Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 19
, Þrieijudagur,7,.júnM988 Tímirin 19 enn grænmetisætur, okkur líður vel þannig. Ég treysti alltaf á vini mína um að fá vinnu, viðurkennir hann. Vinirnir eru heldur ekki af verri endanum, einn þeirra er Michael Douglas, en þeir kynntust fyrir rúmum 20 árum, er þeir voru við nám í New York. Michael kom vini sínum í óskarsverðlaunamynd- ina „Gaukshreiðrið“, þarsem hann lék ruglukollinn Martini. Þar ving- aðist hann við Jack Nicholson, sem útvegaði honum hlutverk í „Goin’ South“. í>ó Danny sé bæði lítill og ólögu- lega vaxinn, er ekki minnsti vafi á að hann er stórleikari. Hann leikur alltaf illmenni, en nýtur þess. - Hann er líkur þeim sem hann leikur, segir Rhea, sem sjálf er smávaxin, en samt snöggtum hærri en maður hennar. - Hann getur verið hreinasti harðstjóri og sættir sig aldrei við neitt hálft. Það er allt eða ekkert. í>au kynntust að tjaldabaki fyrir 18 árum, er þau léku saman í löngu gleymdu stykki í New York. Síðan " bjuggu þau saman í 10 ár og það var ekki fyrr en í hádegisverðarhléi í Taxi, að þau skutust út og giftu sig. - Okkur bara datt það í hug, segir Danny. - Við fengum prest- inn til að vígja okkur í garðinum heima, í ausandi rigningu. Hjónin eiga þrjú börn, Lucy fimm ára, Gracie þriggja ogsoninn Jake, sem fæddist um síðustu jól. Nú búa þau í rúmgóðu húsi í Malibu, en ekkert Kroppinn eða aurana Brigitte Nielsen hefur lýst því yfir að gagnstæða kynið hafi valdið sér miklum vonbrigðum. Á skömmum tíma átti hún ástarsam- bönd við tvo ítalska náunj>a, en þau urðu skammvinn. -Eg hef fengið andúð á karlmönnum og finn til tómleika, segir Gitte. -Hvað á varnarlaus, falleg og vell- rík kona að gera til að forðast svona menn? Það eina sem þeir hafa áhuga á, eru peningarnir mín- ir eða skrokkurinn á mér... Við svona yfirlýsingar má næst- um heyra Sylvester Stallone and- varpa mæðulega, hvar sem hann er niðurkominn í heiminum. Hann getur sagt nákvæmlega það sama og seinustu orð Gittu. Hitt er svo annað mál, að inn- brotsþjófurinn, sem læddist inn til Gittu sofandi á hótelher bergi í Róm nýlega, var á höttunum eftir peningum. Til að Brigitte vaknaði ekki, úðaði hann eter framan í hana, svo hann gæti í rólegheitum jsafnað saman skartgripum að jafn- jvirði nokkurra milljóna og hann ; tók líka með sér öll krítarkortin. Þrátt fyrir þetta áfall er Gitte ekki aldeilis auralaus. Nýlega festi hún kaup á lúxusíbúð í Los Ange- les sem kostaði litlar fimmtíu millj- ónir, en er þó aðeins eitt herbergi. Það eina herbergi er að vísu nokk- uð stórt og í því er allur sá íburður, sem hægt að fá fyrir peninga. Stærðar stubbur Danny DeVito í hlutverki. risastóru, hafa aðeins fimm svefn- herbergi. -Ég er einstaklega heimakær náungi, segir Danny. - Ég nýt einskis frekar en að vera heima með fjölskyldunni, klippa krakk- ana þegar þess þarf, fara í boltaleik eða lesa. Hann horfir á sjónvarp með börnunum, les fyrir þau í rúminu og skemmtir sér konung- lega. - Heimur barnsins á vel við mig. Einu sinni var ég alltaf í bíó, eða drakk mig fullan á knæpum. Nú er ég bindindismaður og finnst gott að fara snemma í háttinn. Lífið er dásamlegt. og þau eiga hálfs annars árs dóttur. Terri viðurkennir fúslega að hún hafi íhugað að stytta sér aldur, eftir erfitt tímabil áfengis- og fíkniefna- neyslu. Nú neytir hún einskis nerna hollustufæðis, en segir að reynslan geri sér kleift að verða betri móðir. -Ég ætla ekki að segja Molly hvað hún megi eða megi ekki. Ég vona bara að hún verði sterk og treysti nægilega á sjálfa sig til að standast lífið. Chris og Terri kynntust við upp- tökur á Stríðsvindum 1985, þegar hann horfði á hana sem Ashton gefa sig á vald hverjum herskóla- piltinum eftir annan og leggja á ráðin unt morð að auki. Þó ótrúlegt sé, var það óstjórn- leg feimni Terri, sent varð. þess valdandi að hún varð leikkona og einnig að hún ánetjaðist fíkniefn- um. -Mamma stakk upp á að ég ýrði leikkona, en ég var óskaplega feimin. Mamma innritaði mig í leikskóla, þegar ég var níu ára, einmitt til að losa mig við feimnina. Fyrsta hlutverk mitt fékk ég 16 ára