Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. ágúst 1988
Tíminn 3
18 milljóna króna samstarfsverkefni Iðntæknistofnunar og Alpan hf. á Eyrarbakka:
„Nýsköpun í atvinnulífinu“
er setning sem oft heyrist í
ræðum stjórnmálamanna, þegar
þeir líta björtum augum fram á
við. En oftar en ekki nær ný-
sköpunin ekki lengra en á prent
og þaðan niður í skrifborðs-
skúffu.
Úrvinnsla á framleiðslu ál-
versins í Straumsvík er gott
dæmi um þetta. Til fjölda ára
hefur verið rætt um að gera átak
til að stórauka úrvinnslu á hrá-
áli. Lítið hefur þó enn orðið úr
framkvæmdum. Þó eru á þessu
ánægjulegar undantekningar. í
því sambandi ber að nefna að
hjá Alpan hf. á Eyrarbakka eru
framleiddir pottar og pönnur,
hágæðavörur sem hafa hlotið
mikið lof bæði hér á landi og úti
í hinum stóra heimi. Þá ber að
nefna að fyrir stuttu hófst fram-
leiðsla á álbobbingum hjá ís-
lenska álfélaginu í Straumsvík.
Af öðrum fyrirtækjum sem nýta
hráálið má t.d. nefna DNG á
Akureyri.
Nú standa vonir til að augu manna
opnist fyrir möguleikum á hráálsúr-
vinnslu hér á landi. f septembermán-
uði er áætlað að hleypa af stokkun-
um samstarfsverkefni Iðntækni-
stofnunar og Alpan hf. á Eyrarbakka
um að afla frekari þekkingar á sviði
vinnslu úr hrááli með ýmsum prófun-
um í framleiðslu. f þetta er ráðist
með það að leiðarljósi að auka
hráálsúrvinnslu hér á landi og auka
þar með fjölbreytni í atvinnulífinu.
Þriggja ára verkefni
Kostnaðaráætlun fyrir verkefnið,
sem áætlað er að taki þrjú ár að
vinna, hljóðar upp á 18 milljónir
króna, 6 milljónir á ári. Á þessu ári
veitir Rannsóknarráð ríkisins 1,5
milljón króna til verkefnisins og sótt
hefur verið um fjárframlög frá Nor-
ræna iðnþróunarsjóðnum til að
styrkja það.
Af hálfu Iðntæknistofnunar munu
Heiðar Jón Hannesson og Halldór
Guðmundsson vinna að verkefninu.
Heiðar Jón sagði í samtali við Tím-
ann að þarna væri um að ræða mjög
veigamikinn hlekk í þekkingaröflun
á hráálsúrvinnslu hér á landi. Hann
sagði að ætlunin væri að nýta þau
framleiðslutæki sem Alpan hefði
yfir að ráða til þess að „kortleggja
framleiðsluferlið", auk þess sem
tæki, sem Iðntæknistofnun hefur
yfir að ráða, yrðu notuð við verkefn-
ið.
Sjónum verður bæði beint að
framleiðslunni án trefjastyrkingarog
síðan með trefjastyrkingu með það
fyrir augum að hægt verði að auka
fjölbreytni í úrvinnslu hrááls og færa
þar með út kvíarnar og koma um
leið til móts við óskir frá kröfuhörð-
um markaði. Heiðar Jón segist binda
við það vonir að ef áætlanir um þetta
verkefni standist muni verða unnt að
þremur árum liðnum að segja ná-
kvæmlega til um í hvaða hráálsúr-
vinnslu skuli ráðist.
Nauðsyn á meiri
fjölbreytni í framleiðslu
Takmarkið er, að sögn Heiðars
Jóns, að auka verulega hráálsúr-
vinnslu, auka fjölbreytni í fram-
leiðslunni frá þvr' sem nú er og
styrkja þá vöru sem fyrir er. Hann
segist ekki sjá neitt sem mælir gegn
því að úrvinnslufyrirtæki, eins og
Alpan hf. á Eyrarbakka, verði stað-
sett víða um land og styrki þannig
stoðir atvinnulífs. „Fyrst þarf að
sýna fram á möguleikana í fram-
leiðslu. Síðan er það í höndum
stjórnvalda að koma til móts við þá
aðila sem hugsanlega vildu ráðast í
einhverskonar hráálsúrvinnslu með
fyrirgreiðslu af einhverju tagi,“ segir
Heiðar Jón Hannesson.
Forsvarsmenn Alpan hf. hyggja
gott til þessa verkefnis. Að sögn
Þórs Hagalín er nauðsynlegt fyrir
fyrirtækið, eigi það að festa sig í
sessi, að auka fjölbreytni framleiðsl-
unnar. „Við vonumst til að þessi
athugun færi okkur betra vald á
þeirri framleiðslu sem við erum í nú.
