Tíminn - 07.05.1988, Síða 14
Laugardagur 7. maí 1988
14 Tímin
FRÉTTAYFIRUT
VARSJÁ - Stjórn Póllands
hyggst banna allar mótmæ-
laaðgerðir til ársloka með sér-
stakri lögsetningu sem kynnt
verður bráðlega. Stjórnin mun
þar veita sér rétt til að banna
verkföll sem lögleg verkalýðs-
félög hafa hingað til haft rétt á.
Munu skipuleggjendur verk-
falla hljóta eins árs fangelsi.
Þeir sem skipuleggja eða
standa fyrir annars konar mót-
mælaaðgerðum munu einnig
eiga von á svipaðri refsingu.
Framkvæmdastjóri Lenin
skipasmíðastöðvarinnar út-
varpaði skipun til Lech Walesa
og 3.000 verkamanna sem nú
eru í verkfalli, um að yfirgefa
stöðina ellegar verði gripið til
aðgerða.
WELLINGTON - Domin-
ique Prieur, sem tók þátt í
skemmdarverkunum á Rain-
bow Warrior, var sleppt úr
varðhaldi í franskri eyju í Suð-
ur-Kyrrahafinu, og hélt heim-
leiðis. Brottför hennar frá Hao
Atoll reitti Ný Sjálendinga til
reiði og jýsti Davið Lange,
forsætisráðherra Nýja
Sjálands, því yfir að hann
mundi ræða málið við frönsk
yfirvöld eftir forsetkosningarn-
ar þar í landi n.k. sunnudag.
BEIRUT - Búðir Palestínu- I
manna og suðlæg úthverfi
shíta múslíma í Beirút, urðu
fyrir stórfelldri skotárás fyrir
helgi. Minnst fjórir létust og þrír
særðust í bardögum milli Pal-
estínumanna innbyrðis í Sha-
tila flóttamannabúðunum í
borginni, se0a palestínskar
heimildir. í úthverfum Beirut
létust þrír er óvinveittir hópar
shíta tókust á.
TEL AVIV - Lögreglan í
Israel mun kæra aðfluttan gyð-
ing sem skaut palestínskan
fjárhirði til bana á Vesturbakk-
anum, segir útvarp hersins.
Gyðingurinn skaut fjárhirðinn
þegar hann neitaði að færa
hjörð sína úr högum sem lágu
að Shiloh hverfi aðfluttra gyð-
inga nálægt Ramallah.
RASHAYA, LÍBANON -
Hópur sem styður atlögu (sra-
ela inní Suður-Líbanon yfirgaf
Maidoun þorpið eftir að hafa
lagt 60 hús í rúst, segja heim-
ildir öryggisliðs. Hizbollah hóp-
urinn (Flokkur Guðs) kom að
þorpinu til að meta skemmdir
og meiðsl.
WASHINGTON -Atvinnu- y
leysi i Bandaríkjunum hefur
minnkað um 0,2% í apríl og er
nú 5,4%, og hefur það ekki
verið minna síðan i júní 1974,
segir Atvinnumáladeildin. Þótt
fyrirtæki utan landbúnaðar hafi
aðeins ráðið 174.000 starfs-
menn í síðasta mánuði, um
75.000 færri en von var á
kann þessi samdráttur á vinnu-
markaðinum að ýta undir ótta
um vaxandi verðbólgu og hærri
vexti, segja hagfræöingar.
ÚTLÖND
llllllill
Shítar berast
á banaspjótum
í Beirútborg
ísraelskir landnemar I vígahug:
estínskan
TjárhSrðT
ísraelskir landnemar á hernumda
svæðinu á vesturbakka Jórdan skutu
palesti'nskan fjárhirði til bana og
særðu annan í deilum um beitarrétt.
Hinn 28 ára Judeh Abdullah Awwad
sat í gær yfir fjárhóp sínum sem var
á beitt ekki langt frá nágrannaþorp-
inu Shiloh þegar vopnaðir ísraelskir
landnemar komu að og skipuðu
Awwad á brott. Þegar Awwad neit-
aði og sagði að landið tilheyrði sínu
þorpi, hófu ísraelarnir skothríð,
drápu Awwad og særðu aðstoðar-
mann hans.
Landnemarnir, sem nú hafa verið
handteknir og verða að líkindum
ákærðir fyrir skotárásina, sögðu að
þeir hefðu hafið skothríð í sjálfsvörn
þegar arabarnir hófu grjótkast að
þeim.
Nú hafa að minnsta kosti 177
Palestínumenn fallið á hernumdu
svæðunum í þeim róstum sem þar
hafa verið undanfama fjóra mánuði.
Tveir ísraelar hafa látið lífið.
Fimmtán ára gamall drengur varð
fyrir skoti á Gazasvæðinu í gær en
mun ekki vera í lífshættu.
Að minnsta kosti sextán manns hafa látið lífið í átökum sem staðið
hafa í suðurhluta Beirút milli skæruliða shíta sem eru hliðhollir
Sýrlendingum annarsvegar og shíta sem hliðhollir eru Irönum hins
vegar.
Þá voru fimm drepnir og að
minnsta kosti tuttugu og fimm særðir
í átökum milli tveggja hópa Pale-
stínumanna nærri Shatilla flótta-
mannabúðunum í gær.
Átökin í Beirút hófust strax í
dagrenningu og linnti þeim ekki þó
að íranska sendiráðið reyndi að
koma á vopnahléi milli þessara
tveggja hópa shíta.
