Tíminn - 31.03.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn
Fimmtudagur 31. mars 1988
ARNAÐ HEILLA
111
I III lllll l!llllUIII!llllllllll!!!l!!!!llllllllll!!!!!llllll
Afmæliskveðja
Páll H. Jónsson
Páll Helgi Jónsson er fæddur að
Mýri í Bárðardal, hátt til heiða, hinn
5. apríl 1908. Foreldrar hans voru
hjónin Aðalbjörg Jónsdóttir og Jón
Karlsson, bóndi þar og organisti.
Hann var undraverður maður að
músíkhæfileikum og dugnaði, þótt
eigi gengi hann heill til skógar.
Gengu af Jóni hinar ótrúlegustu
sögur, og má segja, að þegar í
lifanda lífi hafi hann orðið þjóð-
sagnapersóna. Ekki að furða þótt af
Jóni sé kominn fjöldi leiðandi söng-
og músíkmanna bæði norðan heiða
og sunnan.
Frá sjö vikna aldri ólst Páll upp
hjá alnafna sínum í Stafni í Reykja-
dal og konu hans Guðrúnu Tómas-
dóttur.
Þótt ég megni ekki að skrifa um
vin minn Pál H. Jónsson áttræðan
eins og vert væri, langar mig samt til
frá Laugum áttræður
að minnast hans nokkrum orðum í
þakklætis- og virðingarskyni fyrir
þau þó of fáu ár, sem leiðir okkar
lágu saman á lífsleiðinni.
Margs er að minnast, en fátt eitt
verður sagt. Hvort tveggja er, að
Páll H. er óvenju fjölhæfur maður
og afköst hans með ólíkindum. Um
30 ára skeið samfleytt, í blóma
lífsins, var hann fastráðinn vinsæll
kennari við Héraðsskólann að
Laugum í Reykjadal, og svo aftur
síðar stundakennari þar í átta ár, og
þá einnig við Húsmæðraskólann.
Bóndi var hann í sjö ár, og önnur sjö
forstöðumaður Fræðsludeildar SÍS,
þá jafnframt ritstjóri Samvinnunnar
og samvinnustarfsmannablaðsins
„Hlyns“ meirihluta þess tíma. Þessi
starfsaldur nær samtals yfir rúma
hálfa öld, (52 ár), og eru þá ekki
tekin með í reikninginn fjölmörg
aukastörf, er Páli voru falin um
lengri eða skemmri tíma.
En þar með er ekki öll sagan sögð.
Þetta er aðeins atvinnusaga manns-
ins í stórum dráttum; „brauðstritið"1
svokallaða. Af þeirri sögu einni
saman mætti þó hver maður vera
fullsæmdur. Samt veit enginn,
hversu mörgum „mannárum" Páll
hefur varið til viðbótar á ástundun
fagurra lista, sjálfum sér og öðrum
til yndisauka og lífsfyllingar. En
staðreyndir verka hans eru til vitnis-
burðar um, að ekki var setið auðum
höndum gagnvart þeim verðmætum
lífsins, sem hvorki mölur né ryð fær
grandað. Hann er skáld og var
kirkjuorganisti og margfaldur söng-
stjóri um áratuga skeið og jafnframt
og samtímis stjórnarformaður heilla
kórasambanda. Liggur eftir Pál
óhemjumikið og frjótt menningar-
starf. Þá er hann afkastamikill rit-
höfundur; hefur skrifað margar
bækur, ljóðabækur, skáldsögur,
meiri háttar fræðirit, leikþætti og
leikrit, sem sýnd hafa verið opinber-
lega víða um land og leikin í útvarpi.
Þá er Páll margverðlaunaður barna-
bókahöfundur. Sést af þessu hversu
fjölhæfur og verkmikill listamaður
hann er, og þá einkum með tilliti til
þess, að hann var kominn hátt á
fimmtugsaldur, þegar fyrsta bók
hans kom út, og lengst af síðan ekki
gengið fullkomlega heill til skógar.
Það má því heita með ólíkindum,
hversu mikil afköst hans eru.
Af öllu þessu má sjá, hvílíkur
menningarfrömuður Páll hefur verið
og hverja þýðingu hann hefur haft
fyrir samtíð sína. Snjall ræðumaður
og fyrirlesari er Páll, enda verið
eftirsóttur til málflutnings á fjöl-
mennum samkomum við hátíðleg
tækifæri og í útvarpi. Blaða- og
tímaritsgreinar Páls eru óteljandi og
hafa jafnan vakið athygli. Snjallar
tækifærisvísur hans hafa flogið víða
um land.