Það er auðvitað af hinu góða. En
miklu meiri forvitni er okkur á því
að ná tökum á þessari tækni til þess
að auka fjölbreytni framleiðslunnar
hjá okkur.“
Þór lét þess getið að svipuðum
steypuaðferðum og Alpan hf. notar
sé t.d. beitt í stórum mæli austur í
Japan. „Toyota-bílaverksmiðjan
notar þessa aðferð við framleiðslu á
stimplum í sínar díselvélar. Þetta
hafa þeirToyota-menn gert í 3-4 ár.“
„Án þess að ég sé að spá á þessari
stundu fyrir um frekari úrvinnslu
hrááls hér á landi, þá er ekki óhugs-
andi að innan nokkurra ára verði
hafin hér framleiðsla á t.d. bílavara-
hlutum," sagði Þór. Hann sagði
forsendu fyrir því að þetta gæti
þróast á þennan veg vera skilning
stjórnvalda á slíkri framleiðslu.
„Stuðningur stjórnvalda verður að
vera fyrir hendi. Menn gera ekki
hvort tveggja á sama tíma, að berjast
í bökkum og þróa vöruna. Okkar er
að sýna fram á möguleikana sem eru
til staðar og síðan þarf að vera fyrir
hendi vilji frá hinu opinbera til að
þróa eitthvað sem kemur fram.“
Bobbingarnir lofa góðu
Hráálsúrvinnsla er víðar en hjá
Alpan hf. Á vegum íslenska álfélags-
ins hófst fyrir nokkrum vikum fram-
leiðsla á álbobbingum fyrir sjávarút-
veg. Segja má að framleiðslan sé of
skammt á veg komin til þess að hægt
sé að leggja dóm á hana, en að sögn
Jóns Þórðar Jónssonar hjá ÍSAL
lofar hún góðu. Til þessa hafa verið
framleiddir 80 tuttugu og fjögurra
tommu miðjubobbingar og rúmlega
50 svokallaðir vængbobbingar. Þá er
nýbyrjað að framleiða 21 tommu
miðjubobbinga.
Framleiðslan er tvennskonar,
annarsvegar sandsteypa og hinsveg-
ar steypa í stálmótum sem fengin
voru frá SVíþjóð.
Jón Þórður segir að þessi fram-
leiðsla sé enn sem komið er hliðar-
búgrein hjá ÍSAL, en tæknin til
frekari framleiðslu sé til staðar og
viðbrögð markaðarins verði að skera
úr um hvort ráðist verði í frekari
framleiðslu.
Bobbingarnir hafa allir farið á
innanlandsmarkað, en Jón Þórður
segir að unnið sé nú að athugun á
markaðssetningu erlendis. Hann
nefndi að ÍSAL hafi kynnt bobbing-
ana á sjávarútvegssýningu í Glasgow
sl. vor og vonir stæðu til að sambönd
sem þar náðust myndu skila ein-
hverri sölu á erlendri grundu.
Innan við 1% af
Straumsvíkurálinu tii
úrvinnsiu hér á landi
í allri umræðu um úrvinnslu hrááls
frá álverinu í Straumsvík hafa marg-
ar hugmyndir skotið upp kollinum.
Meðal annars hafa verið uppi hug-
myndir um framleiðslu á bílfelgum.
Þær hafa þó enn sem komið er ekki
náð lengra en niður í skrifborðs-
skúffur. Þá hefur verið nefndur sá
möguleiki að koma hér upp verk-
smiðjum til framleiðslu á hálfunn-
inni álvöru, prófílum og/eða plötum.
Menn hafa bent á að sárgrætilegt
sé til þess að vita að eini málmurinn
sem unnin er hér fari massífur úr
landi, óunninn og tilbúinn til úr-
vinnslu erlendis. Af rúmum 80 þús-
und tonnum af hrááli, sem framleidd
eru í Straumsvík á ári, fara um 400
tonn til framleiðslu á fullunninni
vöru fyrir innlendan og erlendan
markað. Þar af nýtir fyrirtækið Alp-
an á Eyrarbakka um 200 tonn af
hrááli í framleiðslu á pönnum og
pottum.
Skortir þekkingu á álinu
í apríl sl. kom út skýrsla á vegum
Iðntæknistofnunar íslands sem ber
nafnið „Álnotkun á íslandi“. Skýrsl-
an var unnin með styrk frá Samtök-
um norrænna álframleiðenda og er
hluti af verkefninu „íslenskt áltak“,
sem er samstarfsverkefni Iðntækni-
stofnunar, Háskóla fslands og ís-
lenska álfélagsins.
