Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 7. júní 1988 Tíminn 9 Steingrímur Hermannsson: Við lifum á sjónum Ávarp á sjómannadaginn 5. júní 1988 íslenskir sjómenn, Hér mæti ég í dag fyrir hönd sjávarútvegsráðherra, HaUdórs Ás- grímssonar, sem er erlendis. Ég flyt ykkur kveðju hans og allrar ríkis- stjómarinnar. Mér er jafnframt kær- komið að fá tækifæri til að votta íslenskum sjómönnum virðingu mína og þakklæti fyrir mikilvæg störf í þágu okkar íslendinga allra. Þegar ég lít til baka virðist mér að æði oft hafi verið rok og rigning á sjómannadaginn. Það má minna okkur á þá staðreynd að engir liafa fleiri hildi háð við óblíða veðráttu en sjómenn. Svo lengi sem ég man hefur verið um það rætt að renna þurfi fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf Ýmsir hafa talið okkur íslendinga of háða sjávarafla. Undir þetta get ég að ýmsu leyti tekið. Ég tel að það væri öllum hollt, bæði þjóðarbúskapnum og sjávarútveginum sjálfúm að fleiri hlaupi undir bagga. Þegar litið er yfir farinn veg kemur þó í ljós að í raun hefur þetta lítið breyst. Þegar við íslendingar gerð- umst aðilar að Fríverslunarbandalagi Evrópu 1970 námu sjávarafurðir um það bil 75 af hundraði okkar útflutn- ings. Svo er enn. Hugur segir mér jafnframt að á sjávarafla og sjávaraf- urðum muni þjóðarbúskapurinn og lífskjör okkar lengi byggjast. Því verður að leggja mikla áherslu á að farið sé vel með þennan grundvöll, fjöregg þjóðarinnar. Þv'í miður óttast ég að víða sé þar þó pottur brotinn. IUt er að frétta af sölu á íslenskum fiski erlendis, jafnvel langt undir kostnaðarverði. Enn verra er þó þegar íslenskur fiskur er seldur sem lélegur eða honum jafnvel kastað. Slíkt má að sjálfsögðu aldrei henda. Við fslendingar búum ekki vel nema vel sé farið með sjávaraflann. Fiskinn má aldrei selja nema sem úrvals afurð og á hæsta verði. Við höfum ekki efni á öðru. Það varpar skugga á þessi hátíðar- höld að ekki tókst að ná samkomulagi við sjómenn um fiskverð, eða heildar- samstöðu sem æskilegast er. Illt er að afkoma fiskvinnslunnar skuli vera svo léleg að hún getur ekki greitt það fyrir fiskinn sem er nauðsynlegt til þess að búa sjómönnum viðunandi kjör. Sumir halda ef til viU að unnt sé að leiðrétta þau mistök sem orðið hafa í efnahagsmálum með því að þrengja sem mest að sjávarútveginum. Það er mikill misskilningur. Sumir halda ef til vill að við getum Ufað af því að lána hver öðrum fjármagn með háum vöxtum. Það er einnig mikiU miskiln- ingur. Af sjávaraflanum Ufum við og munum Ufa. Að sjávarútvegi og fisk- vinnslu verður því að búa vel. Sækja verður sjóinn á bestu skipum. Búa verður sjómönnum hina fullkomn- ustu aðstöðu og bjóða þeim kjör sem eru góð. Því verður fiskvinnslan að hafa þann rekstrargrundvöU sem gerir henni kleift að greiða það fyrir fiskinn sem nauðsynlegt er til þess að undir slíku verði staðið. Þá getum við jafnframt gert þá kröfu að sjávarafl- inn verði ætíð nýttur þannig að sem mestur arður verði fyrir þjóðarbúið og okkur öll. Aðeins þannig má tryggja afkomu og velferð hinnar íslensku þjóðar. Með þeim orðum og þeirri ósk lýk ég þessu ávarpi og óska sjómönnum farsældar um alla framtíð. Illlllllil fiskeldi iuij: :i: i: :i' ;;r .. ........ .... ........ ............ ........ .................................................................... Byggðastofnun lánaði 44 millj. kr. til f iskeldis 1987 Samkvæmt skýrslu Byggðastofnunar árið 1987, sem kom út fyrir skömmu kemur fram, að alls greiddi stofnunin út rúmlega 44 millj. kr. í lán til 12 fiskeldisstöðva víðsvegar um land, en tvær þessara stöðva eru hafbeitarstöðvar. Fiskeldisstöðin Miklilax hf. í Skagafirði hlaut hæsta Iánið eða 17 millj. kr., Óslax hf. í Ólafsfirði 9 millj. og Sveinseyrarlax í Tálknafirði 5 millj. kr. svo þrjú hæstu lánin séu nefnd. Stuðningur þessi er tvímælalaust mikilvæg- ur fyrir aðilana og gerir þeim kleift að ráða betur fram úr ýmsum byrjunarörðugleikum, sem þeir þurfa að glíma við. Eldiskerin við fískeldisstöðina Óslax hf. á Ólafsfírði. (Mynd: Öm Þórarínsson) Stuðningur við hafbeit álaxi rýr í erindi, sem Snorri Tómasson hjá Framkvæmdasjóði íslands flutti á hafbeitarráðstefnu Veiði- málastofnunar, sem haldin var í apríl s.l. skýrði hann frá þeim lánum sem Framkvæmdasjóður hafði lánað til fjárfestinga í fiskeldi seinustu árin og sömuleiðis heildar- lánum og styrkjum, sem Byggða- sjóður hefði lagt til. Þannig hafði Framkvæmdasjóður lánað á árun- um 1984 til 1987 alls 873,5 millj. kr á verðlagi í mars 1988. Snorri gat þess að sá hluti lánanna, sem til hafbeitarframkvæmda hefði runnið, væri næsta rýr. Hins vegar hefði Byggðasjóður veitt lán og styrki til hafbeitartilrauna þótt í smáum stíl væri, því stjórnvöld hefðu jafnan talið að hafbeit ætti framtíð fyrir sér á íslandi. Byggða- sjóður hefði lánað og styrkt haf- beitarframkvæmdir á árunum 1982 til 1986 með alls 5,5 millj. kr. Snorri Tómasson sagði að þau lán, sem að einhverju leyti mætti rekja til hafbeitarframkvæmda væru í tengslum við seiðastöðvar sem stæðu við sjó. Sá hluti fram- kvæmda sem snerti hafbeitarslepp- ingu/móttöku hefði í þessum tilvik- um verið hverfandi liður í heildar- kostnaði þessara stöðva. Snorri taldi þessa aðstöðu sérstaklega mikilvæga hjá þeim seiðaeldis- stöðvum sem stæðu við sjó. Seiða- stöðvar með hafbeitarmöguleika hlytu að skoðast sem verðmætari eign (veð) heldur en aðrar, og því fyllilega réttmætt að veita fjárfest- ingarlán til byggingar þeirra. Danski fiskeldissjóðurinn í Danmörku er sérstakur sjóður sem nefnist „Dansk Örredfond“, sem styrkir átak til aukningar í framleiðni í fiskeldi og sölu afurða þess. Tekjur sjóðsins er sérstakt gjald, sem lagt er á framleiðsluna. Gjald þetta er sem svarar 94 aurar íslenskir á hvert framleitt kíló af silungi. Með stjórn sjóðsins fara fulltrúar tilnefndir af fiskveiðiráð- herra, félagi danskra eldisstöðva og útflytjendum silungs. Tekjur danska fiskeldissjóðsins voru á árinu 1987 samtals tæpl. 3 millj. danskra króna eða 20 millj. íslenskar krónur. Stærstu útgjalda- liðir sjóðsins á því ári voru til auglýsingaherferðar í Danmörku og