Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. ágúst 1988 1 Tíminn 7 Heyi bjargað í hlöður í kapphlaupi við grátandi veðurguði: Heyskapur mjög misjafnt á veg kominn á landinu Segja má að heyskapur sé nú almennt langt kominn á landinu og á stöku stað er honum að fullu lokið. Á sumum landssvæðum eru heyannir þó frekar seint á ferðinni í ár og má segja að til þess liggi tvær meginástæður, annarsvegar miklir þurrkar og af þeim sökum grasleysi framan af sumri og síðan stopulir þurrkar. Austfirðir og Húnavatnssýslur hafa t.d. orðið óvenjulega illa úti hvað þetta varðar á þessu sumri. Gotthljóð í Sunnlendingum Á Suðurlandi hefur heyskapur víðast hvar gengið vel að sögn við- mælenda Tímans. Einar Kjartans- son, bóndi Þórisholti í Mýrdal lét vel af gangi mála og taldi bændur þar um slóðir langt komna með heyskap og suma nánast búna. Hann sagði það eftirtektarvert að tún væru óvenju græn um þessar mundir, sem mætti rekja til þess að gróður hefði verið óvenju seinn til sl. vor og ekki tekið af krafti við sér fyrr en liðið var á júnímánuð. Einar taldi þetta gefa góð fyrirheit um næga haustbeit fyrir sauðféð. Almennt má segja að heyönnum sé lokið í Landeyjum og Flóanum en eitthvað skemur á veg komnar í uppsveitum Árnés- og Rangárvalla- sýslu. f>ó hefur einstaka bóndi þar nú þegar náð öllum heyjum á hús. Bændur á Suðurlandi eru almennt sammála um að hey séu góð í ár, þó að magni til séu þau ekki mjögmikil. Heyskap að Ijúka í Borgarfirði I Borgarfirði er bróðurpartur bænda þessa dagana að ljúka hey- skap. Ástríður Sigurðardóttir í Kalmanstungu I í Hvítársíðu sagði heyskap vera lokið þar á bæ og væri það á svipuðum tíma og undanfarin ár. Ástríður sagði að eitt helsta einkenni þessa heyskaparsumars vera rok, en eins og kunnugt er hefur Kári sannarlega gert mörgum bóndanum lífið leitt við heyhirðingu á vestanverðu landinu. Aðspurð sagðist Ástríður telja að heyfengur væri mjög góður í ár en að sama skapi væri hann lítill að vöxtum. Hjá Kristjáni Guðbrandssyni, bónda á Gunnarsstöðum Hörðudals- hreppi í Dalasýslu, fengust þær upp- lýsingar að velflestir bændur þar um slóðir væru langt komnir með hey- skap en fáir hefðu lokið honum að fullu. „Þetta hefur almennt gengið vel, en spretta hefur verið með minnsta móti,“ sagði Kristján. Hann sagðist telja að menn myndu slá smiðshöggið á heyannir ef gæfi 3-5 daga samfelldan þurrkkafla. Að sögn Reynis Ivarssonar, bónda Móbergi Rauðasandshreppi í Vest- ur-Barðastrandarsýslu, hefur verið eindæma skúrasamt þar vestra í sumar og því tafið heyskap. „Þetta hefur verið heldur leiðinlegt hey- skaparsumar,“ sagði Reynir. Hann taldi þó að nýting heyja væri með sæmilegasta móti og heyfengur nægur. Bændur þar vestra munu flestir langt komnir með heyskap og ekki þarf marga heiðríkjudaga til að honum ljúki. Votviðrasamt í Húnaþingi Brynhildur húsfreyja í Víðidals- tungu í Þorkelshólshreppi, Vestur- Húnavatnssýslu, lét illa af gangi mála. „Mér hefur virst heyskapur hafa gengið illa. Mikið af þeim heyjum sem náðst hafa á hús eru hrakin. Þó náðu þeir bændur sem slógu friðaða bletti í byrjun júlí góðum heyjum. Líklega þarf viku til hálfsmánaðarþurrkkafla til að Ijúka hér heyskap.