Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 7. maí 1988
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, um afstöðu vísindanefndar Alþjóða
hvalveiðiráðsins:
Vistfræðilegu sjónarmiði
okkar vex stöðugt fylgi
Hnúfubakur við íslandsstrendur. Myndin tekin í hvalatalningarleiðangri
Hafrannsóknastofnunar í fyrrasumar. (Ljósmynd: Jóhann Sígurjónssnn)
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra segist ekki endilega
vera bjartsýnn, en alltaf jafn sann-
færður, um framgang okkar mála
hjá Alþjóða hvalveiðiráðinu. Telur
hann að þeim vistfræðilegu áherslum
sem einkennt hafa stefnu íslendinga
í hvalamálum, vaxi stöðugt fylgi og
þá ekki síst í Bandaríkjunum. Hvai-
veiðar t' vísindaskyni verða í sumar.
Fimm manna vísindanefnd íslend-
inga er nú komin út til Bandaríkj-
anna á fund vísindanefndar ráðsins
og mun leggja fram mikið efni og
langar ritgerðir um ástand hvala-
stofna við ísland og samhengi þess-
ara stofna í vistfræðilegu tilliti. Svo
virðist sem stöðugt fleiri vísinda-
menn hallist nú að því að skoða
verði málin í því samhengi, fremur
en í Ijósi einhliða friðunarsjónar-
miða eða ákveðinna stjórnmála-
skoðana.
„Það hefur engin áherslubreyting
orðið hjá okkur varðandi fundi vís-
indanefndar Alþjóða hvalveiðiráðs-
ins. Við munum halda á málum með
sama hætti og áður. Það er Hafrann-
sóknarstofnun og vísindamenn þar,
sem stjórna því að öllu leyti án
afskipta sjávarútvegsráðuneytis.
Þeir hafa unnið mjög mikið að þessu
máli og munu leggja fram á fundi
vísindanefndar mikið af gögnum og
margar ritgerðir. Það mun því verða
mikið af efni sem lagt verður fram af
hálfu íslands og það er nú svo að það
eru ekki margar þjóðir sem leggja til
grundvailarrannsóknir. Margir vís-
indamenn munu svo fjalla um það
sem við og aðrir hafa verið að gera,“
sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, er Tíminn ræddi við
hann um Ameríkuför fimm íslend-
inga á fund vísindanefndar Alþjóða-
hvalveiðiráðsins.
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs-
ráðherra.
„Ég veit ekki nákvæmlega um
stefnubreytingar meðal annarra.
Það er nú svo að pólitík hefur
blandast of mikið inn í störf vísinda-
nefndarinnar. En ég get nú ekki
dæmt á þessu stigi hvernig meðferðin
verður í þetta sinn. Hins vegar veit
ég að Bandaríkjamenn senda ein-
göngu vísindamenn á þennan fund.
Hitt er svo annað mál að fundur-
inn er haldinn í Bandaríkjunum og
við óttumst það að fulltrúar ýmissa
samtaka muni verða í kringum þenn-
an fund og reyna að hafa þannig
áhrif. Það væri alveg nýtt fyrir okkur
ef svo væri ekki. Sú staðreynd að
fundurinn er haldinn í Bandaríkjun-
um er frekar til þess fallinn að auka
þá hættu, því að það er mikið af fólki
sem ekki gerir annað en að rótast í
þessum málum,“ sagði sjávarútvegs-
ráðherra.
En hvernig líst Halldóri á fram-
haldið og þróun sjálfs Alþjóða hval-
veiðiráðsins?
„Æ, þetta er nú óttalegt stagl. Við
vitum nú lítið um það hvernig niður-
staðan verður í sumar. Það eina sem
við höfum ákveðið, er að leggja
fram alla okkar vinnu. Það verður
gert af vísindamönnum okkar, sem
eru mjögfærir á heimsmælikvarða."
Sagði Halldór að hann hafi ekki
viljað trufla vísindamennina í starfi
sínu, enda hafi þeir verið mjög
uppteknir við þetta verk og væru
þeir reyndar rétt núna að verða
tilbúnir með sínar skýrslur.
