Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 11
10 Tímirin Þriðjudagur 7. júní 1988 Þriðjudagur 7. júní 1988 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Knattspyrnuliö Leifturs í deildakeppninni: Töpuðu síðast heima 1985! Leiftursmenn hafa verið fast- heldnir á stigin á heimavelli ■ dcildakeppninni í knattspyrnu á undanförnum árum. Þeir hafa staöið sig mjög vel í fyrstu þremur uniferðunum í I. dcildinni og gert jafntefli við ÍA, Val og Þór á heimavelli. Heimavöllurinn á Ólafsfirði er greinilega Heim- avöllur með stórum staf því það þarf að fara aftur til ársins 1985 til að finna þar tap í deildakeppn- inni. í fyrra þegar Leiftursmenn tryggðu sér sæti í 2. deildinni töpuðu þeir engum leik á heinia- velli og heldur ekki sumarið 1986 þegar þeir sigruðu í 3. dcild. Árið 1985 lék Leiftursliðið í 2. deild og gekk ekki sem best. Þeir féllu í 3. deild eftir tap á heimavelli í næst síðustu umferð, máttu lúta í lægra haldi fyrir liðinu sem endaði í 5. sæti það árið, Skallagrími. Þetta var 7. septcmber 1985 og síðan hafa Ólafsfirðingarnir ávallt feng- ið a.m.k. eitt stigá mularvellinum sínum - í 3., 2. og 1. dcild. Þess má geta að lokatölur í tapleiknum urðu 3-4 og mörkin gerðu Hafsteinn Jakohsson, Jó- hann örlygsson og Helgi Jó- hannsson. Murkaskorarar Skalla- grims í þcssum lcik hafa síðan allir haldið á aðrar slóðir - og liðið niðtir á við. Þeir voru Björn Jónsson (nú FH), Gunnar Orra- son (nú Fylki), Björn Axclsson (nú Selfossi) og Gunnar Jónsson (nú ÍA). - HÁ Norðurlandamót fatlaðra í boccia: Silfur og brons til íslands Islendingar fengu ein silfur- verðlaun og ein bronsverðlaun á Norðurlandamóti fatlaðra í bocciu sem haldið var í íþrótta- húsinu Digranesi í Kópavogi um helgina. fslenska sveitin hafnaði í þriðja sæti í liðakeppninni með 6 stig cins og Danir sem urðu ■ 2. sæti cn Norðmenn sigruðu með 7 stig. Sveit Islands skipuðu þeir Sigurð- ur Björnsson ÍFR, Haukur Gunnarsson ÍFR og Halldór Guðbergsson fFR. Sigurður Bjömsson varð í 2. sæti í einstaklingskeppni ■ flokki RBl (sitjandi). Bertel Lindrup frá Noregi sigraði en IJIIa-Britt Brattström frá Svíþjóð varð í þriðja sæti. Kcppcndur á mótinu voru um 60 talsins frá Danniörku, Finn- lundi, Noregi, Svíþjóð og fslandi. - HÁ íslandsmótið í knattspyrnu 1. deild: Enn jafnt á Ólafsfirði - Steinar Ingimundarson gerði fyrsta 1, deildarmark Leiftursmanna Frá Erni Þórarinssyni frcttaritara Tímans: Enn eitt jafnteflið varð á Ólafs- firði þegar Leiftur og Þór áttust við í 1. deildinni á laugardaginn. Úrslitin urðu 1-1 og náðu þar með bæði lið að skora sitt fyrsta mark í deilda- keppninni ■ ár. Leiftursmenn eru því enn ósigraðir eftir þrjá heimaleiki en spurning er hvernig þeim tekst til í útileikjunum sem verða að öllunl' líkindum leiknir á grasi, sá fyrsti gegn Víkingi verður á morgun. Verður fróðlegt að vita hvernig þeirri viðureign lyktar. Það er ekki hægt að segja að leikurinn á Ólafsfirði hafi verið sér- lega skemmtilegur á að horfa. Lítið var um samspil og enn minna um marktækifæri. Þórsarar léku undan dálítilli norðangolu''í fyrri hálfleik. Þeir réðu meira um gang leiksins framanaf. Þó átti Hörður Benónýs- son góða rispu upp kantinn alveg upp að endalínu en reyndi þá skot úr vonlítilli aðstöðu sem fór framhjá. Rétt áeftirátti Kristján Kristjánsson hörkuskot af nokkuð löngu færi í slá Leiftursmarksins. Þar slapp Þorvald- ur markvörður