Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 11. ágúst 1988
Haukur Sigurðsson, sveitarstjóri Blönduósi:
Ovissa í atvinnumálum
„Horfur í atvinnumálum á
Blönduósi cru afskaplega óvissar.
Ég held að ég geti sagt með fullri
vissu að ekkert sveitarfélag leggi í
veturinn, með tóma bjartsýni,“
sagði Haukur Sigurðsson sveitar-
stjórí á Blönduósi í samtali við
Tímann. Á Blönduósi og nærsveit-
um eru um 20 manns á atvinnuleysis-
skrá og hefur verið svo frá í mars.
„Fjöldi atvinnulausra jókst úr um
10, eins og venja hefur verið hér á
veturna upp ■ 20 manns, eftir að
starfsfólk Pólarprjóns, sem hætti
starfsemi í vetur, kom inn til skrán-
ingar.“
Haukur sagði ástæðu fyrir óviss-
unni í atvinnumálum vera þá, að
Blönduós væri staður sem einkunt
byggði á þjónustu við sveitirnar í
kring. "Við vitum ekki endilega
hvað á að bollaleggja með áfram-
haldandi samdrátt í sveitunum. Við
vitum að samdráttur hefur átt sér
stað og kemur til með að halda
áfram. Við getum alveg eins átt von
á því að það verði minni starfsemi
vegna þjónustunnar við svcitirnar,
bæði í framleiðstu og þjónustu, í
vetur heldur en verið hefur,“ sagði
Haukur.
Hvað ferðamálin varðar, þá hefur
fjöldi þeirra, sem nýtir sér þjónustu
sem fyrir hendi er á staðnum verið
minni en spáð var. Hins vegar virðist
gegnumstreymi ferðamanna um
Blönduós ekki hafa minnkað, frá
því sem var í fyrra. Þeir sem starfa
að ferðamálum á staðnum merkja
það að ferðamáti fólks sem leið á um
bæinn hafi breyst, á þann hátt að
fólk hafi nú meiri útbúnað að heiman
s.s. tjaldvagna og slíkt, auk þess sem
matvöruverslun er ekki eins blómleg
og áður þar sem ferðamenn hafa
matvælin með sér.
Framkvæmdir á vegum Blönduós-
bæjar hafa fyrst og fremst verið
bygging íþróttahúss. Húsið er um
þessar mundir að verða fokhelt, en
áætlað er að verja til byggingarinnar
18 milljónum á þessu ári og hafa
framkvæmdir gengið sainkvæmt
áætlun. „í húsinu er löglegur hand-
boltavöllur, þannig að vel kemur til
greina að einhverjir leikir heims-
meistarakeppninnar fari fram hér,
ef hún á annað borð verður haldin
hér á landi,“ sagði Haukur. Auk
vallar og góðrar aðstöðu fyrir áhorf-
endur og leikmenn, verða í húsinu
þrjár kennslustofur fyrir grunnskól-
ann, sent sprengt hefur utan af sér
núverandi húsnæði.
Undanfarin ár hefur verið lögð
mikil áhersla á umhverfismál og
hefur bærinn tekið stakkaskiptum á
sl. 2 til 3 árurn. Búið er að græða
mikinn hluta bæjarins upp og opin
svæði í umhirðu eru mörg og stór um
sig, auk þess sem golfvöllur hefur
verið í uppbyggingu, en golfbakterí-
an hefur heltekið marga Blönduós-
búa eins og aðra sem hafa aðgang að
golfvelli. Einnig er búið að leggja
slitlag á flestar götur bæjarins auk
þess sem gangstéttagerð er komin
langt áleiðis.
„Það er óhætt að segja að hér hafi
heilmikið verið að gerast og reynt er
að láta hlutina halda áfram, þó svo
að stundum hafi verið hægt á fram-
kvæmdum, vegna erfiðleika. Fjár-
mál sveitarfélaganna eru mjög erfið
og þessi svakalegi fjármagnskostn-
aður og þetta rugl í peningamarkað-
inum kemur ekki síst við sveitarfé-
lögin sem hafa þurft á undanförnum
árum að fjármagna sig meira og
minna á lántökum, sérstaklega þau
sem hafa verið með einhverjar fram-
kvæmdir frá því um 1980,“ sagði
Haukur, og bætti við, „sumum finnst
þetta vera barlómur, en þessir erfið-
leikar eru fyrir hendi og það þýðir
ekkert að horfa fram hjá þeim.“
- ABÓ
Skipulagsbreyting
gerð hjá Útsýn hf.