Páll H. Jónsson er mér að sjálf-
sögðu persónulega nærstæðastur og
eftirminnilegastur frá samstarfsárum
okkar á vegum samvinnusamtakanna
Þótt ég væri farinn frá SÍS, þegar
Páll kom þangað vorum við samt um
nokkurt skeið samherjar og sam-
starfsmenn - hann sem forstöðu-
maður Fræðsludeildar Sambandsins,
ég sem þákallaður útbreiðslustjóri
Samvinnutrygginga. Þá varð mér
ljóst, hver afburða og alhliða félags-
Attræður á þriðja í páskum:
Jón Jónsson
Síðustu öldina hefur Mýri verið
fremsti bær í Bárðardal, áningar-
staður þegar komið er norður af
Sprengisandi, hundrað kílómetra frá
sjó, í senn höfuðból og heiðarkot.
Þar stóð skáli íslenskrar gestrisni um
þjóðveg þveran, þar sem svo að
segja hver maður, sem um garð fór,
áði sér til hvíldar og næringar eftir
langa för um Sand, eða áður en lagt
var á öræfin. Auður var ekki í búi
hjá hjónunum sem þar bjuggu upp
úr síðustu aldamótum, en heldur
ekki þurrð, því að hvorki þraut þar
dugnað né örlæti hjartans.
Árið sem íslenska þjóðin hafnaði
endanlega því hollráði samninga-
manna sinna að innlimast óuppsegj-
anlega í danska ríkið, og rak tvo
þriðju íslenskra alþingismanna heim
þeim vilja sínum til staðfestu, varð
hjónunum á Mýri, landamærastöð
öræfa og byggðar, auðið tvíbura.
bóndi í Fremstafelli
Það var gott framlag á fæðingarári
hins nýja íslands.
Þetta gerðist hinn 5. apríl 1908.
Þeir voru vatni ausnir og gefin
gamalgróin og ættlæg nöfn - skírðir
Páll og Jón. Þeir verða áttræðir á
þriðja í þeim páskum sem í hönd
fara og eiga með jafnöldrum sínum
gildan þátt í sókn þjóðarinnar í lífi
og starfi á þessari öld.
Foreldrar tvíburanna, hjónin á
Mýri, voru Aðalbjörg Jónsdóttir og
Jón Karlsson, kunn að dugnaði og
listrænum gáfum sem orð fór af. Þau
áttu mörg mannvænleg börn. Annar
tvíburinn, Páll H. Jónsson, oft
kenndur við Laugar þar sem hann
var kennari langa tíð, hefur mjög
komið við söngmálasögu Þingeyinga
og félagsmál og er auk þess ljóðskáld
og rithöfundur. Bóndastarfið varð
hins vegar hlutskipti Jóns Jónssonar,
og þótt hann drægi ekki af sér við
það, var hann dyggur þjónn orðsins
listar og söngsins dísar eins og naumt
tóm gafst til.
Heimilislífið á heiðarbýlinu Mýri
var ekkert fásinni. Þar var glaðst
með gestum, sungið og leikið, því að
húsbóndinn var sönglistarmaður svo
að af bar á þeirri tíð. Börnin tóku
það lífsfjör í arf. Páll H. Jónsson var
alinn upp hjá öðru fólki frá sjö vikna
aldri, en Jón ólst upp í föðurgarði.
Hann tók snemma þátt í félagslífi
dalsins og var fjörmikill og athafna-
samur. Hann kynntist ungur heiða-
löndunum fram af Bárðardal og átti
þangað marga för til gangna og
veiða. Hann nam margt heima en
fór síðan í Laugaskóla. Lengri varð
námsförin ekki, en hann varð trúr
lesandi góðra bóka og gamalla
minna.
Snemma á þrítugsaldri kvæntist
Jón ungri stúlku frá Fremstafelli í
Ljósavatnshreppi, Friðriku Krist-
jánsdóttur, Þau hófu búskap á Mýri,
en fluttust að nokkrum árum liðnum
að nýbýli, sem Páll tvíburabróðir
hans og Rannveig kona hans, höfðu
reist skómmu áður í Fremstafelli.
Þar hafa Friðrika og Jón búið síðan,
uns Þorgeir sonur þeirra tók við
býlinu fyrir nokkrum árum.
Jón Jónsson gerðist ötull og dug-
mikill bóndi sem bætti býli sitt mjög
að ræktun og byggingum, enda var
hann smiður allgóður, þótt ekki
hefði lært til þess. Hann vann stund-
um að smíðum hjá öðrum. En hann
Notaðar dráttarvélar
til sölu
IH 574 . . 68 ha. árg. 1979
IH 574 . . 68 ha. árg. 1978
MF. 178 . . 78 ha. árg. 1971
URSUS 362 . . .. . . 64 ha. árg. 1981
URSUS 385 4x4 . . . 85 ha. árg. 1981
ZETOR 6911 ... . . 70 ha. árg. 1979
ZETOR 5011 ... . . 50 ha. árg. 1981
URSUS 385 4x4 . ... 85 ha. árg. 1985
Góð greiðslukjör.
