Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 7. júní 1988 Tíminn 15 Séra Þórarinn Þórarinsson skólastjóri í Skúlagarði Frá Krossdal að Staðarfelli og heim í Skúlagarð Hin dýpsta reynsla manneskjunn- ar er kannski sú að ná sáttum við sjálfa sig hvað varðar það sem óvæntast ber að og réttleysi sitt til íhlutunar ellegar gagnrýna það sem við bar. Jafnvel hin dulræðu vötn sem menn skuli leiddir til „og grænar grundir þar sem næðis verði notið“ frá þeim táradal sem henta þótti lengi að tala um og vitna til í lokaorðum óvissunnar. Háski breið- götunnar og krossferð hinna þröngu einstiga eru ætíð jafn óskýranleg þegar til koma í lærdómi eða reynslu, og bá helst fyrir að verða aftur barn. Á hverju vori breiðir þó eyrarrósin sig um öræfi og auðn. Það gæti fávís maður og veikburða gagn- vart fuliyrðingu lærdómsmanna tek- ið sem einskonar: Af jörðu skaltu aftur upp rísa. Séra Þórarinn Þórarinsson skóla- stjóri í Skúlagarði í Kelduhverfi var fæddur í Krossdal 14. júní 1932 en lést 17. mars síðastliðinn einn á ferð heim til sín frá Húsavík þar sem hann hafði átt erindi en var örendur við bíl sinn á Tjörnesvegi í skugga- legu veðri og færð þar sem granni hans kom að. Hann var ekki orðinn 56 ára. Foreldrar Þórarins voru þau manndómshjón Ingveldur Guðný Þórarinsdóttir bónda Sveinssonar í Kílakoti sem hafði skáldgáfu slíka að menn söknuðu Ijóðanna sem hann ekki orti þó nytu hinna, og Þórarinn Jóhannesson bóndi Krossdal minnisstæður harðdugleg- ur gæslumaður landgræðslunnar, umhyggjusamur öllu sem lifa mátti og vissi ég mikið ástríki með þeirri fjölskyldu, en hann lést fyrir all- mörgum árum. Kona hans Guðný lifir í hárri elli í Krossdal með tiginmennskuyfirbragði en harm sinn í hljóði þar sem hún leikur sorgarlög á stofuorgelið sitt. Þetta fólk á til að telja margt þjóðfrægt fólk hvort heldur er til að nefna í forystuliði heimahéraðs ellegar í efsta trúnaði sem mönnum veitist slíkum sem var Þórarinn Björnsson skólameistari á Akureyri. Fimm voru þau systkinin í Krossdal: Jó- hannes nú á Húsavík, Sigríður einn- ig á Húsavík, Ingveldur Vilborg í Reykjavík. Þá Þórarinn í Skúlagarði og Sveinn bóndi í Krossdal þeirra yngstur. Séra Þórarinn skólastjóri var snemma atgervismaður sem athygli vakti og nokkra ókyrrð í lofti og svo var það ætíð. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1952 og guðfræðingur frá Háskóla íslands 1960 og vígður prestur til Þóroddsstaðarprestakalls í Suður Þingeyjarsýslu 1961. Það voru miklir breytingatímar sem komu í hlut Þórarins því prestsetrið var flutt frá Vatnsenda við Ljósavatn með ráðuneytisbréfi 1962 í Landnám ríkisins sunnan og vestan í Kinnar- felli þar sem þegar var hafist handa að byggja nýtt prestseturshús. Þá hitti ég fyrst þennan unga og gjörvu- lega mann ganga að verki og við urðum nágrannar og samverkamenn og einnig innan kirkjunnar. Og varð hlutur hans ekki aðeins að standa að byggingu þessari heldur líka að velja því nafnið Staðarfell. Annars var Þórarinn mikill merkismaður að því slepptu hversu honum var eðlisgróin umhyggja fyrir jörð og búskap og lengst af átti hann nokkrar afurða- samar skepnur að annast og fáum hef ég kynnst sem gengu vasklegar að verki hvort heldur var að afla birgða til vetrarins ellegar nýta þær á vorin þegar það virkilega lífsins land ljómaði við okkur, enda veit ég ekki betur en slíkum mönnum væri eitt sinn fengið til umönnunar annað og máske æðra hirðisstarf ef rétt er frá hermt. Þó það yrði máske þeirra mat hvar og hvernig slíkt verksvið mætti velja sér eða inna af hendi í lýðræð- islandi. Þess vegna líka virðast vígðir menn hafa hver sinn háttinn á í vissum formsatriðum, sem dæmi