Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 2
2 Tímihn Fimmtudagur 4. ágúst 1988 Nýskráningar fyrstu sjö mánuði ársins: 27%færri skráðir en á síðasta ári Bifreiðaeftiriit ríkisins nýskráði 1.176 bifreiðir í síðasta mánuði og voru 1.012 þeirra nýjar en 164 voru notaðar. Þá voru 791 bifreið afskráð og 61 bifreið var endurskráð. Annars voru 1.415 bifreiðir ný- skráðar í janúar, en voru 1.317 í sama mánuði í fyrra, eða 96 fleiri í ár. { febrúar voru 1.727 nýjar bifreiðir skráðar, á móti 1.440 árið 1987,m eða 287 fleiri nú. í mars voru skráðar 2.097 nýjar bifreiðir, en 2.031 í sama mánuði í fyrra, eða 66 bifreiðum fleiri í ár. í apríl voru skráðar 886 bifreiðir á móti 1.914 á síðasta ári. Þarna er því um að ræða fækkun um 1.028 bifreiðir. Þegar komið er fram í maí, þá voru skráðar 1.964 bifreiðir, en 2.447 bifreiðir í fyrra. Munurinn er 483 bifreiðir. í júní voru 1.409 nýskráningar á móti 2.692 í sama mánuði á síðasta ári. Munurinn er 1.283 bifreiðir. Loks er það síðasti mánuður, en þá voru skráðar 1.176 bifreiðir á móti 2.728 í sama mánuði 1987. Munurinn er 1.552 bifreiöir. Nýskráningar í júlí voru 43% af nýskráningum í júlí 1987. Nýskrán- ingar fyrstu sjö mánuði ársins eru 73% af nýskráningum fyrstu sjö mánaða ársins 1987. -SÓL Víða má sjá bunka af bílum,sem seljast illa. rimamjnd: Gunnar. Ferskfisksölur erlendis: Samtals seldu skipin fjögur rétt tæp 500 tonn fyrir 37,76 milljónir króna, eða hvert kíló á 75,57 krónur. Af heildaraflanum voru tæp 366,5 tonn af þorski og var meðalverðið á kílóinu 73,30 krónur. Rúm 95 tonn voru af ýsu sem fór á 91,28 krónur kílóið, 17,2 tonn voru af ufsa, sem fór á 27,92 krónur og minna var af öðrum tegundum. Meðalverð karfa var 35,23 krónur, kola 83,55 krónur, grálúðu 81,07 og blandaður afli fór á 96,39 krónur. Liðlega 1.011 tonn voru seld í gámum til Bretlands í vikunni sem leið, og fengust 73,06 milljónir fyrir það magn. Meðalkílóverðið var 73,02 krónur. 504,5 tonn voru af þorski, sem fór á 71,03 krónur hvert kíló, 136,78 tonn voru af ýsu, sem seldist á 90,42 krónur, 24,5 tonn voru af ufsa sem fór á 28,26 krónur, 15 tonn voru af karfa, sem fór á 35,10 krónur, 230,3 tonn voru af kola sem seldist á75,25 krónur, 13,2 tonn voru af grálúðu sem fór á 70,71 krónur og loks voru 87,15 tonn af blönduðum afla, sem fór á 78,81 krónur hvert kíló. Loks seldi Ásbjörn RE 158,3 tonn í Boulogne í Frakklandi í síðustu viku og fékk fyrir 7,44 milljónir, eða 47,03 krónur fyrir hvert kíló. Aflinn samanstóð af þorski, ufsa, karfa og blönduðum afla. 57,3 tonn voru af þorski og seldist kílóið af Ekkert eftirlit haft með söluskattsskilum ormasala Fjórir togarar seldu afla sinn í Bretlandi í síðustu viku. Huginn YE seldi 137,26 tonn í Hull fyrir 10,67 mill- jónir, eða 77,78 krónur á hvert kíló. Katrín VE seldi 97,64 tonn, einnig í Hull, á 5,87 milljónir króna, eða hvert kíló á 60,17 krónur. Særún ÁR seldi í Grimsby rúm 109 tonn á 7,78 milljón- ir, eða hvert kíló á 71,37 krónur og Otto Wathne NS seldi einnig í Grimsby, 168,6 tonn fyrir 13,43 milljónir, eða 86,23 krónur fyrir hvert kíló. honum á 57,03 krónur. 33,5 tonn voru af ufsa, sem fór á 30,82 krónur, 62,9 tonn voru af karfa, sem seldist á 44,52 krónur og 4,5 tonn voru af blönduðum afla sem seldist á 75,32 krónur hvert kíló. -SÓL Ánamaðkar urðu sölu- skattsskyldir með lögunum um söluskatt sem tóku gildi 7. janúar sl., sem beita til annarra veiða en í atvinnu- skyni. Laxveiðin í ám lands- ins telst víst ekki til veiða í atvinnuskyni, menn borga fyrir að veiða laxinn (þó sumir veiði eins og þeir fái borgað fyrir það). Tíminn greindi frá þessari nýju til- högun í grein 3. febrúar sl. og þeim áhrifum sem sölu- skatturinn hefði á verð ána- maðka, og var þá jafnframt sagt frá því að engar ráðstaf- anir hafl verið gerðar á vegum skattstjórans í Reykjavík til að hafa upp á þeim aðilum sem stunda slíka verslun, enda var lítið um sölu á ánamöðkum í febrúar. Það er annað uppi á teningnum núna, veiðin gengur glatt og ána- maðkar eru tíndir í gríð og erg. Skyldi Skattstofan í Reykjavík vera með sérstakar ráðstafanir í gangi nú? Haraldur Árnason hjá sölu- skattsdeild sagði að söluskatts- Ormasalar hækkuðu maðkinn, en óvíst er með skil á söluskatti. skylda starfsemi bæri að tilkynna skattstofunni en að ekkert væri gert til að hafa sérstaklega upp á henni. Mönnum ber að tilkynna sig ótilkvaddir og geri þeir það ekki sagði Haraldur það koma fram við samanburð skattframtala og sölu- skattsskýrslna. Eina hugsanlega leiðin til að fylgjast með ána- maðkasölunni væri í gegnum smá- auglýsingar en slíkt er ekki gert. Á þessu stigi er ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvernig heimtur á söluskatti af ánamöðk- um eru, þær koma ekki í ljós fyrr en skattframtölin liggja fyrir. JIH 1.669tonn seld í síðustu viku

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.