„Það er út af fyrir sig ekkert nýtt
í því. En þessi vinna hefur orðið til
að styrkja það sem áður hefur verið
haldið fram af okkur. Sérstaklega
varðandi talningar á hrefnu og lang-
reyði. Allt sem fram hefur komið,
hefur orðið til að staðfesta það að
ástand þessara stofna er m jög gott.“
Hvað með hvalveiðar í vísinda-
skyni við strendur íslands í sumar?
„Við höfum ákveðið það að halda
þeim áfram og við erum alltaf að
verða sannfærðari og sannnfærðari
um það að hér sé um mjög þýðing-
armikið verkefni að ræða sem snertir
ekki aðeins hvalveiðarnar heldur
allt okkar lífríki. Þeirri skoðun vex
mjög fylgi og ekki síst í Bandaríkj-
unum, að það eigi að líta á þessi mál
í samhengi. Mér finnst nú að þrátt
fyrir allt sé okkar skoðun að vinna
meira og meira fylgi, þó að andstað-
an við töku dýra er alltaf fyrir hendi.
Þetta vistfræðilega sjónarmið sem
við erum búnir að tala um, alveg frá
því að ég kom að þessu máli, það
hefur verið að vinna meira og meira
fylgi,“ sagði Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra.
Sagði hann að þessi vistfræðilega
áhersla f Bandaríkjunum væri farin
að segja nokkuð til sín opinberlega.
Nefndi hann að í vetur hafi hann
orðið þess heiðurs aðnjótandi að
flytja inngangserindi á ráðstefnu
bandarískra vt'sindamanna um þetta
efni. „Ég verð að segja að með því
hafi þeir verið að viðurkenna okkar
frumkvæði í þessum vistfræðilegu
athugunum."
Sagðist hann ekki vera neitt sér-
staklega bjartsýnn á framgang okkar
mála innan Alþjóða hvalveiðiráðs-
ins. „En ég er hins vegar jafn
sannfærður og ég hef alla tíð verið í
þessu máli,“ sagði sjávarútvegsráð-
herra. KB
Framleiönisjóður landbúnaðarins:
Búmarkskaup fyrir
rúmar 25 milljónir
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Yfirlit um kaup og leigu á fullvirðisrétti til kindakjöts og
mjólkurframleiðslu eftir búmarkssvæðum í ærgildum árið
Á síðastliðnu ári keypti Fram-
leiðnisjóður landbúnaðarins búmark
fyrir rúmar 25 milljónir. Búmark var
hinsvegar leigt á árinu 1987 að
upphæð 5.4 milljónir. Þessar upplýs-
ingar komu m.a. fram f skriflegu
svari landbúnaðarráðherra við fyrir-
spurn Hjörleifs Guttormssonar og
Margrétar Frímannsdóttur um kaup
og leigu á fullvirðisrétti.
Fram kemur í svari ráðherra að á
sl. ári keypti Framleiðnisjóður full-
virðisrétt til mjólkurframleiðslu fyrir
12,7 milljónir króna, samanborið
við 9 milljónir árið 1986.
Framleiðnisjóður hefur þegar
greitt um 74 milljónir króna vegna
kindakjötsframleiðslunnar sl. haust.
Líkur benda til að þurfi að greiða
um 25 milljónir króna vegna mjólk-
urframleiðslu þessa verðlagsárs.
Þessar greiðslur stafa af því að ekki
hefur reynst unnt að uppfylla til fulls
ákvæði búvörusamningsins um kaup
og leigu á fullvirðisrétti.
Frá því að fullvirðisréttur tók gildi
í mjólk og sauðfjárafurðum hafa
verið margar tilfærslur til skamms
tíma, milli einstakra bænda og þá
jafnframt innan búmarkssvæða. Á
sama tfma hefur verið töluvert um
varanlegar tilfærslur fullvirðisréttar
og þá að jafnaði innan svæða.
óþh
1987.
