Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 16
'16 Tíminn: Þriðjudagur 7. júní 1988 llilllllllllllllllllllllllll DAGBÓK llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllll Áttræð er í dag Málfríður Jónsdóttir fyrrum húsmóðir að Höfða í Eyjahreppi. Hún tekur á móti gestum i dag milli kl. 16.00-18.00 í Vetrarbrautinni (Þórs- kaffi), firautarholti 20, 3.h. Félag eldri borgara Opið hús Goðheimum Sigtúni 3. Þriðjudag kl. 14.00 félagsvist og kl. 17.00 söngæfing. Sumarbúðir í Skálholti Dagana 2.-7. ágúst, verða haldin sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára með sama sniði og tvö undanfar- in sumur. Áhersla verður lögð á tónlist og myndmennt ásamt leikjum og útiveru. (lok hvors námskeiðs munu börnin sjá um söng við messu í Skálholtskirkju og haldin er sýning fyrir foreldra og aðstand- endur á því sem börnin hafa unnið. Stjórnendur námskeiðsins verða Áslaug B. Ólafsdóttir tónmenntakennari og Hjördís I. Ólafsdóttir myndmenntakenn- ari. Upplýsingarísíma 656122og 13245. Hallgrímskirkja. Starf aldraðra Næstkomandi fimmtudag 9. júní er fyrirhuguð ferð í Galtalækjarskóg. Kom- ið verður við á Hellu, ekið að Tröllkonu- hlaupi og á hcimlciö verður skoðuð kirkjan á Skarði í Landssveit. Nánari uppl. gefur Dómhildur Jóns- dóttir í síma 39965. Kristinn Reyr SEXTÁN SÖNGVAR Útsetning; Eyjjór Þorláksson Sextán söngvar Út er komin bók með sextán sönglög- um eftir Kristin Reyr, í útsetningu Eyþórs Þorlákssonar. Þetta er áttunda bók Kristins og sú fyrsta sem unnin er með tölvutækni. Á myndinni sést einn nemanda taka við prófskirteini sínu. Tónskóla Sigursveins slitið Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar var slitið í 24. sinn 18. maí s.l. ( ræðu skólastjóra kom fram að skólinn er full- skipaður og biðlistar hafa myndast af nemendum sem óska eftir að hefja nám í haust. Á þessu vori brautskráðust 6 nemendur frá skólanum. Einn nemandi lauk fullnað- arprófi og fimm nemendur kennaraprófi. Um er að ræða tímamót í sögu skólans, þar sem á þessu vori útskrifuðust kennar- ar í fyrsta sinn. Skólastjóri Tónskóla Sigursveins er Sigursveinn Magnússon og yfirkennari Guðrún Guðmundsdóttir. Gualy Berryman sýnir í Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna Fimmtudaginn 2. júní s.l. opnaði Gualy Berryman málverkasýningu í Menningar- stofnun Bandaríkjanna að Neshaga 16 á verkum sínum. Flestar myndanna eru af íslenskum mótívum og unnar á síðustu árum hér- lendis, en frú Berryman ergift sendierind- reka í bandarfska sendiráðinu í Reykja- vík, og hafa þau búið hér í eitt ár. Sýningin er opin á virkum dögum frá kl.08.30-20.00. Um helgar 13.30-20.00. Sýningin er öllum opin. Kynning á verkum Samúels Jóhannssonar á Akureyri Listkynning MENOR og Alþýðubank- ans á Akureyri kynna myndlistarmanninn Samúel Jóhannsson. Samúel hefur haldið 4 einkasýningar, þrjár á Akureyri og eina í Reykjavík. Hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, á Akureyri, Húsavík og í Reykjavík. Á listkynningunni eru 12 verk, og eru þau öll unnin á árunum 1987 og 1988. Kynningin er í Alþýðubankanum á Akur- eyri, og lýkur henni þann 1. júlí. Út er komið 19. JÚNÍ, ársrit Kvenrétt- indafélags íslands. Ritið flytur að venju vandað efni um baráttumál kvenna, og að þessu sinni er megináhersla lögð á dag- vistunarmálin. Litið er á hvernig búið er að börnunum í samfélagi þar sem foreldr- ar vinna í auknum mæli báðir utan heimilis. „Hvar eiga börnin að vera?" er spurt í grein sem fjallar um þá kosti sem foreldr- um gefast til að fá gæslu fyrir börn sín, þegar bæði starfa utan heimilis, og sveit- arfélögin bjóða börnum þeirra aðeins leikskóla þegar best lætur. Bent er á nýstárlega lausn sem felst í því aö hafa börn í gæslu hjá dagömmu og afa, kost er hentað gæti vel eldra fólki sem hefur nægan tíma og orku aflögu. Þá er fjallað um þróun dagvistarmála í Reykjavík allt til ársloka 1987. „Dagur í dagmömmuskóla" nefnist grein sem einn- ig lýsir kjörum dagmæðra og eftirliti með starfsemi þeirra. Nokkur börn segja frá reynslu sinni af ýmsum tegundum dagvist- ar auk þess sem litið er á veröld leikfang- anna, þar sem stúlkum og drengjum er beint í tvo gjörólíka heima. Hverjir