Tíminn - 31.03.1988, Blaðsíða 8
.8 Jíminn
Fimmtudagur 31. mars 1988
Tíiiiinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guömundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverö kr. 465,- pr.
dálksentimetri.
Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrlft 700.-
Vindhögg íhaldsins
í utanríkismálum
Enn einu sinni hefur íslenska þjóðin orðið vitni að því hvers
kyns afturhald og siðblinda einkennir viðhorf Sjálfstæðis-
flokksins í utanríkismálum. Forneskjuleg viðbrögð sjálfstæði-
smanna við virkri og jákvæðri utanríkisstefnu Steingríms
Hermannssonar eru með eindæmum í lýðræðisríki.
Þeim íslendingum sem fylgst hafa með utanríkismálaum-
ræðu sjálfstæðismanna þarf ekki að koma afstaða forsætisráð-
herra og ungra skutulsveina hans á óvart. Úr þeim herbúðum
heyrist aðeins halelúja þegar Reagan gefur línuna í utanríkis-
málum. Svo rækilega hefur „Kaldastríðs-Móri“ náð tangar-
haldi á forsætisráðherra að sá síðarnefndi lýsir því yfir með
andakt í fjölmiðlum, að við fylgjum stefnu Bandaríkjanna í
Palestínumálinu.
Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra hefur gert það
sem utanríkisráðherra lýðræðisríkis ber. Eftir að hafa orðið
vitni, eins og aðrir íslendingar, að ofbeldisverkum ísraels-
manna á hernámssvæðum sínum, hefur hann kynnt sér málið
og mótað skýra afstöðu í því. Þetta er í raun í samræmi við
stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, sem felur í
sér að að tekin sé upp sjálfstæðari utanríkisstefna þar sem m.a.
er lögð áhersla á baráttu gegn mannréttindabrotum og kúgun
í heiminum.
Stefna utanríkisráðherra í málefnum Palestínumanna er
skýr og byggir á þremur megin stoðum; fordæmingu á
hermdarverkum ísraelsmanna á hernámssvæðunum, kröfu
um alþjóðlega ráðstefnu til að binda enda á átökin í
Mið-Austurlöndum undir merkjum Sameinuðu þjóðanna og
loks að sjálfsákvörðunarréttur palestínsku þjóðarinnar á
hernámssvæðum ísraels verði virtur. Allt byggist þetta á
tveimur samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr.
242 og 338. Á sama tíma leggur utanríkisráðherra áherslu á
að landamæri og tilvist Ísraelsríkis séu tryggð.
Fátt er eðlilegra í stöðunni en að ráðherra kynni sér málstað
Palestínumanna með því að eiga könnunarviðræður við PLO,
því ekkert annað afl kemur fram fyrir hönd Palestínumanna
í dag. Þetta hafa utanríkisráðherrar Norðurlanda viðurkennt.
Þetta hefur Evrópubandalagið viðurkennt og þetta er sá hópur
lýðræðisríkja sem Steingrímur Hermannsson utanríkisráð-
herra vill skipa íslandi í en ekki eltast hugsunarlaust við
einangraða afstöðu Bandaríkjanna í þessu máli.
Vissulega eru hópar tengdir PLO sem framkvæma það sem
kallað eru hryðjuverk og enn útilokar PLO ekki slíkar
aðgerðir. Auðvitað ber að hafa það í huga við frekari meðferð
málsins. En hvernig ber að skilgreina athafnir ísraelsmanna
gegn íbúum landsvæðis sem þeir hafa hertekið þannig að eftir
liggja í valnum barnshafandi konur og æskufólk, lamið til
óbóta eða dauða. Ekki einu sinni bandarískir gyðingar,
hörðustu stuðningsmenn ísraels hafa treyst sér til að réttlæta
þær aðfarir. Öll minnumst við fjöldamorðanna á saklausum
Palestínumönnum í flóttamannabúðum í Líbanon fyrir örfá-
um árum og þau voru framin með vitund og vilja ísraelsmanna.
Aðdragandinn að stofnun Ísraelsríkis einkenndist af hryðju
verkum núverandi ísraelsmanna. Forsætisráðherra og þröng-
sýnum ungliðasveitum hans yrði e.t.v. hollt af örlítilli
sögukennslu. Eitt er víst: Ofbeldi getur aldrei verið réttlæting
fyrir meira ofbeldi.