Þýskalandi rúmlega 1 rnillj. danskra króna og til framleiðni- aukningar rúmlega 400 þús. dansk- ar krónur. Þá var varið til rann- sókna á fiskafóðri og umhverfis- þáttum tæplega V5 millj. dkr. og sjúkdómaeftirlits 765 þús. dkr. Stöðva leyf isveitingar til kvíaeldis Danir stöðvuðu útgáfu leyfa til kvíaeldis í danskri lögsögu í árs- byrjun 1987 og nýlega hefur Um- hverfismálastjórnin ákveðið að þessi ákvörðun gildi til ársins 1990, samkvæmt upplýsingum „Norsk Fiskeoppdrett“. Stöðvun þessi gildir bæði fyrir nýjar kvíar og stækkun eldri kvía- stöðva. Auk þess hefur umhverfis- stjórnin sett hámark á fóðurnotkun og eru það 7 þús. lestir á ári. Þeir 35 aðilar, sem reka kvíaeldi hafa leyfi til að framleiða samtals 5 þús. lestir af regnbogasilungi, en fram- leiddu á árinu 1986 um 70 af hundraði þessa magns, og voru fimm aðilar með leyfi með yfir 200 tonn hver. Ólöglegt fiskeldi í Noregi í Noregi þarf sérstakt leyfi til að starfrækja fiskeldi hvort heldur sem er á landi eða kvíaeldi í sjó. Nokkur brögð eru að því að norskir aðilar séu með fiskeldi án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Þannig er talið að t.d. við strönd Skagerak séu þónokkur brögð að því, að menn séu með ólöglegt fiskeldi, samkvæmt því sem greint er frá í „Fiskaren" nýlega. Hversu margar þessar stöðvar eru veit víst enginn með vissu. Talið er að skýringa þessa sé m.a. að leita til þess, að töluvert langur tími líður á milli þess að úthlutað er leyfum til fiskeldis. Menn treysti á, að þeir fái leyfi þegar þeim verður úthlutað næst. Seinast var úthlutað leyfum á fyrr- greindu svæði árið 1985 og næsta afgreiðsla verður ekki fyrr en árið 1989. Eigendur fiskeldisstöðva með leyfi eru mjög óánægðir með þessa þróun. Mönnum finnst þetta virð- ingarleysi við lög og reglur forkast- anlegt. Þá spilli það fyrir þeim löglegu stöðvum á markaði. Þá spilar mengunarþátturinn inn í þessa mynd. Það tekur stjórnvöld frá 12 til 18 mánuði að fjalla um umsóknir um nýjar stöðvar og afgreiða málið, sem mönnum finnst vera alltof langur tími. En umsóknir eru margar og hafa verður samband við ýmsa aðila og skoða hlutina vel áður en unnt er að afgreiða málið. í Noregi öllum fjölgaði eldis- stöðvum með matfiskaeldi á laxi og silungi á árinu 1987 úr 693 talsins í 747 stöðvar eða rúm- lega 50 stöðvar. Heildarrúmmál eldisrýmis í stöðvunum mun fræði- lega séð vera um 5,4 milljónir rúmmetra. Gert er ráð fyrir að eldisrými muni vaxa vcrulega á þessu ári, ef opinberir aðilar heim- ila aukningu á hámarkseldisrými hjá einstakri stöð er næmi 50% eða úr 8 þúsund rúmmetrum í 12 þúsund rúmmetra eins og atvinnu- greinin hefur lagt til að leyft verði. í fyrra voru sett út í kvíar um 43 milljónir laxaseiða og á þessu ári var gert ráð fyrir að fjöldinn yrði 50-55 milljónir seiða. Nú er spurn- ingin, eftir það mikla áfall sem norskt fiskeldi varð fyrir af völdum þörungaplágunnar miklu, hver verða áhrif þess á ásetninguna, seiðafjöldann, sem settur verður í eldiskvíar á þessu ári. eh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.