Tíminn - 28.05.1988, Qupperneq 13

Tíminn - 28.05.1988, Qupperneq 13
Laugardagur 28. maí 1988 HELGIN 13 'AMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKÁMÁL SAKAMÁ um. Nú voru höfuðstöðvar rannsókn- arinnar fluttar á lögreglustöðina í Burgess Hill og þaðan var öllunt lögreglustöðvum á svæðinu send lýs- ing á Ijóshærða manninum og hún einnig birt í dagblöðum. Pá var skorað á fólk, sem kynni að hafa fundið hníf, að gera lögreglunni viðvart. Þar sem talið var að maðurinn byggi í Brighton, var athugað, hve- nær áætlunarbílar færu frá borginni. í ljós kom að vagn fór daglega til Burgess Hill klukkan 21.50 og annar kl. 22.20. Farþegar með þessum vögnum á föstudagskvöld, voru beðnir að gefa sig fram við lögregl- una. Með þann möguleika í huga, að morðinginn hefði dvalið í Burgess Hill yfir nóttina, voru sendir lög- reglumenn á öll hótel og gistiheimili í bænum. Farið var með sporhund um garð- inn og nágrennið, í leit að hnífnum, en hann fannst aldrei. Mánudaginn 11. ágúst hafði ekkert komið fram, sem varpað gæti Ijósi á málið, eða leitt til morðingjans. Hins vegar kom nú nýr harmleikur til sögunnar. Annar harmleikur Russell Mills hafði verið á góðum batavegi eftir hjartaáfallið og læknar því talið óhætt að segja honum frá dauða konu hans. í fyrstu varð ekki annað séð en hann tæki fréttunum eins vel og búast mátti við, en að morgni mánudagsins, fékk hann annað áfall og varð ekki bjargað. Læknar töldu líklegt að áfallið staf- aði beinlínis af slæmu fréttunum. Eins og málin horfðu nú við, var lögreglan að leita manns, sem orðið hafði tveimur manneskjum að bana. Almenningur, sem flykktist á sól- arstrendur við Brighton, hafði augun hjá sér, ef vera kynni að Ijóshærðum náunga með háa. hvella rödd brygði fyrir. Mörg hundruð manns hringdu til lögreglunnar og kváðust hafa séð manninn. Rætt var við tugi ljós- hærðra náunga og fjarvistarsannanir þeirra kannaðar, en enginn reyndist sá rétti, að lögreglan taldi. Eins og venjan er undirt slíkum kringumstæðum, fóru lögregluntenn yfir fjöll af skýrslum yfir glæpamenn þá af svæðinu, sem setið höfðu inni fyrir kynferðisaflirot. f>ó höfðu allir þeirra eins konar fjarvistarsannanir og þegar 12. ágúst rann upp, voru menn engu nær og morðinginn enn laus. Við krufningu líksins kom ekkert fleira fram, en læknirinn vissi fyrir, en hann lagði áherslu á, að morðing- inn væri nánast kynóður. Hann væri heilbrigður frá lagalegu sjónarmiði, en ef hann yrði ekki settur undir lás og slá bráðlega, myndi hann eflaust brjóta af sér aftur. Læknirinn bætti við að hann teldi afar ólíklegt að þessi maður væri ekki einhversstaðar á skránt lögreglunnar. Grunsamlegur náungi Þá var það loks 14. ágúst, að hringt var til Scotland Yard frá rannsóknarlögreglunni í litla strand- bænum Hastings í austurhluta landsins. - Við höfum hérna upplýsingar um náunga, sem þið gætuð haft áhuga á, sagði sá sem hringdi. - Lýsingin á þeim sem þið leitið, kemur heim við hann og hann hefur þegar setið tvisvar inni fyrir nauðg- anir. Hann heitir Grant MacMillan, er 26 ára og atvinnulaus bygginga- verkamaður. Hjá Scotland Yard brugðust menn fegnir við, en þegar spurt var um fjarvistarsönnun mannsins, reyndist fátt um hana vitað, því ekki var enn búið að hafa uppi á honum til að spyrja hans eins eða neins. Konan hans var kennari í sunnudagaskóla og sagði mann sinn hafa verið að heiman í nokkra daga, án þess að hún vissi hvar. Hún sagði hann ekki hafa verið heima 8. ágúst, kvöldið, sem frú Mills var myrt. - Ég skil ekki, hvers vegna þið komið hingað, sagði konan við lög- regluna. - Maðurinn minn gæti ekki hafa framið slíkan glæp. Hann er gjörbreyttur síðan við giftum okkur. Þið mynduð ekki einu