Annars sýnir innræti íhaldsins sig vel þegar ungir sjálfstæðis-
menn lýsa stuðningi við kynþáttastefnu stjórnar Suður-
Afríku. Slíkt virðingarleysi fyrir kúguðu fólki og ítrekuðum
samþykktum Sameinuðu þjóðanna er vafalaust einsdæmi í
lýðræðisríki. Ungir sjálfstæðismenn hafa nú skipað sér í hóp
með ýmsum öfgaöflum kenndum við nýfasisma.
Utanríkisráðherra er ekki að bjóða sig fram í neitt
sáttasemjarahlutverk í viðkvæmri deilu, heldur er hann fyrst
og fremst að gera skyldu sína sem utanríkisráðherra iýðræðis-
ríkis að fordæma ofbeldi og kúgun, hver svo sem formerki
hennar kunna að vera. „Sá er vinur er til vamms segir“ og
þannig hefur Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra
komið fram gagnvart ísraelsmönnum. Fleiri mættu af því læra
þó fyrr hefði verið.
GARRI
PASKAHATIÐIN
Þegar þessi pistill kemur fyrir
augu lesenda verður páskahátíðin
gengin i garð. Landsmenn verða
komnir ■ páskafrí, ýmist klæddir
sparifötum eða ferðafötum, og allir
vonandi í hátíðaskapi. Blöðin eiga
líka sínar sjaldhafnarflíkur, sem
þau klæðast þegar mikið stcndur
til, og við slík tækifærí þykir naum-
ast viðeigandi að halda áfram að
bera á borð það efni sem þau færa
lesendum sínum í önn hversdagsins
á virkum dögum.
í dag eru páskamir þó naumast
lengur sú kirkjulega stórhátíð sem
einu sinni var. Menn minnast vissu-
lega krossfestingar og upprisu
frelsarans, en fleiri nota þessa
löngu helgi þó til að njóta þeirrar
tilbreytingar sem ferðalög gefa,
eða þá einfaldlega til hvíldar.
Sannleikurinn er vitaskuld sá að
páskahátíðin kemur líkt og kölluð
til að gefa fólki kost á að rétta sig
eilítið af eftir skammdegið. ís-
lendingar em með réttu taldir
vinnusöm og dugleg þjóð, og það
leynist engum að skammdegið hér
er bæði svart og langt. Um páska
er hins vegar dimmasti árstiminn
að baki, og þá em farín að sjást
fyrstu merki þess að voríð sé fra-
mundan með hlýja vinda, vaknandi'
gróður, birtu og yl.
Hávaxtastefnan
En þrátt fyrir þetta vill Garri þó
ekki láta hjá líða að minnast á
skynsamlega skrífaða grein um há-
vextina sem hann las í Tímanum í
gær. Hún var eftir Gunnlaug M.
Sigmundsson hagfræðing, og þar
rekur hann á glöggan og skýran
hátt með hverju móti hávaxtastefn-
an hér er sameiginlegur bölvaldur
jafnt atvinnuskapandi fyrirtækja
sem heimilanna í landinu.
Hér verður efni greinarínnar að
öðra leyti ekki rakið, enda verður
að gera ráð fyrír að hún sé lesend-
um Tímans tiltæk. En hitt er annað
mál að þess virðist í stöðugt ríkara
mæli vera farið að gæta hér á landi
að á togist tvenns konar hagsmun-
ir, þeirra sem eiga aura á bók og
hinna sem þurfa að fá aura lánaða.
í verðbólgu liðinna áratuga hef-
ur ástandið veríð þannig að hér á
landi var það lengi hreint glapræði
að eiga peninga liggjandi inni á
banka. Ekki vegna þess að stofnan-
irnar væru óáreiðanlegar, heldur
þvert á móti vegna þess að verð-
bólgan brenndi slíka peninga upp
og gerði þá smám saman að engu.
