Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Firhmtiíddcjúr 11. ágúst 1988 Það er mér, sem er fædd og uppalin í sveit, mikil ánægja að fá tækifæri til að tala við ykkur stutta stund um Ferðaþjónustu bænda á íslandi. Ég ætla í þessu örstutta spjalli mínu, að segja ykkur í fáum orðum hvað Ferðaþjónustan býður upp á og einnig að láta hugann reika fram í tímann og reyna að gera mér grein fyrir hvort einhver framtíð er í þessari atvinnugrein. Þá ætla ég einnig aðræða um stöðu konunnar og hvaða möguleika konur eiga í þessari sívaxanmdi atvinnugrein á íslandi. Sigurbjörg Björgvinsdóttir i rædustól í Osló. Tlmamynd: Unnur Ferðaþjónusta bænda er eins og nafniðber með sér þjónustufyrir- tæki. Skrifstofan sem ferðaþjón- ustan rekur er í Bændahöllinni í Reykjavík, öðru nafni Hótel Saga við Hagatorg. Skrifstofan hefur látið gera bæklinga um það sem boðið er upp á og eru þeir mjög aðgengilegir og innihalda greinar- góðar upplýsingar um starfsemina. Þótt þessi þjónusta sé ekki ýkja gömul, hefur hún náð verulegum vinsældum og hefur nýting á sveita- gistingu verið góð í sumar. Um 100 bændabýli hringinn í kringum land- ið taka á móti ferðamönnum og bjóða upp á margvíslega þjónustu við ferðamenn. Á þessum sveita- bæjum er hægt að fá gistingu í uppbúnu rúmi eða svefnpokaplássi svo og er víða boðið upp á leigu á sumarhúsum. Þú getur ráðið hvort þú færð þér morgunverð eða fullt fæði. í sumar hefur verið boðið upp á nýtt pöntunarform, svokall- aða „flakkaragistingu". Ferðalang- ar geta komið á skrifstofuna eða á næstu ferðaskrifstofu og keypt sér blokkir með sjö gistimiðum, sem veita 10% afslátt. Þannig gisting í uppbúnu rúmi með morgunverði kostar rúmlega átta þúsund ísl. krónur, en sjö daga svefnpokagist- ing aðeins 3.700 fsl. krónur. Ferða- maðurinn getur svo gist á sama staðnum allan tímann eða látið veður og hugmyndaflug ráða ferð- inni. Þessi þjónusta hefur verið vinsæl hjá fólki sem ferðast hring- inn í kringum langið og það kann vel að meta að eiga uppbúið rúm víst að lokinni dagsferð. Ferðaþjónusta bænda býður einnig upp á pöntunarform sem nefnt hefur verið veiðiflakkarinn. Þetta form er kjörið fyrir þá sem vilja veiða víða um landið. Ekki er tilefni til að fara nánar út í þetta hér en þessi bæklingur er hér til sýnis fyrir þá sem vilja kynna sér þetta nánar. Mikið hefur verið gert á þeim bæjum, sem bjóða upp á gistiað- stöðu til að gestunum verði dvölin sem ánægjulegust. Á flestum bæj- um er boðið upp á afþreyingu, og er afþreying samfara útiveru sífellt að verða fjölbreyttari. Ég nefni hér til dæmis hestaleigurnar, sem eru víðsvegar umlandið, þar sem gestir geta valið sér hæfilega viljugan reiðskjóta og séð landslagið af baki hans. Gestir, sem hyggjast nýta sér þá aðstöðu sem sveitagistingin býð- ur upp á, ættu ekki að gleyma að taka veiðistöngina með í ferðalag- ið. Víða er boðið upp á veiðileyfi og geta ferðalangar notið þess að lemja vatnið í von um að sá stóri bíti á. Þannig njóta þeir útiverunn- ar í heilnæmu loftslagi, í kyrrð sveitarinnar. „En betur má ef duga skal“ segir gamalt máltæki. Nú er í athugun að taka þau tún,s em ekki eru nýtt til sláttar, vegna offramboðs á landbúnaðarvörum undir afþrey- ingaraðstöðu. í því sambandi má nefna til dæmis golfvelli og svo einskonar leikjasvæði. Mér finnst einnig að það mætti leggja göngu- leiðir í nágrenni bæjanna og þannig gætu ferðalangarnir farið í göngu- ferðir um nágrennið, einir eða með heimamanni. Hver bær á sinn hulduhól og sína sögu og enginn er betri leiðsögumaður á þessum slóðum, en þeir sem búa þar og ef til vill í mörgum tilfellum eru fæddir þar og uppaldir. Þetta gefur ferðamanninum miklu meira en landakortið getur gert og skilur eftir minningar, sem rifjast svo upp ef komið er aftur á staðinn. Finnar segja að forsenda ferða- þjónustu í sveit sé að „vera félags- lyndur og að hafa kímnigáfu". Þeir leggja líka mikið upp úr að vera með nógu fjölbreytt úrval af dýrum til sýnis fyrir gestina. Almennt