Tíminn - 14.06.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.06.1988, Blaðsíða 3
• rt í » v t ■*» Þriöjudagur 14. júní 1988 Tíminn 3 Hallarbylting í stjórn Tívolís í Hverageröi og fyrrverandi meirihluti fullyröir: Aðalfundurinn ólöglegur og kærðurtil dómstóla Kaupland, hlutafélagið sem rekur Tívolíið í Hveragerði, hélt aðalfund sinn á föstudag. Á þeim fundi sauð upp úr og var gerð hallarbylting í stjórninni. Tívolíinu hefur verið lokað og er alls óvíst hvenær það verður opnað á ný. Forsagan Forsaga málsins er sú að fyrir þremur árum opnuðu þeir Sigurður Kárason og Pálmar Magnússon Tívolí í Hveragerði. Það ráku þeir sameiginlega og gekk reksturinn all þokkalega, en eins og gengur og gerist reyndist fjárþörf fyrirtækis- ins mjög mikil og leituðu þeir félagar þá að mönnum til að leggja fjármagn í reksturinn. í janúar á síðasta ári höfðu þeir síðan samband við Ólaf Ragnars- son hæstaréttarlögmann og varð það að samkomulagi að hann legði fé í reksturinn. Var þá byggt yfir Tívolíið og átti Ólafur húsnæðið. Kostnaðurinn við reksturinn fór hins vegar úr böndunum og upp úr því fór að bera á miklum samstarfs- örðugleikum milli Sigurðar og Pálmars annars vegar og Ólafs hins vegar. Tívolíið komst síðan í alvar- legt þrot á síðasta ári og gekk þá Ólafur úr stjóm félagsins. Aðalfundurinn kærður „Frá mínum bæjardyrum séð þá fór Ólafur úr rekstrinum og ég og Pálmar rákum garðinn og reyndum að losa skemmtigarðinn úr þeim vandræðum sem hann var kominn í. Síðan var haldinn þessi aðalfund- ur á föstudaginn, sem var ólöglegur og ég mun kæra hann til viðskipta- ráðuneytisins," sagði Sigurður Kárason í samtali við Tímann í gær. Á aðalfundinum gerðist það að Ólafur og félagar hans sögðust hafa náð 51% hlutafjárog réðu því fyrirtækinu með meirihlutanum. Ólafur gerðist síðan stjórnarfor- maður og sendi Sigurði skeyti þar sem honum var tilkynnt að hann ynni ekki lengur í Tívolíinu. „Það var ólöglega til fundarins boðað og auðvitað gengur ekki að halda fund þar sem enginn fær að vita hver á hlutaféð. Við gengum því út af fundinum og málið fer fyrir dómstóla," sagði Sigurður. Rafmagnið tekið af Tívolíinu Að hans mati er það ekki rétt að Ólafur og félagar hans eigi 51% hlutafjár. Viss hluti fjárins átti að liggja dauður, en sá hluti virðist hins vegar hafa verið notaður á fundinum. En þeir Sigurður og Pálmar höfðu ekki sagt sitt síðasta í mál- inu, því þeir og fjölskyldur þeirra höfðu gengist í persónulegar ábyrgðir fyrir rafmagni og þegar ljóst var að þeir höfðu orðið undir á þessum aðalfundi, drógu þeir sínar ábyrgðir til baka og rafmagn- ið var því tekið af Tívolíinu. Raf- magnið fæst ekki á aftur fyrr en þær skuldir fást greiddar. „Við og okkar fjölskyldur höfum tekið á okkur mikinn fjölda pers- ónulegra ábyrgða fyrir Tívolíið í Hveragerði og höfum á stundum verið að semja við hálfa lögmanna- stéttina í landinu. En það er á hreinu að þessi aðalfundur var meira og minna ólöglegur og þetta fer ekki af stað aftur fyrr en málið er leyst,“ sagði Sigurður. Jám í jám Hin nýja stjóm Kauplands hefur á hinn bóginn eitthvað misskilið rafmagnslokunina og hengdi um helgina miða á dyrTívolísins, sem á stóð að starfsemi þess lægi niðri vegna rafmagnsbilana. En ef málið fer fyrir dómstóla, verður langt í að Tívolí í Hvera- gerði verði opnað á ný. En er önnur leið til í málinu? „Einu mennirnir sem geta leyst málin eru ég og Ólafur, bara okkar á milli. En við virðumst ekki getað talað saman nema þá í gegnum þriðja aðila. Málið er því nú jám í járn,“ sagði Sigurður. -SÓL Hallgrímskirkja með húfu. Allur ríkisstyrkurínn fer í viðgerð á frost- skemmdum. (TímimePjetur) Lagfæringar á frostskemmdum: Kosta lOmilljónir Kostnaður við viðgerð á Hall- grímskirkjuturni hefur farið fram úráætlun. Sr. RagnarFjalarLárus- son sagði í samtali við blaðamann Tímans að upphaflega hefði verið áætlað að viðgerðin myndi kosta 7-8 milljónir, en nú væri ljóst að kostnaður yrði um 10 milljónir. Sagði hann að þetta væri sama og sú upphæð sem kirkjan fengi í ár frá ríkinu. Þrön'gt væri því í búi hjá kirkjunni og hefði orðið að hætta við ýmsar innanhússframkvæmdir, s.s. að setja upp loftræstikerfi, vegna