sinni hafa hann grunaðan nema vegna fyrri brota. Hann losnar aldrei við þau. Vissulega var það rétt, að lögregl- an hafði ekkert á Grant nema skýrsl- ur um fyrri brot hans, en þær voru alveg næg ástæða til að athuga nánar, hvað hann væri að aðhafast. Hann hafði fyrst lent í útistöðum við lögin 13 ára, er hann réðist hrotta- lega á 12 ára telpu. Pá var hann sendur á stofnun fyrir afbrotaung- linga. Þegar hann var 18 ára og bjó í Grant MacMillan var „einkar til- litssamur" að dómi Margaret. Aðrir vissu að hann var nánast kynóður. Dolking í Surrey, hitti hann 16 ára stúlku á jólaskemmtun. Daginn eftir ók hann með hana út á Ástarbraut í lánuðum bíl, greip fyrir kverkar henni og hótaði að drepa hana. Síðan nauðgaði hann henni. Fyrir það fékk hann 21 rnánuð í fangclsi. Tveintur árum eftir að hann losn- aði, bauð hann laglegri stúlku í lautarferð, réðist á hana og var næstum búinn að kyrkja hana, auk þess scm hann hótaði að selja hana í ánauð. í þetta sinn fékk hann fimrn ára dóm. Grant MacMillan hafði gengið laus í minna en ár. þegar Margaret Mills var myrt. Flúði af hræðslu - Hvenær sástu manninn þinn seinast? spurði lögreglan konu Grants. - Á laugardaginn, svarað hún. - Þegar hann las í blaðinu um konuna, sem var nauðgað og hún myrt, komst hann allur í uppnám. Hann sagðist hafa þekkt frú Mills lauslega og væri hræddur, vegna fyrri brota sinna. Ég reyndi að róa hann, en hann fór samt. - Nefndi hann, hvert hann ætlaði? vildi lögreglan vita. Konan hristi höfuðið. - Hann sagði að best væri fyrir mig að vita það ekki. En síðan hef ég hvorki séð hann né heyrt frá honum. Konan skýrði frá því að hún hefði kynnst Grant rétt áður en hann var dæmdur fyrirseinast brot. Þau hefðu orðið ástfangin og ákveðið að giftast, en þá hefði hann verið tekinn frá henni og settur í fangelsi. Hún fullyrti að hann hefði ekki komið heim fyrr en seint á föstudags- kvöldið. Hún hefði ekki spurt hann hvar hann hefði verið og hann ekkert sagt. Raunar væri slíkt ekki óalgengt og honum hætti til að fá sér einum um of neðan í því. - Ef hann vissi eitthvað um dauða konunnar, hefði hann sagt mér það. Við eigum engin leyndarmál fyrir hvort öðru, sagði hún að lokum. Konan virtist tala af fullri hrein- skilni, en lögregluna grunaði að Grant hefði farið að heiman um leið og hann vissi að búið var að upp- götva morðið. Nú var lýst eftir Grant og hann beðinn að gefa sig fram á næstu lögreglustöð, hvar sem hann væri. Ekkert gerðist þann daginn. Næsta dag var hringt til lögreglunnar í Dolking, þar sem Grant hafði átt heima áður. Eftir tvo tíma hringdi lögreglan þar aftur. í Ijós kom, að Grant hafði verið hjá ættingum sínum í nokkra daga og var nú kontinn á stöðina. Hann sagðist ekki hafa haft hug- mynd um, að lögreglan leitaði hans. Ekið var með hann til Burgess Hill og svo sannarlega kom lýsingin á morðingjanum heim við hann. Hann var með mikið, Ijóst og úfið hár og háa, hvella rödd. Nágrann- inn. sem vísaði honum til vegar morðkvöldið, bar þegar í stað kennsl á hann. Hver var Sid Gordon? Þegar hér var komið, viðurkenndi Grant fúslega að hafa heimsótt Margaret Mills morðkvöldið. - Ég sagði konunni minni það ekki, hélt hann áfram. - Ég óttaðist að hún missti trúna á mig og héldi að ég hefði myrt veslings konuna. Éggerði það ekki. Hann talaði lágt og var einkar kurteis. Hann lýsti því, hvernig þau Margaret höfðu hist í iestinni og orðið vel til vina. - Hún var notaleg kona og mér geöjaðist vel að henni. Daginn eftir borðuöum við saman í Brighton og hún bauö mér heim um kvöldið. Ég vissi að hún var ein- mana, svo ég þáði boðið. En ég komst ekki fyrr en nokkuð seint og þá var þar annar maður fyrir. - Hún kynnti hann fyrir mér