Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.06.1988, Blaðsíða 3
ÞríÖjúdagúr V. júni 1988 Tíminn 3 Festi fingurinn í karlaklósetti íslenskir og erlendir læknar urðu að grípa til stórvirkra verkfæra á sunnudag, þegar þeir björguðu löngutöng lítillar stúlku úr heldur ógeðfelldri prísund. Stúlkan, sem er á þriðja ári, elti pabba sinn inn á karlaklósett á veitingastað við þjóðbraut. Hún fór svo að fikta við urinalskálarnar svo- kölluðu og óðara festi hún fingurinn í niðurfallinu. Læknir, sem var á ferð með útlendum starfsbræðrum sínum og var að sýna þeim náttúru- fegurð Islands í ausandi rigningu, tók eftir þessu og kom þegar til hjálpar. Raunar hlupu allir matargestir á veitingastaðnum upp til handa og fóta og söfnuðust skjótt saman á karlaklósettinu, þar sem hin ógæfu- sama litla stúlka var föst í skálinni. Eftir nokkra mæðu tókst að losa niðurfallið úr járni frá postulínum- gjörðinni, en fingurinn var nú afar þrútinn og þess vegna tókst ekki að smokra niðurfallinu fram af honum. Stúlkan var því flutt á bak við afgreiðsluborðið og inn í eldhús, en sú stutta hljóðaði ekki, þótt henni blæddi. Læknarnir réðu nú ráðum sínum. Vöfðu þeir fingurinn með einangr- unarlímbandi og báðu um að þeim yrði útveguð sög. Undir eins fór einn áhorfendanna á stúfana og kom að vörmu spori með gríðarmikla járn- sög og önnur verkfæri. Hófst nú aðgerðin. Sagarblaðið var tekið úr boganum og járnið sagað í sundur, en límbandið varði fingurinn. Þá var teygt og togað á niðurfallinu með töngum. Það þótti þeirri litlu óþægi- legt og mótmælti hástöfum. En um leið losnaði fingurinn. Stúlkan hlaut einungis lítið sár og gleymdi því um leið og henni var réttur stór og kaldur ís, sem-eigandi veitingastaðarins gaf henni í sára- bætur. þj Brennuvargur dæmdur í gæsluvarðhald fyrir íkveikju í fjölbýlishúsi: Kveikti í íbúð fyrrum eiginkonu Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6. júlí en hann hefur játað að hafa kveikt í íbúð fyrrverandi eiginkonu sinnar sl. sunnudagsmorgun. Kon- an var ekki heima og urðu engin slys á fólki. Manninum verður gert að sæta geðrannsókn. Slökkviliðið var kvatt að Torfu- felli 31 kl. 05.30 á sunnudagsmorg- un en þá loguðu eldtungur út um glugga á íbúð á fjórðu hæð blokk- arinnar, á norðurhlið hússins. Mik- ill reykur breiddist um húsið og fólk í nærliggjandi íbúðum forðaði sér út á svalir hússins. Þaðan var því hjálpað niður. Eldurinn logaði í tveimur her- bergjum íbúðarinnar og voru þrír reykkafarar sendir inn en íbúðin reyndist mannlaus. Maðurinn seg- ist hafa kveikt í með kveikjara og er íbúðin mikið skemmd af völdum brunans og vatnsins. JIH Maður féll útbyrðis af báti við Djúpavog: Leit hefur ekki borið árangur Leitað hefur verið síðan sl. laugar- dagskvöld að 35 ára gömlum manni sem féll útbyrðis af gúmbjörgunar- báti við mynni Hamarsfjarðar. Hann var að selflytja fólk milli Þvottáreyju og Djúpavogs þegar slysið varð. Maðurinn hafði verið við dúntekju í eyjunni ásamt prestinum á Djúpa- vogi og var á leiðinni út í eyjuna til að ná í hann og börnin hans. Börnin tóku eftir því að báturinn var farinn að snúast og reyndist hann vera mannlaus. Presturinn skaut upp neyðarblysi og var þá strax sendur bátur frá Djúpavogi að leita mannsins. Allirbæjarbúar voru kall- aðir út til leitar og sent var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hún var kom- in kl. 5 á sunnudagsmorguninn og leitaði í fjóra tíma úr lofti, án árangurs, þrátt fyrir mjög góðar aðstæður. Leit var haldið áfram á sunnudag- inn úr bátum og fólk gekk fjörur. Þrír kafarar voru sendir austur frá björgunarsveitinni Ingólfi í Reykja- vík en erfiðlega gekk að kafa vegna þess hversu straumhart var á svæð- inu. Staðurinn hefur einnig verið slæddur. Björgunarsveitin á Djúpavogi og Björgunarfélagið Höfn á Horna- firði, hafa, ásamt