sem í þessu tilviki var staðsettur of framarlega með skrekkinn. Á 28. mín. kom fyrra markið. Þórsarar sóttu upp vinstra kantinn, boltinn var sendur inn í vít’ateig Leifturs og dómarinn dæmdi um- svifalaust vítaspyrnu. Ekki var auð- velt að sjá frá áhorfendum á hvað var dæmt enda margmenni í víta- teignum. Þar var um bakhrindingu að ræða. Úr vítaspyrnunni skoraði Júlíus Tryggvason. Á 44. mín. varði Þorvaldur síðan vel hörkuskot frá Jónasi Róberts- syni. Leiftursmenn mættu mjög ákveðnir til leiks eftir hléið og sóttu ákaft fyrstu mínúturnar. Þeir fengu strax á 50. mín. aukaspyrnu rétt utan vítateigs Þórs. Upp úr henni átti Hafsteinn Jakobsson gott skot rétt yfir. Tveimur mínútum síðar var enn aukaspyrna á sama stað. Upp úr henni varð mikil þvaga í vítateig Þórs, boltinn barst manna á milli þar til Steinar Ingimundarson náði að senda hann í netið og jafna 1-1. Áhorfendur fögnuðu ákaft þessu fyrsta marki heimaliðsins í deildinni. Leiftur náði ekki að fylgja þessu marki eftir. Framherjar Þórs, einkum Hlynur Birgisson og Guð- mundur Valur, fóru nú að gerast ágengir við Leiftursmarkið og áttu nokkrar sóknarlotur sem vörn Leift- urs átti fullt í fangi með að verjast. Þá sýndi hinsvegar Þorvaldur mikið öryggi í markinu og varði hvað eftir annað vel. Ekki síst á 90. mín. er Guðmundur Valur skaut úr ágætu færi í vítateignum. Eins og áður stóð vörn Leifturs vel fyrir sínu í leiknum. Hins vegar náði liðið ekki nægilegum tökum á miðjunni. Liðið beitti skyndisóknum og átti nokkrar allþokkalegar en án þess að um afgerandi marktækifæri væri að ræða. Erfitt er að nefna einn sérstakan sem upp úr stóð, e.t.v. Þorvald markvörð. Ujá Þór bar mest á Hlyn Birgissyni en lítið fór fyrir Halldóri Áskelssyni sem var í gæslu Árna Stefánssonar allan leik- inn. Jafntefli voru kannski sanngjörn úrslit en ekki virtust Þórsararnir ánægðir með þá niðurstöðu í leiks- lok. Mörkin, Leiftur: Steinar Ingimundar- son 52. Þór: Júlíus Tryggvason víti 28. Gul spjöld: Guðmundur Garðarsson og Hörður Benónýsson. Dómari: Ólaíur Sveinsson. '?' VP9I .. Guðmundur Stcinsson sendir knöttinn með utanfótarskoti framhjá Guðmundi Hreiðarssyni markverði Víkinga og hleypur fagnandi frá en Víkingar setja upp mæðusvip. Guðmundur Steinsson átti mjög góðan leik á sunnudagskvöldið, sinn besta í langan tíma, og skoraði að auki þrjú mörk. Framarar verða ekki auðsigraðir í deildinni í sumar leiki þeir áfram eins og gegn Víkingum. Á sama hátt verða Víkingar mjög auðsigraðir leiki þeir áfram eins og gegn Fram. Tímamynd Pjetur. Opna franska meistaramótið í tennis: Wilander og Graf unnu léttan sigur Staðan í 1. deild Fram......................... 3 3 0 0 5-0 9 KR .......................... 3 2 1 0 8-3 7 ÍA........................... 3 2 1 0 3-1 7 KA .......................... 2 2 0 0 3-1 6 ÍBK.......................... 3 1 0 2 5-6 3 Leiftur ..................... 3 0 3 0 1-1 3 Þór...........................2 0 11 1-2 1 Valur ....................... 3 0 1 2 0-2 1 Víkingur..................... 3 0 1 2 2-6 1 Völsungur.................... 