkra- hús og einnig er rétt að fram komi að Fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur gert athugasemdir við laun- aáætlanir spítalans... Á það er lögð rík áhersla að St. Jósefsspítali, Landakoti nýtur engrar sérstöðu umfram önnur sjúkrahús og þarf að haga starfsemi sinni innan fjár- heimilda,“ segir í athugasemd stofnunarinnar. Loks vonast stofnunin til að þetta mál þurfi ekki að ræða frekar í fjölmiðlum þar sem það sé ekki vænleg lausn á vanda spítalans. -SÓL Jónas Jónsson, skólastjóri, um fækkun nemenda: Reykholtsskóla er ekki lengur þörf Ólafur Sigurðsson, fréttamaður á fréttastofu Sjónvarps, hringdi tii Tímans í gær og tók fram vegna fréttar af innanhússmálum frétta- stofu, að þar ríkti engin ritskoðun og hefði aldrei gert, og enginn póli- tískur þrýstingur. Fréttaflutningur Tímans af ritskoðun á „jákvæðum fréttum af vinstri væng þjóðlífsins" væri tilhæfulaus með öllu, og hefði aldrei viðgengist á fréttastofunni. Ath. fréttastj. Rétt er að taka fram að fréttir blaðsins af ritskoðun á Sjónvarpinu eru hafðar eftir fréttamönnum á fréttastofu Sjónvarps. Fullyrðingar þeirra fréttamanna voru mjög ótví- ræðar þannig að gjörsamlega útilok- að er að um einhvern misskilning hafi verið að ræða af Tímans hálfu. Umtalsverð fækkun nemenda í Héraðsskólanum í Reykholti hefur átt sér stað undanfarin ár. En nú stunda aðeins tæplega 60 nemendur nám í skólanum. f viðtali við blaðið Borgfirðing sagði Jónas Jónsson skólastjóri að það væri ekki lengur þörf á skólan- um, og hefðu verið kannaðar ýmsar leiðir til að halda starfsemi skólans áfram með öðru móti. T.d hefði komið til tals fyrir þremur árum að setja á stofn menntaskóla í Reyk- holti, þar sem lögð yrði áhersla á málanám, íslensku og sögu. En þá- verandi menntamálaráðherra lýsti því yfir í blöðum, að hann hefði ekki par áhuga fyrir því að koma á fót menntaskóla í Reykholti. Þá fékk hugmyndin um að stofna ferðamannaskóla í Reykholti byr undir báða vængi og var byrjað að vinna að ýtarlegri námsskrá og að kynna hugmyndina í héraðinu, þar sem hún hlaut jákvæðar undirtektir. Þrátt fyrir að kvisast hefði út að ætlunin væri að stofna ferðamanna- skóla í tengslum við Menntaskólann í Kópavogi, ákváðu Jónas og skóla- nefnd að fara fram á það við ráð- herra, að leyfi fengist til að setja á stofn sérskóla á sviði ferðamála í Reykholti, en ekkert svar hefur borist enn. Nýlega fékk Reykholtsskóli fjár- veitingu til að byggja mötuneyti. Hætt er við að þessi fjárveiting nýtist illa. Skólastjórinn segir að ekki sé þörf fyrir skólann lengur. Og menn- tamálaráðuneytið virðist ekki vilja setja á stofn þar öðruvísi skóla. Allt er því á huldu um framtíð Reyk- holtsskóla. AG/GS Ólafur Sigurðsson, fréttamaður. Ekki ritskoðað á Sjónvarpinu Stjórn Hins íslenska kennarafélags: Ábyrgðarlaust tal ráðherra Stjóm Hins íslenska kennara- félags hefur lýst yfir furðu sinni vegna skrifa Jóns Baldvins um störf kennara og skólastarf. Stjórn- in segist undrast þau ummæli hans að öll störf kennara séu unnin í kennslustofunni og að þeir starfi aðeins hálft árið. Ráðherra sé full- ljóst að mikil vinna bíði kennarans þegar kennslu lýkur, þó svo að viðkomandi kenni ekki umfram kennsluskyldu. Skrif hans séu því bein tilmæli til kennara um að sinna ekki skyldustörfum sínum. Á fundi stjórnar HÍK í fyrradag, 29. mars, var samþykkt ályktun þar sem ítrekað er að meðaldag- vinnulaun kennara séu u.þ.b. 60 þúsund krónur á mánuði. Tekið er sérstaklega fram að óhófleg vinna kennara stafi af lágum launum og kennaraskorti. í lokályktunarHÍK er sagt að ábyrgðarlaust tal grafi undan skólastarfi í landinu og þeirri ósk er beint til fjármálaráð- herra að hann „beri gæfu til að hafa aðal menntunar, víðsýni og rétt- sýni að leiðarljósi í málflutningi og ákvarðanatöku". óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.