Þetta ástand hefur nú til allrar
hamingju tekist að lagfæra, og nú
getur fólk ávaxtað fé sitt með fullri
verðtryggingu, þannig að verðmæti
þess viðhelst. En aftur á móti er að
því að gæta að það em lántakend-
urnir sem borga brúsann. Og þessir
sömu lántakendur era að stóram
hluta til fyrírtækin sem skapa at-
vinnu í landinu.
Frumskógalögmálin
Og á fjármagnsmarkaðnum hér
á landi má meir en vera að frum-
skógalögmálin séu allt of mikið
ráðandi. Frelsi er gott og nauðsyn-
legt, en hjá fámennri þjóð norður
undir heimskautsbaug má þó vera
að stjómvöld þurfi að beita öllu
meiri forsjá og aðhaldssemi í fjár-
málum en ríkisstjórnir stóru þjóð-
anna.
Ef markaðslögmálin, sem kennd
eru við framboð og eftirspurn, eiga
ein að ráða ávöxtunarprósentunni
þá verður vitaskuld jafnframt að
gæta þess að allar aðrar ytri að-
stæður séu í fullu samræmi við
það, með öðram orðum frjálsar
líka. Það gengur þannig ekki að
láta vexti ákvarðast af framboði og
eftirspurn annars vegar, en halda
svo til dæmis gengi föstu hins vegar
og láta frelsi fyrirtækja til að taka
lán erlendis á betri kjöram en fást
innanlands vera háð sérstökum
opinberum takmörkunum.
Svo dæmi sé tekið af frystihúsum
þá segir það sig sjálft að meðan þau
era bundin af föstu verði eriendra
gjaldmiðla, sem aftur setur sjálf-
krafa þak á tckjur þeirra, þá þýðir
ekki að ætla þeim að taka líka þátt
í kapphlaupi innanlands um lánsfé
og vinnuafl. AUra síst þó ef þau era
á sama tíma í samkeppni við fyrir-
tæki í þjónustu og verslun sem
ákveða sjálf hvemig þau verðleg-
' gja vörur sínar og þá þjónustu sem
þau veita. Það dæmi gengur ein-
faldlega ekki upp og endar með því
að setja frystihúsin á hausinn.
Með öðrum orðum, frelsi er
gott, en það verður að ná jafnt til
allra. Það dugar ekki að menn
reyni hesta sína með þeim hætti að
sumir þeirra hoppi í hafti en aðrir
hlaupi Iausir og liðugir. Þá ganga
þeir ekki jafnir til leiks heldur er
sumum þeirra gefið forskot fram
yfir hina. Þess vegna er óhjá-
kvæmilegt að taka annað hvort öU
höft af öUum eða hefta alla jafnt.
Ef frumskógalögmál eiga að gilda
við vaxtaákvörðun í þjóðfélaginu
verða aUir að hafa sömu aðstöðu.
Að þeim töluðum orðum sendir
Garri lesendum sínum bestu óskir
um ánægjulega páska. Garrí.
VÍTTOG BREITT
Ofan jarðar og neðan
Mikið mæðir á vesalings gamla
Miðbænum. Til hans eða gegnum
hann liggja allar leiðir og er þar nú
ekkert rúm lengur fyrir fólk, hús
né bíla. Samt hrúgast allt þetta
látlaust ofan í Langafortov, hafnar-
bakkann og Tjörnina. Einu skipu-
lagsmálin á landinu sem einhver
gaumur er gefinn er hvernig Mið-
bærinn er, á að vera eða getur
orðið. Um það er látlaust deilt og
sýnist sitt hverjum eins og vera ber
meðal þjóðar sem aldrei kýs sér
sátt og samlyndi ef ófriður er í
boði.
Torfusamtökin eru mikill áhrifa-
valdur í skipulagi Miðbæjarins og
hafa komið mörgu góðu til leiðar.
Þau vernda hús við Bakarabrekk-
una, umsmíða þau og mála í torfu-
litunum, en þeir eru vísbending
um hvernig önnur hús á landinu
eiga að vera á litinn. Samtökin eru
líka dugleg að smíða fornminjar,
sem falla einkar vel að verndunar-
sjónarmiðum.
