Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn. Fimmtudagur 11. ágúst 1988 Timlrni MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideiid 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Siðapredikanir og pólitík Pað fór eins og okkur Tímamenn grunaði, að ekki mundu allir virða okkur til betri vegar að hugleiða spurninguna um það, hvort íslendingar lifðu um efni fram. Jafnvel einlægir fyrirvarar okkar gagnvart fullyrðingum um slíkt framferði dugðu ekki til að slá á grunsemdir Þjóðviljans um að vangaveltur Tímamanna væru af miður góðum hug sprottnar. Asökun Þjóðviljans er sem sé sú, að Tíminn sé nú byrjaður að móralisera um eyðslusemi og annað sem Guði sé vanþóknanlegt af því að hann er að búa lesendur sína undir kjaraskerðingu. M.ö.o.: Umræður í stjórnmálablaði um félagslegt og siðferðislegt efni af þessu tagi hljóta að hafa þaulhugsaðan pólitískan tilgang. Þessi sending Þjóðviljans til Tímans gæti svo sem orðið upphaf að viðvarandi hnútukasti milli blaðanna á margspiluðum nótum. Ekki er þó ástæða til að leggja út í slíkt, því það á sér engan enda eins og íslensk blaðamennska í hundrað ár hefur löngu sannað. í leiðara Þjóðviljans er satt að segja tekið undir sjónarmið Tímans, þar sem reynt er á prestslegan hátt að leggja út af spurningunni um það hvort íslendingar lifi um efni fram. Þjóðviljinn segir: „Vinstri menn hafa oft leitt hjá sér þessa spurningu „lifir þjóðin um efni fram?“ Þeir hafa um of ánetjast þeirri hugmynd að í neyslumálum almennings gildi lögmálið því meira þeim mun betra - barasta ef gæðum væri ögn jafnar dreift. Löngu mál til komið að þeir skýri það fyrir sjálfum sér og öðrum að í neyslumálum verðum við að velja og hafna - þótt ekki væri nema vegna þess að auðlindir okkar eru ekki óþrjótandi.“ Þótt Þjóðviljinn beini þessum orðum til „vinstri manna“, þá eiga þau erindi til allra manna, hvar svo sem þeim er markaður staður á pólitískri mælistiku. Það mál sem hér er til umræðu er ekki einkamál afmarkaðra hópa í þjóðfélaginu, ekki stefnumál eins stjórnmálaflokks öðrum fremur, jafnvel ekki einu sinni einkenni á lífsviðhorfum félagshyggjumanna einna saman. Sannleikurinn er sá að í öllum grónum menning- arsamfélögum er það talið manndómsleysi að lifa um efni fram. Ekki mun til sá trúarsiður í heiminum að þar sé ekki boðuð kenningin um hófsamlegt líferni. Hitt er rétt sem ýjað er að í leiðara Þjóðviljans, að í tækni- og auðhyggjustefnu 19. og 20. aldar hefur talsvert verið vikið frá hófsemdarstefnu og ýtt undir eyðslusemi með auglýsingaskrumi og öðrum snjöllum sölumannstilburðum. Ekki fer milli mála að íslendingar lifa og hrærast í slíku andrúmslofti. Þess vegna stendur það, sem sagt var í Tímanum í fyrradag, - og ætlað var til almennra hugleiðinga en ekki til þess að boða launþegum ótíðindi - að íslenska þjóðarbúið lifir nú um efni fram. Þjóð- viljamenn þurfa ekki að taka þessa sneið til sín. Hver veit nema aðrir eigi hana frekar skilið? garri Gengislækkun hverra? Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Útvegsfélags samvinnu- manna, ræddi yfírstandandi vanda frystihúsanna í landinu í viðtali við Tímann í fyrradag og sagði m.a.: „Ég held að það sé röng tram- setning að tala um að trystihúsin þurfi gengisfellingu. Frystihúsin þurfa að fá rekstursumhverfí þar sem tekjur og gjöld standast nokk- urn veginn á. Viðskiptajöfnuður okkar við útlönd sýnir það að gengið er vitlaust skráð. Sá við- skiptulialli, sem hér er í þessu landi, er afleiðing af því að gengið er vitlaust skráð, og afíeiðing af rangri gengisskráningu eru reksturserfíðleikar útfíutningsut- vinnuvegnnnu. Ég held að menn í sjávarútvegi úski’ekki eftir