“ Brynhildur lét þess getið að þetta sumar einkenndist öðru fremur af þoku í Vestur-Húna- vatnssýslu. Hljóðið var gott í Ferdinant Rósmundssyni, Lóni í Viðvíkur- hreppi í Skagafirði, þegar Tíminn hringdi í hann í fyrradag. „Heyskap- ur hefur gengið vel upp á síðkastið. Hey eru yfirleitt mjög góð, sérstak- lega á þeim bæjum þar sem snemma var slegið. Þó eru menn nú að hirða hálfgerðan rudda, sem lenti í lang- vinnum rigningum. Um heyfeng er ekki gott að segja nú. Þeir bændur sem byrjuðu að slá snemma eru nú margir að hefja seinni slátt og eftir að honum lýkur er fyrst hægt að segja til um hey- feng.“ í Eyjafirði eru vel flestir búnir með heyskap og hinir langt komnir eða að enda. Bændur í Eyjafnði, fyrir innan Akureyri, eru alla jafna með þeim fyrstu til að hefja heyskap og það brást ekki í ár. Það setti þó strik í reikninginn í ár að þurrkar voru óvenju miklir í júnímánuði og gras spratt því seint. Þeir bændur sem byrjuðu snemma að slá náðu því ekki miklum heyjum en gæði heysins voru þó mjög mikil. Rættist úr með sprettu í sveitunum út með Eyjafirði, Árskógsströnd og Svarfaðardal, eru bændur nú að ljúka heyskap. Þar hafa hey hrakist nokkuð að undan- förnu en í fyrradag, þegar Tíminn hafði spurnir af, var þar glampandi veður og góð þurrkflæsa. Sama sprettuleysi var framan af sumri í S-Þingeyjarsýslu og því hófst heyskapur þar seinna en venja er til. Að sögn Ragnars R. Bárðdal í Holtakoti í Ljósavatnshreppi, geng- ur hann þó vel og bændur velflestir að ljúka honum þessa dagana. Ragn- ar sagði að eftir óþurrkakafla í byrjun ágúst hefði nú brugðið til sunnanáttar og þurrviðris. Hann sagðist telja að heyfengur yrði vel í meðallagi þar um slóðir. Hjá Önnu Láru Jónsdóttur, Efri- Hólum í Presthólahreppi Norður- Þingeyjarsýslu, fengust þær upplýs- ingar að bændur þar í sveit væru nú að ljúka heyskap, en almennt hófst sláttur um miðjan júlí. „Þetta hefur gengið vel og ég held að heyfengur sé vel í meðallagi,“ sagði Anna Lára. Veðurguðirnir erfiðir Tíðar skúraleiðingar hafa gert austfirskum bændum erfitt fyrir með heyskap í sumar. Af þeim sökum og vegna lélegrar sprettu framan af sumri, sem orsakaðist m.a. af þurrk- um í júní, er heyskapur frekar seint á ferðinni á Austurlandi. Að sögn Páls Þ. Hjarðar, bónda Hjarðarhaga í Jökuldalshreppi, er heyskapur vart meir en hálfnaður á mörgum bæjum á Jökuldal. Páll taldi þó ástandið nokkru betra á Héraði og í Fljótsdal. Að hans sögn var gríðarlega mikið magn heyja bundið um sl. helgi sem væri nú verið að ná í hlöðu. „Ég hygg að nokkuð muni volgna í heyjum, án þess þó að það komi niður á heygæðum," sagði Páll Þ. Hjarðar. óþh Hér hefur einhver verið að snúa á kolólöglegum traktor, en með nýja heyþyrlu. Nær allir bændur hafa öryggisgrind á dráttarvélum sínum núorðið eins og vera ber. TínumyinkGunnar. Sumarferð í Lakagíga Sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík inn í Lakagíga verður farin laugardaginn 13. ágúst n.k. Lagt af stað frá umferðamiðstöðinni (B.S.Í.) í Reykjavík kl. 8.00 A Kirkjubæjarklaustri mun Steingrímur Hermannsson ávarpa ferðalanga, og Séra Siguijón Einarsson segja frá sögu Skaftáreldanna. ✓ I Lakagíga mun Jón Jónsson jarðfræðingur segja frá jarðfræðilegri sögu eldanna. Steingrímur Hermannsson Jón Jónsson Sr. Sigurjón Einarsson Áætlaður komutími til Reykjavíkur er kl. 23.00 Ferðalangar eru minntir á að hafa með sér nesti. Fararstjórar og leiðsögumenn verða í hverri rútu. Verð er kr. 2000 fyrir fullorðna 0g kr. 1000 fyrir börn. Tekið er á móti pöntunum í síma 24480 og miðar seldir á skrifstofu "v framsóknarfélaganna milli kl. 8.00 og 16.00 Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.