þessa. Þegar skemmdirnar komu fram var haldið útboð á verkinu og þeir sem tóku að sér verkið nota til viðgerðarinnar nýtt efni, sem þeir auglýsa utan á turninum. Má því ætla að verkið færi þeim gróða á fleiri en einu sviði. Áætlað er að verkinu Ijúki í september n.k. -sh Verðsamanburður í norðlenskum matvöruverslunum: KEA er bæði með þeim ódýrustu og dýrustu Eftir nýlega verðkönnun á 100 matvörutegundum í 40 verslunum á 17 stöðum á Norðurlandi hefur Verðlagsstofnun gefið út hlutfalls- legan verðsamanburð milli verslan- anna, þ.e. hve margar vörutegundir í hverri verslun voru neðan við meðalverð þeirra allra og hve marg; ar ofan við meðalverðið. Hagkaup og Kjörmarkaður KEA á Akureyri voru með flestar vörur (94% og 86%) undir meðalverði, en í 2. og 3. sæti á hinum endanum, þ.e. oftast fyrir ofan meðalverð, voru einnig KE A búðir, á Akureyri og Grenivík. Þá sýnist athyglivert að báðar matvöruverslanirnar á Ólafsfirði röðuðu sér í 3. og 4. lægsta sæti. En á hinn bóginn á fólk á tólf af þeim sautján stöðum sem könnunin náði til kost á hagkvæmari verslunum heldur en jafnvel í ódýrustu verslun- inni á Sauðárkróki. 1 því sambandi er og athyglivert að vöruverð virðist lægra í þrem útibúum Kaupfélags Skagfirðinga heldur en í Kjörbúð KS á Sauðárkróki, sem þó er hag- kvæmasta verslunin á Króknum. Svipað má raunar segja um útibú Kaupfélags Þingeyinga á Fosshóli og Mývatnssveit samanborið við höfuð- stöðvarnar á Húsavík. Þetta kann m.a. að skýrast af mismunandi veltuhraða. Verðlags- stofnun tekur fram að tollalækkanir um áramót hafi ekki að fullu verið komnar fram í öllum verslunum og þá því að síður öll áhrif gengisbreyt- ingarinnar nú í maí mánuði s.l. Verðlagsstofnun bendir einnig á að opnunartími smærri verslana á Ak- ureyri og verslana á vinsælum ferða- mannastöðum á svæðinu sé langur, en leggur hins vegar ekki mat á áhrif þess. Af þeim 40 verslunum sem könnunin náði til eru 14 á Akureyri, 4 á Sauðárkróki, 3 á Siglufirði og Húsavík, 2 á Ólafsfirði, Hofsósi og í Mývatnssveit, en tíu af sautján stöðum hafa aðeins eina verslun, oftast nær kaupfélagsútibú. Ekki eru kaupfélögin þó einráð á mark- aðnum. Á vegum þriggja kaupfélaga eru samtals 23 af 40 verslunum á svæðinu, þar af 15 frá Kf. Eyfirð- inga, 4 frá Kf. Skagfirðinga og 4 frá Kf. Þingeyinga. - HEI Aðalfundur Kísiliðjunnar hf. í gær: Framleiðsla á vín- og vatnssíum skilaði ágóða í gær var haldinn aðalfundur Kís- iliðjunnar hf. í Mývatnssveit. I tengslum vád fundinnvar þess minnst að 20 ár eru liðin frá upphafi kísil- gúrframleiðslu verksmiðjunnar. Að því tilefni sótti Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, verksmiðjuna heim svo og yfirmenn bandaríska fyrirtækisins Manville Corporation í Evrópu, en Kísiliðjan hf. er í eigu þess fyrirtækis, íslenska ríkisins og nokkurra bæjar- og sveitarfélaga á Norðausturlandi. Afkoma Kísiliðjunnar hf. var góð á síðasta ári, þrátt fyrir aukna sam- keppni á kísilgúrmörkuðum varð 12,2 milljóna hagnaður. Þá var efna- hagsstaða Kísiliðjunnar um síðustu áramót góð. Hjá fyrirtækinu störf- uðu að meðaltali 63 starfsmenn á síðastliðnu ári. Framkvæmdastjóri er Róbert B. Agnarsson. Framleiðsla verksmiðjunnar, kís- ilgúrinn, er notaður til síunar á ýmsum vökvum. Dæmi um slíkt er vatn, bjór, olía og vín. Einnig hefur kísilgúrinn verið notaður sem fylli- efni t.d. í tannkrem og málningu. Kísilgúrinn er unninn úr skelja- leifum kísilþörungsins, sem lifir í Mývatni. Jarðgufa, ættuð úr Bjam- arflagi, er síðan notuð til að þurrka kísilgúrinn. Um sölu kísilgúrsins sér Sölufélag- ið Manville hf. á Húsavík. Bróður- partur hans fer á Evrópumarkað. óþh Greinargerðir um álverssamning: VSÍ ekki tilbúið Fulltrúar verkalýðsfélaganna tíu í álverinu skiluðu í gær greinargerð um nýgerðan kjarasamning sem ríkislögmaður álítur brjóta í bága . við bráðabirgðalögin. Ekki vildu þeir tjá sig um innihald hennar fyrr en ríkisstjórnin hefur fjallað um hana. Vinnuveitendur hafa enn ekki skilað sinni greinargerð og var verið að vinna við að koma henni saman í gær. Ólíklegt er því talið að ríkisstjórnin muni fjalla um greinargerðirnar í dag. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.