Tíminn - 11.08.1988, Qupperneq 12

Tíminn - 11.08.1988, Qupperneq 12
12 Tíminrt Fimmtudagur 11. ágúst 1988 ' FRÉTTAYFIRLIT Moskva - Nokkrir sovéskir hermenn féllu í árásum skæru- liða er þeir voru á leið fráj Kandahar í Afganistan, segir í; Prövdu málgagni sovéska • kommúnistaflokksins. Enn- i fremur segir að skæruliðar hafi fellt þrjá hermenn og sært sex tveimur dögum áður en lagt var af stað. Haft er eftir af- ' gönskum liðsforingjum í Prövdu að afganskir hermenn eigi í erfiðleikum með að verja Kandahar eftir að sovéskir her- menn yfirgefi borgina. Harare - Robert Mugabe forseti Zimbabwe segist efast, um að stjórnarmenn í Suður-1 Afríku séu af heilum hug að reyna að koma á friði í suður- hluta Afríku. Brottflutningur suður-afrískra hersveita frá Angóla hófst í gær eftir að stjórnvöld í Suður-Afríku, Ang-„ óla og Kúbu sömdu um vopna- hlé síðastliðinn mánudag. Tokyo - Verð á japönskum hlutabréfamörkuðum féll veru-i lega í gær eftir að forvextir, hækkuðu mjög í Bandaríkjun-j um. Japanar virðast ekki hafa> átt von á hækkun forvaxta fyrr en eftir forsetakosningarnar; sem fram fara í nóvemberl næstkomandi. Washington - Ronaidl Reagan forseti Bandaríkjanna1 mun í næsta mánuði hitta) Francois Mitterand Frakk-i landsforseta í Hvíta húsinu, er j haft eftir talsmanni Reagans. Leiðtogarnir tveir hittust síðast í Toronto í júní á árlegu efna- hagsþingi. Napolí - Stjómvöld hinnar litlu, fjölsóttu ítölsku ferða- mannaeyju, Kaprí hafa hótað gestum eyjarinnar öllu illu ef' þeir voga sér að ganga umi eyjuna í háværum tréklossum. Jafnframt hefur verið sett bann, við tjöldum, hátt stilltum út- varpstækjum og hundum., Kaprí er mjög vinsæll ferða- mannastaður og allt of fjöl-| mennt þar yfir sumartímann., Þegar 12.000 manns komu á! einum degi í síðustu viku ákváðu stjórnvöld að grípa í taumana og bæaja fólki frá með einhverjum raðum. Washington - Leiðtogar repúblikanaflokksins gera nú Mikhael Dukakis forsetafram- bjóðanda demókrataflokksins lífið leitt, með því að hamra í sífellu á því að hann sé illa að sér um landvarna- og utanrík- ismál. Nýlegar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í Banda- ríkjunum benda til þess að fylgi Georges Bush forseta- frambjóðanda repúblikana- flokksins hafi aukist verulega að undanförnu og hann hafi nú einungis sjö prósent minna fylgi en mótframbjóðandi hans. i allt sumar hefur Dukakis haft sautján prósenta forskot á Bush. llllllll ÚTLÖND ' , : - . ' ■' .. .... . Mótmælendur í Burma hafa nú víða komist yfir vopn lögreglunnar. Ekkert lát á óeirðunum í Burma: Lögreglustöðvar á valdi mótmælenda Ekkert lát virðist vera á óeirðum á götum Rangoonborgar í Burma. Hörð átök brutust út í gær á milli mótmælenda og öryggissveita hersins og náðu mótmælendur að komast yfir vopn á fjölmörgum lögreglustöðvum í borginni. „Fjöldi lögreglustöðva er nú á valdi mótmælendanna og þeir hafa jafnframt undir höndum mikið magn vopna,“ er haft eftir vestrænum stjörnarerindreka í Burma. Mótmælendurnir hafa sett upp götuvirki í mörgum hverfum borgar- innar og svara nú fyrir sig af heift eftir skothríð hersins undanfarna Eftirlitsmennirnir munu meðal annars ræða við íranska forystu- menn í stjórnmálum og hermálum um gang mála auk þess sem þeir munu undirbúa komu hóps eftir- litsmanna Sameinuðu þjóðanna sem væntanlegur er til íran á næstunni. „Friðargæslumennirnir munu þrjá daga. Hermenn brutust í gær inn í sjúkrahús í Rangoon og skutu þar á starfsfólk. „Fjölmargir létu lífið í skothríðinni og enn fleiri eru særðir,“ er haft eftir stjórnarerind- reka í Rangoon. „Óeirðirnar í höfuðborginni breiðast út eins og eldur í sinu,“ fylgjast með aðgerðum íranska hers- ins í héruðum í suður- og vesturhluta landsins, þar til vopnahléið tekur gildi klukkan 3.00 aðfararnótt 20. ágúst,“ er haft eftir fréttastofunni. