Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 20
Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Ökeypis þjónusta RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, ® 28822 HRESSA. _ ____ KÆTA I lílllillll Síðustu skilaboð stjórnar HP til blaðamanna eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum: Mega mæta og gefa út HP ef þeir nenna því f gær slitnaði upp úr samninga- viðræðum stjórnar Helgarpósts- ins, Goðgá, og starfsmanna blaðsins, eftir að reynt hafði verið að komast að samkomulagi frá því snemma um morguninn. Stjórnin, sem skipuð er þeim Róbert Árna Hreiðarssyni, for- manni, Sigurði Ragnarssyni og Birgi Hermannssyni, lagði fram tilboð klukkan 9 í gærmorgun um að helmingur launa starfsmanna yrði greiddur út samdægurs og helmingurinn á föstudag. Starfs- fólkið tók ekki illa í þetta tilboð, en málið fór hins vegar að vandast þegar ræða átti greiðslur til þeirra sem áttu inni laun frá því í maímánuði, en þeir eru fjórir alls. Reyndu blaðamenn að semja um helming maí og júní launanna í gær og helminginn á föstudag, en því neitaði stjórnin og sagði að slíkt kæmi ekki til greina. Blaða- menn teygðu sig því sem mest þeir máttu og sögðust geta sam- þykkt helming launa júnímánað- ar í gær og helminginn á föstudag og síðan yrðu maílaunin greidd um næstu mánaðamót. Þetta féllst stjórnin á og virtist sam- komulag því vera í höfn. Blaðamenn skrifuðu því upp samning í fjórum liðum. Fjórði liðurinn hljóðaði upp á að ef ekki yrði staðið við samninginn, þá yrði litið á það sem samningsbrot og blaðamenn tækju það sem einhliða uppsögn blaðamanna og þeir myndu áskilja sér rétt til útgöngu. Þetta neitaði stjórnin að skrifa undir, en sagðist geta sætt sig við að samþykkja þetta munnlega, alls ekki skriflega. Blaðamenn vildu ekki við það una, enda fannst þeim liggja í loftinu að stjórnin ætlaði sér ekki að standa við samkomulagið, fyrst þeir vildu ekki hafa það skriflegt. Funduðu blaðamenn því aftur. Inn á þann fund komu síðan hin margvíslegustu skilaboð frá stjórn blaðsins, eins og að ef þeir skrifuðu ekki undir samninginn, mínus fjórði liður, innan tíu mín- útna, gætu þeir gleymt þessu og farið í hund og kött. Hvorugur aðila vildi hins vegar gefa eftir og voru síðustu skilaboð stjórnar blaðsins til blaðamanna að þeir mættu mæta ef þeir vildu vinna og gefa út HP ef þeir nenntu og síðan yrði peningum mjatlað í þá annað veifið. Ef þeir vildu fá sín full laun, þá gætu þeir bara beðið eftir að blaðið yrði tekið til gjaldþrotaskipta og fengju þá launin sín úr þrotabú- inu. Blaðamenn sendu síðan skeyti til framkvæmdastjóra blaðsins, Valdimars Jóhannessonar, klukkan 18 í gær, þar sem sagði að þeir litu á það sem staðfestingu á einhliða uppsögn þeirra ef stjórnin léti ekki í sér heyra fyrir klukkan 15 í dag. Eftir það gengju þeir út, enda hættir störfum. -SÓL Heimsins stærsti slökkvibíll: Losar 30 tonn á tveimur mín. Hér gefur að líta stærsta slökkvi- bíl í heimi, en hann er staðsettur hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli. Bíllinn sem kallast P-15 vegur um 60 tonn fullhlaðinn, er um 5,4 metrar að hæð, hefur tvær 500 hestafla vélar og tekur 30 tonn af slökkviefni sem tekur tvær mínútur að losa. Slökkviefnið samanstendur af léttvatni og vatni sem tæki