Gullbringu- og Kjósarsýsla
Borgarfjarðarsýsla utan Skarðsheiðar
Borgarfjarðarsýsla innan Skarðsheiðar
Mýrasýsla
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla
Dalasýsla
Vestur-Barðastrandarsýsla
Austur-Barðastrandarsýsla
Vestur-ísafj arðarsýsla
Norður-ísafjarðarsýsla
Strandasýsla
Vestur-Húnavatnssýsla
Austur-Húnavatnssýsla
Skagafjarðarsýsla
Eyjafjarðarsýsla auk þriggja hreppa
í S.-Þing. vestan Ljósavatnshrepps
Aðrirhreppar í S.-Þing.
Norður-Þingeyjarsýsla
Skeggjastaða- og Vopnafjarðarhreppur
Norður-Múlasýsla, að öðru leyti
Norðfjörður, Mjóifjörður
Stöðvarfj., Breiðdalur, Berunes-.
Búlands- og Geithellnahreppur
Austur-Skaftafellssýsla
V estur-Skaftafellssýsla
Rangárvallasýsla
Árnessýsla
Óskum
kaup eða leigu Kaup eða leiga
vegna kindakjöts vegna mjólkur
220.4 181.9
136.6 156.1
365.7 265.1
574.2 647.0
1.055.9 696.9
248.0 401.0
70.0 347.0
410.8 115.4
54.4
536.5 61.1
528.2
563.2 839.4
767.7 681.3
1.795.2 370.0
2.251.2 511.8
340.6 1.436.0
641.4
497.4 701.3
1.580.3 821.9
46.8
118.4
979.5 716.4
930.8 158.9
1.313.7 2.656.0
1.937.0 3.050.0
17.963.9 14.814.5
Félag bókagerðarmanna:
Samþykkir stuðning
við Kvennaathvarfið
Aðalfundur Félags bókagerð-
armanna var haldinn laugardaginn
30. apríl síðastliðinn. Á fundinum
voru fjölmörg mál tekin fyrir, bæði
innanfélagsmál og mál sem snerta
verkafólk almennt.
Fundarmenn samþykktu stuðn-
ing við Kvennaathvarfið í Reykja-
vík og Krísuvíkursamtökin, en
einnig samþykkti fundurinn ein-
róma stuðning við verslunarmenn
og baráttu þeirra.
Mannréttindamál komu einnig
til umræðu. í ályktun sem sam-
þykkt var, lýsir Félag bókagerð-
armanna yfir andstöðu sinni á að-
skilnaðarstefnu stjórnar Suður-
Afríku, og tekur undir kröfu um
efnahagslegar þvinganir á stjórn
Suður-Afríku. Einnig beinir félag-
ið því til ríkisstjórnar íslands að
samþykkja slíkt bann. Þá lýsti
fundurinn yfir andstöðu við stefnu
ríkisstjórnar ísrael gegn Palestínu-
mönnum.
Ný stjórn tók við á fundinum og
var Þórir Guðmundsson kosinn
formaður. -ABÓ
Efling byggðar
við Reyðarfjörð
Verðandi hf. - Þróunarfélag
Reyðarfjarðar var stofnað þann 10.
mars síðastliðinn á Reyðarfirði.
Markmið félagsins að stuðla að efl-
ingu byggðarlagsins við Reyðarfjörð
á sviði atvinnulífs, menningar og
umhverfis.
í ályktun sem samþykkt var á
ráðstefnu um húsnæðismál sem efnt
var til í framhaldi af stofnfundi
félagsins kemur meðal annars fram
að skortur á íbúðarhúsnæði sé geysi-
legt vandamál á Austurlandi. Nú sé
svo komið að ekkert íbúðarhúsnæði
sé fyrir hendi fyrir þá sem vilji
flytjast í byggðarlagið og standi það
þróun atvinnumála í byggðarlaginu
fyrir þrifum. Því telja ráðstefnugest-
ir að eðlilegt sé að fjármagni verði
veitt frá Húsnæðisstofnun til bygg-
ingar leiguíbúða, á vegum sveitarfé-
laga. - ABÓ