má taka þegar ungir prestar falla bljúgir á kné við altarið þegar hefja örlög þunga kveðjustund má vera frjálst þó hentaði ekki séra Þórarni á Staðarfelli eða séra Hermanni á Skútustöðum. Það var aldrei til langframa að Þórarinn rækti sitt kennimannsstarf frá Staðarfelli þar sem hann hafði með elju hafið staðinn til vegs, hellulagt tröðina með eigin hendi og hlaðið af brekkuhallann við bæinn, sem væntanlegur manndómsprestur ætti að duga til að endurbæta eftir svo langan tíma liðinn. Héðan blasir við auga öll sú náttúrusmíð sem hverjum er best að sjá sjálfur. Á krossgötum þar sem fjórir dalir mæt- ast í punkti þeir sem Jón í Ystafelli hafði svo skemmtilega haft orð um, þar sem höfuðbólið Ljósavatn hillir fram með fjallsbrekkunni en Ljósa- vatnsskarðið beinir leið til sístreym- andi umferðar framhjá Stórutjarna- skólanum þar sem einnig hirðisstarf- ið er rækt. Það er ekki fjarri eitt- hundrað kílómetra leið ríki Staðar- fellsprestakalls frá nyrsta bæ Björg- um í Köldu-Kinn að syðsta bæ Svartárkoti í Bárðardal með þremur sóknarkirkjum á Þóroddsstað, Ljósavatni og Lundarbrekku allir sögufrægir staðir, með hartnær fimmhundruð íbúum þeirra tveggja hreppa ásamt Stórutjarnaskólanum sem einnig er rekinn þar vetrarlangt. Það er umhugsunarefni sá teksti ýmsra manna í dag að vilja flytja þessa samstæðu mannabyggð í anda en varla í sannleika undir nágranna prestakall, flytja þeir varla þó sögu- frægð Goðafoss ellegar Ljósavatns þar sem rísa mun kirkja þess óvið- jafnanlega atburðar þegar baráttan var unnin án blóðsúthellingar og stríð unnið án vopnavalds. Þó séra Þórarinn standi ekki til að verja hvílíka náttúru og sögugerð þar sem hann handfesti eitt sinn bæ sinn munu aðrir finna sig skylda til þess og telja sér „byggðamál" og nokkurt réttlætismál. Enn eitt um þennan mann. Þegar hann hóf sitt háskólanám og mátti velja um kosti með námsgáfur sínar þá valdi hann sér lögfræði sem fræðigrein sem opna mætti braut til dómgæslu og dómsvalds í embætti, en hann hvarf brátt til guðfræðideild- ar í námi sem honum virtist opna leið til áhrifaríkari kennimennsku og mannúðar í starfi. Séra Þórarni hafði sín fyrstu ár að Staðarfelli opnast ný svið til fullnægingar þegar hann ástundaði kennslu. Fór strax mikið orð af hans yfirburða hæfileik- um að Laugum í Reykjadal þar sem hann var kennari í nokkra vetur og reyndar einnig í næstu grennd við sitt heimili í sveitinni, og mætti mörgum sýnast ekki fjarri þegar Stórutjarnaskóli var að vaxa úr jörð um sama leyti að einmitt þar mætti slíkur maður verða að bestu liði. Af nokkurri skyndingu hvarf séra Þór- arinn frá prestskap, fluttist til átt- haga sinna, gerðist skólastjóri í Skúlagarði í Kelduhverfi þar sem nýlega hafði risið félagsheimili og barnaskóli og varð þar hans fasta starf næstu nálægt tuttugu ár eða þar til yfir lauk. Víða má hitta fólk sem elur með sér söknuð og persónulegar minningar um þennan mann er hann hafði flutt sig til í starfi, en aldrei sló fölva á þá sérstöku manngerð sem Þórarinn bauð ætíð til félags við, - sem var hann sjálfur. Nærfærni hans við börn og unglinga var viðbrugðið, einnig var hann manni sem nákom- inn vinur í boðun fagnaðarerindisins þar sem hann mælti orðið af munni fram án tónbrigða eða söngs, og mátti stundum kenna þar löngu horfinn fyrirrennara í þessu starfi og þessu prestakalli hinn þjóðkunna sr. Hermann Hjartarson sem var einnig áhrifaríkur skólamaður, leiðtogi og kennari. Persónutöfrarslíkra manna valda áhrifum umfram þeirra samda texta, sem gjarnan tapar ljóma sín- um ef aðrir færu með hann. Þeir voru hófsamir líka í notkun á nafn- festi guðdómsins sem þeim var falinn til boðunar og