Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fýrir þig Ókeypis þjónusta 080300 Tíminn Tíminn Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, um fund sinn með Reagan Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær: Mikill vilji til að efla samskipti þjóðanna Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, átti í gær um hálfrar klukkustundar langan fund með Ronald Reagan, forseta Banda- ríkjanna, í Hvíta húsinu í Washington. Þeir áttu fyrst tveir tal saman á skrifstofu Bandaríkjaforseta en síðan var sest við borð í fundaherbergi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þann fund sátu einnig Frank L. Carlucci, varnarmálaráðherra, og John C. Whitehead, varautanríkisráðherra, ásamt öryggisráðgjafa Reag- ans. Þá sátu og fundinn fulltrúar úr fylgdarliði forsætisráðherra, Guðmundur Benediktson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Jónína Michaelsdótttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Geir H. Haarde, alþingismaður, Helgi Ágústsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, og Þorsteinn Ingólfsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Að fundinum loknum fluttu þeir áhugavert að heyra hans viðhorf í Reagan og Þorsteinn stutt ávörp. Að því búnu var sest að hádeg- isverðarborði, þar sem dýrindis lambasteik var fram borin. Þetta var svokallaður vinnuhádegisverð- ur þar sem viðræður héldu áfram þar sem frá var horfið í ríkisstjórn- arherberginu. Tíminn náði tali af Þorsteini Pálssyni að afloknum fundinum með Bandaríkjaforseta. Hann var fyrst inntur eftir því hvort hann teldi fundinn hafa verið gagnlegan. Þorsteinn sagði fundinn hafa verið í senn gagnlegan og ánægju- legan. „Forsetinn gerði góða grein fyrir viðræðum sínum við leiðtoga Sovétríkjanna. Það var mjög þeim efnum. Síðan ræddum við sameiginlega varnarhagsmuni, við- skiptatengsl og menningartengsl þjóðanna. Báðir lögðu áherslu á að efla og styrkja samskiptin á þeim sviðum.“ - Fannst þér sem Reagan legði mikið upp úr að viðhalda góðum tcngslum íslands og Bandaríkj- anna? „Já, mér finnst það bæði hafa komið fram á þessum fundi og í öllu viðmóti gestgjafa okkar hér að Bandaríkjamenn hafi áhuga á að halda góðum samskiptum við ísland." - Var rætt um leiðtogafundinn í Reykjavík árið 1986? „Já, forsetinn minntist á hann og þann mikilvæga árangur sem þar náðist. Hann lítur greinilega á þann fund sem mjög mikilvægan í þeirri þróun sem átt hefur sér stað upp á síðkastið í alþjóðamálum. Þá ræddi Reagan um fund þeirra Gorbatsjovs í Moskvu og almennt um þá möguleika sem menn eiga á bættum samskiptum. Það kom reyndar fram hjá Carlucci, varnarmálaráðherra, að mönnum þykir mjög á skorta að þessi nýju viðhorf hafi náð til hermála í Sovétríkjunum. Þar virð- ast ekki, að sögn varnarmálaráð- herrans, hafa orðið breytingar í samræmi við það sem er að gerast á ýmsum öðrum sviðum í Sovétr- íkjunum. - Voru næstu stig afvopnunar rædd? „Já, það var nokkuð rætt um mögulega samninga um takmörk- un á langdrægum kjarnorkuflaug- um. Þeir leggja greinilega mikla áherslu á árangur á því sviði, segja hinsvegar að þeir samningar séu flóknari en þeir sem þegar eru í höfn. Þeir hafa ekki sett sér neinar tímaskorður í því, en það kom fram að mikill áhugi er fyrir því að skjótur árangur náist í þeim málurn." - Hvað með hvalamálið, bar það á góma? „Það kom fram af hálfu forsetans að hann er ánægður með það samkomulag sem gert var. Ég minntist svo á það á fundi með Whitehead utanríkisráðherra, að við teldum mjög mikilvægt að Bandaríkjastjórn tæki hraustlega til varna í málinu sem Greenpeace hefur höfðað gegn henni. Ég á ekki von á öðru en það verði gert.