Tíminn - 28.05.1988, Page 2

Tíminn - 28.05.1988, Page 2
2 HELGIN Laugardagur 28. maí 1988 Vísnaþáttur, 19. þáttur Kargri leti kasta má... Dýrmundur Ólafsson frá Stóruborg í Víðidal var eitt sinn að vorlagi á ferð norður Holtavörðuheiði. Er hann sá norðuraf kvað hann: Norður heiðar frjáls ég fer, fegurð skarta lœtur. Svona fagnar sveitin mér með sól um miðjar nætur. Héðan sérð þú Húnaþing, heillavinur góði. Hér býr þjóðin hraust og slyng, hyllt af sögu og Ijóði. Dýrmundur er ekki einn um að yrkja til æskustöðvanna. Þessi vísa Þórmundar Erlingssonar nefnist Ástarjátning. Pótt ei lengur fram til fjalla feti gróna jörð, mun ég samt um ævi alla elska Borgarfjörð. Einar Þorkelsson, bóndi á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal, gekk að vprki sárlasinn mislingavorið 1882. Þá kvað hann: Kargri leti kasta má kvistur setra linna. Viljann hvetja verð ég þá verki betur sinna. Rósberg Snædal lýsir manni þannig: Eyddi sorg í iðu glaums úti á torgum sviðnum. Spilaborgir bernskudraums brunnu að morgni liðnum. Jóhannes Þórðarson var bóndi á Stakkabergi á Skarðsströnd á seinni hluta síðustu aldar. Hann kvað svo í harðindum: Úti geisar hríðin hörð, hagi er svotil enginn. Inni í húsum öll er hjörð, etur sumarfenginn. Jóhannes kvað svo í orðastað konu nokkurrar: Hugarsára hrellingu hlaut ég af stálabaldri. Hann kallaði mig kellingu, konu á besta aldri. Hákon Aðalsteinsson frá Vaðbrekku sendi eitt sinn Páli Gíslasyni á Aðalbóli ljóðabréf. Það var fremur illskeytt. En hraustmennið brá ekki harðara við en að senda þessa vísu til baka: Pó nú ríki yfir allt indœl veðurblíða, oft á Ijóðum andar kalt utan dalinn fríða. Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku var eitt sumar handlang- ari hjá Kormáki Erlendssyni, múrara á Egilsstöðum. Kormákur var að stríða handlangaranum með stúlku sem hann kallaði Fífukollu og talaði um faðm hennar sem fífusund. Eitt sinn stalst handlangarinn úr vinnunni og fór í flugferð með lítilli flugvél sem staðsett var á Egilsstaðaflugvelli. Þegar hann kom aftur hafði Kormákur ort: Ragnar svífur heiðin há, hœrra klífa mundi, ef ei lífið lœgi á að lenda í fífusundi. Ragnar svaraði að bragði: Kormáks stundum léttist lund við leynifund hjá konum. Fer um hrundar fífusund fákur undir honum. Kristmundur Jóhannesson Giljalandi Haukadal 371 Búðardalur sími 93-41352 EÐA „BEISKT OG VILLT VÍNTRÉ"? Magnús kallaði konu sína hóru og öðrum ónefnum af svipuðu tagi. Sá Þórdís sér að lokum þann kost vænstan að fá vitnisburð heimilis- fólks síns og nokkurra annarra manna í Bræðratungu, til að hnekkja illmæli bónda síns. Vitnisburðarbréf þetta er enn til, dagsett 13. janúar 1702. Segja vitnin að Þórdís sé að þeirra dómi algjörlega sýkn af hór- dómsverknaði, sem á hana sé borinn og að hún þurfi ekki þess vegna að sverja fyrir yfirvöldunum til að hnekkja þeim áburði. Er auðséð að Magnús hefur krafist að Þórdís hreinsaði sig opinberlega af sakargift þessari. Yngri systir Þórdísar, Sigríður, var gift Jóni biskupi Vídalín í Skál- holti. Má nærri geta að fregnir hafa borist í Skálholt um sambúð þeirra Bræðratunguhjónanna, þótt ekki létu biskupshjónin til sín taka í málinu, fyrr en Magnús var að því kominn að gera það að opinberu hneyksli. Þóttist þá biskup ekki geta setið lengur hjá og í janúar 1702 ritar hann Magnúsi lagt og alvarlegt bréf um miður sæmilega hegðun hans við konu sína og ósæmileg drykkjulæti í guðshúsi um embættisgerð, sem biskup kveðst sjálfur hafa séð. Er meistari Jón þungorður, þegar hann spyr: „Hefur þá djöfullinn svo upp- fyllt hjarta yðar að þér skammist yðar ekki fyrir að fremja þær ódyggðir fyrir augliti guðs og manna, sem hver og einn skammast sín fyrir að fremja, nema þeir og djöfullinn sé orðnir eitt?