og lék nunnu. Ég sem er gyðingur. Hún segir að það hafi verið sér . kvöl að vera yngst leikendanna og til að hressa upp á sjálfstraustið, fór hún að fá sér kókaín, svona eins og upp í nös á ketti til að byrja með. -Það var ódýrt í Miami og eng- inn vandi að ná í það. Þegar ég flutti til New York, þurfti ég meira og síðan enn meira. Ég var gengil- beina á næturklúbbi og þeir sem fengu bestu þjónustuna, buðu mér gjarnan í nefið. Mér leið ágætlega, en hafði ekki hugmynd um, hvað ástandið var orðið slæmt, fyrr en ég leit í spegil einn morguninn og við mér blasti hræðileg sjón. Ég var blátt áfram ljót. Það var ekki bara kókaíninu að kenna, ég var löngu byrjuð að blanda það með áfengi og róandi lyfjum. Þá ákvað ég að fyrirfara mér. Terri var bara rétt tvítug þá, en það undarlega gerðist, að hún áttaði sig á, að nú þegar hún væri komin svona langt niður, væri henni aðeins ein leið fær: upp á við aftur. Hún vandi sig af ósómanum og þá fór henni að ganga allt á haginn, hún fékk hvert hlutverkið á fætur öðru í sjónvarpsþáttum. Stríðs- vfndar skiptu sköpum og fram- leiðendur Ættarveldisins fengu áhuga. Terri gaf sér þó tíma til að ganga með og fæða Molly, áður en hún svaraði. Þá var hlutverk Leslie skrifað sérstaklega fyrir hana. Nú leikur lífið við stúlkuna, sem eitt sinn stóð við dauðans dyr. Aðeins móður hans gæti þótt hann fallegur, en sannleikurinn er þó sá, að jafnvel móðir hans vildi hann ekki í fyrstu. Hún var fertug, þegar hann fæddist sem slys, en auðvitað elskaði hún hann, einkum af því að hann var svo lengi lítill. Nú er Danny DeVito 43 ára og nákvæmlega 150 sm á hæð. Þó hann sé óttalegur stubbur, telst hann til risanna í Hollywood. Danny hefur alltaf átt einstak- lega gott samband við móður sína, sem komin er þetta á níræðisaldur og þess vegna segist hann geta leikið í mynd, sem fjallar um móðurmorð. „Hentu mömmu af lestinni“ hefur komið flestum til að hlæja undanfarið, en hún er fyrsta myndin, sem Danny leikstýrir. Hann leikur líka aðalhlutverkið, ásamt hinni dásamlega ófrýnilegu Anne Ramsey. Danny öðlaðist frægð fyrir leik sinn í „Taxi“, en er nú dáður og virtur. Hann átti erfitt uppdráttar í fyrstu og hann og kona hans, Rhea Perlman, sú sem leikur Cöriu, illkvittnu gengilbeinuna í Staupa- steini, sultu heilu og hálfu hungri, meðan þau voru að koma undir sig fótunum sem leikarar. Þau leigðu lélega íbúðarholu í Sæmilegurfyrirvari Orðtakið um að allur sé varinn góður, hlýtur að hafa gengið vel í kollinn á Leilu nokkurri Ballentine í Leeds í Englandi, sem er bara fimm ára. Hún gerði sér nefnilega lítið fyrir og skrifaði bónorðsbréf til Wilhjálms prins, sem verður krónprins og prins af Wales, þegar faðir hans verður Bretakóngur. Sagt er að Leila hafi orðið yfir sig ástfangin, þegar hún sá litla prins- inn í sjónvarpinu. Bresk blöð hafa eftirfarandi eftir Leilu: -Ég veit að ég er ennþá of ung, en ég vil að hann viti um tilfinningar mínar. Vonandi vill hann bíða--- slöku hverfi og óku um á 10 ára gamalli ryðhrúgu milli ódýrustu skyndibitastaðanna. Dýrasta skemmtun, sem þau veittu sér, var að eyða kvöldi í hjólaskautahöll hverfisins. - Eftir að við fengum peninga milli handanna, héldum við áfram að spara og velta fyrir okkur hverri krónu, segir Danny. - Vaninn var orðinn svo sterkur, að við áttuðum okkur varla á að við hefðum ráð á að kaupa bkkur ný föt. Við hefðum getað keypt allan fatnað á flóa- mörkuöum árum saman. Við gerð- umst grænmetisætur, af því það var ódýrara en að borða kjöt og drýgðum allt með hrísgrjónum, sem við fengum ódýr af því við keyptum mikið í einu. Við erum Gott fjölskyldulíf er lúxus, segir Danny. Hér eru hjónin með Lucy, eldri dóttur sinni. Ábyrg móðir Sjónvarpsstjarnan Terri Garber, sem við sáum nýlega sem hina lausgyrtu Ashton Main í „Stríðsv- indum“ á Stöð 2, er nú farin að leika í „Ættarveldinu“ og nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Hún er 26 ára, nýlega gift Chris Hager, sem lék líka í Stríðsvindum Chris Hager og Terri Garber eru nýbúin að halda upp á tveggja ára brúðkaupsafmælið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.