bera ábyrgð á börnunum, fjöl- skyldan eða samfélagið? Þessu svara konur og karlar úr stjórnmálalífinu. Auk þess eru í blaðinu viðtöl og greinar sem tengjast þessu meginefni á margvíslegan hátt. Stórskemmtilegt viðtal er við Jóhönnu Sigurðardóttur ráðherra jafnréttismála þar sem hún talar hreinskilnislega um „strákana" í ríkisstjórninni, um að bíta frá sér eða dröslast með, um kvennabylt- ingu og margt fleira. Af öðru efni má nefna merka umfjöllun um karla og nýfæddan áhuga þeirra á fegurðarsamkeppni, tískufatnaði, snyrti- vörum og fleiru af þeim toga. Er hér ef til vill kominn árangur 80 ára jafnréttisbar- áttu? 19.JÚNÍ er að venju hið vandaðasta að frágangi. Þórhildur Jónsdóttir annaðist útlit, en myndir tók Rut Hallgrímsdóttir. Ritstjóri er Jónína Margrét Guðnadóttir. Blaðinu verður dreift um allt land, en fæst auk þess í áskrift hjá skrifstofu KRFÍ að Túngötu 14, sími 18156. wár éi§a börnin að vera? , tfagvistunarmálin frá ýmsum hliöum Verölcf iélkfanganna Dagur i daöiiiÖmmuskóJa ÚTVARP/SJÓNVARP Rás I FM 92,4/93,5 Þriðjudagur 7. júní 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Ámi Pálsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Frétta- yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og verðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund bamanna: „Stúart lrtli“ eftir Elwin B. White. Anna Snorradóttir lýkur lestri þýðingar sinnar (12). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Bjöms- dóttir. 9.30 Landpóstur - Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 21.00). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tfð. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn. Umsjón: Álfhildur Hallgríms- dóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Lyklar himnarikis“ eftir A.J. Cronin. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Rnn- borg örnólfsdóttir les (16). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Djassþáttur. Umsjón: Jón Múli Árnason. (Endurtekinn þáttur frá miðvikudagskvöldi). 15.00 Fréttir. 15.03 Af drekaslóðum. Úr Austurlandsfjórðungi. Umsjón: Ingibjörg Hallgrímsdóttir og Kristín Karlsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá laugardags- kvöldi). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Umsjón: Vemharður Linnet og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03Tónlist eftir Ludwig van Beethoven. a. Sinfónía nr. 6 í F-dúr op. 68, „Pastoral-sinfóní- an“. Fílharmoníusveit Berlínar leikur; Herbert von Karajan stjórnar. b. Fantasía í G-dúrop. 80 fyrir píanó, kór og hljómsveit. Daniel Barenboim leikur á píanó, John Alldis kórinn syngur með Nýju fílharmoníusveitinni í Lundúnum; Otto Klemperer stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið. Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.35 Líf og veður. Dr. Þór Jakobsson flytur fyrsta erindi sitt af þremur. 20.00 Kvöldstund barnanna: „Stúart litli“ eftir Elwin B. White. Anna Snorradóttir lýkur lestri þýðingar sinnar (12). (Endurtekinn lestur frá morgni). 20.15 Barokktónlist. a. Sinfónía nr. 2 í D-dúr eftir Carl Philipp Emanuel Bach. The English Conc- ert sveitin leikur; Trevor Pinnock stjórnar. b. Sónata í F-dúr op. 2 nr. 1 eftir Benedetto Marcello. Michala Petri leikur á blokkflautu og George Malcolm á sembal. c. Konsert nr. 1 í B-dúr HWV 312 eftir Georg Friedrich Hándel. The English Concert sveitin leikur; Trevor Pinnock stjórnar. d. Sónata í e-moll nr. 4 eftir Jean Marie Leclair. Barthold Kuijken leikur á þverflautu, Wieland Kuijken á víólu da gamba og Robert Kohnen á sembal. 21.00 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 21.30 Útvarpssagan: „Sonurlnn“ eftir Sigbjörn Hölmebakk. Sigurður Gunnarsson þýddi. Jón Júlíusson lýkur lestrinum (19). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Gestaspjall - Fjallið sem skipti litum og aðrar ummyndanir. Þáttur í umsjá Árna Ibsen. (Áður útvarpað 17. janúar sl.) 23.20 Tónlist á síðkvöldi. a. Píanókvintett eftir Dmitri Sjostakovitsj. Vladimir Ashkenazy leikur á píanóásamt Fitzwilliam-strengjakvartettinum. b. „Pastorale" Igor Stravinsky. Gidon Kremer leikur á fiðlu, Gúnter Passin á óbó, Gerhard Stemnik á enskt horn, Karl Leister á klarínettu og Henning Trog á fagott. 