Þetta eru ekki fyrstu átök hópanna
tveggja. I síðasta mánuði létust að
minnsta kosti þrjátíu og átta manns
í hörðum átökum þessara trúbræðra
og áttatíu og tveir særðust áður en
sendinefnd lrana kom á friði.
Amal skæruliðar sem hliðhollir
eru Sýrlendingum sögðust hafa unn-
ið sigur á skæruliðum Hizabollah
hreyfingarinnar sem hliðholl er írön-
um. Hins vegar áttu þessi skærulið-
asamtök hvor tveggja í bardögum
við ísraelsher á dögunum þegar
ísraelar stormuðu yfir suðurhluta
Líbanons í leit að andstæðingum
sínum.
Suðurhluti Beirút þar sem átökin
fóru fram hefur meira og minna
verið stjórnlaus undanfarin þrjú ár
og stríðandi hópar múslíma tekist
þar á. Talið að flestir þeir gíslar sem
í haldi eru í Líbanon séu faldir í
þessum borgarhluta Beirút.
Kólumbíska lög-
reglan klekkir
á kókaínkóngum
Kólumbíska lögreglan hefur held-
ur betur komist í feitt að undanförnu
í baráttu sinni gegn eiturlyfjahring-
um. í gær fann hún stóra kókaín-
verksmiðju nærri höfuðstöðvum
kólumbískra eiturlyfjasmyglara og
er þetta þriðja kókaínverksmiðjan
sem lögreglan finnur á einni viku.
Lögreglan sagði að verksmiðjan
hafi verið dreifð um fjóra samliggj-
andi búgarða sem eru miðja vegu
milli borganna Bogota og Medellin,
en Medellin er talin miðstöð
kólumbískra eiturlyfjahringa. Um
hundrað verkamenn hafa að líkind-
um unnið í þessari verksmiðju þar
sem lögreglan fann fimmlíu og tvo
þurrkunarofna, þúsund lítra af eter
sem notaður er til hreinsunar á
kókaíni, sjöhundruð tunnur af gasol-
íu sem notuð var til að keyra rafstöð
sem framleiddi rafmagn fyrir verk-
smiðjuna.
Starfsmenn verksmiðjunnar kom-
ust undan lögreglunni með kókaínið
með flugvélum, en tveggja kíló-
metra löng flugbraut er í nágrenni
verksmiðjunnar.
Lögreglan sagðist telja að þær
þrjár verksmiðjur sem þeir hafa gert
nú upptækar hafi verið í eigu eitur-
lyfjabarónanna í Medellin og hafi
framleitt um 80% þess kókaíns sem
smyglað er frá Kólumbíu til Banda-
ríkjanna.
Yfirvöld eyðilögðu fimm tonn af
kókaínmauki og kókaíndufti þegar
lögreglan náði hinum tveimur verk-
smiðjunum á vald sitt á dögunum.
Jaruzelski forseti Póllands ætlar að mæta andófsmönnum með fullri hörku
og ætlar að stinga andófsmönnum í fangelsi í eitt ár ef þeir láta á sér kræla.
Þessi ákvörðun linaði baráttuþrek Samstöðumanna.
Pólsk stjórnvöld með lög gegn mótmælaaðgerðum:
Lina baráttu
hjá Samstöðu
í gær dró snarlega úr hinum almenna stuðningi sem pólskir
verkamenn í Gdansk höfðu við verkfallsaðgerðir hinna óháðu
verkalýðssamtaka Samstöðu undir stjórn Lech Walesa í Lenín
skipasmíðastöðinni. Um helmingur þeirra þrjúþúsund verka-
manna sem lagt höfðu hluta skipasmíðastöðvarinnar undir sig
hætti aðgerðum og hélt heim á leið eftir að stjórnvöld boðuðu að
sett yrðu lög sem banni mótmælaaðgerðir fram til áramóta.
Samkvæmt lögunum verður pólsk-
um yfirvöldum heimilt að banna
verkföll viðurkenndra verkalýðs-
félaga sem hafa hingað til átt kost á
því að leggja niður vinnu. Þá vofir
eins árs fangaelsisvist yfir þeim sem
brýtur þetta bann og fer í verkfall.
Þá munu allir þeir er ýta undir
verkföll eða aðrar mótmælaaðgerðir
eiga yfir höfuð sér sama fangelsis-
dóm.
Frumvarp pólsku stjórnarinnar
verður lagt fram í Sejm, pólska
þinginu strax eftir helgi. Það veitir
stjórninni einni rétt til að koma
efnahagsaðgerðum sínum í fram-
kvæmd að vild. Stjórnin mun því
geta fryst laun og verðlag, sett á nýja
skatta, sagt upp verkafólki, haft
hönd í bagga með fjárfestingum
fyrirtækja, flýtt uppgjöri gjaldþrota
fyrirtækja og fleira í þeim dúr.
Árás á Stokkhólm
Stokkhólmsbúum brá heldur betur á brún þegar vopnaðir bardaga-
klæddir hernienn streymdu inn í borgina dyggilcga studdir af
skriðdrekum. Sem betur fer voru þetta sænskir hermenn á heræfingu.
en mörgunt Stokkhólmarbúanum brá samt ntjög í brún. Nær
þrjúþúsund hermenn tóku þátt í þessari mcstu heræfingu sem haldin
hefur verið í Stokkhólmi. Var hcrnum skipt í fimmtíu sveitirsem tóku
sér stöðu á hernaðarlcga mikilvægum stöðum í borginni. Æfingin tók
þrjá tíma og var tilgangur hennar að kanna hæfni sænska hersins í að
verja höfuðborg landsins.
ÚTLÖ
UMSJÓN:
Hallur
Magnússon
BLAÐAMAÐUR