sem Sid Gordon, gamlan fjölskylduvin, sent hafði komið óvænt í heimsókn. Viö spjölluðum saman góða stund og þegar frú Mills fór að laga kaffið, notaði ég tækifærið til að kaupa sígarettur. Það var sjálfsali úti á horni og ég var í burtu í stundar- fjórðung eða svo. Grant hélt áfram og sagðist hafa komið aftur, en þá fundið útidyrnar í hálfa gátt. Enginn svaraði, þegar hann bankaði, svo hann fór inn og fann frú Mills alblóðuga á stofugólf- inu. Skelfingu lostinn yfir að verða ákærður fyrir morðið, bar hann líkið inn í svefnherbergið og breiddi yfir það í rúminu. Síðan læddist hann út, fór á puttanum til Brighton og náði strætisvagni heim til sín. Spurður því hann hcföi flúið að heiman, þegar uppvíst varð um morðið, ef hann væri saklaus, svar- aði hann að auðvitaö hefði lögrcglan komið, vegna fyrri brotanna og hins, að hann hcfði verið hjá frú Mills. Lögreglumenn trúöu sögunni bara mátulega, en samt var skylda þcirra að leita að hinunt manninum. Grant lýsti honum sem grönnum, dökk- hærðum og með Cornwall-hrcim. Honum skildist að hann byggi í Burgess Hills. En enginn Sid Gor- don fannst og ættingjar Margarct sóru, að hann væri ekki til. Nágrannar höfðu ckki séð neinn annan mann, hvorki þctta kvöld né nokkurntíma áður, sem gæti verið Gordon. Hann var heldur hvergi í símaskrám. Ljóst mátti nú vera, að Gordon þessi var hugarfóstur Grants. Seinast, þegar Grant hafði verið dæmdur, varð reyndum lög- reglumanni að orði, að dómurinn væri of vægur. Líklegt væri, að þessi maður yrði einhverntíma morðingi. Talið var að Grant hefði aðeins haft í huga að spjalla við frú Mills í lestinni. Hann var kvæntur og hafði sennilega reynt að kæfa þær hvatir sínar sem gerðu hann að nauðgara í fyrri skiptin. En þær hefðu reynst of sterkar. Önnur trygg eiginkona Grant MacMillan var ákærður fyr- ir morð og úrskurðaður í gæsluvarð- hald 15. ágúst. Konan hans átti erfitt með að trúa þessu og fullyrti að hann væri saklaus. - Ég styð hann alltaf sagði hún. - Ég elska hann og veit að hann elskar mig. Við réttarhöldin hélt hann stöðugt fram sakleysi sínu og kenndi Sid Gordon um allt saman. Kviðdómur var sannfærður um að Gordon þessi væri aðeins ímynduð persóna og þann 23. júlí 1987 tók ekki nema hálftíma, að úrskurða Grant sekan. Dómarinn kvað upp lífstíðardóm, annað kæmi ekki til greina. Sunnu- dagaskólakennarinn brast í grát, en jafnaði sig fljótlega og þerraði tárin. - Ég hef beðið hans áður og bíð hans enn, sagði hún fastmælt. - Hann þarfnast mín mjög og ég bregst honum aldrei. VOR ’88 Hnífaherfi JOSVE hnífaherfi með þremur hnífarás- um eru mjög lipur og fjöihæf. Vinnslu- breidd 3 m. Herfi sem njóta vaxandi vinsælda. UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf„ Andakílshr. S. 93-51252 Ólafur Guðmundsson Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-56622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-41191 Guðbjartur Björgvinsson Kvennahóll, Fellsstrandarhr. Dal. S. 93- 41475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-4198 J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119 Bilav. Pardus. Hofsósi S. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvík S. 96-61122 Dragi, Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. S. 97-81540 Víkurvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson Stóra-Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts, Iðu S. 99-6840 MUSAFÆLUR 220 volt ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 BLIKKFORM Smiðjuvegi 52 - Sími 71234 Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælonhúðaðir í öllum litum. Póstsendum um allt land. (Ekið niðurjTTeðJ-andvéluml^^

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.