3 0 0 3 2-8 0 íslandsmótið í knattspyrnu, Fram-Víkingur 3-0: EINSTEFNA - Guðmundur Steinsson með þrennu en Guðmundur Hreið- arsson bjargaði Víkingum frá enn stærra tapi Algerir yfirburðir, burst, hlaupið yfir Víkinga, þeir teknir í bakaríið, kennslustund, nú eða þá í nefið. Það þyrfti að fletta upp í orðabók til að flnna nægilega sterkt lýsingarorð yfir yflrburði Framara á Laugardals- vellinum á sunnudagskvöldið. Þeir unnu Víkinga 3-0 í 1. deildarknatt- spyrnunni og hefðu getað gert gott betur en það ef ekki hefði komið til stórkostleg markvarsla Guðmundar Hreiðarssonar. Sé rennt yfir gang leiksins í ör- stuttu máli þá skaut Pétur Ormslev í stöng úr^jtukaspyrnu (11. mtn.), Guðmundur Steinsson skallaði rétt yfir (14.) en sendi Unöttinn í markið með föstu utanfótarskoti úr víta- teignum eftir sendingu frá Steini á 18. mín, 1-0. Arnljótur skaut rétt framhjá (23.) og Pétur Arnþórsson sömuleiðis (24.) áður en Víkingar áttu sitt fyrsta (eða fyrra) færi þegar Hlynur skaut rétt yfir á 26. mín. Birkir varði vel frá Trausta í blá- horninu niðri á 29. mín. og þar með fengu Víkingar ekki fleiridauðafæri. Pétur Ormslev átti gott skot (33.), Pétur Arnþórsson skaut í stöng eftir að hann komst einn í gegn (34.) og Guðmundur varði vel aukaspyrnu frá Pétri Ormslev (41.). Loks skaut Arnljótur rétt yfir áður en flautað var til leikhlés. Seinni hálfleikur var fárra sekúndna gamall þegar Fram- arar voru komnir í stórsókn en á 47. mínútu bætti Guðmundur Steinsson öðru markinu við og tók sér til þess góðan tíma. Nafni hans Hreiðarsson í Víkingsmarkinu varði stórkostlega (55.) eftir hörkusókn sem hófst með samvinnu Guðmundar Steinssonar og Péturs' Arnþórssonar, Ormarr tók knöttinn viðstöðulaust og þrum- aði að marki en Guðmundur varði í þrígang. Framarar fengu óbeina aukaspyrnu (56.) í vítateignum sem ekkert varð úr og Guðmundur Steinsson komst einn í gegn (57.) en Guðmundur Hreiðarsson varði. Enn átti Ormarr þrumuskot (67.) sem Guðmundur varði og Kristinn R. Jónsson átti góða stungusendingu á Guðmund Steinsson (83.) sem iagði knöttinn fyrir sig á mjög svo yfirveg- aðan hátt og sendi rakleiðis í netið, 3-0. Enn áttu Framarar stórhættu- legt færi áður en flautað var af en mörkin urðu þrátt fyrir allt aðeins þrjú. Vörn Víkinga var eins og gatasigti NBA-körfuboltinn Áhorfendur fengu helst til lítið fyrir aurana sína en þau Steffi Graf og Mats Wilander húirfu á brott með sem svarar tæpum 22 milljónum íslenskra króna á opna franska meistaramótinu sem lauk um helgina, Úrslitaleikirnir í einliða- leik voru ótrúlega ójafnir, Wilander lagði Henri Leconte 7-5, 6-2, 6-1 á 1 klst. og 52 mín. og Steffi Graf tók sér 34 mínútur í að vinna Nataliu Zverevu 6-0, 6-0. „Ég veit að Steffi’ Graf sagðist vera leið yfir því hvað þetta tók fljótt af en ég er það ekki, ég er himinlifandi," sagði Wilander eftir leikinn. - HÁ/Reuter Ólafsflrðingar fagna fyrsta marki sínu í 1. deild, frá vinstri: Árni Stefánsson, Steinar Ingimundarson sem skoraði, Gústaf Ómarsson og Hafsteinn Jakobsson. Tímamynd Örn. Celtics úr leik - Lakers og Pistons keppa til úrslita um meistaratitilinn Steffl Graf. Mats Wilander. Detroit Pistons tryggðu sér um helgina sigur í Austurdeild NBA- körfuboltans með því að vinna Bost- on Celtics 95-90 í sjöunda leik lið- anna. Celtics komast þvf ekki í úrslit en þar hafa þeir leikið síðastliðin fjögur ár. Núverandi meistarar, LA Lakers, unnu aftur á móti sannfær- andi sigur á Dallas Mavericks, 117- 102, í úrslitaleik Vesturdeildarinnar og freista þess nú að verja meistara- titil sinn. Það hefur engu liði tekist frá árinu 1969 þegar Celtics unnu það afrek. Pistons voru komnir með 17 stiga forskot í fjórða fjórðungi áður en Celtics minnkuðu muninn í 