Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 11. ágúst 1988 AÐ UTAN llllllll! Burma: Landið gjöfula sem mannleg mistök hafa troðið í svaðið Ne Win, einræðisherra í Burma, sat að völdum í einhverju auðugasta ríki Asíu í 26 ár og tókst að koma því á vonarvöl áður en hann sagði af sér fyrir skömmu. Eftirmaður hans varð sá samstarfsmaður hans sem þjóðin hatar hvað mest. Blaðamaður þýska vikuritsins Spiegel heimsótti Burma nýlega og segir svo frá heimsókninni. Allt í niðurníðslu í þessu náttúruauðuga ríki Hermaðurinn ýtir við fótgang- andi útlendingi með byssunni sinni og segir ákveðið: „Go to bed!“ Eftir klukkan 10 á kvöldin á enginn erindi á götum Rangoon, höfuð- borgar Burma. Þegar er orðið dimmt á fólk að sofa. Leigubíllinn, sem fenginn var á flugvellinum og var haldið gang- andi með úrgangshlutum úr banda- rískum bílum frá um 1950, gefst upp eftir nokkra kílómetra. I litla Datsun-vörubílnum, sem aumkar sig yfir strönduðu farþegana úr leigubílnum, ræður ríkjum em- bættismaður í einu ráðunei'tinu. Hann tekur í fargjald fyrir greið- ann, greitt í dollurum, sem svarar ríflega mánaðarlaunum. Á „Strand-hótelinu“ sem í eina tíð var einn af þekktustu gististöð- um Asíu þar sem Rudyard Kipling og Somerset Maugham héldu gjarna til, báðu gestirnir um búrm- anskan bjór en hann er ófáanlegur. Auglýsingar á ferðaskrifstofu ríkis- ins hvetja ferðamenn til að fljúga til ævintýraborgarinnar Mandalay, en hvort flugvélin er ekki í umferð eða alltaf er uppselt með henni, er ekki hægt að komast að. Eitt er víst, það er enga farseðla að fá. Og hvað þá um að fara með lest? „Því miður, engir fleiri farseðlar þessa vikuna," er svarið. Ferða- maðurinn verður samt að yfirgefa landið strax næstu helgi, því að meira en eina viku þola Burma- menn engum útlendum gesti að dveljast innan landamæra sinna, en í Burma er m.a. að finna fallegustu pagóðuborgir Asíu. Þetta er Burma 1988. Landið, serri eitt sinn var stærsti hrísgrjóna- útflytjandi heims, er nú tilneytt að flytja inn hrísgrjón og verðið á þeim hefur hækkað um 400% síðan í janúar. í Burma eru gífurlegar olíulind- ir, samt sem áður er ekkert bensín að hafa þar sem eldgamlar dælurn- ar eru ekki starfhæfar vegna skorts á varahlutum, og engir peningar eru til til að setja upp nýjar. Burma er þekkt fyrir kryddaða tóbakið sitt, engu að síður er erfitt að verða sér úti um vindla, og vinsælustu vindlingana „Duya“ er eingöngu hægt að fá keypta gegn erlendum gjaldeyri. Burma er mesta tekkviðarræktun í heimi, en trén rotna í skóginum þar sem engin flutningatæki eru fyrir hendi til að koma þeim þaðan. Burma komið á lista yfir fátækustu þjóðir heims - að eigin ósk Burma, eitt auðugasta land Asíu, þar sem jarðvegurinn er frjósamur, fólksfjöldi er innan skynsamlegra takmarka, málmar og eðalsteinar eru í gífurlegu magni, hefur breyst frá því að vera fært um að sjá nágrönnum sínum fyrir hrísgrjónum í mesta fátæktar- bælið í Asíu. Og í vor urðu stjórn- völd að fara þess á leit að landið yrði sett á lista fátækustu þjóða heims, í því skyni að Burma-menn losnuðu undan þeirri kvöð að greiða hluta erlendra skulda sinna. En Burma-menn geta hvorki kennt nýlendustefnu annarra né arðrænandi fjölþjóðafyrirtækjum um hvernig komið er, ekki heldur að þeir hafi orðið að hervæðast né að þeir hafi ekki frið fyrir afskipt- utn stórvelda, og ekki hcldur fjandsamlegum nágrönnum né uppskerubresti - og þeir hafa ekki heldur tekið þátt í hervæðingar- keppni þriðja heimsins. Landið hefur í hálfan þriðja áratug harðlokað umheiminn úti svo að engu er við að jafna nema Albaníu. Einangrun landsins hefur verið svo alger að yfirvöld drógu landið m.a.s. úr samtökum óháðra ríkja. Heimatilbúin eymd Þannig er eymdin hreinlega heimatilbúin, aBeiðing þess að fyrirskipuð var óþörf stefnubreyt- ing í efnahagsmálum, sem gefið var heitið „leiðin til burmansks sósíalisma", sem leiddi landið í algera örbirgð og hefur valdið vonleysi meðal 38 milljóna þjóðar sem hefur tamið sér búddiska