neinni gengisfellingu gengisfellingarinnar vegna, heldur segja þeir: Við höf- um orðið fyrir verulegri tekjuliekk- un, það þarf að auka tekjur okkar, og ef menn sjá enga aðra leið til þess en gengjsfellingu þá er það nauðsynleg leið. Ég álít hins vegar að gengisfelling sé nauðsynleg fyrir þessa þjóð til að lagfæra þunn skelfílega viðskiptahalla sem menn standa núna frammi fyrir. “ Hluti af efnahagskerfinu Hér er hárrétt athugaseind gcrð og sett fram sjónarmið sem á fullt erindi inn í yfirstandandi umræðu um vanda frystingarinnar. Fisk- vinnsla og sjávarútvegur cru nú einu sinni þær greinar sem íslenskt efnahagslíf stendur og fellur með. Ef illa gengur í þessum greinum þá er það síður en svo sérvandamál þeirra manna sem standa við stjórnvölinn hjá viðkomandi fyrir- tækjum. Slíkt er vandamál þjóðar- innar allrar. Ef sú staða væri uppi að vandi frystingarinnar stafaði af því að fyrirtækjum í þessari grein hefði upp til hópa verið illa stýrt, þá myndi málið vissulega horfa öðru vísi við. Þá væri kominn upp rckstrarvandi af völdum mann- legra mistaka sem vitaskuld væri nauðsynlegt að bregðast við mcð viðeigandi aðgerðum. En eins og Ólafur Jónsson rakti í þessu sama viðtali þá mæla engin rök með því að neinu slíku sé til að dreifa. Þvert á móti hefur geysi- mikið vcrið gert til að hagræða og bæta reksturinn í frystihúsunum. Vandinn stafar hins vegar af því að frystihúsunum hefurekki verið ætl- aður nægilega stór hluti af þjóðar- kökunni til þess að þau gætu byggt upp eigið fé og staðið af eigin rammleik undir eðlilcgum og heil- brigðum rekstri. Svo er með öðrum orðurn að sjá að íslenska þjóðin hafi nú undanfarið blóðmjólkað þessi fyrirtæki sem í raun gera alla undirstöðu í íslensku efnahagslífi. Gengisfellingarhjal Þess vegna er allt hjal um gengis- fellingu í þágu frystihúsanna, eða til þess eins að leysa vanda þcirra, í rauninni út í hött. Þjóðin þarf öll á því að halda að rekstur í þessari atvinnugrein gangi sem best og eðlilegast fyrir sig. í yfirstandandi tali um gengisfellingu snýst málið því ekki um vanda frystihúsanna heldur efnahagsvanda þjóðarinn- ar. Eins og Ölafur bendir á í viðtalinu cr það alls ekki krafa frystihúsamanna að núverandi vandi verði endilega lcystur með gengisfellingu. Á sama hátt og aðrir aðilar ■ þjóðfélaginu, sem eiga í kjarabaráttu eða þurfa á annan hátt að standa vörð um afkomu sína, krefjast frystihúsa- menn þess cinungis að kjör fyrir- tækjanna verði bætt. Ef menn sjá einhverja aðra leið til þess heldur en gengisfellingu þá kemur slík leið ekki síður til greina. í því sambandi hafa menn meðal annars bent á vextina, en margoft hefur komið fram að þeir eru nú orðnir gífurlega þungur baggi á frvstihúsum jafnt sem öðrum at- vinnurekstri í landinu. Vextirnir eru svo aftur afleiðing verðbólg- unnar og allrar þenslunnar innan- lands. Og þar með eru menn svo enn eina ferðina komnir að því að hinn gamalkunni verðbólgudraugur þjóðarinnar er sá bölvaldur sem flestum vanda veldur þegar öll kurl koma til grafar. Þetta dæini ætti því í cnn eitt skiptið að undirstrika nauðsyn þess að allri verðlagsþró- un hér innanlands verði haldið í skefjuni. Þegar upp er staðið er það verðbólgan sem líka veldur launafólki og heimilum hvað þyngstum búsifjum í landi hér. Dæmi frystihúsanna getur því enn eina ferðina orðið okkur til þess að draga af því lærdóma. Ef við hefðum borið gæfu til að halda verðbólgunni hér áfram í skefjum á síðustu tólf mánuðum er út af fyrir sig heldur ólíklegt að nokkur maður myndi tala um þörf á gengis- fellingu nú í dag. Þá væri hér enn tiltölulega gott jafnvægi í þjóðar- búskapnum, vextir hóflegir og rekstur fyrirtækjanna í