24.00 Fréttir. Nœturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.00. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfiriiti kl. 8.30. 9.03 Viðbit. Þrastar Emilssonar. (Frá Akureyri) 10.05 Miðmorgunssyrpa Kristínar Bjargar Þor- steinsdóttur. 12.00 Fréttayfiriit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. - Rósa Guðný Þórsdóttir. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. 18.00 Sumarsveifla. með Gunnari Salvarssyni. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Bláar nótur. Valgeir Skagflörð kynnir djass og blús. 23.00 Af fingrum fram. 00.10 Vökudraumar. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekin syrpa Magnúsar Einarssonar frá föstudegi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands SJÖNVARPIÐ Þriðjudagur 7. júní 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Bangsi besta skinn 21. þáttur (The Adven- tures of Teddy Ruxpin) Breskur teiknimynda- flokkur um Bangsa og vini hans. Leikraddir: örn Árnason. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 19.25 Poppkorn. Endursýndur þáttur frá 3. júní. Umsjón: Steingrímur Ólafsson. Samsetning: Ásgrímur Sverrisson. 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður 20.35 Listahátíð 1988 Kynning á atburðum hátíð- arinnar. 20.55 Keltar (The Celts) - Fjórði þáttur: Með léttri sveiflu. Breskur heimildamyndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi og þulur Þorsteinn Helga- son. 21.55 Taggart (Taggart - Murder in Season) - Þriðji þáttur - Skoskur myndaflokkur í þremur þáttum. Aðalhlutverk Mark McManus og Neil Duncan. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 22.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Þriðjudagur 7. júní 16.25 Bestu vinir. Best Friends. Gamanmynd um sambýlisfólk sem stofnar sambandi sínu í voða með því að gifta sig. Aðalhlutverk: Goldie Hawn og Burt Reynolds. Leikstjóri: Norman Jewison. Framleiðandi: Joe Wizan. Þýðandi: Ástráður Haraldsson. Wamer 1982. Sýningartími 105 mín. 18.10 Denni dæmalausi. Teiknimynd. Þýðandi: Eiríkur Brynjólfsson. 18.30 Panorama. Fréttaskýringarþáttur frá BBC í umsjón Þóris Guðmundssonar.________________ 19.1919:19. Klukkustundar langur þáttur með fréttum og fréttaumfjöllun.___________________ 20.15 Aftur til Gulleyjar Return toTreasure Island. Lokaþáttur. Aðalhlutverk: Brian Blessed og Christopher Guard. Leikstjóri: Piers Haggard. Framleiðandi: Alan Clayton. Þýðandi: Eiríkur Brynjólfsson. HTV. 21.05 íþróttir á þriðjudegi. íþróttaþáttur með blönduðu efni. Umsjónarmaður Heimir Karlsson. 22.05 Kona í karlaveldi. She's the Sheriff. Eftir lát eiginmannsins sem var lögreglustjóri er Hildy valin sem eftirmaður hans. Hún er vön að halda heimili en nú bætist fullt starf þar við. En Hildy er ákveðin í því að verða góður lögreglustjóri. Þó hún sé vel gefin og dugleg veitir henni ekki af aðstoð og tilsögn, nýbyrjuð í starfi - en því miður bólar lítið á hjálpseminni á lögreglustöð- inni. Þess í stað þarf hún að kljást við „karl- rembusvín" sem leynast jú áflestum vinnustöð- um! Gamanmyndaflokkur um húsmóður sem gerist lögreglustjóri. Aðalhlutverk: Suzanne Somers. Þýðandi: Davíð Þór Jónsson. Lorimar. 22.30 Þorparar. Minder. Spennumyndaflokkur um lífvörð sem á oft erfitt með að halda sér réttu megin við lögin. Aðalhlutverk: Dennis Water- man, George Cole og Glynn Edwards. Þýðandi: Björgvin Þórisson. Thames Television. 23.20 Saga á síðkvöldi ArmchairThrillers. Morðin í Chelsea The Chelsea Murders. Síðasti hluti. Aðalhlutverk: Dave King, Anthony Carrick og Christopher Bramwell. Leikstjóri: Derek Bennett. Framleiðandi: Joan Rodker. Þýðandi: Ágústa Axelsdóttir. Thames Television. 23.45 Formaður. Chairman. Kínverjar hafa þróað með sér athyglisverðar upplýsingar um ensím sem þeir vilja halda vandlega leyndum. Banda- rískur líffræðingur leggur líf sitt í mikla hættu þegar hann er sendur til Kína til þess að komast að leyndarmálinu. Aðalhlutverk: Gregory Peck og Ann Heywood. Leikstjóri: J. Lee Thompson. Framleiðandi: Mort Abrahams. 20th Century Fox 1983. Sýningartími 100 mín. 01.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.