eru dýr ekki til sýnis á sveitabæjum á íslandi en hér mætti vissulega huga að því. Það er ungviðinu, sem heimsækir sveitabæina mikil ánægja og einnig nokkur þroska- auki að fá að komast í snertingu við dýr. Þetta vitum við öll, sem höfum reynt það. íslenskir ferða- þjónustumenn mættu gjarnan taka Finnana sér til eftirbreytni og hafa aukið úrval dýra á heimilunum, sem gestirnir gætu komist í nánari kynni við og í það minnsta fengið að berja augum á meðan á dvölinni stendur. Það er margt fleira sem gera mætti til að auka afþreytingar- möguleikana og eru ferðaþjón- ustubændur opnir fyrir því. Ég hefi ekki nefnt hér seglbrettaleigur, bátaleigur, hjólaleigur, heilsurækt- arvikur, megrunarvikur og fleira mætti nefna. Allt þetta má athuga í framtíðinni. ísland býður upp á svo ótal möguleika og auðlegð landsins er svo mikil frá náttúrunn- ar hendi. Við eigum heitt vatn víða enda eru margir ferðaþjónustu- bændur komnir með heita potta og jafnvel einkasundlaugar. Ef þessi aðstaða er ekki til staðar á bænum, þá er venjulega stutt í hana. Gest- urinn finnur sundlaug í næsta ná- grenni. Eitt vil ég nefna hér en það er að þegar ferðamaðurinn yfirgefur staðinn vill hann gjarnan eiga eitthvað til minningar um ánægju- lega dvöl. Auðvitað getur hann tekið myndir og geymt minninguna þannig. Einnig mætti nefna hér að húsráðendur gætu verið með ein- hverja minjagripasölu. Hvernig væru til dæmis skeljar, steinar eða eitthvað annað sem væri sérstakt fyrir byggðarlagið til dæmis? Eitt af því sem mig langaði að ræða hér er starf konunnar í þessari atvinnugrein og staða hennar í ferðamannaþjónustunni almennt á íslandi. Þjónusta við ferðamenn í sveitum landsins er eins og ég sagði í upphafi tiltölulega ung atvinnu- grein á íslandi. Það hefur þó verið tekið á móti ferðalöngum í sveitum landsins svo lengi sem vitað er að landið hefur verið byggt. Það var metnaður á hverju sveitaheimili að taka sem best á móti gestum, svo fremi sem þeir færu með friði. Þegar gesti bar að garði var þeim alla jafna veittur hinn besti beini og dæmi eru um það að fátæklingar veittu gestum um efni fram. Það hefur jafnan verið í verkahring kvenna að veita gestum góðan beina. Það var alfarið í höndum kvenna að taka á móti hröktum og svöngum ferðalöngum, finna þeim þurr og hlý föt og búa þeim hlýleg- an náttstað. Þá voru það einnig konur sem færðu þeim mat svo þeir hresstust. Húsmóðirin hefur gegnt hér veigamiklu hlutverki og hún gerir það enn, þrátt fyrir að aðstæð- ur hafi breyst. Ég satt að segja sé ekki að sveitaheimili sem engan hefur kvenmanninn geti tekið að sér þjónustu við ferðamenn. írar hafa áttað sig á þessu og látið þau orð falla á prenti að „persónuleiki húsmóðurinnar skipti mestu máli“. Þeir segja að hún verði að vera hlý, gestrisin og umfram allt myndar búkona til að gestirnir laðist að henni. Við getum öll verið sam- mála írunt að glatt og hlýtt viðmót gestgjafans svo og góður og snyrti- lega framborinn matur að ógleymdri snyrtimennsku býlisins jafnt utan dyra sem innan hefur ótrúlega mikið að segja. Við vitum að yfirleitt er það konan sem sér um eldamennskuna í sveitinni og yfirleitt er það líka hún sem sér um að halda hreinu innan dyra að minnsta kosti. Ég hygg að það sé í langflestum tilfellum handaverk húsmóðurinnar sem gesturinn sér þegar hann sér uppbúið rúm í sveitinni. Það er því lykilatriði í þessari þjónustu að húsmóðirin kunni vel til verka og sé starfi sínu vaxin. En er öllum eðlislægt að taka á móti gestum? Jafnvel þótt fólk sé glaðlegt og hlýtt held ég að það væri ekki út í bláinn að láta sér detta í hug að sveitafólki yrði boðið upp á að sækja námskeið, ætli það sér að vera með ferða- mannaþjónustu, og þannig gefinn kostur á að afla sér aukinnar þekk- ingar á þessu viði. Hér gæti verið um mislöng námskeið að ræða, þau til dæmis hvert á sínu sviði. Þessi námskeið mætti halda yfir veturinn, þegar vinna í sveitinni er í lágmarki. Ég veit að snyrti- mennska verður auðvitað ekki lærð