Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. júní 1988 Tíminn 7 Sjómanna- dagurinn 50 ára Um helgina fóru fram hátíðahöld sjómannadagsins um allt land. Var haldið upp á sjómannadaginn í 50. sinn en hann var fyrst haldinn hátið- legur 1938 í Reykjavík og á ísafírði. A laugardaginn var m.a. keppni á seglskútum frá Fossvogi til Reykja- víkur, sýning á kaupskipum og fiski- skipum í Reykjavíkurhöfn og sýning Slysavarnafélags íslands á útbúnaði Slysavarnafélaganna ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Á sunnudaginn byrjaði dagskrá kl. 9 með því að vígður var minnisvarði um óþekkta sjómanninn í Fossvogs- kirkjugarði. Pá var minningarguðs- þjónusta í Dómkirkjunni þar sem sr. Olafur Skúlason messaði og sjó- menn aðstoðuðu við messuna. Eftir hádegi var skemmtisigling um sund- in úti fyrir Reykjavík með hvalbát- um Hvals hf. Kl. 14 var samkoman sett og fluttu ávörp Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf., Pétur Sigurðsson, formaður Sjó- mannadagsráðs og Garðar Þor- steinsson, framkvæmdastjóri sjóm- annadagsins heiðraði aldraða sjó- menn með heiðursmerki sjómanna- dagsins. Þessir voru heiðraðir: Ari Björn Sigurðsson, skipstjóri, Bjarni Helgason, sjómaður, Brynjólfur Brynjólfsson, vélstjóri, Gunnar Eiríksson, sjómaður, Gunnar Bjarni Valgeirsson, stýrimaður, Hannes Guðmundsson, vélstjóri, Hákon Jónsson, sjómaður, Jónas Sigurðs- son, sjómaður, Ólafur Kolbeins Björnsson, loftskeytamaður, Si- gurður Guðjónsson, vélstjóri, og Skarphéðinn Helgason, stýrimaður. Auk þess fengu Sigfús Halldórsson, tónskáld, Lúðvík Kristjánsson, sagnfræðingur og Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs gull- merki sjómannadagsins. Að sögn Péturs Sigurðssonar, for- manns Sjómannadagsráðs fóru há- tíðahöldin vel fram og létu gestir rigningaskúri ekki á sig fá. - SH Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs ávarpar samkomugesti, en ávörpin voru flutt um borð í Sæbjörgu, skipi Slysavarnafélagsins. Myndin lýsir vel veðrinu á sjómannadaginn, regnhlífar komu sér vel, en þeir sem engar höfðu urðu að láta sér rigninguna vel lynda. Danska skólaskipið Georg Stage var til sýnis á sjómannadaginn og notuðu margir tækifærið til að skoða þetta 3 mastra seglskip. Dumbungur var yfír og skúrir af og til en þrátt fyrir það var fjöldi fólks sem tók þátt í hátíðahöidunum, eins og sjá má á myndinni. Sjómenn sem heiðraðir voru á sjómannadaginn, auk þeirra sem fengu gullmerki Sjómannadagsráðs. Tímamyndlr: Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.