“ - Var í umræðunni um varnar- mál rætt sérstaklega um veru bandaríska herliðsins á Miðnes- heiði? „Það má segja að við höfum rætt almennt um samskipti þjóðanna á sviði varnarmála og mikilvægi þeirra. Það kom skýrt fram að engar grundvallarbreytingar eru á döfinni í þeim efnum.“ Þorsteinn sagði Reagan vera mjög geðfelldan og vingjarnlegan í alla staði og ekki kæmi á óvart að hann hafi náð áhrifum og vinsæld- um. Þá sagði Þorsteinn aðspurður að öryggisgæsla væri mikil í kring um þessa opinberu heimsókn og ívið meiri en hann hefði áður kynnst. „Það hefur nú fátt komið manni á óvart en það sem er ánægjulegast er að hér finnur maður góðan anda í garð íslendinga og virðingu fyrir þeim,“ sagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra í símaviðtali frá Washington í gær. Síðdegis í gær heimsótti forsætis- ráðherra þinghúsið í Washington og hitti þar að máli menn úr utanríkismálanefnd öldungadeild- ar Bandaríkjaþings. í dag snæðir Þorsteinn morgun- verð í boði utanríkismálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í skrifstofu þingsins. Að því búnu verður haldið til Pentagon, skrif- stofubyggingar varnarmálaráðu- neytisins, þar sem boðaður hefur verið fundur Þorsteins með Frank L. Carlucci, varnarmálaráðherra. Síðan verður snæddur hádeg- isverður í boði Carluccis. Enda- hnúturinn á dagskrá forsætisráð- herra í dag er heimsókn í Heil- brigðismálastofnun Bandaríkj- anna. Opinberri heimsókn forsætisráð- herra til Bandaríkjanna lýkur í fyrramálið, eftir að hann hefur lagt blómsveig á leiði óþekkta her- mannsins í Arlington-kirkjugarð- inum. óþh Tveir fluttir á slysadeild Harðuráreksturtveggjabifreiða tímanum í gær og voru ökumenn meiðsl þeirra væru. Bifreiðarnar varð á gatnamótum Sætúns og bifreiðanna fluttir á slysadeild. skemmdust mikið og voru þær Kringlumýrarbrautar á sjötta Ekki var vitað hversu alvarleg fluttarábrottmeðkranabíl. -ABÖ Fra slysstað á gatnamótum Sætúns og Kringlumýrarbrautar. (Tímamynd: Pétur) Steingrímur Hermannsson um ummæli Matthíasar Á. Mathiesen: FURÐULEGUR TITRINGUR Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er furðu lostinn yfir túlkun sjónvarpsins á smáfrétt í DV og einkennilegum svörum og yfirlýsingum Matthíasar Á. Mathiesen, sem nú gegnir störf- um forsætisráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Segir Stein- grímur að hér sé alvarleg mistúlkun á ferðinni. Honum sé fullkunnugt um mikilvægi heimsóknar Þor- steins Pálssonar til Bandaríkjafor- seta. “Ferð Þorsteins Pálssonar er áhugaverð og nauðsynleg á margan hátt til að leysa ákveðin vandamál sem verið hafa í samskiptum þjóð- anna. Þá á ég við ef tekst að semja um niðufellingu á vegabréfsáritun- um og eins ef tekst að eyða öllum vafa varðandi hættulega plútón- íumflutninga nálægt íslandi," sagði Steingrímur. „Ég veit ekki alveg hvað Matthías er að fara með yfirlýsingum sínum, en ég held að þetta sé bara einhver óþarfa titring- ur.“ „Það sem ég segi í DV-fréttinni er að ég er sjálfur þannig settur, í formennsku fyrir efnahagsnefnd ríkisstjórnarinnar, að ég gæti ekki farið í svona langt frí eins og Þorsteinn gerir eftir sjálfa heim- sóknina," sagði Steingrímur og bætti við að hann ætlaði sér ekki að fara að segja Sjálfstæðismönnum fyrir um verkaskiptingu varðandi undirbúning að væntanlegum efna- hagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Það er hins vegar allt í fullum gangi hjá okkur Framsóknarmönn- um og ég veit að Alþýðuflokks- menn hafa staðið í ströngu að undanfömu." KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.