Tíminn - 07.05.1988, Qupperneq 23
LaugkrdagUr 7. hiaí 1988
'fíminrv 23
SPEGILL
Allir í ARMANI-fötum“
Nýlega var opnuð Armani-tísku-
verslun í Los Angeles, en annars
er fyrirtækið ítalskt. Pá var auðvit-
Cheryl Tiegs sagðist hafa átt þenn-
an Armani-kjól inni í skáp. Hann
hékk þar við hliðina á sportblússu
sem ég átti í skápnum - og blússan
var síðari!
að mikil auglýsingaherferð í gangi
og var slagorðiðAllir í Armani!“
Haldið var samkvæmi þar sem
boðið var fjölda af leikurum og
öðru frægu fólki, - og auðvitað
fóru þær í Armani-kjólana sína
sem áttu þá, en sumar létu nægja
að úða yfir sig ilmvatni frá Armani.
Herrarnir voru ekki eins tfsku-
sinnaðir, og komst ljósmyndarinn
ekki í tæri við neinn karlmann,
sem viðurkenndi að vera í Armani-
fötum. Larry Hagman (JR) sagði
að þau væru hönnuð fyrir Itali en
ekki stóra og stæðilega Texas-
karlmenn.
Hér sjáum við nokkrar myndir
úr Armani-samkvæminu:
Glenn Close, John Starke og Mi-
chael Douglas ræða málin. Glenn
og Michael eru mjög góðir kunn-
ingjar síðan þau léku saman í
Oscars-myndinni Hættuleg kynni.
John Starke er eiginmaður Glenn,
- og hann segir að þau hjónin eigi
von á litlum Oscar í vor. Frúin er
sem sagt ófrísk, og ef fæðist dreng-
ur þá á að skíra hann Oscar, en
skyldi barnið verða stelpa þá verð-
ur hún líklega skírð Osk upp á
íslenskan máta.
Maj og Larry Hagman sögðu: Nei,
við erum ekki í Armani-tískuföt-
um. „Ég cr í gömlu silkipilsi og
blússu," sagði frúin, - „en ég er
með fínu perlurnar mínar“ - en
hann sagði, að Armani framleiddi
ekki föt á stóra Texasmenn.
Betsy Bloomingdale og Anjelica Huston.
Anjelica setti á sig svip þegar blaðamaður-
inn spurði hana hvað til væri í þeim
orðrómi að þau Jack Nicholson ætluðu nú
loks að fara að gifta sig. „Trúðu aldrei
orðrómi, góði minn,“ sagði hún snúðugt.
Victoria Principal (Pam í DALLAS) og eiginmaður hennar dr. Harry Glassman brosandi og
ánægð, en Armani-fyrirtækið lét senda ilugleiðis kjól handa Victoriu tii að vera í þetta kvöld.
Jacqueline Onassis var auðvitað í tískufatnaði frá
Armani og tók sig út fyrir Ijósmyndarann, en vinkona
hennar, rithöfundurínn Jane Hitchcock, kom sér út úr
sviðsljósinu.
Brigitte syrgir vinkonu
Brigitte Bardot var augsýnilega
mjög sorgmædd er hún kom til að
vera viðstödd jarðarför bestu vin-
konu sinnar, Marie Ferrandi-
Lepapes.
Marie og Brigitte kynntust er
þær unnu báðar að dýravernd í
Frakklandi og víðar í heiminum,
og urðu þær miklar vinkonur.
Reyndar orsakaði dýravernd-
un dauða Marie Ferrandi-Le-
papes, því að hún lést í bílslysi cr
hún reyndi að bjarga lífi hunds,
sem hljóp fyrir bíl hennar á ferð.
Marie beygði frá dýrinu og lenti
í hræðilegum árekstri. Bíllinn
eyðilagðist og hún sjálf lét lífið.
Brigitte Bardot kemur sjaldan
fram opinberlega nú orðið, en
hún kom þarna í kirkjuna ásamt
nokkrum vinum sínum, sem
reyndu að forða henni frá ljós-
myndurum, sem alls staðar sitja
um þessa frægu konu.
Brigitte, sem var ein frægasta
kynbomba allra tfma, þykir hafa
elst mikið á fáum árum. Hún
helgar sig aðallega dýraverndun
og starfi fyrir dýr en hugsar
minna um útlit sitt nú orðið.
Brígitte Bardot er fædd í París 1935 og er
því orðin 53 ára. Nú eru orðin mörg ár frá
því hún hefur leikið í kvikntynd.