þol- inmæði. Þjóðarbrotin, sem ekki eru af burmönskum uppruna og byggja úthéruð ríkisins - Schanar og Monar, Katschinar, Karenar og Tschinar, gera tilraunir til að losna undan valdi stjórnarinnar í Rangoon með vopnavaldi. Nú hefur maðurinn sem ábyrgð ber á þessum ósköpum vikið af valdastóli og tilkynnt að endurbæt- ur verði gerðar. En eftirmaður hans hefur verið valinn einmitt sá samstarfsmaður hans sem hingað til hefur kæft ruddalega sérhvern andróður gegn einræðinu. Nú lítur ekki út fyrir annað en búast megi við algeru borgarastríði í Burma. „Sonur orðstírsins“ Það var einmitt borgarastríð í Burma þegar Ne Win hershöfðingi (nafnið þýðir „sonur orðstírsins") náði völdum í uppreisn því sem Ne Win hefur ríkt harðri hendi í Burma undanfarinn aldarfjórðung og tckist að koma efnahag þessa gjöfula lands í kaldakol. næst án blóðsúthellinga (aðeins einn féll í átökunum) árið 1962, en hann hafði áður unnið sér frægð fyrir andspyrnu gegn breska ný- lenduvaldinu. Þá hafði Burma ver- ið sjálfstætt ríki síðan 1948 en átti þegar í stríði gegn þjóðernisbrot- unum á landamærunum, kommún- iskum skæruliðum og ópíumstór- löxum. Hershöfðingjanum tókst ekki að binda enda á smástríðin heldur einungis að festa í sessi yfirráð ríkisvaldsins í stærsta hluta landsins, þar sem Burma-menn búa. Einræðisherrann Ne Win stjórn- aði Burma eins og ættfaðir stórfjöl- skyldu sinni, strangur og, að eigin áliti, réttlátur. Útlendingum var í fyrstu alls ekki leyft að koma til landsins, en síðar var landvist þeirra leyfð, fyrst í 3 daga og síðar 7, og þá voru ferðir þeirra takmark- aðar við, auk höfuðborgarinnar, aðeins hina frægu Mandalay sem Rudyard Kipling lofsöng svo mjög („Á leið til Mandalay") og Pagan, sem státar af fegurstu og frægustu pagóðunum. Blaðamönnum var yfirleitt synjað um leyfi til að heimsækja landið. Misvitrir framkvæma vitlausa efnahagsstefnu Hvað fæðuöflun varðaði var Burma sjálfu sér nægt, iðnaðurinn, að svo miklu leyti sem hann fyrir- fannst, var þjóðnýttur, einnig jarðir, samgöngutæki og verslunin, sem áður hafði aðallega verið í höndum Indverja og Kínverja. í skrifræðisveldinu þrefaldaðist starfsmannafjöldi. Afleiðingar slíkrar efnahags- stefnu voru óumflýjanlegar þegar leiðandi stöður voru skipaðar yfir- mönnum í hernum, bæði starfandi og fyrrverandi, og gæðingum þeirra sem ekki höfðu hið minnsta vit á efnahagsmálum. Það tók þá að vísu nokkurn tíma að gera þetta auðuga og frjósama land með nægjusömum íbúum gjaldþrota, en tókst að lokum. Verðbólgan náði þriggja stafa tölu (500%) þrátt fyrir að oft væri gefin út fyrirskipun án fyrirvara um að innkalla alla verðmikla pen- ingaseðla. Þannig voru á síðast- liðnu hausti allir 25 , 35 og 75 kyat-seðlar, og þar með tveir þriðju hlutar allra peninga í umferð, lýstir ógildir bótalaust. Þrátt fyrir opinbert bann á lán- tökum jukust erlendar skuldir um allt að því fjóra milljarða dollara. Þegar allt kom til alls varð að minnsta kosti að búa herinn vopn- um og skotfærum og einræðisherr- ann og fylgdarlið hans varð að hafa farartæki við hæfi. Þannig tók hann á leigu þotu frá Swissair í vor til að ferðast til Evrópu. Smygl og svarta- markaðsbrask hélt efnahagslífinu gangandi Efnahagslífið þar fyrir utan hélst gangandi með smygli og svarta- markaðsbraski. Við kínversku landamærin hafa risið risavaxnir smyglaramarkaðir þar sem gjald- miðill Burma-manna er jaðe og rúbínar gegn niðursuðuvörum, sígarettum, plastfötum, eldspýt- um, lyfjum og reiðhjólum. Frá Thailandi fást gegn eðalsteinum fornmunir og tekkferðaútvarps- tæki, gallabuxur, snyrtivörur og myndavélar, frá Indlandi álnavara í hin hefðbundnu lendaklæði longji, skór og hamppokar. Svartamarkaðsgengi burmanska gjaldmiðilsins kyat hækkaði í átt- falt opinbert gengi. Erlendir ferða- menn verða að vísu að skipta 100 dollurum opinberlega, en geta lifað góðu lífi þá viku sem þeir mega Sein Lwin, eftirmaður Ne Wins og náinn samstarfsmaður tii margra ára, hefur gengið manna harðast fram í að berja niður alla