VELAR&ÞJONUSTA HF. - Vélabofg
JARNHALSI 2 - SÍMI 83266 - 686655
Hafnarfjörður - íbúðalóðir
Hafnarfjarðarbær hefur til úthlutunar lóðir fyrir
íbúðarhús í Setbergi og víðar.
Um er að ræða lóðir fyrir einbýlishús, raðhús,
parhús og fjölbýlishús.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræð-
ings, Strandgötu 6, þ.m.t. um gjöld vegna lóðanna,
byggingaskilmála o.fl.
Umsóknum skal skila á þartil gerðum eyðublöðum,
sem þar fást eigi síðar en föstudaginn 15. apríl
1988.
Eldri umsóknir ber að endurnýja eða staðfesta.
Bæjarverkfræðingur.
Til sölu Zetor traktor
6718 1977 model með tvívirkum ámoksturstækj-
um. Til greina kemur að taka minni traktor með
ámoksturstækjum upp í. Upplýsingar í síma
93-71115.
var fremur veikbyggður maður og
sást ekki ætíð fyrir í verkáhuga
sínum, svo að hann mun hafa gengið
nærri sér. Jafnframt tók hann mikinn
þátt í félagsstarfi í sveit og sýslu og
gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum.
Þau hjón eiga fimm börn, sem eru
öll löngu uppkomin. Þau eru þessi:
Ásdís, sjúkraliði í Reykjavík,
Aðalbjörg, húsfreyja á Ólafsfirði,
Rósa, húsfreyja í Skúlagarði í
Kelduhverfi. (Hún missti mann sinn,
séra Þórarin Þórarinsson, skóla-
stjóra þar, fyrir hálfum mánuði),
Rannveig, búsett á Akureyri, Þor-
geir bóndi í Fremstafelli.
Síðan Jón lét af búskap, hefur
hann þó ekki setið auðum höndum.
Hann hefur rétt syni sínum hjálpar-
hönd við eflingu búsins, skemmt sér
við að eiga og hirða nokkrar sauð-
kindur og unað við önnur störf
heima. En þegar um hægðist fór
hann að sinna öðrum hugðarefnum,
sem hann hafði orðið að láta sitja á
haka meðan annríki búskaparins var
mest. Hann fór að rifja upp ýmis
gömul minni úr heimahögum af
viðburðum og fólki og rita af því
frásagnir. Einnig fór hann að sinna
meira félagslífi og rita greinar i blöð
um landsins nauðsynjar og manna-
minni. Hann mælir oft kveðjuorð
yfir kistum látinna vina og samferða-
manna. Og þótt hann hætti að yrkja
jörðina, hélt hann áfram að yrkja.
Hann fór að yrkja ljóð og iðka
orðsins list, og hefur nú sent frá sér
tvær Ijóðabækur. Þannig er bónda
gott að eldast. Fyrri ljóðabók Jóns
heitir Hjartsláttur á Þorra en hin
síðari, sem kom út á sl. hausti,
Viðkvæm er jörðin. Yrkisefnin eru
nýir og liðnir sólskinsdagar, góðar
minningar oft um gengið samferða-
fólk, og svipbrigði daganna. Hann
yrkir eins og ungur maður. Sumir
yrkja bara milli tektar og tvítugs og
hætta síðan með öllu. Það er ekki
verra að bregða því við á efri árum
og endurheimta með þeim hætti
æsku sína á áttræðisaldrinum. Hann
segir í ljóði:
Sólskinsblœr með sunnanátt í skýjum,
svona kemur vorið bjart á vœngjum nýjum.
Fuglar sem að sungu lágt í fyrra
setja aftur glaðán svip á dalinn.
Og bátur sem þess beið að vildi kyrra
er búinn seglum, nýjum afla falinn.
En Jón gefst ekki upp, þótt dagur
sé að kvöldi kominn. Hann dregur
sig ekki inn í horn, sest ekki að í
einsemdinni. Hann nýtur kvöldsins
við ljóð og lag, heimsækir vini og
venslafólk sunnan fjalla eða norðan
og spjallar glaðlega við kunningjana
um lífið og lag þess fyrr og nú. Ég
vona að honum endist aldurinn til
þess sem lengst. Ég þakka honum
marga góða samverustund og hlakka
til þeirrar næstu.
Ég sendi þeim hjónum Friðriku
og Jóni árnaðarkveðjur á áttræðisaf-
mæli hans með þökkum fyrir liðnar
stundir.
Andrés Kristjánsson