“ En ekki skipaðist Magnús mikið við þetta og aðeins degi eftir að Jón biskup reit bréfið sór Þórdís eið í Bræðratungukirkju fyrir holdleg mök við nokkurn annan mann, lifandi eða dauðan, en hinn „elskulega" eiginmann sinn, eins og það er orðað. Sór hún eiðinn í viðurvist Vigfúsar sýslumanns Hannessonar og manns síns, og sönnuðu sex konur eiðinn með henni. Þórdís flýr úr Bræðratungu En nú þótti Þórdísi mælirinn fullur. Daginn eftir eiðinn fór hún frá Bræðratungu og leitaði skjóls undir handarjaðri systur sinnar og mágs í Skálholti. En ekki var hún staðfastari en svo að þegar Magnús ritaði henni bréf, þar sem hann grátbænir hana um að snúa heim á ný, lætur hún undan. Svarbréf henn- ar er til, þar sem hún segir að ekkert væri sér kærara en vera við hlið Magnúsar bónda síns. Ástæðan fyrir brottförinni hafi aldrei verið sú að hún vildi skilnað, heldur að hún hafi verið svo hrædd orðin eftir eiðinn, að hún hefði ekki talið sér óhætt hjá honum lengur. Enginn muni taka hana frá honum og er hún reiðubúin að snúa heim fyrst hann vilji að hún komi. Þórdís komst samt fljótt að því að ekki hafði mikil hugarfarsbreyting orðið hjá Magnúsi. Hann var hinn heiftúðugasti yfir að hún skyldi láta í það skína í bréfinu að hún væri hrædd við hann og krafðist yfirlýs- ingar frá henni um að hann hefði aldrei gert tilraun til að myrða hana eða limlesta og aldrei kallað hana „hóru“ - ódrukkinn. Lengi var Þór- dís treg til að gefa slíka yfirlýsingu, en lét þó undan að ráði vina sinna og skrifað langa yfirlýsingu um þetta efni. Vottar hún þar að hún hafi ekki orðið vör við að hann með misþyrm- ingum sínum hafi ætlað að myrða hana eða limlesta, en bæði hann og aðrir viti að hann hafi ckki farið vægilega með hana, þegar hann var drukkinn. Að lokum kveðst hún ekkert geta fullyrt um hvort hann hafi aldrei kallað hana hóru ódrukk- inn og víkur sér undi.n að svara þeirri spurningu. Ekki mun Magnús hafa verið sem ánægöastur með þessa yfirlýsingu. enda var hún málstað hans til lítils framdráttar. Fékk nú Þórdís og ærlega til tevatnsins. Þann 20. febrú- ar 1702 skrifar hún því Magnúsi bróður sínum, sem var skólameistari í Skálholti, og skýrir honum frá síðustu viðskiptum þeirra hjónanna. Um leið ritar hún biskupnum bréf og kveðst neyðast til að gefa honum til kynna að Magnús hafi nú veitt henni þær misþyrmingar, sem hæglega hefðu getað leitt hana til dauða. Krefst hún skilnaðar og segist geta fengið fjölda manns til að vitna með sér. Mikið hefur gengið á á heimilinu þann dag sem bréfin eru rituð, því um kvöldið býst Þórdís til ferðar og heldur í Skálholt. En lengi hefur hún viljað reyna Magnús. Þegar hann skrifar henni bréf, þar sem hann segir hina „ástkæru eiginkonu sína hjartanlega velkomna heim til sín og barnanna" og vitnar í bréf frá