Arðbær jarðgöng
Nú hafa Torfusamtökin fundið
upp nýtt baráttumál til að fegra
Miðbæinn og það mannlíf sem er á
sífelldum æðibunugangi gegnum
hann. Hugmyndin er einföld og
snjöll, bara bora jarðgöng fyrir
bíla og bílastæði frá Sætúni út á
Hringbraut. Fyrir utan að forða
Torfunni frá að á hana sé horft út
um bílglugga vinnst það að hægt
verður að stækka Tjörnina upp að
Fríkirkjutröppum og framlengja
garða góðborgaranna við Frí-
kirkjuveginn út í Hljómskálagarð.
Talsmaður Torfusamtakanna
telur að jarðgöng undir Reykjavík
séu miklu hagkvæmari en gatabor-
anir í fjöll fyrir vestan, norðan og
austan þar sem miklu fleiri muni
aka um Reykjavíkurgöngin en til
að mynda Vestfjarðagöng.
Hér hafa þingmenn Reykvíkinga
allt í einu fengið baráttumál upp í
hendurnar sem fallið getur undir
kjördæmamál. Þeim hefur löngum
verið legið á hálsi fyrir að sinna
ekki kjördæmi sínu eins og alvöru-
landsbyggðarinnar en Reykvík-
inga.
Fjölmargt fleira mælir með jarð-
gangagerð í Reykjavík. Hægt verð-
ur að stækka Tjörnina verulega og
þingmennirnir úti á landi. En nú er
tækifærið til að láta til sín taka og
skara eld að sinni köku. Reykja-
víkurþingmenn geta nú loks farið
að taka þátt í skæklatogi og heimt-
að ríkisframlög til jarðgangnagerð-
ar á kostnað jarðgangna í öðrum
kjördæmum. Enginn vandi er að
sýna fram á að borun undir Reykj-
avík er arðsamari en að potast
gegnum fjöll í fámenninu fyrir
vestan og austan.
Þótt gatnagerð heyri undir sveit-
arfélög hefur enn engum dottið
annað í hug en að jarðgöng eigi að
bora á kostnað ríkisins. Jarðgöng
undir Reykjavík eru þar engin
undantekning.
Tveggja hæða miðbær
Reykjavíkurgöngin koma sveit-
arstólpum landsbyggðarinnar ekki
síður vel en öðrum. Þegar þau
komast í gagnið eiga þeir auðveld-
an aðgang að stjómsýslustöðvun-
um í höfuðborginni, sem þeir segj-
ast þurfa að sækja allt til. Flug-
völlurinn er nánast í Miðbænum og
þegar þar að kemur geta þeir stigið
beint út úr flugvél og stungið sér
ofan í göngin og komið upp hjá
höfuðstöðvum bankavaldsins eða
við Stjórnarráðið og farið sömu
leið til baka með úrlausnirnar upp
á vasann. Göng Torfusamtakanna
eru því ekki síður hagsmunamál
þar með byggja ráðhúsið enn
lengra út í hana en skipulagið telur
nú fært. Torfufólkið telur einsýnt
að bílastæði verði í tengslum við
göngin neðanjarðar og þar með
verður hrundið í framkvæmd
gömlu hugmyndinni um bílageym-.
slu undir Tjöminni og þá mun
rætast sá draumur að andalífið
verður forgengilegum stundar-
verðmætum ofar.
En fyrst farið er að ræða að flytja
hluta Miðbæjarins undir yftrborð
jarðar, því ekki að stíga skrefið til
fulls og byggja annan miðbæ undir
þeim gamla. Eins og margoft hefur
komið fram er ekkert rúm fyrir alla
þá athafnasemi sem verið er að
hrúga í gömlu kvosina. En ef
borað er vítt og breitt undir kamb-
inn milli hafnar og Tjarnar mætti
sem best koma þar fyrir annarri
miðbæjarbyggð til að létta á fram-
kvæmdaseminni ofan jarðar. Með
því fæst Miðbær á tveim hæðum;
sem verður talsvert rúmbetri en
gamaldags bær á aðeins einni hæð
eins og allir hljóta að sjá.
í öllu því landleysi sem hrjáir
Reykjavík hlýtur lausn skipulags-
málanna að liggja í því að hafa
samgönguæðamar og byggðina
bæði ofan jarðar og neðan. En þá
verður heldur ekki rúm fyrir nema
einnkjallaraundirráðhúsinu. OÓ