Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.08.1988, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 11. ágúst 1988 Tíminn 9 |É|gBl ■■h MWMmíM m mm Cj^ejfrXý-yXvv.vy^ Kátihfif/: ' . ' ;wm v////// 'av/i'/. ÉMÍ VETTVANGUR Bjarni Guðmundsson: Af landbúnaði á Norðurlöndum Ár hvert hittast landbúnaðarráðherrar Norðurlanda ásamt embættismönnum sínum og fulltrúum bændasam- takanna. Á ársfundi þessum gefur hver sendinefnd yfirlit yfir stöðu landbúnaðarins í viðkomandi landi, og helstu nýmæli í landbúnaðarstefnu þess. Þá er ákveðið viðfangs- efni tekið til sérstakrar umræðu á hverjum ársfundi. í ár var fundurinn haldinn í Svíþjóð, í Tállberg við Siljanvatnið. Aðalumræðuefni fundarins var hin svonefnda Brundtlandskýrsla: Framtíð okkar allra (Our Common future). í henni er fjallað um umhverfismál, og hvernig þjóðirnar geta búið sér samfélag í sátt við náttúru og umhverfi. Skýrslan er samin af nefnd, sem Sameinuðu þjóðirnar kölluðu til starfa. Fyrir nefndinni var Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, og því er skýrslan við hana kennd. Hér verður ekki rakin umfjöllun ársfundarins um skýrslu þessa, heldur greint í stuttu máli fráþví, er fram kom í greinargerðum þjóðanna um það, sem efst er á baugi í landbúnaðarmálum hjá stjórnvöldum í hverju landi. Danmörk Danskur landbúnaður glímir nú við nijög mikla fjárhagserfiðleika. Fjölskyldutekjur hafa til dæmis rýrn- að um 17% frá árinu 1986 til ársins 1987. Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp til laga um hagræðingarlán til landbúnaðarins. Mun sú fyrir- greiðsla geta náð til 16.500 búa af þeim 86.000, sem rekin eru í land- inu. Nýti öll bú fyrirgreiðsluna til fullnustu sem geta, er áætlað, að hún taki til skulda, sem samtals nema nær 25 milljörðum danskra króna (tæplega 10 millj. ísl. króna á bú). Fyrsta árið er gert ráð fyrir að vaxtabyrði landbúnaðarins muni léttast um ríflega 1,3 milljarða danskra króna með ráðstöfunum þessum. Nefna má m.a. að við ráðstafanir koma þau bú ein til greina, þar sem vinnuframlag fjöl- skyldunnar við búskapinn er meira en 1200 stundir á ári. Ráðstafanir Evrópubandalagsins í landbúnaðarmálum snerta danska bændur að sjálfsögðu verulega. Beinast þær einkum að offram- leiðsluvandanum. Til framkvæmda er að koma áætlun bandalagsins um að leggja hluta akurlendis í tröð, að nýta það til ræktunar beitilanda eða til annarra þarfa. f þessu skyni er bændum boðinn fjárstuðningur. Mikilvægir þættir í þessum aðgerð- um eru verndun viðkvæmra lands- svæða, plöntun skóga og stuðningur við lífrænan landbúnað (ökologisk produktion). Gert er ráð fyrir, að 2-4% af flatarmáli landsins falli und- ir verndaraðgerðir þessar. Frá og með orlofsárinu 1988-1989 verður orlof finnskra bænda 17 dagar, var áður 16 dagar. Frá næstu áramótum verður fæðingarorlof finnskra sveitakvenna 200 dagar. Noregur Bændur og ríki hafa nýlega gert með sér nýjan búvörusamning til tveggja ára. Hljóðar hann upp á 1420 millj. norskra króna (tæpl. 10 milljarða ísl. kr.). 