henni, „þá samstundis meðtekið", er Þór- dísi enn allri lokið. Þann 23. febrúar er hún aftur komin heim að Bræðra- tungu. Fara nú litlar sögur af hjú- skaparlífinu í Bræðratungu næstu mánuði og virðist allt hafa verið kyrrt um hríð. Árni Magnússon kvaddur tii sögunnar Þá er að segja frá Árna Magnús- syni og því hvernig hann var skyndi- lega staddur í þeim darraðardansi miðjum, sem stiginn var í Bræðra- tungu. Árni var fæddur að Kvenna- brekku í Dölum 13. nóvember 1663, en fluttur nýfæddur að Hvammi í Hvammssveit til afa síns og ömmu og þar ólst hann upp. Hann varð stúdent frá Skálholti 1683, fór utan samsumars, lagði stund á guðfræði í háskólanum, en fékkst jafnframt mjög við handritarannsóknir og vann bæði í Noregi og Þýskalandi við afskriftir fornra rita. Árið 1685 lauk hann cmbættisprófi í guðfræði og fór sama ár til íslands og er talið að þá hafi hann byrjað handritasöfn- un sína. Sumarið 1686 fór hann svo utan á ný og kom ekki aftur til íslands fyrr en sextán árum síðar, sumarið 1702. Vert er að hafa það { huga að þennan vetur, 1685-1686, má vera að þau Árni og Þórdís hafi kynnst fyrst, en síðar sneiddi Magn- ús oft að gömlum vinskap þeirra, þótt enginn geti nú sagt til um hvort hann hafi haft nokkuð til síns máls eða ekki. Þá var Þórdís enn í Hítardal, sextán ára gömul, en Árni 22ja ára. Kann að vera að hann hafi barið þar að dyrum, til þess að spyrja hinn margfróða prest, Sæ- mund Oddsson, fóstra Þórdísar, um forn plögg. Það er svo suntarið 1702 í apríl- mánuði að Árni kemur til íslands í því skyni að viða að sér efni til jarðabókarinnar miklu, sem þeir Páll Vídalín unnu að næstu árin. Fóru þeir félagar víða um land um sumarið, en er vetraði settist Árni um kyrrt í Skálholti hjá vini sínum Jóni Vídalín og húsfrú Sigríði. Virt- ist um það leyti allt með kyrrum kjörum hjá mágkonu biskups og bónda hennar, þótt ekki hafi verið dæmalaust að Magnús færðist í sinn fyrri ham. Þennan fyrsta vetur sinn á íslandi, í janúarmánuði 1703, kom Árni svo að Bræðratungu í því skyni að fá léð ýmis skjöl og bækur. Tók Magnús honum ágæta vel og gaf gesti sínum bók að skilnaði. Sagði hann Árna margt af sjálfum sér við það tækifæri og fullyrti m.a. að biskupinn hefði eflt mótþróa konu sinnar og valdið því að hún gerði honum þá svívirðu að hlaupast í brott. Vildi Magnús fá Árna til að veita sér liðsinni í málinu og hjálpa sér við að höfða mál á hendur biskupi. Færðist Árni að vonum undan því, en þeir skildu með kær- leikum, og hafði Árni á brott með sér í Skálholt sex vetra gamlan son þeirra hjóna, Sigurð að nafni. Átti hann að dvelja hjá frændfólki sínu um hríð og bar Magnús síðar að Árni hefði lofað að gera sitt ýtrasta til að koma á sættum með þeim hjónum, svo og með Magnúsi og venslafólki Þórdísar. Þórdís fer enn að heiman Líður nú fram í endaðan mars 1703. Þá kemur enn bréf frá Þórdísi í Skálholt og er hún nú loks búin að fá sig fullsadda. Magnús hefur þá bæði barið hana, dregið hana á hárinu og þjarmað að henni með hnjám og höndum. Biður hún menn að koma og sækja sig hið fyrsta og helst vill hún að biskup komi sjálfur, þar sem Magnús muni ekki sleppa sér við aðra. Eru menn sendir úr Skálholti að flytja hana og er ekki að sjá að Magnús hafi veitt verulegan mótþróa. Nú fer sem í hin