lagi. Þess vegna er góð stjórn á verðbólgu- draugnum það sem við þurfum öll að stefna að. Garri. VÍTT OG BREITT Skipulag sláturhúsa og afurðasölu í engri atvinnugrein eiga sér stað umfangsmeiri breytingar en í land- búnaði. Þessar breytingar ná til framleiðslumagns hinna gamal- grónu búgreina og afurðasölu- skipulagsins sjálfs. Hvað þetta snertir stefnir allt að því að draga úr framleiðslu og taka upp allt annað skipulag á slátrun og sölu sauðfjárafurða en áður hefur verið. A hinn bóginn hefur verið tekin sú stefna að efla nýjar búgreinar og 1 nýta sem flesta möguleika til tekju- öflunar og lífsframfæris í sveitum landsins. Það er stór liður í hinni nýju landbúnaðarstefnu að ná tök- um á nýbúgreinunum, enda má segja þær séu valdar með tilliti til þess að þær henti íslenskum að- stæðum, að íslendingar ættu að vera samkeppnisfærir á því sviði. Þar er fyrst og fremst átt við loðdýrarækt, þ.e. framleiðslu refa- og minnkaskinna, og fiskeldi, að nokkru til seiðasölu en umfram allt til framleiðslu neyslufisks á hag- stæðum mörkuðum erlendis. Óvirkt lánakerfi Hvað það varðar að draga úr hefðbundinni búvöruframleiðslu, þá er ekki hægt að saka bændastétt- ina um að hafa legið þar á liði sínu. Það á bæði við um mjólkurfram- leiðslu og kindakjötsframleiðslu. í þessari umþóttun í landbúnaðar- málum hafa hins vegar ýmis vanda- mál komið upp, vandamál í fram- kvæmd búháttabreytinganna, sem í sumum tilfellum voru ófyrirséð en í öðrum beinlínis búin til. Þessi framkvæmd'arvandamál eru margvísleg. Eitt hið erfiðasta þess- ara vandamála snertir sauðfjárbú- skap og afurðasölu hans. Með búvörulögunum frá 1985 var ákveðið að svokallað umboðssölu- kerfi, sem í rauninni var gamla bændasamvinnan í verki, skyldi afnumið. í stað þess að greiða framleiðendum innlegg sitt eftir því sem varan seldist var lögð sú skylda á eigendur sláturhúsa, sem í fíestum tilvikum voru samvinnu- félög bænda sjálfra, að greiða framleiðendum viðurkennt magn nánast upp í topp með nokkurra vikna fyrirvara. Þetta fyrirkomulag leit vel út á pappírnum, enda var gengið út frá því að í þessu sam- bandi yrði komið upp virku lána- kerfi, sem hentaði þessu skipulagi. Gallinn er sá að þetta virka lánakerfi hefur aldrei orðið til. Um þetta lánakerfi, eða fjárhagsgrund- völl nýja söluskipulagsins, er það að segja að það er eins og vélarlaus lúxusbíll. Það er hægt að taka af honum fallega mynd og dást að útlitinu, þótt ekki sé hægt að hreyfa hann úr stað með eigin vélarafli. Landbúnaðarráðherra hefur ekki legið á liði sínu að vinna að þessum málum, en ekki haft erindi sem erfiði í skiptum sínum við samstarfsflokkana í ríkisstjórn- inni. Úrelding sláturhúsa Hluti af endurskipulagningu afurðameðferðar og afurðasölu í sauðfjárbúskap er að hagræða í sláturhúsakerfinu. Það liggur ljóst fyrir að sláturhúsin í landinu eru of mörg og fjöldi þeirra vanbúinn miðað við nútímakröfur. Það verð- ur ekki sársaukalaust að stokka sláturhúsakerfið upp og hætt við að finna megi að ýmsu þegar sú uppstokkun hefst fyrir alvöru. Eigi að síður verður að taka þarna til hendinni. Landbúnaðarráðherra hefur nú ráðist í þessa uppstokkun með því að bjóða þeim sláturhúsaeigend- um, sem eiga illa búin hús og reka þau með undanþágum, að leggja þau niður gegn ákveðnu framlagi úr eins konar úreldingarsjóði slátur- húsa. Þetta tilboð landbúnaðarráð- herra er byggt á samkomulagi sem gert hefur verið milli hans og Stéttarsambands bænda og Lands- sambands sláturhúsaeigenda. Hér sýnist vera um hagstætt boð að ræða og mikilvægt byrjunarspor í þá átt að hagræða til frambúðar sláturhúsakerfinu í heild. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.