Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 1
Flugmenn hjá Land-
helgisgæslunni fá
10% launahækkun
• Blaðsíða 3
——■■■ *
Markaríljót hrífur
með sér flugvallar«
enda I vatnavöxtum
• Blaðsíða 5
Votviðri á Austur-
landi og Húnaþingi
hefurtafiðheyskap
• Blaðsíða 7
-
Staðgreiðsla skatta erfiðari launþegum en gamla kerfið:
Skattbyrðin eykst
um 12-15 prósent
Þorri launþega þarf í ár að borga
að lágmarki 12-15% hærri skatt í
staðgreiðslu heldur en þeir hefðu
þurft eftir gamla kerfinu, miðað við
samsvarandi tekjur og í fyrra. Hækk-
unin þó er miklu meiri hjá þeim sem
sem áður gátu nýtt sér bílastyrki,
húsaleigu, meðlög, skyldusparnað
eða annað til frádráttar. Þetta geta
skattgreiðendur glöggt séð á skatt-
seðlunum sem þeim bárust nýlega,
þar sem sýndir eru álagðir en niður-
felldir skattar á tekjur ársins 1987.
Ljós punktur er þó það, að þeir lægst
launuðu sleppa betur. • Blaðsíða 5
Þorsteinn Pálsson og Ronald Reag-
an ræddust við í Washington í gær:
"V
Reagan og Þorsteinn ræðast við í Hvíta húsinu í gær.
Ljósmynd: RAX
Vinátta tveggja sam
starfsþjóða ítrekuð
Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti og Þorsteinn
Pálsson forsætisráðherra ræddust við í Hvíta
húsinu í Washington í gær. Þorsteinn er fyrsti
íslenski forsætisráðherrann sem hittir að máli
Bandaríkjaforseta í opinberri heimsókn. A fundi
þeirra var ítrekuð vinátta þessara samstarfsþjóða
og lögð áhersla á að halda uppi sem bestum
samskiptum þeirra í milli. • Baksíða