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að friðargæslumenn séu einnig á leið til Bagdad í írak. bætti hann við. Talið er að fjöldi manns hafi látið lífið í átökum í fátækrahverfum borgarinnar. Hundruð þúsunda hafa tekið þátt í mótmælunum í höfuðborginni Rangoon og þrjátíu öðrum borgum, víðs vegar um landið. Fólk hefur safnast saman á götum úti til að krefjast lýðræðis og sýna vanþóknun sfna á harðstjórn sósí.iiista sem hafa farið með völdin í landinu síðastliðin 26 ár. Kanadastjórn ætlar að senda 400 gæsluliða til íran en í heild munu gæsluliðar frá 25 löndum verða í liðinu. Eftirlitsmennirnir munu annast öll samskipti milli írana og íraka þann tíma sem þeir dveljast í löndunum tveim. Haft er eftir Javier Perez de Cuellar aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, að kostnaðurinn við þessar friðargæsluaðgerðir sé áætlaður 74 milljónir dollara. IDS Sex sinnum meiri rigning á einu kvöldi heldur en allt árið 1987: HALF ÖNNUR MILLJÓN ÁNÚ HVERGI HEIMA Sex sinnum meira regn féll í Khartoum, höfuðborg Súdan í flóðunum í síðustu viku, heldur en allt árið 1987, samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt tölum frá Neyðar- hjálparstofnun Sameinuðu þjóð- anna mældist úrkoma í Khartoum 210 millimctrar að kvöldi 4.ágúst í stað 36 millimetra allt árið ,í fyrra. Síðastliðin þrjátíu ár hefur árleg úrkoma aldrei mælst meiri en 110 millimetrar. Fjórar milljónir ntanna búa í Khartoum og er ein og hálf miiljón hcimilislaus eftir flóðið. Ekkert rafmagn cr í borginni og drykkjarvatn cr af skornum skammti. Ellefu manns létu lífið í flöðinu. Tveimur sólarhringuni eftir aö Nílarfljót flaut yfir bakka sína af völdum rigningarinnar, var 80% lands umhverfis höfuðborgina og innan hennar undir vatni. Stjórnvöld í Egyptalandi og mörgum Evrópulöndum hafa þegar sent neyðarhjálp til Súdan. Lynda Chalker aðstoðarutun- ríkisráðherra Bretlands sagði í viðtali í BBC í gærkvöld að fyrsti farmur af lyfjuni, tjöldum og öðrum nauðþurftum yrði sendur til Súdan á morgun. Jafnframt munu breskir verkfræðingar fara á staðinn til að reyna aö koma aftur á rafmagni í höfuðborginni. Haft var eftir breska sendiherr- anum í Súdan í BBC að ástandið í landinu sé nú verulcga slæmt og flóðin séu hin verstu sem um getur á þessari öld. ítalir hafa skipulagt samfellda loftflutninga meö nauðsynjavör- ur til hrjáðra íbúanna, í samvinnu við UNDRO. Ennfremur hefur Rauði kross- inn víðs vegar um heiminn skipu- lagt hjálparstarf og sent fjármagn og nauðsynjar til Súdan. IDS IDS Eftirlitsmenn SÞ komnir til íran Fyrstu fímm eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna eru nú komnir til Teheran í íran þar sem þeir munu undirbúa vopnahléið sem gengur í gildi tuttugasta þessa mánaðar, ef marka má fregnir IRNA, opinberu fréttastofunnar í íran. Rust langar afturtil Sovétríkjanna Mathias Rust langar að sjá Moskvu aftur, en nú á jörðu niðri, er haft eftir lögfræðingi hins fífldjarfa unga flug- manns. „Hann langar að sjá hvernig borg- in lítur út en hann hafði því miður ekki tíma til að skoða hana nema úr lofti, þar sem hann var handtekinn um leið og hann lenti vélinni á Rauða torginu. Nú hefur hann því í hyggju að heimsækja borgina sem ferðamaður,“ sagði Vsevolod Yak- ovlev lögfræðingur Mathiasar. Hinn tvítugi flugmaður var leystur úr haldi og fluttur til Vestur-Þýska- lands, í síðustu viku. Þá hafði hann setið inni 14 mánuði Rust segist nú vilja fara aftur til Moskvu. af þeim fjórum árum sem dómurinn hljóðaði upp á, er hann var dæmdur á síðasta ári. Að sögn Yakovlevs tók Rust öllu sem á gekk í fangelsisvistinni- með stóískri ró. „Mathias fékk venjulegan fanga- mat. Hann kvartaði aldrei og sagði að tíminn flygi áfram," sagði lög- fræðingurinn. Enskumælandi samfangar Mat- hiasar þýddu fyrir hann greinar úr Prövdu á hverjum degi meðan á fangavistinni stóð, þar sem Rust kvað hafa mikinn áhuga á málefnum Sovétríkjanna. Auk þess hóf hann rússneskunám í fangelsinu. Haft er eftir opinberum talsmanni í Hamborg að flugleyfi Mathiasar hafi verið tekið af honum. IDS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.