Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 19
'Fimmtudágur 11. ágúst 1988 Tíminn 19 SPEGILL Sinatra-sögur Frank gamli Sintatra er enn að koma á óvart. Nú er komið í ljós að hannn getur fleira en sungið, hann er prýðilegur listmálari líka. Á góðgerðarsamkomu um daginn var boðið upp málverk af eyði- merkurlandslagi eftir hann og það fór á vel yfir milljón. Kannske einhver hafi bara verið að kaupa nafnið neðst í hægra horninu. Ekki þarf Frank lengur að bera þá skömm að vera bara næstbest launaði listamaður í Bandaríkj- nunum á eftir Bill Cosby. Nýlega samdi Frank um fimm sjónvarps- þætti og fær litlar tíu milljónir króna fyrir hvern. Það er metið núna. Kannske Frank sé farið að finn- ast að hann eigi stutt eftir. Að minnsta kosti sóar hann ekki tímanum í svefn um þessar mundir. -Ég fer eldsnemma á fætur og ryksuga húsið, segir hann. -Það er svo einstaklega róandi verk og nytsamt að auki. Ef til vill ættu þeir, sem andvaka eru, að taka sér hann til fyrirmyndar. Nú hafa læknar Franks tilkynnt honum að hann lifi ekki lengi enn ef hann hætti ekki að reykja. Hann hefur verið slappur og tekið mikið af lyfjum. -Ég byrjaði að reykja 10 ára, segir hann, -og hef hætt ótelj- andi sinnum, bara nokkra daga í einu. Kannske væri ráð að borða súkkulaði í staðinn. Nú segir sagan, að Frank sé reiðubúinn að greiða litla átta mill- jarða fyrir aflausn synda sinna. Mikið hlýtur maðurinn þá að hafa syndgð. Skilyrðið er að páfi sjálfur hlusti á skriftirnar. Undanfarið hefur Frank gengist undir magaað- gerðir og er augljóslega farinn að velta fyrir sér, hvað hann eigi langt ólifað. Peningarnir eiga að renna til kaþólsku kirkjunnar og sagt er að þetta nemi um helmingi eigna hans. Þess má geta að hinir í Sinatra-fjölskyldunni hafa sitthvað við þetta tilboð að athuga. Þrátt fyrir háan aldur og hrak- andi heilsu, græðir Frank Sinatra enn á tá og fingri. Hann fékk nýlega 4 milljónir króna fyrir að drekka ákveðna tegund af gos- drykk í ítalska sjónvarpinu. Hann var í góðu skapi og gaf peningana til að tveggja ára snáði gæti gengist undir aðgerð á augum. Nýlega bað auðugur kaupsýslu- maður Frank að syngja í einkasam- kvæmi hjá sér fyrir 15 miljónir króna. Frank vildi ekki sýnast vanþakklátur, þegar hann hafnaði boðinu, en með neitnuninni sendi hann tvo miða á hljómleika sína. Kaupsýslumanninum fannst þetta ekki alveg koma í staðinn. Allra nýjustu fréttir herma að Frank sé bálvondur yfir því að CBS-sjónvarpið er hætt við að gera framhaldsþætti um ævi hans. Ástæðan er sú, að enginn vill leika hann. Bæði Bruce Willis og Robert deNiro hafa fengið góð tilboð, en hafnað þeim og svo mun vera um fleiri þekkta leikara. Frank Sinatra er bogmaður, fæddur 12.desember 1915. Clapton er hugsi, enda milli kvenna í svipinn. Clapton í klemmu Gítarstjarnan Eric Clapton hef- ur löngum kunnað að stilla strengi sína en eitthvað virðist honum farið að förlast því nú slær öllu saman. Konan hans, fyrirsætan Patti Boyd, skildi nýlega við hann af því henni líkaði ekki að hann stóð í ástarsambandi við stúlkuna sem fæddi honum soninn, sem hann hefur svo lengi þráð. Raunar skilj- um við hérna á Fróni ekki, hvernig hægt er að eignast son án þess að eiga í ástarsambandi, en Patti veit kannske betur. Stúlkan sem um ræðir, er ítalska leikkonan Lory del Santo. Patti, sem eitt sinn var gift George Harri- son, fór fram á skilnað og krafðist að auki helmings eigna Claptons, sem taldar eru nema litlum tveimur og hálfum milljarði. Ekki fylgir sögunni hvort Clapton hyggst rugla þeim reytum sem eftir eru, saman við reytur Lory del Santo. UM STRÆTI OG TORG Kristinn Snæland: ■■ Nýlega varð sorglegt slys við Reykjavíkurflugvöll. Petta slys hefur vakið upp miklar umræður og skrif. Það sem mér finnst ein- kenna þessa umfjöllun er flug- hræðsla, þ.e.a.s. þeirra sem nú hamast mest gegn núverandi stað- setningu flugvallarins. Þessa skoð- un byggi ég á þeirri staðreynd að öllum sem leggjast gegn því að flugvöllurinn verði þarna um alla framtíð, þykir rétt og eðlilegt að flytja innanlandsflugið til Kefla- víkurflugvallar eða a.m.k. suður