56% af umsömd- um tekjuauka bænda munu koma með búvöruverðinu, en 44% með framlögum frá ríki á fjárlögum. Mjólkurframleiðsla, sauðfjárrækt og kartöflurækt munu njóta tekjuauka yfir meðaltali samningsins. Korn- ræktin fylgir meðaltalinu tæplega, en undir því verða alifugla- og og mengun vatnsfalla; ennfremur varðveislu náttúrulegs gróðurlendis og öflun þekkingar um lífrænan landbúnað. Skuldir norskra bænda hafa vaxið umtalsvert á síðustu árum. í samn- ingaviðræðum ríkis og bænda var fjallað um það, hvernig við þeim vanda yrði brugðist. Aðilar urðu m.a. sammáia um að leita allra leiða til lausnar, svo sem með nýjum reglum um framkvæmdastyrki í landbúnaði, þar sem áhersla er lögð á hægari fjárfestingu, einfaldari vél- búnað búanna, samvinnu um búvél- ar o.fl. Loks er þess að geta að skipuð hefur verið tuttugu og þriggja manna nefnd til þess að meta landbúnaðar- stefnu Norðmanna. Sitja í henni fulltrúar flestra hagsmunahópa um landbúnaðarmál. Nefndin á að skila áliti sínu fyrir 31. des. 1989. á kg af fosfór (P). Svara þessar upphæðir til 4.35 og 2.18 ísl. kr. Pá verða m.a. settar reglur um há- marksfjölda gripa á hektara svo draga megi úr mengunarhættu vegna búfjáráburðar. Þá samþykkti sænska þjóðþingið nú í vor ný lög um dýravernd. Hvers kyns búrahald búfjár á að hverfa úr sænskum gripahúsum á næstu 10 árurn; dýrin fyrst - tæknin svo, segir slagorðið. Þá vinna Svíar nú að því að bæta gæði matvaranna og efla eftirlit með þeim. Sérstakrar tillögu um þau efni er að vænta frá ríkis- stjórninni nú í árslok. Svíar glíma við mikinn byggða- vanda. I fyrra veittu stjórnvöld bændum í Norður-Svíþjóð sérstakan fjárhagsstuðning, er nam 100 milli. sænskum kr. (um 730mi!lj. ísl. kr.). Jafnhá upphæð var veitt í ár. Fjár- munum þessum er fyrst og fremst Athygli beinist nú æ meir að umhverfi búfjárins og velferð dýranna. Nú hafa Svíar löglcitt verulega takmörkun á búrahaldi í landbúnaði. Því má búast við að lausaganga svína verði algengari sjón á næstu árum en verið hefur. Finnland Finnar glíma einnig við sinn of- framleiðsluvanda. Þeir gripu til sölu og leigu fullvirðisréttar að hætti okkar. Fram voru boðnar 360 millj. lítra mjólkur. Var það þrisvar sinn- um meira mjólkurmagn en fyrirfram var gert ráð fyrir að falt væri. Peir bændur voru þá látnir sitja fyrir, sem voru aldraðir, heilsuveilir, eða vildu selia rétt sinn. 1 Finnlandi hefur mjólkurfram- leiðslunni verið stýrt með tvíverðs- kerfi um nokkurt skeið. f byrjun þessa árs var tekin upp kvótaskipting mjólkurframleiðslu eftir mjólkur- búum. Er það nýmæli þar í landi. Hver sá finnskur bóndi, er ryður nýjan akur, verður nú að gjalda skatt af framtakinu. Nemur skattur- inn jafnvirði 315 þús. ísl. kr. á ha. Til þess ða mæta samdrætti í atvinnu á landsbyggðinni í kjölfar minnkandi framleiðslu, lagði ríkið m.a. fram jafngildi 735 millj. ísl. kr. af spöruð- um útflutningsbótum til atvinnuupp- byggingar. A árinu 1987 nutu 1200 byggðaverkefni þessa stuðnings. Mest bar þar á smáverktökum, en einnig var um að ræða aukabúgrein- ar, svo sem gróðrarstöðvar, garð- yrkju og loðdýrarækt. Opinber nefnd hefur nú lagt fram skýrslu st'na um finnskan landbúnað árið 2000. Leggur nefndin til að þá skuli búvöruframleiðslan svara til hinnar innlendu eftirspurnar. Þó er gert ráð fyrir lítið eitt meiri mjólk- urframleiðslu til þess að mæta árs- tíðasveiflum. Nefndin leggur enn- fremur til, að 10 þúsund hektarar akurlendis verði plantaðir skógi á ári hverju, og 200 þúsund hektarar lagðir í tröð. Á síðastliðnu ári varð mikið tjón á uppskeru finnskra bænda. Um 75 þúsund býli urðu fyrir tjóni, sem samtals var metið á 3,3 milljarða finnskra marka (tæplega 35 milljarð- ar ísl. kr.). Sjálfsábyrgðin var metin á 1,4 milljarða marka, en 1,9 mill- jarðar var tap, sem bætt var með ýmsu móti; 5 ára lánum með 4,5% vöxtum, svo og styrkjum m.a. til fóðurkauna. svínarækt ásamt meginhluta garð- yrkjunnar. í búvörusamningnum er nú gert ráð fyrir stuðningi við atvinnuupp- byggingu í öðrum greinum en land- búnaði, enda verði hún á bændabýl- um og sé hluti af búrekstrinum. Samið er um 15 millj. kr. framlag (liðl. 100 millj. ísl. kr.) í sérstakan byggðaþróunarsjóð. Gert er ráð fyrir, að yfirvöld byggðamála leggi fram á móti jafnháa upphæð í sjóðinn. Hér er um sameiginlega tilraun yfirvalda landbúnaðar og byggðamála til byggðastuðnings að ræða, sem á að ná til tveggja fylkja og fimm hreppa. Leggja Norðmenn nú vaxandi áherslu á, að tengja aðgerðir í landbúnaðarmálum og stjórn þeirra öðrum málefnum byggðanna. Umhverfismálaumræðan snertir einnig norskan landbúnað. f hinum nýja búvörusamningi er gert ráð fyrir 60 millj. norskra króna (410 millj. ísl. kr.) til aðgerða í umhverf- ismálum, auk 70 millj. kr. til sameig- inlegra verkefna stjórnvalda um- hverfis- og landbunaðarmála á þessu sviði í ár. Um er að ræða verkefni, sem miða að því að draga úr frá- rennsli áburðarefna úr ræktuðu landi Svíþjóð Þann 1. júlí næsta ár verður tví- verðskerfið, sem gilt hefur við stjórn ntjólkurframleiðslunnar í Svíþjóð frá 1. júlí 1985, fellt niður. Þar í landi glíma menn við mikla offram- leiðslu á korni. Á síðasta ári féllu 127 þúsund hektarar akurlendis úr ræktun, og í ár bætast þar við liðlega 250 þúsund hektarar. Er það liður í samningi bændasámtakanna og ríkisins frá því í fyrra. Njóta bændur stuðnings til búháttabreytinga, eink- um þeirra, er miða að verndun umhverfis og rækun annars jarðar- gróða en korns. Bætur fyrir aflagðan akur geta numið allt að 18 þús. ísl. kr. á hektara. Þjóðþingið hefur samþykkt sér- stakt átak til þess að laga landbúnað- inn að umhvérfi sínu. Stefnt er að því m.a. að minnka frárennsli köfn- unarefnis úr akurlendi um helming fyrir árið 2000. Leiðir til þess eru bætt meðferð og hirða búfjáráburð- ar, minni notkun tilbúins áburðar og minna opið akurlendi. Lagður er „umhverfisskattur" á tilbúinn áburð og jurtalyf. Skrifarann minnir að skattur þessi sé nú 60 aurar sænskir á kg köfnunarefnis (N) og 30 aurar varið til þess að styðja nýfram- kvæmdir og atvinnuuppbyggingu norður þar. Sérstök áhersla er lögð á að styðja blandaðan búrekstur í landbúnaði og skógrækt. Aðgerðir þessar ná nú einnig til dreifbýlis í öðrum landshlutum. Mörgu svipar saman Hér að framan hefur verið gerð örstutt grein fyrir nokkrum málum, sem ofarlega eru á baugi í landbún- aði norrænna nágrannalanda. Má glögglega sjá, að margan vandann eiga menn sameiginlega; offram- leiðslu, skuldasöfnun, leit að nýjum búgreinum, hnignun umhverfis, byggðabresti, svo það helsta sé nefnt. Vel má það vera nokkur huggun, að „ólán mitt er brot af heimsins harrni", eins og Steinn Steinarr kvað. Verðmætara er þó að frétta af því, hvernig frændþjóðimar bregð- ast við vandanum, hvaða úrbótaleið- ir þeir hafa fundið og reynt og með hvaða árangri. Það getur létt okkur róðurinn, sparað tíma, fyrirhöfn og fjármuni. í því felst mesta gildi þeirra norrænu funda, sem hér hefur að hluta verið sagt frá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.