Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 7. júní 1988 ÁRNAÐ HEILLA [lllllllllll BOÐA RAFGIRÐINGAR Til afgreiðslu strax Hvergi betra verð Flatahrauni 29, 220 Hafnarfjörður sími 91-651800 BOÐI Vesturlandskjördæmi Alexander Stefánsson alþingismaður boðar til funda til að ræða um þingstörfin, ástand þjóðmála og stjórnmálaviðhorfið. Fundir eru ákveðnir á eftirtöldum stöðum: Lindartungu þriðjudaginn 7. júní. Akranesi fimmtudaginn 9. júní. Fundartími og nánari staðsetning verður auglýst í útvarpi og á viðkomandi stöðum. Framsóknarflokkurinn Framsóknarvist Þriggja kvölda framsóknarvist verður haldin í Iðnaðarmannahúsinu, Linnetsstíg 3, Hafnarfirði (við hliðina á Sparisjóðnum), kvöldin 2., 9. og 14. júní kl. 20.30. 36 spil að venju. Góðir vinningar. Mætum öll i spilaskapinu. Framsóknarfélögin í Hafnarfírði. Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknar- manna verður haldinn laugardaginn 11. júní. Staður og dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórnin Sumartími Breyttur opnunartími á skrifstofu Framsóknar- flokksins. Frá og með 1. júní n.k. verður skrifstofa Framsóknar- flokksins að Nóatúni 21, Fteykjavík opin alla daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn nu Vorhappdrætti Fram- sóknarflokksins 1988 Dregið verður í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 6. júní n.k. Að gefnu tilefni er vakin athygli á þeirri nýjung að nú er sendur út einn gíróseðill. Þar eru tilgreind númer þeirra miða sem viðtakandi á að greiða. Þeir sem hafa fengið sendan þennan gíróseðil eru hvattir til að gera skil hið fyrsta. Allar frekari upplýsingar veitir skrifstofa flokksins að Nóatúni 21, sími 24480 og sími 21379. Framsóknarflokkurinn Jón T rausti Kristjánsson bifreiðarstjóri, Blönduósi, sextugur. Fyrsta júní fæddist hann, fýrinn margra þátta, tápmikill og traustur mann, tuttugu og átta. Kristján okkar Guðbrands gat góðan dreng það sinni. Pað er eflaust allra mat eftir náin kynni. Sigrún Jóns þann sveininn ól, sem varð snemma kræfur, hamhleypa og hörkutól; hann í lund þó gæfur. Æsku sinnar árin mörg undi hann á Mýrum- -Efri það varð auðna og björg eflaust, vini hýrum. Par var engin eymd og kröm úti á lífsins hjarni. Reyndust honum rausnarsöm Ragnhildur og Bjarni Ævistarfið: ökuför eftir Húnaþingi meður póst og mjólkurvör- ur - maðurínn orkuslyngi. Hann sér ei til hugartjóns hraktist einn á vegi. Starfsöm konan - Stella Jóns - studdi á nótt sem degi. Fæddust börn í búið þar, blómgast náði hagur. Áfram leið svo ævinnar annasamur dagur. Sextugur nú seggurinn situr meðal vina. Peim sem komu í þetta sinn þakkar hann vinsemdina. Á heiðursdegi heilsar þér heillavinaflokkur. Lifðu ennþá lengi hér lífinu með okkur. A.B.S. frá Refsstöðum Hinn 1. júní sl. varð Jón Trausti Kristjánsson frá Blönduósi sextugur. Fæddur er hann að Sjávarborg í Skagafirði. Voru foreldrar hans Kristján Guðbrandsson og Sigrún Jónsdóttir. Trausti ólst upp að Efri- Mýrum í Engihlíðarhreppi frá fimm ára aldri, hjá hjónunum Bjarna Óskari Frímannssyni og Ragnhildi Þórarinsdóttur. Ungur kvæntist Trausti Önnu Guðbjörgu Jónsdóttur frá Blönduósi, en hún gengur jafn- framt undir nafninu Stella. Börn hafa þau eignast fimm. Eru þau öll á lífi og uppkomin. Trausti stundaði lengi akstur mjólkurbíla í Húna- þingi, en seinni árin dreifði hann pósti í meginhluta Austur- Húna- vatnssýslu, þar til hann slasaðist í bílveltu í september sl. Hefur hann dvalist á sjúkrahúsi síðan, nú á endurhæfingardeild Borgarspítal- ans. Að kvöldi afmælisdagsins hafði Trausti boð fyrir vini sína og vanda- menn í sjúkrahúsinu. Þar las sá er þetta ritar afmælisljóð það, er hér birtist. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. MINNING Erlendur Sigurjónsson Víðivöllum 2, Selfossi f. 12. sept. 1911 d. 17. apr. 1988 Góður bróðir, frændi og vinur er látinn. Við munum sakna þess lengi, að sjá hann ekki oftar koma akandi á nýja bílnum sínum, eða því sem næst nýjum, til að heilsa vorinu hér norðanlands og okkur skyldfólkinu, því hvergi fannst honum vorið jafn bjart og sumarið eins fallegt og hér og tryggðin við okkur og sitt æskuheimili einstök. Hann skrapp líka oft hingað norður, en stansaði sjaldan lengi í einu því hann hafði skyldum að gegna við sitt starf, og það gekk fyrir, eitthvað gæti bilað í hitaveit- unni á Selfossi og þá yrði hann að vera við, slíkur er hugsunarháttur góðra starfsmanna. Erlendur var fæddur á Tindum í Svínavatnshreppi A-Hún. 12. sept. 1911. Foreldrar hans voru Sigurjón Þorláksson bóndi á Tindum og kona hans Guðrún Erlendsdóttir, hún átti ætt sína að rekja í Kjósina, því Eysteinn afi hennar var frá Flekku- dal í Kjós en móðurættin var frá Hindisvík á Vatnsnesi. Sigurjón var í sína móðurætt af hinni svokölluðu Skeggstaðaætt en faðir hans Skag- firðingur, rek ég það ekki nánar enda yrði það of langt mál í smá- grein. Foreldrar Erlendar eignuðust 7 börn og var hann næst elstur í þeim hóp, og er nú þriðja systkinið, sem kveður þennan heim, því tvær næst yngstu systurnar létust langt um aldur fram. Erlendur var mjög barngóður og hlýr í viðmóti og nutum við þess yngri systkinin, og reyndar öll börn, hans eigin og annarra, sem liann kynntist. Eins og flestir unglingar á þeim árum vann hann heima að búi foreldra sinna fram um tvítugsaldur. Þá fór hann í Bændaskólann á Hól- um og nam þar í tvo vetur. Þá réðu þar húsum og skólastjórn merkis- hjónin Steingrímur Steinþórsson og frú Theódóra, sem hann mat ætíð mikils. Þetta var Erlendi góður tími og hefir hann á þeim árum ætlað sér að verða bóndi. Þá var líka fátt um atvinnumöguleika fyrir ungt fók og kreppan og fátæktin allsráðandi, og því um fátt að velja annað en búskap. En þá kom annað til sög- unnar, sem varð til þess að hann flutti burtu, hann veiktist mjög hast- arlega upp úr mislingasótt sem hér gekk yfir, og eftir það þoldi hann ekki í hey að koma að vetrinum og þar með var draumurinn búinn um bóndastarfið. Eftir þetta fluttist hann til Suðurlands og settist að á Selfossi, fyrst sem bílstjóri vann hann hjá Kaupfélagi Árnesinga, og síðar verkstjóri við Hitaveitu Selfoss og sá mikið um uppbyggingu þess fyrirtækis. Þar vann hann svo til 70 ára aldurs. Á Selfossi hitti Erlendur konuefni sitt Helgu Gísladóttur frá Stóru Reykjum í Hraungerðis- hreppi. Þau giftu sig 16. júní 1940. Helga var mikil myndarkona, sem gekk með reisn allan sinn æviveg, en hún lést 25. febrúar 1987 eða fyrir rúmlega ári síðan. Þetta síðasta ár var Erlendi erfitt, það þjakaði hann bæði sorg og heilsuleysi, og nú síðan um áramótin hefir hann mest verið undir læknishendi og á sjúkrahúsum, og þar lést hann 17. apríl. Hann gat ekki lifað án Helgu, og ég vona að hún hafi átt von á gesti og beðið í varpanum. Þau Erlendur og Helga eignuðust 3 drengi, elstur er Gísli tækni- fræðingur að mennt, kvæntur Jónínu Hjartardóttur. Þá Sigurður Jóhann- es húsasmiður kvæntur Auðbjörgu Einarsdóttur. Yngstur var Rögn- valdur, en hann lést um fimm ára aldur. Auk þess átti Erlendur dóttur áður en hann giftist Helgu, hún er Erla húsmóðir á Böðmóðsstöðum í Laugardal gift Árna Guðmundssyni og búa þau þar. Móðir Erlu var Guðrún Sigfúsdóttir frá Gröf á Höfðaströnd, mikil myndarkona, hún er látin. Erlendur og Helga byggðu sér stórt og fallegt íbúðarhús og fluttu í það 1957. það er Víðivellir 2 á Selfossi. Þar bjuggu þau þar til yfir lauk. Áður höfðu þau komið sér upp bráðabirgðahúsnæði austur við dælustöð hitaveitunnar að Laugar- dælum, og voru þar, þangað til þau fluttu í nýja húsið. Þau voru mjög samhent hjón, og voru alltaf saman í starfi og ferðalögum, ævinlega kom Helga með honum hingað norður. Þau áttu alltaf góðan bíl, helst nýjan og voru fljót í ferðum, en þegar heim skyldi halda var vaknað snemma og hvort heldur að hann vildi leggja af stað kl. 5 eða 7 að morgni, var Helga alltaf tilbúin að fylgja honum. Þökk sé henni. Ég hef þessi orð ekki fleiri, en vil að síðustu þakka öllum þeim sem réttu honum hlýja hönd þetta síðasta ár. Þökk sé Rósönnu og Kristjáni, eins nágrönn- um hans Jóni Guðbrandssyni dýra- lækni og frú Þórunni fyrir frábæra hlýju og vinsemd. Hann sótti til þeirra traust. Það er margs að minnast að leiðar- lokum og við hér fyrir norðan kveðj- um kæran bróður, frænda og vin, og þökkum samfylgdina á liðnum árum. Öllum hans aðstandendum vottum við innilega samúð. Erlendur minn, eilífðin ein fær að þakka þér fyrir tryggðina við okkur. Það fylgdi þér friður og traust. Við óskum þér fararheilla. Kristín og fjölskylda Tindum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.