Þrídrangsmótiö aö Arnarstapa:
150 manns gengu á
brennandi glóðum
Skipulagsbreytingar hafa verið
gerðar hjá ferðaskrifstofunni Útsýn
hf. í þá veru að nú er fyrirtækinu
skipt í rekstrarsvið og fjármálasvið.
Undir rekstrarsvið heyra markaðs-
mál, sala, skipulagning og fram-
kvæmd ferða til og frá landinu.
Andri Már Ingólfsson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar-
sviðs. Undir fjármálasvið heyra öll
fjármál, bókhald og tölvumál. Fjár-
málastjóri er sem fyrr Kristinn
Helgason.
Að þessum skipulagsbreytingum
hefur verið unnið í nokkurn tíma og
er markmiðið með þeim, að gera
rekstur fyrirtækisins virkari.
Forstjóri Útsýnar er Helgi Magn-
ússon og stjórnarformaður fyrir-
tækisins er Ingólfur Guðbrandsson.
- ABÓ
Um það bil 300 manna hopur var
samankominn á fyrirlestra, æfingar
og tilraunir að Arnarstapa á Snæ-
fellsnesi um helgina, þar sem Þrí-
drangur, félag áhugamanna um
mannrækt, hélt mjög sérstakt mót.
Haldnir voru fyrirlestrar um hug-
lækningar, nudd, nálarstungur og
skyggni svo eitthvað sé nefnt og
gafst þátttakendum auk þess kostur
á að ganga á glóðum. Um það bil 150
manns munu hafa nýtt sér það
tækifæri.
Tilgangurinn með móti sem þessu
er að opna augu fólks fyrir öðrum
mannlegum möguleikum, að sögn
Leifs Leópoldssonar eins af meðlim-
um Prídrangs.
„Þetta er mót um mannlega mögu-
leika og það byggist á þeirri trú að
maðurinn hafi möguleika á því að
skynja og starfa á fleiri sviðum
heldur en eingöngu rökhugsunar og
vöðvaafls," sagði Leifur.
„Þetta fór mjög vel fram og var
gífurlega sterkt,“ bætti hann við.
Allir gestir mótsins tóku þátt í
þeirri dagskrá sem boðið var upp á
meðan á mótinu stóð.
„Það voru ýntsir fyrirlestrar
haldnir, gerðar æfingar og tilraunir,
nteðal annars með eldgöngu," sagði
Leifur.
Um það bil 150 manns gengu á
brennandi glóðum og hlutust engin
slys af.
„Að vísu fékk ein manneskja
blöðru á hælinn. Glóðagangan var
um það bil fimm til sex skref en
sumir gengu fram og til baka á
glóðunum. Margir snéru sér líka í
hringi,“ sagði Leifur.
Aðspurður að því hvort ekki sæj-
ust nein merki glóðanna á fótum
fólksins að göngu lokinni, sagði
Leifur að svo væri en það væri aðeins
sót sem dusta mætti af.
Áður en haldiðvar á glóðina hafði
fólk undirbúið sig þó nokkuð. Hald-
inn var fyrirlestur um hvernig best
væri að haga göngunni og búið var
að koma fólkinu í ákveðna stemn-
ingu, að sögn Leifs.
„Fyrirlesarinn sagði að það væri
ágætt að vera hræddur við þetta en
ákveðinn að fara samt sem áður,“
sagði Leifur að lokum. IDS
Morfín fórstjóranna
Svo sent þjóðkunnugt er orðið af
fréttum hefa ráðherrar úr ríkis-
stjórn Þorsteins Pálssonar gagn-
rýnt allt gengisfellingartal í fjöl-
miðlum. Fremstur hefur þar verið
Þorsteinn sjálfur en Jón Baldvin
hefur einnig gefið út ntergjaðar
yfirlýsingar um það sem hann kall-
ar „gengisfcllingarbull“. Er nú svo
komið að forstjóranefndin eða ráð-
gjafarnefndin, sem skipuð var til
að gefa ríkisstjórninni heilræði í
cfnahagsmálum, talar ntjög gæti-
lega um gengisfellingar á fundum
sínum. Hefur það spurst út af
fyrsta fundi nefndarinnar í síðustu
viku að þar hafi ntenn ræðst við
eins . og guðirnir í Atómstöð
Laxness. Eftirfarandi lýsingu
heyröi dropateljari á samtali for-
stjóranna:
Forstjóri 1: Ég tel aðdauðinn muni
veita meiri líkn en það að þrauka
á cndalausunt ntorfíngjöfum, og
tel hann því skárri valkost.