í skýrslunni kemur fram að þrátt
fyrir að ál sé eini málmurinn sem
framleiddur er í landinu sé þekking
á nýtingu þess ótrúlega lítil hér.
Að mati skýrsluhöfundar, Heiðars
Jóns Hannessonar, liggja til þess
nokkrar meginástæður. I fyrsta lagi
að innanlandsmarkaðurinn sé of lítill
til þess að hægt hafi verið að byggja
upp framleiðslueiningar sem horfðu
einungis til framleiðslu fyrir íslensk-
an markað. í öðru lagi er nefndur
skortur á innlendri þekkingu á fram-
leiðslutækni og efnistækni. fþriðja
lagi nefnir Heiðar að til þessa hafi
ýmis nauðsynlegur búnaður til
tæknistýringar og þróunar ekki verið
til staðar í landinu, t.d. aðgengileg
rafeindasmásjá. Síðast en ekki síst
segir Heiðar Jón að menntakerfið í
landinu hafi síður en svo kynt undir
áhuga á slíkri málmúrvinnslu því að
'lítil sem engin áhersla hafi verið lögð
á málmefnisfræði og raunar efnis-
fræði almennt. Af þeim sökum hafi
fáir lpitað eftir frekari menntun á
þessu sviði erlendis, sem er forsenda
tækniframfara á þessu sviði hérlend-
is.
Iðntæknistofnun er nú að vinna að
samantekt á kennsluefni í efnisfræði.
Búist er við að þeirri vinnu ljúki í
vetur. Heiðar Jón Hannesson segist
vonast til þess að það muni nýtast til
kennslu í efnisfræði í Háskólanum,
Tækniskóla íslands og iðn- og verk-
menntaskólum. Hann segir að ekki
skorti á áhuga í þessum skólum til
að taka upp markvissari kennslu á
þessu sviði en verið hefur. Aukin
tækniþekking sé ein af forsendum
fyrir frekari skrefum í úrvinnslu á
hrááli hér á landi. óþh
Lausn á kjaradeilu flugmanna Landhelgisgæslunnar
er ekki í sjónmáli, þrátt fyrir hækkun:
Gæsluflugmenn
fá 10% hækkun
Laun flugmanna Landhelgisgæslunnar hækka um 10% og nær
sú hækkun aftur til 1. mars sl. „Flugmennirnir fá greitt út hjá
launadeild fjármálaráðuneytisins á morgun, föstudag,“ sagði
Ásmundur Valdimarsson hjá launadeildinni í samtali við Tímann
í gær.
Ásmundur sagði að síðan yrðu
áfangahækkanir á launum flug-
mannanna í samræmi við bráða-
birgðalög ríkisstjórnarinnar síðan
í maí. Sagði hann aðspurður, að
litið væri svo á að búið væri að
koma að fuliu til móts við flugmenn
Landhelgisgæslunnar og að þessar
launahækkanir væru innan ramma
bráðabirgðalaganna. „Dagpenin-
garnir eru málefni ríkisskattstjóra
og við förum eftir ákvörðunum
hans í því sambandi," sagði Ás-
mundur.
Samkvæmt heimildum Tímans
munu flugmenn Gæslunnar ekki
sætta sig við þessi málalok, þar sem
með þessu næst aðeins hluti þess
samkomulags sem flugmenn Land-
helgisgæslunnar miða sig við, þ.e.
milli flugmanna Flugleiða og Flug-
leiða, og ekki verður samið nema
allur pakkinn fylgi. Heimildir Tím-
ans herma að samningur Flugleiða
við við flugmenn félagsins sé fylli-
lega löglegur, en með öðrum út-
reikningum gagnvart flugmönnum
Gæslunnar fer samningurinn 2%
fram yfir bráðabirgðalögin. Þetta
má m.a. rekja til þess að flugstjór-
arnir eru allir frekar ungir að árum
hjá Gæslunni og breyting til hækk-
unar á handbókargjaidinu svokall-
aða, kemur fram sem meiri hækk-
un hjá þeim sem eru neðarlega í
launaskalanum.
Sem stendur er þyrla Gæslunnar
ekki tiltæk þar sem flugsíjórarnir
þrír eru í sumarfríum, auk þess
sem einn þeirra er á förum í ársfrí.
Þá vcrða aðeins tveir flugstjórar
eftir til að fljúga þyrlunni. Annar
þeirra kemur úr fríi í næstu viku og
er líklegt að meirihluta mánaðarins
verði aðeins einn flugstjóri við
störf.
-ABÓ
✓