90-94. Þar urðu þeir að láta staðar numið og Pistons bættu við einu stigi fyrir lok. Larry Bird skoraði aðeins 16 stig og þótti eiga dapran leik. Þá meiddist Robert Parish á hné og þurfti að fara útaf strax í fyrsta fjórðungi. Hjá Pistons var Vinnie Johnson stigahæstur með 24 stig og Adrian Dantley gerði 22. Til slagsmála kom undir lok leiks- ins þegar Brad Lohaus og Dennis Rodman flugust á eftir átök um knöttinn. Þeir lentu í áhorfenda- stæðunum og veltust um á gólfinu áður en þeir voru báðir sendir í sturtu. Lakers notuðu sem jafnan fyrr hraðaupphlaup gegn Dallas en gest- irnir náðu þó að halda í horfinu fram yfir leikhlé þegar staðan var 54-53. í þriðja fjórðungi dró sundur og með 15-6 lokakafla var sigur Lakers í höfn. Mark -Aguirre var stigahæstur í Dallasliðinu með 24 stig en Earvin “Magic“ Johnson gerði 24 stig, tók 9 fráköst og átti 11 stoðsendingar í liði Lakers. Úrslitaviðureignin hefst í dag og verður keppt þar til annað liðið hefur sigraði í fjórum leikjum. „Það verður gaman að keppa við Isiah Thomas í Detroit og að koma heim til Michigan,“ sagði Magic sem varð háskólameistari með Michigan State áður en hann gekk til liðs við Lakers. - HÁ/Reufer í leiknum. Réttara væri kannski að segja að hún hafi verið eins og ekkert sigti því Framarar gengu út og inn og gerðu bókstaflega það sem þeim sýndist. Sömu sögu er að segja um framgöngu leikmanna allsstaðar á vellinum, yfirburðir Framara voru algerir og vart hægt að segja annað en að Víkingar hafi verið kjöldregn- ir. Reyndar datt leikurinn niður á köflum og varð lítið fyrir augað en ekki varð það til þess að Víkingar næðu neinum tökum á honum og Framarar settu jafnan í gír á ný og hófu stórsókn. Framliðið lék vel í þessum leik, samvinnan var oft á tíðum mjög skemmtileg og í fullu samræmi við stöðu liðsins á toppi 1. deildarinnar. Guðmundur Steinsson átti sinn besta leik í langan tíma. Framlínan var í heild ógnandi og miðjumennirnir unnu knöttinn af Víkingum hvað eftir annað. Vörnin kom lítið við sögu en gerði vel það sem þurfti og Birkir kom varla við knöttinn. Hjá Víkingum sá Guðmundur Hreiðars- son um að bjarga því sem bjargað varð, aðrir voru í stuttu máli slakir. Mörk Fram: Guðmundur Steinsson (18., 47. og 83.) Gul spjöld: Lárus Guðmundsson Vik- ingi 40., Ormarr örlygsson Fram 53. Lidin, Fram: Birkir Kristinsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Jón Sveinsson, Pét- ur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Amþórsson, Guðmundur Steinsson, Steinn Guðjónsson (Helgi Bjarnason 84.), Arnljótur Davíðsson (Kristján Jónsson 84), Ormarr örlygsson. Víkingur: Guðmundur Hreiðarsson, Andri Marteinsson, Gunnar örn Gunn- arsson, Einar Einarsson (Atli Helgason 45.), Jón Oddsson, Jóhann Þorvarðarson, Trausti Ómarsson, Atli Einarsson, Lárus Guðmundsson, Hlynur Stefánsson, Stef- án Halldórsson (Þórður Marelsson 45.). Dómari: Guðmundur Sigurðsson. - HÁ VXNÖdo Vinningstölurnar 4. júní 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.274.166,- 1. vinningur var kr. 2.140.958,- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. 2. vinningur var kr. 641.240,- og skiptist hann á 205 vinningshafa, kr. 3.128,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.491.968,- og skiptist á 6.016 vinningshafa, sem fá 248 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljonir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.