Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 7. júní 1988 Minnisvarði á Stokkseyri Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir afhjúpaði á sunnudaginn minnisvarða um sjómenn á Stokks- eyri. Að sögn Lárusar M. Björnsson- ar, bæjarstjóra, er minnisvarðinn reistur fyrir samskot heimamanna og aðfluttra Stokkseyringa. Elfar Þórðarson teiknaði minnisvarðann, en hann er höggvinn úr grágrýti. Sýnir hann öldu sem kemur af hafi, brotnar á krossmarki og við það lægir ölduna. Minnisvarðinn stendur á hlaði gamla Stokkseyrar- bæjarins. í ráði er að nefna staðinn Kirkjutorg. -sh **\*»*t*% $ .* Uíyrí »***«.« í*if*** ........... >"*>**%* £***» ■ * « . Slt *'»■■>/» *. : x > i *■* íí* ** ******* í kaffisamsæti sem haldið var eftir athöfnina var frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta afhent Stokkseyrarsaga, sem Guðni Jónsson, prófessor skráði. Vigdís Finnbogadóttir, forseti afhjúpar minnisvarðann. Hjá henni stendur Úlfar Guðmundsson, sóknarprestur. (Tíminn: IGÞ) Sjóminja- deild Byggða- safns Vest- fjarða Sl. laugardag var formlega opnuð í Turnhúsinu í Neðsta- kaupstað Sjóminjadeild Byggða- safns Vestfjarða. Athöfnin var liður í hátíðahöldum sjómanna. Geir Guðmundsson, formaður Sjómannadagsráðs í Bolungavík stjórnaði athöfninni, en ávörp fluttu: Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri, Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra, sem nú gegnir störfum sjávarút- vegsráðherra, Hákon Bjarnason, formaður Sjómannadagsráðs ísa- fjarðar, Pétur Kr. Hafstein, sýslumaður og Jón Páll Halldórs- son, formaður stjórnar Byggða- safnsins. Á undan og eftir ávörp- unum söng karlakórinn Ernir sjómannalög. 50 ár eru síðan sjómannadagurinn var fyrst hald- inn hátíðlegur hér á landi, en það var í Reykjavík og á ísafirði- SH lii Haldið upp á sjómanna- daginn á Siglufirði Siglfirðingar héldu sjómannadag- inn hátíðlegan eins lög gera ráð fyrir og var íalsverður mannfjöldi saman- kominn til að fylgjast með hátíðar- dagskránni. Á myndinni til hægri má sjá Valmund Valmundsson formann sjómannafélags Siglufjarðar í ræðu- stól. Á myndinni til vinstri er togari Siglfirðinga í höfn og nokkrir upp- rennandi sægarpar standa frammi í Stafni. Tímamyndir ÖÞ Margt var til gamans gert á sjómannadaginn, m.a. sýndu félagar úr Slysavarnafélagi íslands listir sínar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.