Forstjórí 2: Undir slíkt get ég ekki
skrifað og fullyrði að langlífið sé
eftirsóknarvcrt í sjálfu sér þó það
byggist á líkn ntorfínsins.
Forstjóri 3: Það er sannleikur, að
umbun langlífis er dauðinn.
Eitthvað ntun fundarritari hafa
velkst í vafa um hvernig færa ætti
santræðurnar til bókar.
Vedurfræði
að fara út tísku?
Svo virðist sem orð scm tengist
veðurfari og veðurfræði séu að fara
úr tísku. Gömul og gróin orð yfir
hitt og þetta veður heyrast æ
sjaldnar og sum taka merkilegustu
breytingum. Þannig var einn dag-
skrárgerðarmaðurinn á einni af
frjálsu útvarpssföðvunum að lýsa
veðrinu eftir verslunarmannahelg-
ina. Hann sagði eitthvað á þessa
lcið:
„Á Suðurlandi var leiðinda
veður, rigningarsuddi og skúringa-
leiðingar."
Við hér á Tímanum höfum vissu-
lega heyrt um rigningarsudda, en
aldrei fyrr höfum við heyrt um
skúringaleiðingar. Við höfum látið
okkur detta í hug að rétta orðið sé
skúraleiðingar. Við seljurn það þó
ekki hreinna en við þvoðum það.
Og enn af veðri...
Talandi um veðrið og frjálsa
útvarpið, þá er ekki úr vegi að
minnast þeirra daga sumarsins er
söl skein í heiði. Ein útvarpsstöðv-
anna var þá með þátt þar sem
hlustendur gátu hringt inn og sagt
hversu heitt væri í garðinunt hjá
þeim í forsælu. Framan af stóð
metið í réttum 20 gráðum og
kepptist þáttargerðarmaðurinn við
að auglýsa eftir fólki sem gæti
slcgið metið samhliða því scm
hann síendurtók hversu hátt metið
var: „Og við höfum náð 20 gráðum
i forsælu í Fossvoginum í Reykja-
vík, er einhversstaðar heitara?“,
sagði þessi ágæti maður. Það var
eins og við manninn mælt, metið
var slegið skömmu síðar og fór í 30
gráður, þá í 50 gráður og loks í 70
gráður í forsælu og þá sagði þátta-
geröarmaðurinn: „Váá, 70 gráður
í forsælu, geri aðrir betur. Þetta er
það hæsta scnt við höfum komist í
dag én síminn er opinn, hringið
endilega.“
Snillingarnir
á raudvínspressunni
Á þriðjudag brá svo við að
rauðvínspressan í Þverholti vogaði
sér út á hálan ís landfræðinnar. í
Sandkornskorni, þar sem greint er
frá pílagrímsför þriggja forkólfa
Stöðvar 2 til Sovét nýverið, cr
tekið fram að þeir þremenningar
hafi staðnæmst á bökkum Volgu í
Moskvuborg.
Dropateljari getur einhvernveg-
inn ekki kyngt þessum vísdómi
DV-manna, enda er hann þvert á
uppljóstranir allra hugsanlegra
skóla og stofnana um staðsetningu
þessarar ágætu ár. Og meira að
segja ekki ómerkari heimild en
Times-Atlas staðfestir að það
mikla fijót Volga seytlar í róleg-
heitunum mörg hundruð kílómetr-
um austar og fellur í Kaspíahaf.
Um Moskvu rennur hinsvegar ein-
faldlega Moskvuá.
Mikill er máttur rauðvínspress-
unnar. Dropateljari leggur til að
landfræðidálkur DV vcrði lagður
niður en rauðvínsskrif þar áfram
iðkuð. Helst af meiri áfergju cn
nokkru sinni. t’aö hæfir...