andstöðu í Burma. vera í landinu á jafnvirði einnar viskýflösku og einnar lengju af sígarettum. Ástandið var orðið slíkt að það þurfti ekki nema smáneista til að reka hina seinþreyttu Burma-menn til uppreisnar. í mars flykktust þúsundir stúdenta út á götur höfuð- borgarinnar til mótmæla eftir að maður hafði verið drepinn á testofu en lögreglan vildi leyna drápinu. Verkamenn, kaupmenn og jafnvel búddamunkar slógust í hóp með stúdentunum. „Sá sem brýtur flesta hausa fær stöðuhækkun“ Yfirvöld snerust gegn mótmæl- endunum af geysilegri hörku, eink- um og sér í lagi var grimmdarleg framganga óeirðalögregluforingj- ans Lon Hteins, undirmanns náins félaga Ne Wins, fyrrum hershöfð- ingjans Sein Lwins. Sein Lwin var ungur yfirmaður í 4. hersveit „Burma Rifles“ ásamt Ne Win og síðan 1962 hafði hann sjálfur þrisv- ar barið niður stúdentaóeirðir harðri hendi. Hann er nú 64 ára að aldri. Annar fyrrum samstarfsmaður Ne Wins, Aung Gyi hershöfðingi á eftirlaunum, skoraði á einræðis- herrann eftir blóðbaðið í mars í mörgum sendibréfum að steypa landinu ekki í algera ógæfu. Hers- höfðinginn fyrrverandi skýrði frá fyrirskipunum undirmanna Lon Hteins til óbreyttra lögreglumanna sinna að „brjóta hausana á stúdent- unum. Sá sem brýtur flesta hausa fær stöðuhækkun". Kvenstúdent- ar, þ.á m. dætur yfirmanna í hern- um hefðu orðið að þola nauðganir í vörslu lögreglunnar. Afrit af bréfunum ganga kaupum og sölum á götum Rangoon fyrir allt að 40 kyat, sem samsvarar vikulaunum embættismanns ríkisins. Þegar yfirvöldin lugu því að í óeirðunum hefðu aðeins tveir látið lífið, fullyrti Aung Gyi að 283 lægju í valnum. M.a. hefði 41 stúdent kafnað í lokuðum lögreglu- flutningabíl á leið í fangelsi. Þetta urðu yfirvöld síðar að viðurkenna að var sannleikanum samkvæmt. Allir þessir atburðir leiddu til nýrra óeirða í júní sem urðu til þess að allt líf í höfuðborginni færðist úr skorðum. Aftur gripu menn Sein Lwins til manndrápsað- gerða. Þeirdrekktu mótmælendum í Inya-vatninu í útjaðri Ranoon. Þeir gengu svo langt að jafnvel yfirmenn í hernum lögðu fram mótmæli hjá Ne Win gegn þessum ruddalegu aðferðum til að bæla niður mótmælin. Afsögn Ne Wins - flokkurinn velur eftirmann hans Ne Win tilkynnti þá 1061 fulltrúa ríkisflokksins á fundi, sem hafði verið kallaður sérstaklega saman vegna ástandsins, afsögn sína og fjögurra annarra háttsettra manna, þar sem hann áliti sig a.m.k. „óbeint bera ábyrgð á hinum sorg- legu atburðum". Auk þess til- kynnti hann að auknu frjálsræði yrði komið á í efnahagsmálum og þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um hvort Burma ætti aftur að hverfa að fjölflokkakerfi. Þessu vísaði flokkurinn ákaft á bug þó að orð Wins hefðu fram að þessu verið sem lög, flokkurinn vildi ekki leggja sjálfan sig niður. Fulltrúarnir leyfðu Ne Win sjálfum að draga sig í hlé, en ekki öryggis- lögreglustjóranum Sein Lwin, sem líka var á afsagnarlistanum. Æðsti maður lögreglunnar, sem fram að því hafði verið fjórði æðsti maður ríkisins, varð nú líka flokks- formaður og forseti Burma. Hvort þessi niðurstaða var raunverulega andstæð vilja Ne Wins eða síðasta bragð þessa 77 ára fyrrverandi einræðisherra er það sem veldur vangaveltum þeirra sem fylgjast með ástandinu í Burma. Erlendir stjórnarerindrekar tala um að þessi niðurstaða sé ögrun gegn öllum, sem höfðu gert sér vonir um umbætur. Á flugritum er hvatt til frekari mótmælaaðgerða. Margar borgir fjarri höfuðborg- inni, þar sem kennt hafði óróa, voru settar undir neyðarlög. Ne Win hótaði í afsagnarræðu sinni að framvegis verði ekki skotið að- vörunarskotum að þeim sem gera sig líklega til að stofna til óláta. „Þegar herinn skýtur, skýtur hann markvisst," sagði hann. Því miður lítur nú út fyrir að örlög Burma, sem í augum vest- rænna ferðamanna hefur verið Ijómað rómantískum bjarma, verði þau sömu og annarrar fýrr- verandi paradísar í Asíu, Sri Lanka, þar sem ekki linnir nú blóðsúthellingum og ofbeldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.