af bók, en vekja má athygli á ýmsu og kynni þá að fara svo að augu fólks opnuðust fyrir ýmsu sem betur má fara, því „betur sjá augu en auga“. Mætti ekki til dæmis leiðbeina fólki eða þó ekki væri nema að koma með hugmyndir að morgunverðarborði? Þess má geta hér að boðið hefur verið upp á sérstakar ferðamálab- rautir við framhaldsskólana. Ég veit til dæmis að í Menntaskóla Kópavogs er boðið upp á slíkt nám og í athugun er að bjóða þessa braut við fleiri framhaldsskóla. Þessar brautir eru fjórir vetur og lýkur þeim með stúdentsprófi. Þessi menntun er frekar ætluð fólki, sem hyggst vinna til dæmis við markaðsöflun fyrir ferðaþjón- ustuna heldur en við að þjónusta ferðamanninn. Þetta er því ekki hepplegt fyrir litlu einingarnar, sem eru úti um hinar dreifðu byggðir landsins, en auðvitað góðra gjalda vert og þeim sem þetta nám stunda til þroskaauka. Það er hvatning til okkar íslenskra kvenna, að stúlkur eru í meirihluta í þessu framhaldsnámi sem og flestu öðru sem framhaldsskólarnir bjóða upp á. Það veitir okkur styrk í baráttu okkar fyrir jafnrétti í raun að íslenskar stúlkur skuli hafa gert sér grein fyrir að það er forsenda frama og jafnréttis að auka þekk- ingu sína. Konur á íslandi virðast hafa gert sér grein fyrir að til að vera samkeppnishæfar til dæmis á vinnumarkaðnum verða þær að hafa þau réttindi sem krafist er hverju sinni. Ég tel að ef við íslenskar konur, og raunar konur hvar sem er í heiminum, ætlum að njóta sömu réttinda og karlmenn, þá verðum við að taka á okkur sömu skyldur og þeir. Við verðum að vera tilbúnar að axla ábyrgð og það getum við ekki nema að hafa þroska og þekkingu til þess. Því miður hefur sú orðið raunin á að þegar konur hafa farið að sækja í auknum mæli í starf, þá hefur starfið orðið minna metið og launin hafa lækkað. Hér vil ég til dæmis nefna kennara, sem eru nú orðin láglaunastétt, þrátt fyrir að sífellt er verið að lengja námstímann. Við sem á íslandi búum, megum ekki láta það henda að framhalds- menntun verði minna metin, eftir því sem fleiri stúlkur afla sér hennar. Hér verðum við að hafa opin augun og gera ráðstafanir áður en siglt er of nærri landi. Við megum heldur ekki vanmeta þau þjónustustörf, sem konur inna af hendi, hvorki í ferðamannaiðnað- inum eða annarsstaðar. Góðir tilheyrendur. Ég hefi hér að framan stiklað á stóru og reynt að gera langa sögu stutta. Það er ekki hægt í svo stuttu spjalli að gera þessu tæmandi skil. Að end- ingu vil ég hvetja konur til að gera ekki lítið úr sínu hlutverki í sveit- um landsins. Þær eru þar í lykil- hlutverki og eiga að vera meðvitað- ar um það. Ég vil taka undir það sem framkvæmdastjóri Ferðaþjón- ustu bænda segir í viðtali í Morgun- blaðinu nýlega að „við horfum til framtíðar með eftirvæntingu, þeg- ar vel reknir og fallega staðsettir ferðaþjónustubæir með vel merkt- um göngustígum, góðum golfvöll- um, útivistarsvæðum og margskon- ar afþreyingaraðstöðu auðvelda ferðamanninum að njóta náttúru- fegurðar og friðsældar". Ég tel að kannske liggi hvergi jafn fjölbreytt- ir möguleikar og einmitt á íslandi til að stunda ferðaþjónustu í sveit- um. Þar er landrými nægilegt og ísland er „fyrst og fremst land sveitar og útiveru" eins og einn erlendur ferðafulltrúi sagði. Hver bær á sér sína paradís, sem er áin, fjaran, fjallið, hvammurinn eða bæjarlækurinn. Við íslendingar kunnum kannske ekki að meta hreina loftið okkar, tæra lindar- vatnið, sem kemur beint undan klöppunum né heldur víðáttuna, sem landið býður upp á. Þetta kunna þeir sem hafa ekkert af þessu. ísland er því framtíðarland þess sem vill njóta alls þessa. Þetta hlýtur að verða eftirsóknarvert. Hér er þv ærið verk að vinna og framfiðin bíður með mörg spenn- andi viðfangsefni og marga mögu- leika. Ég þakka áheyrnina. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Hér birtist erindi Sigurbjargar Björgvinsdótt- ur sem hún flutti á Norrænu kvennaráðstefn- unni í Osló.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.