varðveislu. Mér finnst sem trú þeirra sé trúnaðarmál hjart- ans og hleypidómalaus nærfærni við verkefnið í samfylgd skynseminnar sem varla er í valdi manns að skilgreina. Víst var hann óspar á sér og sinni lífsorku, og ekki heldur smátækur í gleðimálum meðan eldur brann í æðum og sól hátt á lofti. En það kom að afborgunartímanum þegar heilsu gat orðið ofboðið en aldrei féll honum undanhaldið í skaut. Litla áin niðaði honum við eyra með hóglátum söng sínum heima í Krossdal og hann mat hag- fræðilega hið tæra lífsins vatn frá djúpi jarðarinnar hlýtt eða svalt, sem atvinnuauka og byggðafestu gegn öfgafullri lausung í búgreinatil- brigðum. Eigi að víkja er viðgangs- þörf margra manna. Eggert Ólafsson sigldi frá kaldri Skor þó varaður væri við og brotsjóir féllu um skipið. Þórarinn Þórarinsson mátti ekki verða sem svipur hjá sjón, rétt búinn að byggja með konu sinni vandaða heimilisumgerð. „Ég kvíði ekki löngum vinnudegi fólks miklu fremur óttast ég um nýtingu þess á frítíma sínum“ sagði Þórarinn. Þórarinn hafði verið í trúnaðar- starfi fyrir Garðakirkjusöfnuði hin síðari ár þar sem eitthundrað bílar þjöppuðu sér um kirkjuna 26. mars þegar hans var minnst af svo mörg- um að leiðarlokum. Sr. Þórarinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Þórðardóttir Eyjólfssonar hæstaréttardómara at- gerviskona með kennaramenntun og kennslu að lífsstarfi en þau slitu samvistum. Áttu þau þrjú börn: Guðnýju, Halldóru og Þórð öll enn í skólum í Reykjavík og sækja til hærri lærdóms. Seinni kona Þórarins var Rósa Jónsdóttir Jónssonar í Fremstafelli, áttu þau tvö börn,Þór- arin og Ragnhildi en Rósa einnig son sinn Jón Arnar og þreyta þau einnig öll próf við skóla á Akureyri þessa líðandi vordaga. Mikil og þakkar- verð eindrægni hefir verið með þess- um sex nær fullorðnu systkinum sem öll eru ennþá í ströngu námi og prófum enda mun ekki af veita slíkt högg sem lögmálið hefur þeim greitt, mun Rósa hafa verið þeirra staðfasti tengiliður sem mörgum vakti athygli. Hvað sem kenna má gömlum afa og ömmu, ungum börnum og móður þeirra, um líknsemi hins almáttuga, mildi hans og góða forsjá, en á hinn bóginn tilgátur fræðimanna í fjöl- miðlum þessa litríku vordaga um árangurslitla boðun fagnaðarerindis- ins um tvöþúsund ár, þá bið ég látnum og lifandi guðs blessunar í trú og von og í þeim kærleika sem njóta má saman og mest er um vert. 20. maí 1988 Jón Jónsson Fremstafelli VELAR 0G ÞJONUSTA HF. - Velaborg JARNHALSI 2 -SIMI 83266-686655 Drattarvélar Sannarlega peninganna virði. BILALEIGA meö utibú allt í kringum landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi?1 interRent Bílaleiga Akureyrar Frá Samstarfs- og sam- einingarnefnd Dalasýslu Kosning um sameiningu sveitarfélaga í Dalasýslu í eitt sveitarfélag fer fram laugardaginn 25. júní 1988. Kjörskrár liggja frammi. Utankjörfundaratkvæðagreiösla fer fram sem hér segir hjá: Sýslumanni Dalasýslu, hreppstjórum í Dalasýslu og á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga að Háaleitisbraut 6, Reykjavík. Rauður: þríhymingur = Viðvörun Gera aukaverkanir lytsins sem þú tekur þig hættulegan í umferðinni? tfæ™" Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Fast verð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224. t Móðir okkar Jóna Kristín Jónsdóttir fyrrum húsfreyja Jaðri Hrunamannahreppi andaðist á Droplaugarstöðum föstudaginn 3. júní. Börn hinnar látnu t Bróðir okkar Jón Emil Guðjónsson fyrrverandl framkvæmdastjóri Ríkisútgáfu námsbóka Eskihlið 6 lést í Landakotsspítala sunnudaginn 5. júní Herdís Guðjónsdóttir Unnur Guðjónsdóttir Svava Guðjónsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.