bæjarbúum á Djúpavogi, haldið leitinni áfram síðan, bæði á landi og sjó, en síðast þegar Tíminn frétti var mannsins enn saknað. JIH Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins í heimsókn á íslandi: Einn markaður lækkar verð Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins Dr. Karl-Heinz Narjes, sem jafnframt fer með iðn- aðar og rannsóknarmál í fram- kvæmdastjórn bandalagsins var í heimsókn hér á landi fyrir skömmu í boði iðnaðarráðherra til að eiga viðræður við forsvarsmenn íslensks iðnaðar, aðila á sviði rannsókna- og þróunarmála og útflutningsaðila til að kynna sér það sem hér er að gerast og átta sig á því hver staða íslendinga er með tilliti til þess sameiginlega markaðar Evrópu- bandalagsins sem ætlunin er að verði orðinn að veruleika árið 1992, enda er það framtíðarmarkmið EB og EFTA að Evrópa verði ein heild. Árið 1985 ákváðu forystumenn Evrópubandalagsins að innan sjö ára, eða 1992 yrði EB einn sam- ræmdur innri markaður 12 ríkja, þar sem búa yfir 320 milljónir manna. Narjes sagði, á fréttamannafundi sem haldinn var í tilefni af komu hans hingað til lands að fram- kvæmdastjórnin hefði afmarkað um 300 tillögur sem hafa það að mark- miði að aflétta hömlum af viðskipt- um, fjárfestingu og fjármagnshreyf- ingum, svo og flutningum fólks inn- an ríkja bandalagsins sem þyrfti að taka ákvarðanir um áður en hinn innri markaður yrði að veruleika. Narjes sagði að tillögurnar 300 færu allar í gegnum 3 stig áður en þær kæmu til framkvæmda og taldi hann að 90% þessara tillagna þyrftu að hafa farið í gegnum fyrsta stigið fyrir lok þessa árs. Nú þegar eru um 70 tillögur á lokastigi afgreiðslu, en um 18 tillögur hafa þegar verið undirritaðar. Vöruverð lækkar um 6% Hvað varðar þau áhrif sem sam- eiginlegur innri markaður Evrópu hefði á efnahagsþróun landanna, sagði Narjes að búast mætti við að framleiðsla innan EB aukist um 4,5% næstu 5 til 6 árin eftir 1992 og á sama tíma ætti verðlag að lækka um 6%. Hvað fjölgun starfa varðar er áætlað að til sögunnar komi á milli 2 til 5 milljónir nýrra starfa á þessu sama tímabili. Búist er við að við- skiptabati verði 1% og minnkun ríkishalla 2,2%. Um þessar mundir eru Islendingar að gerast aðilar að sérstöku stöðlun- arkerfi sem ríkir meðal þjóða innan EB, þannig að vörur okkar þurfa ekki, eins og áður að fara til sérstakr- ar prófunar í því landi innan EB sem ætlunin er að flytja vöruna til. Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra sagði að þessi markaður væri okkur fslendingum mjög mikilvæg- ur, enda væri hann öflugasti markað- ur okkar í dag, mun stærri en Bandaríkja- og Japansmarkaður til samans. Sum fyrirtæki utan EB svæðisins eru farin að kaupa sér hlut í fyrirtækjum innan svæðisins til að tryggja viðskiptastöðu sína. Sagði Friðrik að vegna þess hversu stór- kostlegir hlutir væru að gerast þarna úti, yrðu íslensku fyrirtækin að vera miklu samkeppnisfærari heldur en áður. Við þurfum jafnvel að biðja fyrirtæki innan EB að fjárfesta hér, þar sem við teljum okkur hafa gagn af. Jafnvel kemur til greina í framtíð- inni að við gerum eins og önnur fyrirtæki eru að gera í löndum sem eru utan bandalagsins að kaupa okkur inn í fyrirtæki í bandalaginu til að tryggja viðskiptaaðstöðu okkar. Við þurfum, sagði Friðrik, að breyta okkar viðskiptaháttum og útbúa okkar löggjöf þannig að við komumst inn á þennan markað ein- hverntíma í framtíðinni en sitjum ekki eftir. Það er betra að fylgjast vel með því sem er að gerast og vera tilbúin til að taka þátt í þessu samstarfi ef við viljum. -ABÓ F.v. Árnl Þ. Árnason skrífst.st. í iðnaðarráðuneytinu, Mr. Domes, Dr. K.H. Narjes, Fríðrik Sophusson iðnaðarráðherra, Páll Flygenring ráðuneytisstjóri og Halldór J. Krístjánsson lögfr. (Tímamynd Pjetur)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.