Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 7. júní 1988 Tíminn 5 Óvissuástand að skapast í sjávarútvegi: SJÓMENN GENGNIR ÚR VERÐLAGSRÁDI Mikið óvissuástand ríkir nú í sjávarútvegi, eftir að fiskverð var ákveðið og sjómenn ákváðu að taka ekki þátt í störfum Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins í kjölfar fiskverðsákvörðunar. Á fundi yfirnefndar Verðlagsráðs var ákveðið að fiskverð mvndi hækka um 4,9%. Var sú ákvörðun tekin af oddamanni nefndarinnar, Þórði Friðjónssyni, í samráði við fulltrúa kaupenda, þeirra Árna Benediktsson- ar, framkvæmdastjóra Sambands frystihúsanna og Bjarna Lúðvíkssonar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Við síðustu gengisfellingu var Seðlabankanum gefin heimild til að leiðrétta gengið um 3% upp eða niður, eftir því sem aðstæður segðu til um. Þær raddir eru nú háværar sem segja að fiskverðsákvörðunin sé undanfari 3% gengissigs. Árni Benediktsson sagði í sam- tali við Tímann í gær að þessi hækkunarákvörðun hefði aldrei verið samþykkt nema eitthvað ann- að kæmi á móti, þar sem halli væri enn á frystingunni. Hann sagði ( samtali við Tímann að fiskvinnslu- menn myndu ekki ganga á fund seðlabankastjóra, enda þurfi ekki að segja þeim neitt til í þeim efnum. Vilyrði fyrir gengislækkun „Það er alveg augljóst að fisk- vinnslan, sem var í halla fyrir ákvörðunina, samþykkti ekki þessa hækkun nema eitthvað ann- að kæmi á móti. Þar er náttúrlega helst gengissigið sem kemur til greina, enda heimild fyrir því. Halli á frystingunni var 6%, en reiknað var með einhverjum hagn- aði af saltfiskverkuninni, þannig að heildarhallinn er mun minni. Svo tekur fiskverðsákvörðunin af gengissigið, þannig að hallinn er líklega 2-3%,“ sagði Árni í samtali við Tímann í gær. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna sagði fiskverðsákvörð- unina hafa komið sér virkilega á óvart. „Það höfðu átt sér stað mjög ákveðnar viðræður milli okkar og oddamanns um aðra ákvörðun, sem hann var búinn að ljá jáyrði við og það kom mér því mjög á óvart að þetta skyldi hafa farið á þann veg sem það fór. Ég taldi komið samkomulag milli okkar, en það hefur einhvers staðar verið kippt í einhverja spotta. Þetta 3% gengissig er eitthvað sem ég held að oddamaður hafi lofað fisk- vinnslunni í tengslum við þessa ákvörðun. Mér skilst að þetta gengissig muni koma á næstunni, vegna þess að hann mun hafa lofað þeim því,“ sagði Kristján í samtali við Tímann. Sjómenn hættir Framkvæmdastjórn Sjómanna- sambands íslands fundaði síðan í gær í kjölfar ákvörðunar yfirnefnd- ar Verðlagsráðs um hvort sjómenn ættu að draga sinn fulltrúa út úr ráðinu, þar sem þeir telja hana vera í hæsta máta óréttláta. „Niðurstaðan varð náttúrlega sú að Sjómannasambandið tekur ekki þátt í störfum Verðlagsráðs fram að þingi sambandsins í íok sept- ember. Það er síðan þingið sem ákveður hvað endanlega verður gert. Við erum þannig hættir störf- um þar, því miður. Þetta hefur gerst áður að ríkisstjórnin, í gegn- um oddamann, ákveður fiskverðið og þessi afgreiðsla sýnir það að ráðið er ekki lengur fært um að gegna sínu hlutverki. Þarna er það nánast ríkisstjórnin sem ákveður fiskverð í gegnum sinn odda- mann,“ sagði Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins í gær. Hann sagði að sjómenn hefðu búist við annarri ákvörðun. Annars vegar hefðu þeir haldið að sjómenn myndu fá sömu hækkun og aðrir launþegar í landinu, þannig að þeir einir myndu ekki bera markaðs- lækkanirnar erlendis, heldur öll þjóðin. Hins vegar hefðu sjómenn næstum verið búnir að ná munn- legu samkomulagi við oddamann um aðra lausn, og því hafi ákvörð- unin komið þeim nokkuð á óvart. Þar sem sjómenn taka nú ekki þátt í Verðlagsráði, vaknar spurn- ingin hvort ráðið sé þá starfhæft. „Ég lít ekki svo á að það sé starfhæft án sjómanna. Ég sé nú ekki beint hvernig fiskverðs- ákvarðanir verða teknar í þessu framhaldi. Sjávarútvegsráðherra mun