í Kapelluhraun. Sú taugaveiklun sem hefur gripið til dæmis Svavar Gestsson og einn skrifara Þjóðvilj- ans Ó.P. bendir eindregið til þess að mennirnir séu flughræddir en ekki bílhræddir. Þessir ágætu menn virðast ekki gera sér grein fyrir því að á einu ári flytja Flugleiðir 280 þúsund manns um Reykjavíkur- flugvöll og hin smærri flugfélög væntanlega einhverja tugi þúsunda til viðbótar. Aðeins flutningur flug- vallarins suður í Kapelluhraun þýddi um eða yfir 10 kílómetrum lengri akstur að vellinum. Væntan- lega er þeim flughræddu ljóst, þótt þeir séu ekki bílhræddir að 10 kílómetra akstur yfir þrjú hundruð þúsund farþega er afar líklegur til að kosta einhver mannslíf. Væri gengið svo langt að flytja innan- landsflugið til Keflavíkur myndi það kosta mannslíf öðru hverju, að flytja allan þennan fjölda svo langa leið. Nú er það vissulega svo að engar tölur liggja fyrir um það hversu margir hafa slasast eða látist í bíl á leið sinni að Reykjavík- urflugvelli eða á leið til flugs í Keflavík. Það liggur hinsvegar fyrir að flest dauðaslysin í landinu verða á leiðinni suður í Kapelluhraun og til Keflavíkur, eða á Arnarneshæð í Kúagerði og á Fitjum. Ég er með öðrum orðum sann- færður um að með flutningi Reykjavíkurflugvallar, hvort sem væri suður í Kapelluhraun eða með flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur, væri verið að fjölga dauðaslysum tengdum flugi í land- inu. Þau slys yrðu vissulega ekki flugslys heldur bílslys. Þeir sem af taugaveiklun og flughræðslu krefj- ast þess nú að flytja innanlands- flugið brott frá Reykjavík ættu að hugleiða það vandlega hvort þeir væru menn til þess að standa undir þeirri ábyrgð að hafa fjölgað dauðaslysum í landinu. Varðandi flugslysin við Reykjavíkurflugvöll, þá er ekki líklegt að tíðni þeirra breyttist með nýjum lendingar eða flugtaksstað, og rétt svona viður- kenni ég að fremur vildi ég maga- lendingu í Vatnsmýrinni en Kap- elluhrauni. Ég vil bæta því við að jafnvel flutningur Hringbrautar nær flugbrautarendan er mér ekk- ert áhyggjuefni. Þar og á Suður- götu við brautarendann er einfalt mál að koma fyrir umferðarljósum sem stjórnað væri úr flugturninum. Boltamenn Nokkuð er síðan ég skrifaði um frísklegan hóp manna sem sinnir þörf sinni fyrir boltasprikl á flötinni við Suðurlandsbraut inn við hross Sigurjóns. Ég fann að því að þessir eitilhörðu íþróttamenn óku bílum sínum inn á grasflötina í stað þess að leggja þeim í malarkantinn við götuna. Nokkru síðar brá svo við að blessaðir mennirnir höfðu lagt bílunum snyrtilega í malarkantinn og gengið þessa 30 metra inn á flötina. Mikið var ég ánægður, því mér þykir talsvert vænt um grasið í borginni. Mér þykir reyndar líka vænt um það þegar borgararnir nota það til að sprikla á því til heilsubótar eða æfinga. Að aka bílum um grasflatir borgarinnar eða skíta malbiki á þær að óþörfu, þykir mér hins vegar hinn mesti barbarismi og nú hafa blessaðir íþróttamennirnir með boltana inn við Suðurlandsbraut líklega oftek- ið sig í sumarfríinu, því síðastliðinn mánudag höfðu þeir allir lagt bílum sínum langt inn á grasflötina, til þess að þurfa ekki að ganga þessa 30 metra að flötinni. Ég verð nú rétt svona að segja það, að þegar ég sá þá koma gangandi að bílum sínum eftir æfinguna, þá sá ég alls ekki þau þreytumerki á þeim, sem réttlættu það að þeir þyrftu að leggja bílunum svona nærri æfing- arsvæðinu, á grasflötinni. Ég segi samt við þessa blessuðu íþrótta- menn, strákar, hafið æfinguna ör- lítið styttri og gangið þennan spöl frá malarkantinum inn á flötina. Svo er manni líka sagt að stutt og snörp ganga sé hið besta trimm, eða hvað? Skylt er að bæta því við að daginn eftir eða s.l. þriðjudag voru nokkrir bílar enn þarna inni á grasflötinni en nú voru það verka- menn sem vinna þarna við fram- kvæmdir sem stóðu fyrir barbar- ismanum. Það er mér undrunar og hryggðarefni hversu margir hafa litla tilfinningu fyrir grasi og gróðri og nærfærni í umgengni við hann. Það er nóg pláss fyrir bíla í malar- köntum Suðurlandsbrautarinnar. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.