bflsins blanda sjálfkrafa saman þegar efn- inu er sprautað út og verður það þá að froðu sem kæfir olíu og bensín- elda á svipstundu. „Fjórir bílar sem þessi eru í eigu sjóhersins. Þeir eru á herstöðvum þar sem allt sem flogið getur getur lent, allar tegundir af flugvélum og þess vegna geimskutlur, ef út í það færi,“ sagði Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflug- velli í samtali við Tímann. Tímamynd Pjetur-ABÓ Viðskiptaráðherra segir útgjöld til landbúnaðar fara fram úr áætlun: Kanna umframútgjöld Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, hefur fyrirskipað sérstaka athugun á útgjöldum ríkissjóðs til landbúnaðarmála, vegna gruns um að þau fari nokkuð fram úr áætlun. Athugun Jóns hófst í síðustu viku. þegar hann gegndi einnig störfum fjármálaráðherra í fjar- veru Jóns Baldvins Hannibalsson- ar. Þá barst beiðni um liðlega 350 milljón króna aukafjárveitingu frá landbúnaðarráðuneytinu vegna út- flutningsbóta. Þá sýndi greiðslu- yfirlit ríkissjóðs að niðurgreiðslur yrðu meiri en ráð var fyrir gert. Unnið er að athuguninni í báðum ráðuneytunum. Jón hefur óskað eftir að skýrslan liggi fyrir hið snarasta, enda vill hann fá skýringar á hvers vegna niðurgreiðslurnar stefndu fram úr áætlun. -SÓL Ekkert Húsa- fellsmót í ár Frá fréttaritara Tímans i Borgarfirði, Magnúsi Magnússyni. Stjórnir Ungmennasambands Borgarfjarðar og Björgunarsveitar- innar Oks hafa ákveðið að hætta við allar framkvæmdir vegna Húsafells- móts um Verslunarmannahelgina í sumar. Ástæða ákvörðunar þessarar eru kröfur sem Sýslumannsembætti Mýra- og Borgarfjarðarsýslu settu mótshöldurum um framkvæmd og skipulagningu mótsins. Veigamestu kröfurnar, sem sýslumaður setti voru: Kaup lögreglumanna væri um 3 milljónir króna fyrir gæslu á mót- inu. Svarar það til að 40 lögreglu- þjónar fengju um 75.000 krónur í laun hver. Aldurstakmark inn á mótið væri 16 ára, en jafnframt var krafa um algjört áfengisbann, sem framfylgja ætti með vínleit á mönn- um við komu á mótstað. Sýslumannsembættið setti ýmsar fleiri kröfur, sem mótshaldarar gátu ekki fallist á og var því sameiginleg ákvörðun þessara tveggja áður- nefndra félaga að hætta við fyrirhug- að mótshald í Húsafelli. Háværar óánægjuraddir eru uppi meðal margra Borgfirðinga vegna þessa. Mörgum finnst súrt í broti að fá ekki inn í héraðið þær tekjur sem mót af þessu tagi gefur. Forráða- menn Húsafellsmóts höfðu samband við aðra væntanlega mótshaldara um Verslunarmannahelgina og kom fram hjá þeim m.a. að kaupkröfur þeirra sýslumannsembætta komast ekki með tærnar þar sem borgfirskur löggæslukostnaður hefur hælana. Samningurinn í álverinu: ER HANN LÖGLEGUR? Starfsemin er væntaníega að komast í fyrra horf í álverinu í Straumsvík eftir að samningur starfsmanna og vinnuveitenda var samþykktur sl. föstudag. Horfið hefur verið frá því að leggja niður 80 ker enda er gert ráð fyrir því að með samningnum verði á ný unnt að standa undir fullum rekstri. Það er hins vegar spurning hver úrskurður ríkislögmanns verður um réttmæti samningsins, hvort hann telj ist brjóta í bága við bráða- birgðalögin frá 20. maí sl. Álit ríkislögmanns á að liggja fyrir í dag og þá mun ríkisstjórnin væntanlega taka afstöðu til samningsins. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.