væntanlega ræða vandlega við alla aðila þegar hann kemur heim. Ég vil nú engu spá um hvernig þær viðræður fara, en mér sýnist að fyrst að sjómenn eru íarnir úr ráðinu, þá hljóti verðið nánast að vera frjálst,“ sagði Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, sem gegnir stöðu sjávarútvegsráð- herra í fjarveru Halldórs Ásgríms- sonar í gær. Hann sagðist ekki trúa að odda- maður í yfirnefnd hafi gefið loforð um gengissig í kjölfar fiskverðs- ákvörðunar. Hann sagði að þessi hækkun hafi að sjálfsögðu verið mjög erfið ákvörðun, því honum fyndist það mjög eðlilegt að sjó- menn hefðu fengið sömu 10% hækkun og þeir sem í landi væru. Niðurstaðan hafi hins vegar orðið 4,9% hækkun. Óskhyggja „Ég heyri það að þeir gera ráð fyrir því að það 3% svigrúm sem var veitt verði notað til að mæta því, en það er ekkert loforð um slíkt og það hefur ekki verið rætt. Það má kannski kalla þetta ósk- hyggju hjá fiskvinnslunni. Þeir vita af þessu svigrúmi og mér sýnist'að þeir hafi leyst málið með hliðsjón af því,“ sagði Steingrímur. Geir Hallgrímsson seðlabanka- stjóri sagði í samtali við Tímann í gær að það væri alrangt að 3% gengissig hefði verið ákveðið. „Það er ekki á dagskrá í Seðla- bankanum," sagði Geir. Bankastjórn bankans tekur ákvörðun um gengissigið að höfðu samráði við bankaráð og ríkis- stjórnina. Næsti bankaráðsfundur er ekki ákveðinn fyrr en undir lok mánaðarins. -SÓL Skýrslan um fiskeldi til ríkisstjórnar Listahátíð í fullum gangi Skýrsla starfshóps um framtíðar- áform í fiskeldi verður lögð fyrir ríkisstjórnina í dag. Ólafur ísleifs- son, efnahagsráðunautur ríkis- stjórnarinnar, vildi ekkert tjá sig um innihald skýrslunnar þegar Tíminn hafði samband við hann í gær. Mögulegt er að heimildir verði Sigrún María Þórisdóttir heitir farar- stjóri Landsýnar-Samvinnuferða á Cala d‘Or sem mynd birtist af hér í blaðinu á laugardaginn en ekki Sig- veittar fyrir erlendum lántökum til að fjármagna aukna fjárfestingu í matfiskeldi, en Ólafur vildi ekkert um það segja hvaða leiðir væru fyrirhugaðar í þeim efnum. Innihald skýrslunnar verður væntanlega gert opinbert þegar ríkisstjórnin hefur um hana fjallað. JIH ríður Þórisdóttir, eins og þar misrit- aðist. Er beðist afsökunar á misrit- uninni. Listahátíð í Reykjavík var sett í Listasafni íslands við hátíðlega at- höfn síðastliðinn laugardag. Að loknum inngangsorðum Jóns Þór- arinssonar formanns framkvæmda- stjórnar Listahátíðar setti Birgir {sleifur Gunnarsson menntamála- ráðherra hátíðina, sem nú er haldin í tíunda sinn. Bera Nordal for- stöðumaður Listasafns íslands flutti síðan ávarp og opnaði sýning- una Norræn Konkretlist. Loks opnaði forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir sýningu á verkum hins heimsþekkta listamanns Marc Chagalls. Að setningarathöfninni lokinni voru opnaðar tvær myndlistasýn- ingar, önnur í verslun íslensks heimilisiðnaðar við Hafnarstræti og hin í Nýlistasafninu. Síðdegis var svo opnuð í Árnagarði sýningin „Gamlar glæsibækur" sem er sýn- ing á skrautprentuðum evrópsk- um, austurlenskum og suður-amer- ískum handritum, allt frá 5. öld. Franski jazzfiðlusnillingurinn Stéphane Grappelli hélt tónleika í Háskólabíói í gærkvöld. Þessi aldni snillingur sem fæddist í París árið 1908 hefur verið einn helsti jazz- fiðluleikari heims undanfarin 60 ár. Þrátt fyrir háan aldur er Grapp- elli enn mjög eftirsóttur fiðluleikari og eyðir allt að níu mánuðum ársins í tónleikaferðalög. Þetta er í fyrsta skipti sem snillingurinn leik- ur hér á landi. Á blaðamannafundi sem haldinn var á Hótel Sögu í tilefni af komu hans sagðist hann vera bókaður langt fram í tímann. Grappelli lék í gærkvöld ásamt Marc Fossit gítarleikara og Jack Sewing bassaleikara. IDS Franski fiðlusnillingurinn Stéphane Grappelli og Jón Þórarinsson formað- ur framkvæmdanefndar listahátíðar á blaðamannafundi í gær. Leiðrétting

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.