fyrri skiptin. Magnús var kominn heim á hlað í Skálholti, sama dag og konan fer frá •honum, og þegar allt kemur fyrir ekki, skrifar hann tárvot bréf til hennar, þar sem hann biður hana að snúa aftur. Munu nú fáir hafa orðið til að leggja til við hana að hún sættist við þennan erfiða mann. Magnús sneri sér til prófasts síns, Jóhanns í Laugadælum og bað hann að liðsinna sér og tala máli sínu, en séra Jóhann færðist undan og kvað það standa sjálfum biskupnum næst. Spurði herra Jón Vídalín þessi um- mæli prófasts og varð reiður við. Veitti hann Jóhanni ofanígjöf, sagði að því væri líkast að hann þættist geta kennt biskupi hvernig hann ætti að gæta embættis síns. Kvaðst hann láta prófast vita að það sé biskup, sem eigi að fela prófasti að annast slík mál, en ekki hann biskupnum. Er allmikill snúður á hans herradómi í bréfinu. Magnús beinir spjótum að Árna Sem fyrr segir sat Árni Magnússon í Skálholti um þessar mundir. Er ekki ólfklegt að þau Þórdís hafi sest á tal saman hin löngu vetrarkvöld, fyrst atvikin höguðu því svo að þau urðu nú samvista. Ekki hefði það verið nema mannlegt - annars vegar hin fríða og glæsilega húsmóðir frá Bræðratungu, 32 ára gömul, „kvenna vænst á öllu Suðurlandi," „mjúk kona og blíðlát" og hinsvegar hinn gáfaði heimsmaður, Árni Magnússon, kurteis, Ijúfur í um- gengni, ókvæntur og ekki nema tæplega fertugur. Eins og fram hefur komið var Magnús í Bræðratungu haldinn sjúk- legri afbrýðisemi og hann hafði kennt konu sinni ósæmilegan sam- gang við fjölda manna á liðnum árum. Máætla að hann hafi skjótlega rennt í grun að eitthvað hlyti að kvikna á milli þeirra Árna og konu hans, er þau nú bjuggu undir sama þaki. Hefur hann haft nógan tíma til að magna þetta fyrir sér, þar sem hann hefur setið einsamall og harm- þrunginn í Bræðratungu með brennivínsstaupið við hlið sér. Hefur hann því undir vor ritað Árna bréf þar sem hann sakar hann um að ýta undir að Þórdís kæmi ekki til sín á ný. Kemur þetta fram í svarbréfi sem Árni hefur ritað Magn- úsi hinn 5. maí 1703. Þá er enn ekki hlaupinn sá hiti í málin sem síðar varð. Ber Árni eindregið af sér að hafa reynt að stía þeim hjónunum sundur og kveðst heldur hafa lagt Magnúsi liðsyrði en hitt. Segist hann hafa hvatt Bræðratungubónda til að koma vel fram við konu sína og venslafólk hennar og segir: „Hefðuð þér fylgt þessum mínum ráðum. hygg ég að allt hefði betur farið en raun er á orðin. En nú bið ég yður að ég megi verða laus við þetta mál yðar, sem ég fæ ekki séð að þér megið hafa af nokkurn sóma, eftir því sem málavextir virðast vera.“ Að lokum kveðst hann vilja láta þess getið, ekki að tilefnislausu. að verði nokkur til að bera sér ósæmilegt framferði á brýn í þessu máli eða öðrum. hafi hann bæði vilja og getu til að verja sig og bægja frá sér álygum og óhróðri. Kveður hann síðan Magnús með vinsemd í þeirri von að hann misskilji ekki þetta bréf sitt, þótt það fljóti ekki í kjassmæl- um. Magnús heldur ræðu á kirkjugólfi Allar tilraunir Magnúsar til að ná sáttum voru árangurslausar, en hann reyndi meira að segja að bjóða Jóni Vídalín 15 hundruð í jörðinni Dyr- hólum, kæmi hann því til leiðar að Þórdísi snerist hugur „og þyrfti eng- inn um það að vita.“ (!!) Svar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.